Morgunblaðið - 25.09.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. SETPEMBER 1986
31
Fjórar Norðurlandaþjóðir og Austurríki:
Mótmæla kröfu Frakka
um vegabréfsáritu n
RÍKISSTJÓRNIR Finnlands, ís-
lands, Noregs, Svíþjóðar og
Austurríkis hafa farið fram á
það við frönsku ríkisstjórnina,
að hún afturkalli ákvörðun sína
að fella úr gildi samninginn um
gagnkvæma niðurfellingu vega-
bréfsáritana, segir í frétt frá
utanríkisráðuneytinu.
í orðsendingu, sem afhent var
varautanríkisrðaherra Frakklands á
þriðjudag, er lýst yfir samúð með
hryðjuverkum í Frakklandi að und-
anfömu, en jafnframt á það bent,
að öll ríki Evrópubandalagsins og
Sviss séu undanþegin hinum nýju
VJterkur og
k j hagkvæmur
auglýsingamiðill!
frönsku reglum um vegabréfsárit-
anir. Ríkisstjómir Norðurlandanna
fjögurra, sem ásamt Danmörku,
hafa sameiginlega undirritað sam-
komulag um vegabréfaeftirlit og
því sé erfitt að skilja rökstuðning
Frakka fyrir aðgerðunum. Einnig
er bent á, að ekki hafi átt sér stað
slík breyting á sambandi landanna
fjögurra og Frakklands að unnt sé,
samkvæmt þjóðarétti, að fella ein-
hliða úr gildi samning þeirra á milli
eins og nú hafi verið gert.
Þá segir í orðsendingunni, að
með fullum skilningi á að baráttuna
gegn hryðjuverkum verði að heyja
með róttækum aðferðum, harmi
ríkisstjómir landanna fimm að
Frakkar skuli hafa gripið til að-
gerða gegn þeim, sem þeir þó hafi
haft gott samband við á því sem
næst öllum sviðum. Aðgerðin tor-
veldi allt menningar-, viðskipta- og
vísindasamstarf þjóðanna fimm og
Frakklands og samskipti einstakl-
inga.
Löndin fimm benda á, að Frakk-
land hafi ekki einungis fellt úr gildi
samkomulag sem hefur gengið
snurðulaust í áratugi heldur stríði
aðgerðin einnig gegn þeim anda
sem á að ríkja milli meðlima
Fríverslunarbandalags Evrópu og
Evrópubandalagsins. Fjögur þeirra
landa sem franska aðgerðin nái til
séu eins og Frakkland meðlimir í
Evrópuráðinu.
Tvær vélanna nýju. Hjá þeim stendur Sigurður Baldursson, sölustjóri Boða hf. Morgunblaðið/Júlíus
Ný tegund af dráttarvélum
BOÐI hf. hefur hafið innflutning
á dráttarvélum frá austurríska
fyrirtækinu Steyr, Daimler,
Punch.
Dráttarvélar þessar eru mjög
léttar og er mikið lagt upp úr spar-
neytni og krafti við hönnun þeirra.
Hjá Boða hf. er einnig hægt að
panta sérbúnar vélar, þ.e. vélar með
ýmiss konar aukabúnaði i stað hins
staðlaða búnaðar.
(Úr fréttatilkynningu)
-ríLí-
Spennandi og fjörug hjólreiðamynd þar sem BMX
list- og torfærutröllin leika eitt aðalhlutverkið.
Hann er smábæjardrengur, hinir þjálfaðir hjól-
reiðamenn. Samt óttast þeir hann og reyna að
útiloka hann frá keppni. Það er hreint órúlegt
hvað hægt er að gera á þessum hjólum.
Mynd fyrir alla fjölskylduna
Aðalhlutverk: Bill Allen, Lori Loughlin. Leik-
stjóri: Hal Needham (Cannonball Run).
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Splunkuný kvikmynd
framleidd á þessu ári
BMX
meistararnir
HAUSTTILBOD
ÆÐISLEG
BMX
tijól
a a Reiðhjólaverslunin--
ORNINN
Spitalastíg 8 simar: 14661,26888
Áður kr. 9.604,-
Nú kr. 6.740y-
Sérverslun
í meira en hálfa öld