Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
43
inn sem aldrei yfirgaf hana í raun,
og hún átti sinn guð sem aldrei
myndi bregðast henni að heldur.
Eftir að ég komst á fullorðinsár
og fór að sjá mannkosti Hildar
ömmu í ljósi aukins skilnings og
út frá víðara sjónarhomi óx enn
aðdáun mín á þessari merku konu.
Hún fæddi tíu böm í heiminn, sem
öll lifa hana utan Rúna litla nafna
mín, augasteinn móður minnar, sem
dó á bamsaldri. Við sem í dag eig-
um fullt í fangi með bamafjölda
vísitölu^ölskyldunnar megum vita
að slíkur bamafjöldi á tímum frum-
stæðra lífsþæginda hefur kallað á
ómælt þrek og erfiðar fórnir. Vissu-
lega var ömmu mikill styrkur að
afa, sem tók virkan þátt í umönnun
barnanna, en starf hennar hefur
verið ærið samt. Þrátt fyrir bama-
fjöldann fann hún tíma til að sinna
öðrum hugðarefnum sínum. Hún
var stórgáfuð kona og starfskraftar
hennar eftirsóttir alls staðar þar
sem hún lagði hönd að verki. Góða
menntun hafði hún líka í vega-
nesti, því auk tónlistarnámsins var
hún menntaður kennari.
Amma varð aldrei ellinni að bráð,
enda þótt aldurinn setti mark sit
tá líkamshreysti hennar síðustu ár-
in. Jákvætt viðhorf hennar til
tilverunnar, kærleiksrík skaphöfn
hennar og skilningur á breyskleika
mannanna gæddi hana lífskrafti
sem aldrei þvarr. Það var ávallt
gleðilegur viðburður að fá hana í
heimsókn, og áhugi hennar á vel-
ferð okkar hér á heimilinu og
ástúðleg umhyggja fyrir börnunum
mínum gladdi mig innilega. Ef hún
frétti af ánægjulegum viðburðum í
lífi okkar stóð aldrei á hlýlegum
hamingjuóskum frá henní.
En nú er amma dáin. Þýði mál-
rómurinn hennar er þagnaður og
augun hennar fögru horfa inn í
eilífðina. En allar minningarnar
verða eftir í hugskoti okkar, það
sem hún kenndi okkur og gaf af
hreinu hjarta. Ég óska þess að hún
verði mér nálæg um ókomna tíma,
að mér auðnist að draga lærdóm
af lífi hennar og verkum til að
rækta hið góða í kringumm mig.
Ég kveð ömmu mína með sárum
trega, en jafnframt með þakklæti
fyrir að hafa fengið að njóta sam-
vista við hana svo lengi.
Olga Guðrún Árnadóttir
„Það verður með árunum dýrmætast sem á
dýpstar rætur“.
Ég lærði sem barn að elska og
virða Hildi eins og við kölluðum
hana. Hún og maður hennar, Orn-
ólfur Valdimarsson kaupmaður og
útgerðarmaður í Súgandafírði, voru
mjög nánir vinir foreldra minna.
Þau bundust ung vináttuböndum
sem aldrei bar skugga á, því er svo
margs að minnast og fyrir svo
margt að þakka.
Ragnhildur Kristbjörg Þorvarð-
ardóttir var góð eiginkona og mikil
húsmóðir, smekkvísin, gestrisin,
hlýjan og gleðin sátu í öndvegi. Hún
fékk mikla hæfileika í vöggugjöf.
Hún var svo sannarlega hefðarkona
í orðsins fyllstu merkingu, ávallt
háttvís og ljúfmannleg.
Hildur var fastmótaður og þrosk-
aður persónuleiki, hafði ákveðnar
skoðanir, lifði lífinu lifandi. Hún var
lífsins vera, vildi gleðjast með glöð-
um og var hrókur alls fagnaðar á
gleðinnar stund. Hún hafði góða
söngrödd, og hafði yndi af fagurri
tónlist, það var líka mikið sungið á
hennar heimili. Hún spilaði í Suður-
eyrarkirkju í áraraðir. Hún var
mikill og virkur félagi í stúkunni
Dagníu og formaður kvenfélagsins
Ársól frá 1932—1945, er hún flutti
til Reykjavíkur.
Svo sannarlega var söknuður
Súgfírðinga mikill er þau hjón fluttu
til Reykjavíkur 1945 með sinn fal-
lega og efnilega bamahóp.
Átthagabönd
enginn slítur.
Æskunnar óður
aldrei gleymast.
Þó í gullsölum
gæfan veitist,
þráir hjartað
heimabyggðir.
Það fundu burtfluttir Súgfirðing-
ar því árið 1950 stofnuðu þeir
Súgfírðingafélagið í Reykjavík til
að efla og viðhalda kynningu Súg-
fírðinga á félagssvæðinu og efla og
viðhalda sambandi við heimahérað-
ið.
Hildur hefur alltaf tekið mikinn
þátt í störfum félagsins og er heið-
ursfélagi þess. Stjóm Súgfírðinga-
félagsins þakkar henni öll hennar
fórnfúsu störf fyrir félagið og biður
Guð að blessa minningu góðrar
konu.
Ég og fjölskylda mín öll, faðir
minn og systkini, vottum bömum,
tengdabömum og bamabörnum
okkar innilegustu samúð. Ég þakka
ómetanleg kynni af hlýrri mann-
eskju. Blessuð sé minning Ragn-
hildar Þorvarðardóttur.
Sigrún Sturludóttir
frá Súgandafirði.
Minning:
Jón Jónsson
frá Drangsnesi
Fæddur 16. ágúst 1922
Dáinn 15. september 1986
Jón lést í Reykjavík mánudaginn
15. september sl. eftir nærri árs
baráttu við erfíðan sjúkdóm.
Jón Jónsson eða Nabbi eins og
hann var ávallt kallaður, var sonur
hjónanna Jóns Péturs Jónssonar
símstjora á Drangsnesi og Magndís-
ar Aradóttur. Hann ólst upp á
ástríku menningarheimili foreldra
sinna á Drangsnesi ásamt systmm
sínum Laufeyju, Dýrleifí og Guð-
rúnu. Faðir hans Jón Pétur var
organisti og kórstjómandi á
Drangsnesi svo músík varð strax
ríkur þáttur í lífi Nabba. Hann byij-
aði ungur að spila á samkomum
Drangsnesinga og varð þekktur
hljómlistarmaður á meðan hann
dvaldi nyrðra.
Hann kvæntist frænku minni
Lovísu Andreu Jónsdóttur frá
Gautshamri 29. júlí 1945. Þau
byggðu sér hús við hlið foreldra
hans á Drangsnesi og þar fæddust
þeim þrír synir, Jón Pétur, Ari Elv-
ar og Atli Viðar, sem allir hafa
orðið þekktir hljómlistarmenn í
Reykjavík. Nabbi starfaði sem vöru-
bílstjóri á Drangsnesi, auk þess sem
hann starfaði við fyrirtæki föður
síns, en Jón Pétur var um tíma einn
af stærstu atvinnurekendum í þorp-
inu.
Haustið 1958 bregða þau hjónin
búi og flytja til Reykjavíkur. Þar
keyptu þau fljótlega húsið Nesvegi
52 ásamt foreldmm Lóu, þeim Jóni
Atla Guðmundssyni og Onnu Guð-
mundsdóttur frá Hamarsbæli og
þar hafa þau búið til þessa dags.
Nabbi festi fljótlega kaup á
sendiferðabíl og ók um fjölda ára
hjá Nýju sendibflastöðinni. Þau
hjónin vom bæði virkir söngmenn
í Strandamannakómum í
Reykjavík, en Jón Pétur stjómaði
honum á meðan hans naut við.
Það hefur farið illa með margan
íslendinginn, að þurfa að slíta sig
frá góðri aðstöðu í átthögunum og
flytja suður f margmennið og
spennu þéttbýlisins. Nabbi fór ekki
varhluta af þeim sviptingum, en
eftir erfíðleikatímabil tókst honum
af eigin rammleik og með hjálp
ástríkrar eiginkonu og sterkrar fjöl-
skyldu að halda velli. Hann hefur
nú um nokkurra ára skeið starfað
hjá Eimskipafélagi íslands og notið
þess, að eiga gott heimili og að
g;eta fylgst með fyilskyldum sona
sinna dafna. Vorið 1985 veiktist
Lóa alvarlega, og studdi Nabbi hana
af ástúð og nærfæmi í veikindum
hennar. En svo veiktist hann sjálfur
í febrúar á þessu ári og gat hún
þá stutt hann í baráttunni þar til
yfír lauk.
Ég og fjölskylda mín sendum
Lóu, drengjunum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að styrkja há-
aldraða móður Nabba, Magndísi
Aradóttur, sem nú sér á eftir sínu
fyrsta bami yfír móðuna miklu. Þá
fylgja og með samúðarkveðjur frá
móður minni, sem er fóstursystir
Lóu, systmm mínum og Qölskyldum
þeirra og frá Siddý systur minni,
sem dvaldi á heimili Nabba og Lóu
nokkur fyrstu sumrin og fylgdist
þá með drengjunum fæðast og síðan
taka fyrstu sporin. Nú em bama-
bömin tekin við, í þeim er sá
dýrmæti auður sem þau Lóa og
Nabbi hafa skilað framtíð þessa
lands, það yrði þeim eflaust styrkur
að kynnast æskuslóðum afa og
ömmu þar sem berangursleg nátt-
úran er engu lík.
Úlfar Ágústsson
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför bróður okkar,
LÁRUSAR JÓNSSONAR,
fyrrum bónda á Innri-Kóngsbakka.
Sérstakar þakkir til lækna, starfsfólks og systranna á Fransiskus-
spítalanum í Stykkishólmi.
Fyrir hönd ættingja,
bræður hins látna.
t
Þökkum sýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föð-
ur okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR HAFSTEINS PÁLSSONAR,
Aðalstræti 24b,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Skjaldarvíkur og
H-deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Lára Hafsteinsdóttir, Fjölnir Sigurjónsson,
Sólrún Hafsteinsdóttir, Sigurður Jónsson,
Guðmundur Hafsteinsson, Karítas Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Námstefna föstudaginn 26.
september 1986:
NÝTÆKNIÍ
IÐNAÐI
Dagskrá:
13.15 Setning. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntækni-
stofnunar.
13.25 Hvernig hafa Danir nýtt sér nýja tækni í iðn-
aði?
Bjarne Virum forstjóri BV elektronik ApS,
Danmörku.
13.50 Sjálfvirknivæðing í Síldarverksmiðjum ríkisins
á Siglufirði og í Mjólkurstöðinni í Reykjavík.
Sveinn Frímannsson, tæknifræðingur. Raf-
hönnun hf.
14.15 Dæmi um lausnir í iðnaði þar sem ný tækni
hefur verið notuð.
Fyrirlesari frá Danmörku.
14.40 Kaffi og meðlæti.
15.10 Ný tækni í tréiðnaði.
Eiríkur Þorsteinsson deildarstjóri Trétækni-
deildar Iðntæknistofnunar.
15.40 Leiðir til fjármögnunar nýrrar tækni í iðnaði.
Guðmundur Tómasson, Iðnþróunarsjóði.
16.00 Verkefnið: Ný tækni í iðnaði.
Snæbjörn Kristjánsson, deildarstjóri Raf-
tæknideildar Iðntæknistofnunar.
16.15 Námstefnuslit.
Þorvarður Alfonsson framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarsjóðs.
Námstefnustjóri: Hallgrímur Jónason, deildarstjóri
Nýiðnaðardeildar Iðntæknistofnunar.
Námstefnugjald erkr. 500,- og greiðist við inngang-
inn.
ASEA CYLIIMDA
Þvottavélar og þurrkarar
...eins og hlutirnir gerast bestir:
Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET,
textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu
einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð
og rekstrarhagkvæmni.
ASEA CYLINDA tauþurrkari
Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en
þú getur líka stillt á tíma.
114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin-
um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri
tromlu til að þurrka i en til að þvo í.
Tekur þvi úr þvottavélinni í einu lagi.
Mikið tromlurými og kröftugt útsog í
stað innblásturs stytta þurrktima, spara
rafmagn og leyfa allt að 8m barka.
Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar
ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur
losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu.
Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk.
Sparar tíma, snúrupláss og strauningu.
Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ
fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara.
Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél-
inni.
ASEA CYLINDA þvottavélar
Þvo best, skola best, vinda best, fara best
með tauið, nota minnst rafmagn.
Vottorð upp á það.
Gerðartil að endast, og i búðinni bjóðum
við þér að skyggnast undir glæsilegt
yfirborðið, því þar er ekki síður að finna
muninn sem máli skiptir: trausta og
stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum
í stað gormaupphengju, ekta sænskt
ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á
35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í
stað sandpoka eða brothætts steins o.fl.
Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu-
vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga,
grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar-
og hljóðgildru, stjórnkerfl með framtíð-
arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í
1100 snúninga.
ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum.
Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er,
að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna
betri endingar.
/FOnix
NI6A SlMI (91)24420