Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27., SEPTEMBER 1986
Tuttugu sæmdir heið-
ursdoktorsnafnbót
við Háskóla íslands
TUTTUGU vísinda- og fræði-
menn ásamt Margréti Dana-
drottningn verða sæmdir
heiðursdoktorsnafnbót við Há-
skóia íslands i tilefni af 75 ára
afmæli hans á þessu ári. Meiri-
hluti þeirra er íslenskur að
þjóðerni, eða þrettán, sjö eru
útlendir. Þar á meðal er að finna
einn helsta frumkvöðulinn að
tölvubyltingunni svokölluðu, dr.
Konrad Zuse.
í guðfræðideild verður dr. theol.
Eugene A. Nida, Bandaríkjunum,
sæmdur heiðursdoktorsnafnbót, en
eftir hann liggja mörg merk fræðirit
og hefur hann verið framkvæmda-
stjóri hjá Ameríska Biblíufélaginu.
Fjórir íslendingar verða sæmdir
nafnbót þessarri í læknadeild, þeir
Benedikt Tómasson, fyrrverandi
skólayfirlæknir, dr. Julíus Sigurjóns-
son, fyrrverandi prófessor í heilbrigð-
isfráeði, Ófeigur J. Ófeigsson, en
hann er kunnur fyrir meðferð sínar
á brunasárum, og Páll Agnar Páls-
son, en hann hefur fengist við
rannsóknir á búfjársjúkdómum.
í heimspekideild verða sjö út-
nefndir heiðursdoktorar við deildina:
Hennar hátign Margrét II Dana-
drottning, sem vegna farsælla lykta
handritamálsins fyrir okkur íslend-
inga er sæmd þessarri nafnbót.
Snorri Hjartarson, ljóðskáld. FVú
Anna Sigurðardóttir, en hún er
brautryðjandi_ á sviði_ kvennasögu-
rannsókna á íslandi. Ásgeir Blöndal
Magnússon, sem kunnur hefur verið
af störfum sínum á sviði orðfræði
og málsögu. Dr. Gösta Holm, pró-
fessor frá Lundi í Svíþjóð, en hann
er kunnur af störfum sínum á sviði
málsögu, ömefnafræði og stílfræði.
Dr. Ludwig Holm-Olsen, prófessor
frá Bergen, sem hefur unnið að
textaútgáfum norrænna fomrita. Dr.
Jón Steffensen, prófessor, sem er
kunnur af ýmsum störfum sínum á
sviði lækningasögu, mannfræði og
fomleifafræði. 0g dr. Bruno Kress,
prófessor frá A-Þýskalandi sem hef-
ur þýtt margar íslenskar bækur á
þýsku og stundað rannsóknir á
íslenskri tungu.
Þrír menn fá útnefningu við verk-
fræðideild. Dr. Christian H. Gudna-
son, prófessor í Kaupmannahöfn, en
hann er kunnur af framlagi sínu til
gæðastýringar og skýringar sínar á
sviði rekstrarverkfræði. Einnig verð-
ur einn helsti frumkvöðull tölvubylt-
ingarinnar heiðursdoktor við
deildina, dr. Konrad Zuse, verk-
fræðingur frá V-Þýskalandi. Sá þriðji
er Jakob Gíslason, fyrrverandi orku-
málastjóri, en hann mótaði mjög
yfirstjóm og stefnumörkun á því
sviði.
í viðskiptadeild fær heiðursdokt-
orsnafnbót Ólafur Bjömsson, pró-
fessor, en hann hefur um áratuga
skeið verið prófessos við deildina og
eftir hann liggja viðamikil fræðirit.
í raunvísindadeild fá þrír íslend-
ingar heiðursdoktorsnafnbót, þar af
tveir sem starfandi eru í Banda-
ríkjunum. Dr. Bjami Jónsson, pró-
fessor í Nashville, en hans
meginstarf er á sviði algebru. Dr.
Sigurður Helgason, prófessor í Bost-
on, sem kunnur er fyrir undirstöðu-
rannsóknir sínar á sviði diffurrúm-
fræði. Og Þorbjöm Sigurgeirsson,
prófessor í eðlisfræði, en hann setti
fyrstur fram hugmyndir um heftun
hraunrennslis f eldgosi með vatns-
kælingu.
Morgunblaðið/Jón Asgeir Sigurðsson/slmamynd
Skrifstofustjóri Sameinuðu þjóðanna, Virendra Dayal, þakkar Herði Helgasyni fyrir málverkið sem
gefið var í tilefni 40 ára aðildar íslands að samtökunum. Á myndinni er einnig Matthías Á.
Mathiesen utanríkisráðherra.
Kjarvalsmálverkgefið Sameinuðu þjóðunum
„ÞAÐ er ekki vanþörf á hinum íslenska anda
hér hjá Sameinuðu þjóðunum," sagði Virendra
Dayal, skrifstofustjóri aðalframkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, er hann tók við Þingvalla-
mynd frá 1935 eftir Jóhannes Kjarval i gær.
Hann benti á fyrstu þinghá íslendinga og sagð-
ist óska sér að SÞ stæðu á jafntraustum grunni.
Hörður Helgason, sendiherra íslands hjá SÞ,
afhenti gjöf þessa ásamt þeim Matthíasi Á.
Mathiesen, utanríkisráðherra, og Ólafi Egilssyni
sendiherra. Þorvaldur Guðmundsson, kaup-
maður í SQd og fisk, gaf íslenska rikinu
málverkið með ósk um að það yrði gefið SÞ i
tilefni 40 ára aðUdar íslands.
Bandalög opinberra starfsmanna:
Afhentu stjórnvöldum
drög að lagafrumvarpi
Geta ekki orðið grimdvöllur frek-
ari umræðu, segir Geir H. Haarde
Bandalög opinberra starfs-
manna, BSRB, BHMR og BK
afhentu fulltrúum riksvaldsins
drög sín að frumvarpi til laga um
stéttarfélög opinberra starfs-
manna í gærdag. Á blaðamanna-
fundi sögðu talsmenn samtak-
anna, að frumvarpsdrögin byggðu
í aðalatriðum á þeim lögum sem
gilda um stéttarfélög á almennum
vinnumarkaði og myndu þau veita
opinberum starfsmönnum verk-
fallsrétt og færa samningsréttinn
tU einstakra stéttarfélaga. Að
sögn Geirs H. Haarde, aðstoðar-
manns fjármálaráðherra, telur
ráðuneytið að drögin geti ekki
orðið grundvöUur frekari umræðu
milli aðUa.
Á kynningarfundi bandalaganna
Pétur Sigurðsson alþm.;
Ekkí hættur stj órnmálastör fum
- en tek ekki þátt í þessu prófkjöri
Pétur Sigurðsson alþingis-
maður hefur ákveðið að taka
ekki þátt í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins tíl Alþingis að þessu
sinni.
Morgunblaðið sneri sér til hans
af því tilefni og spurði um ástæð-
una. Pétur hefur setið á þingi frá
haustinu 1959 til vors 1978 og
síðan aftur frá haustinu 1979, eða
tæp 27 ár alls. Hann á því að
baki lengstan starfstíma á þingi
þeirra alþingismanna, sem nú sitja
á þingi fyrir Reykjavík. Pétur Sig-
urðsson hefur verið einn helzti
verkalýðsforingi sjálfstæðis-
manna um langt árabil.
Spumingu Morgunblaðsins
svaraði Pétur á þessa leið:
„Það eru margar samverkandi
orsakir fyrir því, að ég tek ekki
þátt í þessu prófkjöri, t.a.m. hafa
hlaðizt á mig störf sem ég hvorki
get né vil yfirgefa. Ég hef átt við
langvarandi veikindi, asma, að
stríða og svo hef ég auk þess
megnustu óbeit á fyrirkomulagi
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins hér
í Reykjavík. Ég tel t.a.m. að próf-
kjör eigi að vera öllum opið án
skuldbindinga og vitna til þess
mikla atkvæðamagns, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn fær ( öllum
kosningum, en fæstir stuðnings-
mennimir eru flokksbundnir.
Þúsundir kjósenda hafa sýnt
flokknum traust um áratuga skeið
án flokksaðildar, hví skyldi Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki treysta
þeim? Auk þess ættu frambjóð-
endur ekki að þurfa að hafa mikið
ljármagn á bak við sig né skipu-
lagðar sveitir. Þetta hanaat veldur
því, að fjöldi góðra og hæfra
manna vill ekki gefa kost á sér.
En ekkert af þessu hefur þó
ráðið neinum úrslitum hjá mér nú,
heldur það sem ég fyrr nefndi.
Ég ætla nú að einbeita mér að
störfum fyrir sjómannasamtök og
hina öldruðu, en það hefur farið
saman við þingstörf á liðnum
árum. Enginn hefur endalaust
þanþol.
Eg mun skilja við félaga mína
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í
mikilli vináttu. Þeir og reyndar
margir fleiri þingmenn hafa
reynzt mér vel og þeim málum,
sem ég hef barizt fyrir innan
veggja Alþingis. Ég get því með
góðri samvizku stutt þá í væntan-
legu prófkjöri. Einn þeirra,
Eyjólfur Konráð Jónsson, bað mig
að styðja framboð sitt hér í
Reykjavík, því að hann býður sig
nú fram í fyrsta sinn í höfuð-
borginni, en hefur með prýði setið
á þingi fyrir Norðurlandskjör-
dæmi vestra um langt árabil.
Kynni okkar Eyjólfs eru gömul
og góð. Við áttum saman sæti í
stefnumótandi nefnd á vegum
þingflokksins fyrir nokkrum
árum, eða í tíð fyrri stjómar, og
þar var Eyjólfur sem endranær
tillögugóður, og þótt tillögum
okkar væri þá flestum hafnað
hefur þeim vaxið fylgi, sumar eru
komnar fram, aðrar eru í farvatn-
inu. Þá má ekki gleyma störfum
Eyjólfs að hafréttarmálum, en þar
var unnið frábært starf.
Að lokum vil ég segja, að ég
hef dálítið samvizkubit af að
hverfa nú af Alþingi vegna ýmissa
hagsmunamála launþega, sem
þarf að vinna að og berjast fyrir
á vegum Sjálfstæðisflokksins, en
mér er þó rórra að vita af Guð-
Pétur Sigurðsson
mundi H. Garðarssyni, þaulreynd-
um forystumanni í launþegasam-
tökum, og vona, að honum vegni
vel í slagnum. Með þessu er ég á
engan hátt að varpa rýrð á þá sem
fyrrir eru eða væntanlegir eru í
þingliði Sjálfstæðisflokksins. Auk
þess er alkunn sú staðreynd að
Gunnar sneri aftur. í stjómmálum
eins og lífinu sjálfu getur allt
gerzt.
þriggja með blaðamönnum kom það
fram að frumvarpið væri til orðið
vegna bókunar í síðasta aðalkjara-
samningi samtakanna og fjármála-
ráðherra. Þorsteinn A. Jonsson, einn
fulltrúa BHMR á fundinum, sagði
að af hálfu ríkisvaldsins lægi ekki
annað fyrir en almennir punktar. Á
fundinum með fulltrúum ríkisvalds-
ins hafi ekki komið fram hvaða
hugmyndir fjármálaráðuneytið hefur
um nánari útfærslu laganna.
Aðspurður hvort þetta væri
vísbendíng um að samstarf samtak-
anna þriggja væri að verða nánara
sagði Kristján Thorlacius, Bandalagi
Kennarafélaga, að það hefði ekki
verið rætt. „Við erum I samstarfi
núna, um þetta tiltekna, sameigin-
lega hagsmunamál okkar. Að sjálf-
sögðu skiptir það miklu hver
niðurstaðan verður af þessari laga-
setningu hvort um samruna verður
að ræða eða ekki“ sagði hann.
„Niðurstaða okkar er sú að þetta
plagg geti ekki orðið umræðugrun-
dvöllur" sagði Geir H. Haarde í
samtali við Morgunblaðið. „Fýrir það
fyrsta er það of mikil eftirlíking af
lögunum frá 1938 um stéttarfélög
og vinnudeilur. í þessu drögum vant-
ar líka nægilega viðurkenningu á
sérstöðu ríkisins sem vinnuveitanda."
Geir sagði að hugmyndir ráðu-
neytisins lægju nú þegar fyrir. Þar
er tekin sama steftia hvað varðar
samningsrétt stéttarfélaganna. Jafn-
framt er gert ráð fyrir því að
opinberir starfsmenn hafi verkfalls-
rétt, með ákveðnum undantekning-
um. „Við höfum verið að semja við
hópa sem gegna lykilhlutverki í ör-
yggisgæslu, lögreglu og tollgæslu
sem við teljum að eigi alls ekki að
hafa verkfallsrétt" sagði Geir. „Útaf
fyrir sig samþykkum við verkfalls-
réttin, en hann þarf að afmarka
skýrt. í þessum drögum eru til dæm-
is fjölmörg atriði sem varða verk-
fallsboðun sem við erum ekki
ánægðir með.“
Næsti fundur um þessi mál verður
10. október n.k. Að sögn Geirs mun
ríkisvaldið þá leggja fram sínar hug-
myndir.