Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 Athugasemdir vegna bréf s Lögverndar eftir Hafþór Inga Jónsson Nýlega birtist í nokkrum flölmiðl- um frétt, þar sem greint var frá bréfí samtakanna Lögvemdar til forsætisráðherra. Er þar m.a. vikið að lögmönnum á einkar óskamm- feilinn hátt. Af mörgu er að taka og skal hér látið nægja að vitna til eftirfarandi hluta bréfsins: „Á íslandi vinna lögmenn sjálf- stætt og eftirlitslausir, semja sínar eigin reglur og skipa sína eigin siða- nefnd. Þeir meðhöndla sjálfir kvartanir og kærur sem á þá ber- ast og sýkna sjálfa sig af alls konar svindli og braski, sem hinn almenni borgari verður þolandi að. Lögmenn semja sjálfír sína gjaldskrá og sam- kvæmt henni er þeim heimilt að setja upp hvaða upphæð sem er.“ Stór orð og órökstudd, enda er hér meira og minna hallað réttu máli. Skal hér nánar vikið að þess- um staðhæfíngum. Samkvæmt lögum nr. 61/1942 um málflytjend- ur ber stjóm Lögmannafélags íslands að hafa eftirlit með því að félagsmenn fari að lögum í starfí og ræki skyldur sínar með trú- mennsku og samviskusemi. Hefur stjómin úrskurðarvald um endur- gjald fyrir málflutningsstarf, ef ágreiningur um það er borinn undir hana. Þá getur stjómin skv. nefnd- um lögum með úrskurði veitt einstökum félagsmönnum áminn- ingar og gert þeim að greiða sekt fyrir framferði í starfí þeirra, er telja má stéttinni ósamboðið. Úr- skurðir stjórnarinnar skv. framan- sögðu eru kæranlegir til Hæstarétt- ar. Af þessu má sjá að það er lög- gjafínn, sem ákveðið hefur þá skipan mála, að stjóm félagsins hafí aga- og eftirlitsvald með fé- lagsmönnum sínum. Til tryggingar á réttaröryggi eru úrskurðir stjóm- ar siðan kæranlegir til Hæstaréttar. Stjóm félagsins er því að fram- fylgja lagaboði þegar hún fjallar um mál, er tengjast störfum lög- manna. Þetta eftirlitsstarf er í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert, en hefur verið talið nauðsynlegt vegna eðlis lögmannsstarfsins. Hefur fólki með þessum hætti m.a. verið boðið upp á fljótvirkari leið vegna ýmissa ágreiningsmála við lögmenn heldur en að láta reyna á slík mál fyrir almennum dómstólum (en dóm- stólaleiðin er að sjálfsögðu alltaf opin). Niðurstöður ágreiningsmála fyrir stjóm félagsins eru auðvitað mismunandi. Stundum er lögmaður sýknaður eða reikningur staðfestur. í annan stað er lögmaður áminntur eða jafnvel sektaður. Þá hafa reikn- ingar lögmanna oft sætt lækkun eftir athugun stjómar á málsatvik- um. Er sú staðhæfíng Lögvemdar út í hött að lögmenn sýkni ætíð sjálfa sig og er hér vegið mjög ómaklega að störfum stjómar Lög- mannafélagsins. Eg hef raunar orðið þess var hjá lögmönnum, að þeir telji jafnvel stjómina stundum ganga of langt í viðleitni sinni til að gæta réttar kæranda og þá á kostnað hins kærða lögmanns. Hér hefur verið vikið nokkuð að eftirlits- og agavaldi stjómar Lög- Mætum frosti með ESSO þjónustuog ESSð frostlegil Jafnvel þótt þú gerir ekkert annaö fyrir bílínn þinn skaltu ganga úr skugga um frostþol vélarinnar. Það er öryggisatriði sem gæti reynst dýrt að gleyma. Renndu við á næstu bensln- eða smurstöð ESSO og fáðu málið á hreint. Okkar menn mæla frostþolið fyrir þig og bæta ESSO frostlegi á kælikerfið ef með þarf. Rétt blandaöur ESSO frostlögur veitir fullkomna vernd gegn frosti. Einnig ryði og tæringu allra málma sem notaðir eru í kælikerfum bensín- og dísilvéla. ESSO FROSTLÚGUR - MARGFÚLD VERND! Olíufélagið hf Hafþór Ingi Jónsson „Það er leitt til þess að vita, að samtökin Lög- vernd skuli ráðast g’egn lögmannastéttinni í heild með beinlínis röngum fullyrðingnm. Flestir lögmenn vinna erilsöm og vandasöm störf af alúð og vand- virkni og taka fullt tillit til viðkvæmra og erf- iðra aðstæðna, sem upp kunna að koma.“ mannafélags íslands og hvernig því er skipað með lögum. Þar má hins vegar vel hugsa sér breytingar. Dettur mér t.d. tvennt í hug í þessu sambandi. í fyrsta lagi væri hugs- anlegt að fella þetta sérstaka vald með öllu niður og eftirleiðis hefðu þá eingöngu almennir dómstólar með slík mál að gera. Væri það í samræmi við þá meginreglu að al- mennir dómstólar skuli leysa úr ágreiningsmálum. í öðru lagi kæmi til álita að í stað stjómar félagsins væri sérstakri nefnd falið að annast þennan málaflokk. í nefndinni sætu auk lögmanna t.d. dómarar og leik- menn (ólöglærðir menn). Slíkri skipan hefur verið komið á í Dan- mörku og gefíst vel. Svo vikið sé að gjaldskrármálum er það rétt að Lögmannafélag ís- lands gefur út viðmiðunargjaldskrá, sem aðalfundur félagsins hefur samþykkt. Hið sama að þessu leyti gildir um fjölmargar aðrar stéttir sjálfstætt starfandi manna. Er þó ekki þar með sagt að lögmenn geti sett upp hvaða fjárhæð sem er fyr- ir þjónustu sína. Dómstólar gætu t.d. að sjálfsögðu lækkað þóknun, ef ágreiningur um slíkt væri fyrir þá lagður, og umrædd þóknun þætti ósanngjörn. Hins vegar getur það komið fram í þessu sambandi, að dómstólar þurfa oft að taka afstöðu til einstakra gjaldskrárliða, sérstak- lega við ákvörðun málskostnaðar. Hafa dómstólar þá yfírleitt lagt gjaldskrá félagsins til grundvallar. Þá er í greindu bréfí Lögverndar á það minnst, að ísland sé eitt Norðurlanda sem ekki hafí neina sérstaka réttarhjálp. Skal hér vikið nokkrum orðum að þessum ummæl- um. Fyrst skal tekið fram að til eru lagaákvæði, sem heimila dóms- málaráðuneytinu að veita fjárvana fólki svokallaða gjafsókn eða gjaf- vöm í dómsmáli. í því réttarfars- hagræði felst m.a. að viðkomandi er skipaður talsmaður og greiðir ríkissjóður talsmanninum þóknun eftir ákvörðun dómara. Þessi laga- ákvæði eiga þó einungis við um rekstur dómstóla og er því þröngur stakkur sniðinn. Þessi mál hafa verið til umræðu innan Lögmanna- félags íslands og á síðasta aðalfundi félagsins var m.a. svofelld tillaga samhljóða samþykkt: „Aðalfundur LMFÍ, haldinn föstudaginn 21. mars 1986, beinir því til stjómar félagsins að vinna ötullega að því á komandi starfsári: 1. að heimildir til gjafsóknar og gjafvarnar verði rýmkaðar veru- lega. 2. að settar verði reglur um gjaf- sókn og gjafvöm í málum sem lögmenn veita aðstoð í utan rétt- ar. 3. að breytt verði reglum um greiðslu kostnaðar við vörn í opinberum málum í því skyni að bætt verði staða sakbominga, m.a. með því að greiða kostnað af sérfræðiaðstoð sem veijandi þarf á að halda." Er nú unnið að því að semja ítar- lega greinargerð með tillögu þessari og að því loknu, væntanlega innan skamms, verður málið kynnt dóms- málaráðherra. Væntir félagið þess að unnt verði að koma á réttarhjálp með svipuðu sniði og tíðkast í ná- grannalöndum okkar. Að lokum þetta: Það er leitt til þess að vita, að samtökin Lögvemd skuli ráðast gegn lögmannastétt- inni í heild með beinlínis röngum fullyrðingum. Flestir lögmenn vinna erilsöm og vandasöm störf af alúð og vandvirkni og taka fullt tillit til viðkvæmra og erfíðra aðstæðna, sem upp kunna að koma. Hins veg- ar hefur því aldrei verið neitað af hálfu Lögmannafélags íslands að innan félagsins kunni að fínnast einstaklingar, sem betur hæfðu önnur störf. Allar starfsstéttir eiga sína svörtu sauði, sem iðulega skemma og rýra álit viðkomandi stéttar. Höfundur er framkvæmdastjóri Lögmannafélags fslands. Pakki Tungotu 5 sími 25330 sssá! io K.e«nl ivisvat i viV-U Skrifstofu enska 4 vikna námskeið Innritun stendurvfir Meira en þú geturímyndad þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.