Morgunblaðið - 25.09.1986, Síða 32

Morgunblaðið - 25.09.1986, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986 AKUREYRI Krakkamir í góðum höndum í Síðuskóla....................... Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson Barnaskóli Akureyrar og Síðuskóli: Bjóða upp á gæslu fyr- ir yngstu nemendurna TVEIR grunnskólanna hafa tek- ið upp á þvi að bjóða foreldrum gæslu fyrir yngstu nemendurna fyrii' og eftir skólatíma. Um 40 ■“böm verða í þessari gæslu í vet- ur, en tilraun var gerð með svipað fyrirkomulag i Síðuskóla í fyrra. Viðverutími þessara barna í skól- unum lengist því í allt að fjóra og hálfa klukkustund á dag. Foreldrar borga kostnað við gæsluna, sem er 1500 krónur í Bamaskóia Akur- eyrar og 1900 í Síðuskóla. Benedikt Sigurðarson, skólastjóri Bamaskóla Akureyrar, sagði að skólinn væri með þessu að reyna að leysa vandræði útivinnandi foreldra og bama þeirra, en samkvæmt þessu fyrirkomulagi gætu bömin komið í skólann kl. 7.45 og verið þar til kl. 12.15. Sama gildir um skólatíma eftir hádegið, hægt er að koma með bömin 12.45 og þau verða að vera sótt fyrir 17.15. 14 böm, þar af 11 sex ára og 3 sjö ára verða í þessari gæslu í B.A. í vetur, Benedikt taldi að fleiri for- eldrar hefðu haft áhuga á þessari gæslu, en þar sem nefndir bæjarins hefðu ekki lagt blessun sína yfir þetta fyrr en í byijun september hefðu margir verið búnir að finna aðrar lausnir. Bömunum verður einnig boðið upp á gæslu þá daga á skólatímabil- inu sem kennsla fellur niður, svo sem vegna starfsdaga kennara. Tilraun var gerð með gæslu bam í Síðuskóla s.l. vetur, en þá var ein- göngu boðið upp á gæslu skóladag- ana. Að sögn Davíðs Óskarssonar skólastjóra byijuðu 20 böm í skóla- gæslunni fyrsta september, en gæslan fer eingöngu fram að lokn- um skólatíma eftir hádegið, á skólatíma yngstu nemendanna. Gæslan í Síðuskóla er víðtækari en í B.A. þar sem einnig verður boðið upp á gæslu bamanna í skólaleyf- um, svo sem jóla og _páskafríum. Að sögn Ingólfs Armannssonar skólafulltrúa, sem var skólastjóri Síðuskóla sl. skólár, mæltist tilraun- in í fyrra vel fyrir. Einstæðir foreldrar áttu þó í erfiðleikum með að notfæra sér þessa gæslu þar sem endurgreiðslur fengust ekki hjá Félagsmálastofnun líkt og ef um einkagæslu hefði verið að ræða, en Ingólfur sagði að endurgreiðslu- kerfi hefði nú verð komið á. Þá sagði hann foreldra hafa verið óánægða með að gæslan væri ein- göngu skóladagana og því hefði verið bmgðið á það ráð að fjölga gæsludögum. „Þetta er nýjung hér hjá okkur," sagði Ingólfur, „en okkur er kunn- ugt um hliðstætt fyrirkomulag í nokkrum skólum á Akranesi, Sel- fossi, Kópavogi og Reykjavík." og ekki var stemmningin minni hjá krökkunum i „pössuninni" Barnaskóla Akureyrar. Saga Akureyrar verður gefin út á afmælisárinu BÆJARRÁÐ hefur ákveðið að í tilefni 125 ára afmælis Akur- eyrar á næsta ári verði ráðinn maður til að annast ritun og útgáfu á sögu Akureyrar. Menningarmálanefnd bæjar- ins verður falið að sjá um ráðningu söguritara og skipu- leggja störf hans. Ólafsfjörður: Merkúr veitir um 40 manns vinnu Merkúr, sem áður hét Bjami Bene- diktsson. Skipið er 1000 tonn og kaupverð 281 milljón krónur. Sæ- berg á fyrir togarann Sólberg sem er um 500 tonn, og sagði Gunnar að ekki stæði til að selja hann upp í kaupverð Merkúrs. Talið er að hinn nýji togari muni veita um 40 manns á Ólafsfirði atvinnu. Togar- inn verður á botnfiskveiðum, en auk þess verða rækjuveiðar stundaðar hluta árs. „SKIPIÐ er 14 ára gamalt, byggt á Spáni 72 og fljótt á litið líst okkur alveg þokka- lega á það“ sagði Gunnar Sigvaldason framkvæmda- sljóri Sæbergs h.f. á Ólafs- firði, en Gunnar er nýkominn heim frá Noregi þar sem ver- ið er að breyta skipinu í frystitogara. Ríkisábyrgðarsjóður tók tilboði Sæbergs um kaup á togaranum raorgunuiauiu/ðKapu nangTimsson Félagar í Lionsklúbbnum Huginn vinstra megin borðsins við af- hendinguna en starfsfólk sjúkrahússins, sem tók við gjöfinni, hægra megin. Tækið liggur á bekknum. Huginn gefur FSA lungnaberkjuspegil: Mun áreiðanlega spara mörgum sjúklingnum ferðir til Reykjavíkur LIONSKLÚBBURINN Huginn á Akureyri færði á mánudag Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri berkjuspegil - sem notaður er til að spegla berkjur í lungum. Friðrik Ingvarsson, lungnasér- fræðingur, sem tók við tækinu fyrir hönd FSA, ásamt Halldóri Jóns- syni, framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, sagði að tækið „sem hefur verið gefíð af miklum myndarskap" myndi bæta mjög aðstöðu til að greina lungnasjúkdóma hér á Akur- eyri. „Hann kemur því að mjög góðum notum í „vopnabúri“ okkar við greiningu lungnasjúkdóma. Hér hefur verið speglað um árabil með stífum spegli en það er miklu erfið- ari rannsókn fyrir sjúklinginn. í þessu nýja tæki eru glertrefjar sem kveikja ljós gegnum ljósgjafa, í því er rör sem hægt er að leggja niður tengur og taka sýni úr berkjum." Þetta er fyrsta tæki sinnar teg- undar hér norðan heiða og „mun það áreiðanlega spara mörgum sjúklingnum ferðir til Reykjavíkur til að gera þessa rannsókn. Eg vona að við eigum eftir að hafa mkið gagn af þessu,“ sagði Friðrik. Hann upplýsti reyndar að læknarnir hefðu ekki getað beðið með að reyna tæk- ið þar til eftir afhendinguna - því þegar hefði það verið notað við rannsókn á einum sjúklingi og hefði það reynst mjög vel. Tæki þetta kostar „eins og góður japanskur bíll,“ eins og einn Lions- mannanna orðaði það; með öðrum orðum kostaði það um hálfa milljón króna - en Lions-klúbburinn fékk það reyndar á um 200 þúsund krón- ur þegar hann hafði fengið felld niður ýmis gjöld af því. Reykskemmd- ir í íbúð SLÖKKVILIÐIÐ á Akureyri var skömmu eftir hádegi í gær kvatt að húsi við Skarðshlíð. Þar hafði straumur gleymst á eldavél og var pottur á hellunni. Enginn var í íbúð- inni þegar mikils reyks varð vart þannig að slökkviliðsmenn þurftu að bijóta sér leið inn. Einhverjar skemmdir urðu af reyk í íbúðinni en ekkert brann - nema maturinn í pottinum sem var ekki beint fysi- legur til átu eftir brunann að því er slökkviliðsmenn sögðu. Styrkir til KA BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að heiðra Knatt- spyrnufélag Akureyrar með styrk úr Bæjarsjóði að upphæð kr. 100.000 í tilefni af því að félagið hefur unnið sér sæti í 1. deild í knattspyrnu á næsta ári. Þá hefur KA-mönnum borist annar peningastyrkur. Olíufélagið hf., Essó, auglýsti á búningi meist- araflokks félagsins, og á dögunum komu forráðamenn Essó færandi hendi og færðu KA 55.000 krónur - 1.000 krónur fyrir hvert mark sem liðið skoraði í 2. deild í sumar. „Markabónus" kölluðu þeir þessa uppbót við auglýsingasamninginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.