Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson
• Þorsteinn Gunnarsson úr ÍBV og Hermann frá Nœstved eru markverðir liðsins í dag gegn Tákkum.
Hér sjást þeir á æfingu með liðinu á Akureyri ígær.
Evrópukeppnin U-21 árs:
Islendingar og Tékkar
leika á Akureyri í dag
Akureyri, frá Skapta Hallgrímssyni, blaöamanni Morgunblaösins.
„MÉR LÝST ágætlega á leikinn
'*» en við verðum að gera okkur
grein fyrir því að við erum að
spila við þjóð sem er sterkari i
knattspymu en við — og útreiðin
sem íslensku liðin fengu í Evrópu-
keppninni segir mönnum vissa
hluti,“ sagði Guðni Kjartansson,
þjálfari U-21 árs landsliðsins í
knattspyrnu, i samtali við Morg-
unblaðið, um leikinn í kvöld á
Akureyri: ísland og Tákkóslóv-
akia leika þar í Evrópukeppninni.
Þetta er annar leikur íslands í
keppninni að þessu sinni. Liðið
tapaði 0:2 fyrir Finnum ytra á dög-
unum. Leikmannahópurinn er
óbreyttur frá því þá nema hvað
Mark Duffield datt út í stað Viðars
Þorkelssonar. Viðar og Ólafur
Þórðarson voru hins vegar báðir í
landsliðshópnum gegn Rússum í
yærkvöldi. Þegar þetta er skrifað
er ekki vitað hvort þeir tóku þátt
í þeim ieik þannig að ekki er Ijóst
hvort þeir geta leikið í kvöld. Þó
er reiknaö með því að svo verði.
Guðni sagðist reikna með að
leika sömu leikaðferð og í Finn-
landi — sem er sú ^ama og
A-landsliðiö notar undir stjórn Sigi
Held. Þrír menn eru í vörninni,
fimm á miðjunni (en tveir nýtast
reyndar sem bakveröir ef svo ber
undir) og síðan tveir frammi. „Það
sýndi sig í Evrópuleikjunum að
gengur ekki alltaf að leika sóknar-
leik. Við getum ekki beitt sóknar-
leik þegar mótherjinn er með
boltann - en við höfum sýnt að við
getum spilað vel og það reynum
við.“
Guðni sagðist ekkert þekkja til
tékkneska liðsins. „En Tékkar eru
oftast með mjög iíkamlega sterk
lið og eru fljótir. Dæmigert aust-
antjaldslið — mjög vel þjálfað. Mér
lýst vel á að leika á ekki stærri
Morgunblaðið/Skapti Haligrímsson
• Gauti Laxdal og Guðmundur Guðmundsson úr Breiðabliki verða
trúlega ( byrjunarliðinu f dag á Akureyri þegar strákarnir mæta Tákk-
um í Evrópukeppninni undir 21 árs.
velli en er hér á Akureyri," sagði
hann. „Ég er viss um að leikmenn
tékkneska iiðsins hafa leikið
nokkra leiki saman eins og
Finnarnir höfðu gert áður en þeir
mættu okkur. Við höfum hins veg-
ar sama og enga samæfingu —
og það háir okkur. Það má segja
að þetta sé alveg nýtt lið frá því í
fyrra og það er Ijóst að lið þurfa
aö fá að vera lengur saman en við
höfum getað — við æfingar og
æfingaleiki."
Guðni sagði að strákarnir í
íslenska liðinu hefðu góða tækni-
lega getu, „en þá vantar taktíska
hluti, eins og til dæmis að halda
haus á krítískum augnablikum. Og
það kemur auðvitað ekki nema
með meiri reynslu."
Guðni gat í gær ekki gefið upp
byrjunarliö sitt í kvöld. Markverðir
liðsins eru Hermann Haraldsson
frá Næstved í Danmörku og Þor-
steinn Gunnarsson frá ÍBV.
Hermann lék í Finnlandi. í vörninni
í Finnlandi léku Júlíus Tryggvason,
Loftur Ólafsson og Mark Duffield.
Reikna verður með að bæði Loftur
og Júlíus leiki i kvöld og líklega
Viðar Þorkeisson ef hann getur.
Eða þá Jón Sveinsson og Júlíus
framar. Á miðjunni verða væntan-
lega Ólafur Þórðarson (ef hann
getur leikið), Kristján Gíslason,
Siguróli Kristjánsson, Gauti Laxdal
og hugsanlega Júlíus Tryggvason
ef Jón Sveinsson yrði í vörninni. í
framlínunni i Finnlandi voru Jón
Þórir Jónsson og Andri Marteins-
son.
>
ELDRI BORGARAR ATHUGIÐ!
Kanarí/Madeira klúbburinn
boðar til fundar
á Hótel Esju (2. hæð),
sunnudaginn 28. sept. kl. 15.00.
Kynntar verða
sérstakar Kanaríeyjaferðir
ætlaðar þeim
sem eru 60 ára og eldri.
Sýnd verður sjónvarpsmynd
og litskyggnur
frá Kanaríeyjum,
Þórir S. Guðbergsson
flytur stutt erindi,
leikin létt tónlist
og lagið tekið.
FLUGLEIÐIR
URVAL
Samvinnuferdir
Landsýn hf.
UTSYN