Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Menn munu bítast eins og ljón um sigurinn segir Birgir Bragason keppnisstjóri Sjöunda alþjóðlega Ljómarallið verður ræst á Fífu- hvammsvegi í Kópavogi kl. 18.00 í dag. Þá munu tuttugu keppnisbUar leggja í sérleið um svokallaðar Kópvogsgryfj- ur og verður það upphafið að 1500 km langri keppni. Fyrsta leiðin er hugsuð fyrir áhorfendur, sem gefst kostur á að sjá rallbíla í hörkukeppni við bæjardyrnar. „Það verður staðið yfir allt, ekið á fullu allan tímann og stefnt á sig- ur,“ sögðu Þorvaldur Jemsson og Pétur Sigurðsson, sem aka Opel Kadett í keppninni. Bíll þeirra býð- ur tæpast upp á toppsætið, en umsögn þeirra sýnir vel hugarfar allmargra ökumanna til keppninn- ar. „Það verður hart barist um Renault-bræðurnir Guðmundur og Sæmundur Jónssynir á loka- spretti undirbúnings. Með þeim í bilnum er Róbert Guðjónsson, sérlegur tækniráðgjafi... _________________ Hugsa um rallakst- ur 365 daga á ári sigurinn, bæði um efstu sætin og svo í flokki óbreyttra bfla. Það er kominn mikill hugur í keppendur og ég tel að þeir muni bítast eins og ljón, um sigurinn alla keppn- ina,“ sagði keppnisstjóri Ljóma- rallsins, Birgir Þór Bragason. „Rallið er 600 km langt á sérleið- um, sem eru 22 talsins, en þar fer keppnin raunverulega fram. Leið- imar eru miserfiðar og munu taka sinn toll af keppnisbílum. Því miður er aðeins ein erlend áhöfn í keppn- inni, en ástæðan fyrir því er sú að ekki var leitað eftir því að fá er- lenda ökumenn á réttum tíma, það var of seint. það verður bara að gera betur næst,“ sagði Birgir. Eina erlenda áhöfnin er frá Skotlandi, félagarnir Philip Walker og Gordon Dean aka kraftmiklum Ford Escort RS. Þeir hafa tvívegis komið áður, en í bæði skiptin orðið að hætta í miðri keppni." Staðan er Island tvö Philip núll,“ sagði Philip í gaman- sömum tón í samtali við Morgun- blaðið. „Það þýðir ekki að gefast upp, ég vil ljúka Ljómarallinu og kem því enn á ný. Bíllinn er góður, Renault-bræðurna kalla aðrir rallökumenn þá. Tvíburarnir Guð- mundur og Sæmundur Jónssynir eru meðal fjögurra bræðraáhafna, sem í Ljómarallinu keppa. Þeir eru dæmi um venjulega klúbböku- menn, reka keppnisbílinn á eigin kostnað, smiða stundum sjálfir nauðsynlega varahluti, jafnvel eigin verkfæri ef með þarf! Pyngjan er alltaf tóm, allir peningar fara í rallið og samt eru þeir alltaf stórhuga. Hugsa þeir minnst 365 daga á ári um rallakstur. Blaðamað- ur Morgunblaðsins rak nefið inn í skúr hjá þeim. „Það fer svakalegur tími í þetta, í rúmið á nætumar. Fyrir utan allar helgar og mörg kvöld liggjum vinnu við bflinn höfum við eytt mikl- við í og undir bflnum,“ sögðu þeir bræður, sem aka Renault 5. „Eftir hvert rall þarf að yfirfara allt og fyrir Ljómann höfum við tekið allt í gegn, hveija skrúfu og suðu. Það liggur við að maður taki bflinn með um tíma í að skoða leiðir, fram og til baka. Það er nauðsynlegt að vita um ástand leiðanna og þekkja hættuiegustu kaflana," sögðu þeir. Aðspurðir um hvort þeir deildu mik- ið í keppni að hætti tvíbura sögðu þeir: „Það kemur fyrir. Stundum hnakkrífumst við. Einu sinni dutt- um við út vegna brotinnar spindil- kúlu. Fyrir keppni vildi annar okkar skipta um hana, hinn ekki og það var ekki gert. Síðan bilaði hún og það þýddi margra daga rifrildi á eftir. Annars gengur þetta bara vel. Samvinna er það sem gildir og við erum að þessu til gamans. Við fáum mikla útrás dagana, sem keppnin fer fram, en það kostar mikla vinnu og erfíði að komast í keppni," sögðu þeir Sæmundur og Guðmundur. Rásröð keppenda í Ljómarallinu: 1. Jón Ragnarsson/Rúnar Jónsson Ford Escort RS 260 2. Þórhallur Kristjánss./Gunnlaugur Rögnvaldss. Peugeot Talbot 200 3. Hafsteinn Aðalsteins/Ulfar Eysteinsson Ford Escort RS 260 4. Philip Walker/Gordon Dean Ford Escort RS 260 5. c Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson Lancer 110 D. 7. Steingrímur Ingason/Unnsteinn Ingason Nissan 130 8. Eiríkur Friðriksson/Þráinn Sverrisson Ford Escort 160 9. Ævar Hjartarson/Jóhann Þorsteinsson Skoda 100 10. Hjörleifur Hilmarsson/Sigurður Jensson Toyota Corolla 180 11. Þorvaldur Jensson/Pétur Sigurðsson Opel Kadett 110 12. Guðmundur Jónsson/Sæmundur Jónsson Renault 130 13. Daníel Gunnarsson/Garðar Flygenring Opel Kadett 140 14. Guttormur Sigurðsson/Mikael Reynis Ford Escort 150 15. Guðni Amarsson/ÆgirÁrmannsson BMW Turbo 170 16. Friðrik Sigurbergsson/Grétar Sigurbergsson BMW 2002 130 17. Helga Jóhannsdóttir/Ríkharður Kristinsson Lada Samara 65 18. Hjálmar Kristjánsson/Þór Kristjánsson Ford Escort 90 19. Bragi Guðmundsson/Amar Theodórsson Lada 70 20. Ólafur Baldvinsson/Þorsteinn McKinstry Lada 70 21. Þorgeir Kjartansson/Sigurður Pétursson Opel Manta 90 22. Þorsteinn Ingason/Sighvatur Sigurðsson Lada Sport 80 Samningur Islands og Bandaríkjanna: Auðveldar framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna SAMNINGURINN, sem rikissljórnir íslands og Banda- ríkjanna hafa gert með sér til lausnar deilunni um skipa- flutninga fyrir varnarliðið, var^ undirritaður í New York í gær. Það voru þeir Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra íslands, og George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staðfestu samninginn. grundvelli Norður-Atlantshafs- samningsins, sem undirritaður var Ríkisstjómin samþykkti samn- inginn á fundi sínum á þriðjudag- inn. Jafnframt samþykkti hún að tillögu Þorsteins Pálssonar, sem gegnir starfi utanríkisráðherra í fjarveru Matthíasar Á. Mathiesen, að leggja samninginn fyrir Alþingi í formi þingsályktunar, þegar það kemur saman í næsta mánuði. Samningurinn fer hér á eftir svo og samkomulag sem gert var sam- hliða honum: Samningur milli Banda- ríkja Ameríku og Lýð- veldisins íslands til að auðvelda framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna Ríkisstjórn Bandaríkja Ameriku og ríkisstjórn lýðveldis- ins íslands minnugar þess að ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku og ríkisstjóm lýðveldisins íslands hafa með vam- arsamningi milli Bandaríkja Ameríku og lýðveldisins íslands á 5. maí 1951 („vamarsamningur- inn“), um langt skeið gert ráðstaf- anir varðandi notkun aðstöðu á íslandi til varnar landinu og þar með einnig til vamar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til; taka mið af mikilvægi varnar- samningsins fyrir samskipti Bandaríkjanna og íslands, svo og einstæðu gildi hans fyrir Norður- Atlantshafsbandalagið; viðurkenna þörfina á því, að Bandaríkin og Island beri skyldur og njóti réttinda samkvæmt vamar- samningnum með réttmætum hætti; taka tillit til langvarandi þátt- töku skipa, sem gerð hafa verið út af íslenskum skipafélögum, og bandarískra skipa í flutningum fyr- ir vamarliðið milli Bandaríkjanna og íslands í þágu vamarráðstafana á grundvelli varnarsamningsins; viðurkenna að sanngjöm þátt- taka skipa beggja landanna í vöruflutningum vegna vamarsamn- ingsins muni treysta samskipti aðilanna og bæta samvinnu á nauð- synlegum sviðum vamarmála; viðurkenna brýna þörf á að tryggja fullnægjandi sjóflutninga milli Islands og Bandaríkjanna með skipum, sem gerð eru út af íslensk- um skipafélögum, og bandarískum skipum meðan vamarsamningurinn er í gildi; árétta skerf Islands til hinna einkar mikilvægu samgangna á sjó, er tengja aðila Norður-Atlantshafs- bandalagsins; hafa orðið ásáttar um eftirfarandi: 1. grein Flutningaþjónusta á sjó milli ís- lands og Bandaríkjanna með farm (vegna vamarsamningsins skal látin í té af bandarískum skipum og skip- um, sem íslensk skipafélög gera út, á grundvelli samkeppni samkvæmt grein þessari milli skipafélaga með skip undir bandarískum fána og íslenskra skipafélaga. Slík sam- keppni skal leiða til samninga er tryggi, að bæði skipafélögum með skip undir bandarískum fána og íslenskum skipafélögum verði Unnt að taka virkan þátt í flutningunum. Þessum markmiðum verði náð með því, að Bandaríkin og ísland komi sér saman um hlutfallsskiptingu farms, sem flytja skal sjóleiðis vegna vamarsamningsins, milli skipa, sem gerð eru út af íslenskum skipafélögum, og bandarískra skipa á grundvelli slíkrar samkeppni. 2. grein Samningur þessi er háður full- gildingu ríkisstjómar Bandaríkja Ameríku og ríkisstjómar lýðveldis- ins Islands í samræmi við stjóm- skipunarreglur ríkjanna. Hann tekur gildi þegar skipst hefur verið á fullgildingarskjölum í Reykjavík. 3. grein (1) Samningur þessi skal gilda meðan vamarsamningurinn eða samningur, sem kemur í hans stað, er í gildi. Hvor aðili um sig getur hvenær sem er tilkynnt hinum, að hann hyggist segja samningi þess- um upp. Uppsögn tekur gildi 12 mánuðum eftir dagsetningu slíkrar tilkynningar. (2) Samningur þessi skal ekki hindra ráðstafanir sem hvor aðili um sig telur nauðsynlegar til vemd- ar brýnum öryggishagsmunum sínum. 4. grein Ákvæði samnings þessa og sér- hvers samkomulags um fram- kvæmd hans, sem gert er samkvæmt 1. gr., skulu ganga fyr- ir ákvæðum hvers kyns eldri ósamrýmanlegra laga og reglu- gerða Bandaríkja Ameríku og lýðveldisins íslands. Samkomulag milli Banda- ríkjaAmeríku og lýðveld- isins Islands varðandi samning til að auðvelda framkvæmd varnarsam- starfs ríkjanna Ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku og ríkisstjórn lýðveldis- ins íslands hafa vegna samnings milli Bandaríkja Ámeríku og lýðveldisins íslands til að auðvelda framkvæmd vamarsamstarfs ríkjanna sem und- irritaður var í New York hinn 24. september 1986 orðið ásáttar um eftirfarandi: 1. Flutningaþjónusta á sjó milli ís- lands og Bandaríkjanna með farm vegna vamarsamningsins skal látin í té af bandarískum skipum og skipum, sem íslensk skipafélög gera út á grundvelli samkeppni með vissu millibili verði efnt til milli skipafélaga með skip undir bandarískum fána og íslenskra skipafélaga. Samkeppni skal hveiju sinni leiða til samninga við bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.