Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
V
>
BJARNI SIGURÐSSON - Lék nánast
óaðfinnanlega. Varði í eitt skipti af hreinni
snilld, þegar Blochin stóð á markteig í
dauðafæri, og verður ekki sakaður um
markið. Greip vel inn í.
GUNNAR GÍSLASON - Var ekki eins
áberandi og í leiknum gegn Frökkum á
dögunum, en sem aftasti varnarmaður
átti hann ekki lítinn þátt í að Sovétmenn
fengu aðeins tvö góð marktækifæri í öll-
um leiknum.
ÁGÚST MÁR JÓNSSON - Lék af
yfirvegun og nánast furðulegu öryggi all-
an leikinn. Hann og Sævar náðu aö spila
annars hættulega sóknarmenn Sovétríkj-
anna mikið til út úr leiknum.
SÆVAR JÓNSSON - Eins og Ágúst
Már átti Sævar stórleik í vörninni, var
sterkur í skallaboltum og öryggið upp-
málað í öllum sínum aðgerðum. Hann
virðist betri en nokkru sinni.
SIGURÐUR JÓNSSON - Byrjaði
fremur dauflega og virtist framan af ekki
vera við fulla heilsu. En Sigurði óx ásmeg-
in þegar leiö á leikinn og í síðari hálfleik
var hann einn af bestu mönnum liðsins
- hjálpaöi vel í vörninni og skilaöi boltan-
um mjög vel frá sér.
ATLI EÐVALDSSON - Fádæma bar
áttuglaður og ósérhlífinn. Atli hefur, eins
og flestir félaga hans, aldrei verið betri
en nú og leikur af mikilli kunnáttu. Hann
og Ásgeir eru feiknaskæðir á vinstri
vængnum.
ÓMAR TORFASON - Skilaði hlut
verki sínu með prýði. Hann barðist um
ótal bolta á miðvellinum, vann sinn
skammt af tæklingum og sem fyrr lét
hann andstæöingana finna fyrir líkama
sínum.
ÁSGEIR SIGURVINSSON - Algjör
glansleikur. Var sérlega duglegur, hafði
mikla yfirferð og virtist aldrei vera í vand-
ræðum með að skapa sér rými á
miövellinum og gefa félögum sínum góð-
ar sendingar.
RAGNAR MARGEIRSSON - Var
ekki í sama banastuðinu og gegn Frökk-
um, en stóð fyllilega fyrir sínu. Ragnar
er líkamlega sterkur, stendur vel að knett-
inum og gerir fá mistök í leik sínum.
ARNÓR GUÐJOHNSEN — Með sinni
miklu spretthörku og knattleikni kom
hann varnarmönnum Sovétmanna hvað
eftir annað í vandræði. Virtist meira að
segja leika jafnvel með höndum og fót-
uml
PÉTUR PÉTURSSON - Óhemju
vinnusamur og lét andstæðingana svo
sannarlega hafa fyrir sér. Pétur lék þenn-
an leik af yfirvegun og gefur sig hvergi
þó kominn sé heim í áhugamennskuna
aftur. Leikur yfir meðallagi.
„Nú hef ég tekið
gleði mína á ný“
- sagði Henri Michel, landsliðsþjálfari Frakka
„ÍSLAND heldur áfram að koma
á óvart og 1:1-jafntefli gegn Sov-
ótmönnum sýnir enn einu sinni
að öll lið geta lent í vandræðum
á íslandi,“ sagði Henri Michel,
landsliðsþjálfari Frakka, við
blaðamann Morgunblaðsins á
Loftleiðahótelinu í gærkvöldi.
Michel kom gagngert til lands-
ins til að sjá leikinn, en Frakkar
leika gegn Sovétmönnum í París
11. október. Hann var ánægður
með úrslitin, en sagði að Sovét-
menn hefðu skorað á versta tíma
fyrir ísland. „Samt voru þetta
líklega sanngjörn úrslit. Bæði liðin
fengu fleiri marktækifæri og með
heppni hefði annað liðið getað
unnið. íslenska liðið var mun betra
en á móti okkur og sérstaklega
voru skyndisóknirnar hættulegri.
Liðinu fer fram með hverjum leik
og það er gott að okkar leikur á
Laugardalsvellinum er búinn,“
sagði Michel hlæjandi.
Ég var óánægður eftir að við
gerðum jafntefli hérna fyrir hálfum
mánuði, en nú hef ég tekið gleði
mína á ný. Frakkland og Sovétríkin
hafa nú jafnmörg stig, en liðin
mætast í París 11. október og þá
verður Platini með okkur, þannig
að vonandi náum við betri úrslitum
en gegn íslandi."
„Jafntefli,góð úr-
slit fyrir ísland"
- sagði Valeri Lobanovski, þjálfari Sovétmanna
„ÍSLENSKA liðið lék mun betur
núna en á móti Frökkum fyrir
hálfum mánuði, en átti aldrei
möguleika á sigri. Jafntefli eru
góð úrslit fyrir ísland, en þið get-
ið þakkað dómaranum fyrir það,
því allir nema hann sáu að knött-
urinn fór i hendi íslenska leik-
mannsins sem skoraði," sagði
Valeri Lobanovski, þjálfari sov-
éska landsliðsins, í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins
skömmu eftir leikinn.
Sovéska liðið gekk þungum
skrefum inn i búningsklefann að
leik loknum og tókst með herkjum
að fá þjálfarann til að tjá sig um
í GÆRKVÖLDI voru nokkrir leikir
í Littlewood-keppninni á Englandi
og þar bar helst til tíðinda að
Aston Villa náði jafntefli, 1:1,
gegn Reading á útivelli og verður
það að teljast merkilegt því það
er ekki á hverjum degi sem Villa
inær jafntefli.
Úrslit annarra leikja urðu þessi:
Bríghton - Nott’m Forest 0:0
Derby-WBA 4:1
Everton - Newport 4:o
Rangers
í úrslitum
GLASGOW Rangers vann í gær
lið Dundee United í Skal-bikar-
keppninni í Skotlandi 1:2 og það
verða því Rangers og Celtic sem
leika til úrslita í þessari bikar-
keppni. Celtic gerði 2:2 jafntefli
við Motherwell í síðari leik lið-
anna en vann þann fyrri.
Ekström
með tvö
JOHNNY Ekström skoraði bæði
mörk Svía í sigri þeirra á Sviss-
lendingum, 2:0, í Stokkhólmi f
gærkvöldi. Þessi lið leika í 2. riðli
Evrópukeppninnar ásamt ítölum,
Portúgölum og Möltubúum.
Hinn eldfljóti framherji Gauta-
borgarliðsins, Ekström, skoraði
fyrra mark sitt á 19. mínútu og það
seinna á 79. mínútu. Svíar voru
betri lengst af en Svisslendingar
náðu oft að pressa en sköpuðu
sér ekki færi.
leikinn. „Við komum hingað til að
sigra og erum því ekki ánægðir
með jafnteflið. En það á sínar skýr-
ingar. Sjö leikmanna minna eru
meiddir, en engu að síöur er ég
ekki óánægður með leik minna
manna. íslenska liðiö spilaði skyn-
samlega, lagði áherslu á varnar-
leikinn og varnarmennirnir stóðu
sig mjög vel. Skyndisóknirnar voru
hættulegar, en tveir framherjar
áttu við ofurefli að etja. Bestir voru
Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guð-
johnsen og Pétur Pétursson.
Fögnuður íslensku leikmann-
anna leyndi sér ekki, þegar
dómarinn flautaði til leiksloka, og
var það sönnun þess að liöið lék
Man. United - Port Vale 2:0
Oxford - Gillingham 6:0
Peterborough - Norwich 0:0
Wrexham - Portsmouth 1:2
í leik Oxford og Gillingham skor-
aði John Aldridge hvorki fleiri né
færri en fjögur mörk af sex sem
liðið gerði.
Sovéski þjálfarinn:
Réðst að
dómaranum
SOVÉSKI þjálfarinn, Valeri Lo-
banovski, varð mjög óhress eftir
leikinn í gærkvöldi. Hann ruddist
inn í búningsklefa vestur-þýska
dómarans strax eftir leikinn og
vildi kenna honum um þessi úr-
slit.
Lobanovski vildi hlíða dómaran-
um yfir knattspyrnureglurnar og
sagði að hann hafi dæmt mjög illa
og ávallt á bandi íslendinga. Karl-
Josef Assenmacher, dómari, vísaði
þjálfarnum á dyr og sagðist ekki
tala við hann í þessum ham.
NORÐMENN og Austur-Þjóðverj-
ar gerðu markalaust jafntefli i 3.
riðli Evrópukeppninnar í knatt-
spyrnu í Osló í gærkvöldi. Þessar
þjóðir eru i sama riðli og íslend-
ingar, Sovétmenn og Frakkar.
Norðmenn sóttu látlaust allan
leikinn en vörn Austur-Þjóðverja
var sterk fyrir og varðist vel. Eins
varði Rene Miiller, markvörður,
upp á jafntefli. En það eru margir
leikir eftir og við sjáum 28. október
næsta ár, hverjir standa uppi sem
sigurvegarar í riðlinum, og þá verð-
ur fyrst ástæða til að fagna," sagði
Lobanovski þungur á brún.
Vorum
betri
- Sovétmenn æfir
„ÍSLENSKA liðið er mun betra
núna en þegar ég lék gegn því
fyrir sex árum, en það er ekki
ósigrandi og aðeins dómarinn
kom í veg fyrir sigur okkar,u sagði
Oleg Blokhin, leikjahæsti lands-
liðsmaður Sovétríkjanna og einn
besti knattspyrnumaður heims í
mörg ár, í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins á Loftleiðahótel-
inu eftir leikinn í gærkvöldi.
Blaöamaður fór með sovéska
liðinu í rútunni frá Laugardalsvell-
inum og verður að segjast eins og
er, að ekki var kátínunni fyrir að
fara hjá hópnum. Kunnáttuleysið í
rússneskunni kom ekki að sök, því
leikmennirnir þögðu sem gröfin
alla leiðina á hóteliö. Með aðstoð
Juri Zedov, fyrrum þjálfara Víkings,
féllst Blochin, aö ræða stuttiega
um leikinn.
„Leikurinn var góður fyrir áhorf-
endur, íslendingar geta verið
ánægðir með úrslitin, en við ætluð-
um að sigra og því erum við svona
óánægðir.
(slenska liðið lék vel. í því eru
nokkrir afburöaknattspyrnumenn
eins og Ásgeir Sigurvinsson, Pétur
Pétursson og Arnór Guðjohnsen,
en við erum betri. Úrslit leikja eru
svo oft óvænt, en keppnin er rétt
að byrja og við höfum ekki sagt
okkar síðasta orð,“ sagði Blokhin,
og hélt beinustu leið til herbergis
síns.
mjög vel. Til marks um yfirburði
Norðmanna, áttu Austur-Þjóðverj-
ar aðeins eitt skot að marki Noregs
í leiknum.
Norðmenn léku án fyrirliðans,
Hallvar Thoresen, og virtist það
ekki koma að sök. Besta færi Norð-
manna fékk Jan Berg er hann átti
skot i þverslá í seinni hálfleik.
Littlewood:
United vann leik
Markalaust
hjá Norðmönnum