Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.09.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 55 mi’ t l fas«a ife r SVEI mér þá ef landslið íslands í dag er ekki besta knattspyrnu- landslið sem þjóðin hefur nokkru sinni eignast. Þar er valinn maður í hverju rúmi, eins og Bjarni seg- ir, og hvergi veikan hlekk að finna. Eftir jafnteflið við Frakka á dögunum bjuggust eflaust flestir við þvf innst inni að nú kœmi skellurinn á móti Sovótmönnum. En öðru nœr. Liðið lék ennþá betur nú en fyrir hálfum mánuði og enginn vafi er á því að íslenska liðið var jafngott því sovéska f leiknum. Og að gera jafntefli við tvö af fremstu landsiiðum heims á stuttum tíma er ekki heppni. Landslið okkar er einfaldlega mjög gott. Nú erum við efstir í riðlinum okkar í Evrópukeppn- inni, og ef liðið heldur áfram að leika svona, eins og það œtti að geta, þá eigum við góða mögu- leika gegn Norðmönnum og Austur-Þjóðverjum — semsagt möguleika á mjög góðu sæti í riðl- inum. t Arnór Guðjohnsen skorar hér mark íslands i leiknum í gær og Dasaev, markvörðurinn heims- frægi í liði Sovétmanna, kemur ekki neinum vömum við eins 09 sjá má á myndinni hér að ofan. A myndinni hér til vinstri sóst Amór ákveðinn á svip rétt í þann mund sem skotið reið af hjá honum en sovéskir varnarmenn lyfta hönd- um til þess að fá dæmda hendi. Á baksíðunni í dag hjó okkur sést að Arnór notaði „hendi guðsu til að laga knöttinn fyrir sér eins og sagt var um frægt mark í heims- meistarakeppninni í sumar. ísland - USSR Efstir í riðlinum eftir stórleik íslenska landsliðið er skipað ágætum einstaklingum. Nokkrir eru atvinnumenn í fremstu röð í Evrópu, eins og allir vita, nokkrir eru atvinnumenn með miðlungslið- um og nokkrir eru áhugamenn hér heima. En þegar þeir koma saman og klæðast landsliðspeysunum þá hverfur sá munur. Þessir strákar spila allir fyrir einn, og einn fyrir alla. Árangur liðsins er fyrst og fremst árangur liðsheildarinnar. Landsliðsmennirnir virðast bók- staflega njóta þess að leika fyrir ísland, leggja sig alla fram, og þegar við bætist skynsamlegt leik- skipulag landsliðsþjálfarans þá verður skyndilega til mjög fram- bærilegt landsliös á alþjóöamæli- kvarða. Þetta er ekkert glanslið, en agað, baráttuglatt og seigt. Leikurinn í gærkvöldi þróaðist nokkuð öðruvísi en leikurinn gegn Frökkum á dögunum. Þá lók íslenska liöið mjög aftarlega, Frakkarnir voru mikið með knött- inn á vallarmiðjunni og mikið reyndi á öftustu varnarmennina. í gærkvöldi tóku íslendingarnir hressilega á móti andstæðingum sínum strax á miðvellinum og í síðari hálfleik var jafnræði með liö- unum. ísland átti þá fjölda hættu- legra skyndisókna, einkum vegna stórkostlegs leiks Ásgeirs Sigur- vinssonar sem bar af öllum hinum frægu Sovétmönnum, og lék líklega sinn allra besta landsleikfrá upphafi. Islendingar sluppu reyndar með skrekkinn á fyrstu mínútunum þeg- ar Blochin skaut þrumuskoti í samskeytin og afturfyrir eftir snotran samleik inni í vítateignum. Eftir þetta þreifuðu iiðin hvort á ööru í 25 mínútur án þess að skapa sér verulega góð marktækifæri, en bæði fengu þau nokkur „hálf- færi“ sem runnu út í sandinn. Eftir um hálftíma leik kom mark íslands. Ásgeir tók aukaspyrnu við vallarmiðju og gaf háa sendingu í átt að markinu. Á vítateig vann Atli skallaeinvígi, boltinn hrökk til Ómars sem skaut upp í loftið og inn í teiginn þar sem Pétur stökk til að skalla og af honum og einum sovéskum varnarmanni hrökk svo boltinn til Arnórs „Maradona" sem lagði hann laumulega fyrir sig meö hendinni og þrumaði framhjá Dassajev upp í þaknetiö af stuttu færi. Sovétmennirnir urðu skiljan- lega æfir, en línuvörðurinn taldi knöttinn hafa farið í bringu Arnórs og dómarinn dæmdi markið gilt. ísland 1, Sovétríkin 0. Sovétmenn fengu tvö þokkaleg marktækifæri það sem eftir var fyrri hálfleiksins, íslendingar ekk- ert - enda hugsuðu okkar menn fyrst og fremst um að halda forys- tunni út hálfleikinn. En þó Blochin hafi skotið framhjá úr fyrra færinu náðu Sovétmenn að jafna úr því síðara og það á versta hugsanlega tíma — nokkrum sekúndum fyrir leikhlé. Eftir barning framan við vítateig íslands hrökk knötturinn skyndilega inn í teiginn til hægri, og þar kom hinn gamalreyndi kappi Sulakvelidze askvaðandi og skaut föstu skoti sem skaust af Gunnari Gíslasyni og framhjá Bjarna í markinu. (sland 1, Sov- étríkin 1. í seinni hálfleik lék íslenska liðið enn betur en í þeim fyrri og átti fjölmörg stórskemmtileg upp- hlaup, sérstaklega eitt á 19. mínútu, þegar boltinn barst mann frá manni án þess að Sovétmenn fengju rönd við reist alveg inn að vítateig þar sem Ásgeir kom aðvíf- andi og skaut þrumuskoti rétt yfir. En á áttundu mínútu fékk hinsveg- ar Olag Blochin lygilegt dauðafæri, var aleinn með boltann á tánum rétt utan við markteig. Bjarni varði hinsvegar gott skot hans á gjör- samlega óskiljanlegan, og um leið snilldarlegan, hátt. Önnur færi náði þetta sovéska landslið ekki að skapa sér í síöari hálfleik á meðan það íslenska komst í nokk- ur þokkaleg, einkum eftir sóknir upp vinstri kantinn þar sem Atli og Ásgeir fóru stundum á kostum. Allir leikmenn íslenska liðsins léku vel í þessum leik, og er nánar farið út í þá sálma annarstaðar hér á íþróttasíðunum. Sovétmennirnir áttu ef til vill ekki sinn besta leik frá upphafi, en enginn er betri í knattspyrnu en mótherjinn leyfir. Blochin var hættulegastur þeirra í sókninni, en liðið var annars mjög jafnt. Andinn í liðinu virtist ekki mjög góður og baráttugleði leik- manna ekkert í líkingu við þá í íslenska liðinu. Dómarinn Assen- macher dæmdi leikinn þokkalega, a.m.k. frá sjónarhóli okkar Islend- inga. En óneitanlega gaf hann öðru liðinu mark sem skipti sköpum þegar upp var staðið. Hann sýndi Pétri, Siguröi, Bessonov og Rats gula spjaldið. pumr ÆFINGA- V.M. 86 Frábærir skór. Hvítt leður, blá rönd. Verð kr. 3.487,- Stærðir 7— 11 ‘/2. „ -. , Top Winner Góðir æfingaskór. Verð kr. 986,- Stærðir 28—35. Handball Frábærir leðurskór. Litur hvitt/blátt. Verð kr. 2.494,- Stærðir frá 3'/2.___ Speeder Léttir nælonskór. Lltur blátt/hvítt. Mjög góðir innan- húss. Verð kr. 1.093,- Stærðir 33—7'/2. Volley-Pro Frábærir blakskór. Litur hvítt/blátt. Verð kr. 3.487,- Stærðir 5—11. Stenzer Universal Þrælsterklr leðurskór. Litur hvítt/svart. Verð kr. 2.253,- Stærðir 372—8'/2. Sporty Hörkugóðir bað- og inniskór. Litur hvitt/blátt. Verð kr. 597,- Stærðir 36—47. •S enduntí* PÓSTKRÖFU SPORTVÖRMRSLUN INGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNI KlAimSTÍGS OG GRETTISGÖTU ‘ S.1T7S3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.