Morgunblaðið - 27.09.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1986
47
MorgunbtaðiA/Einar Falur
• Gull-, Silfur- og Bronsskór Adldas voru afhentir f gœrkvöldi. Þessir þrfr knattspymumenn voru
mestu markmannshrellar 1. deildar f sumar. Frá vinstri: Guðmundur Steinsson, Sigurjón Krístjáns-
son og Guðmundur Torfason, sem hlaut gullskóinn og skoraði 19 mörk f deildinni og jafnaði þar
með markamet Páturs Póturssonar.
Gullskór Adidas:
„Mikill heiður að hljðta
pessa viðurkenningu"
— sagði Guðmundur Torfason sem tók við
Gullskó Adidas I gær
GUÐMUNDUR Torfason úr
Fram fékk í gœr Gullskó Adidas,
sem eru verðlaun sem Adidas-
umboðið á íslandi veitir marka-
hsasta leikmanni fyrstu deildar
íslandsmótsins í knattspyrnu.
Þetta var í fjórða sinn sem
heildverslun Björgvins Schram
hf. gengst fyrir þessari verð-
launaveitingu. Ingi Björn Alberts-
son hlaut Gullskóinn fyrst er
hann var veittur 1983, Guðmund-
ur Steinsson 1984 og Ómar
Torfason 1985.
Guðmundur Torfason skoraði
19 mörk í 1. deild í sumar og
jafnaði þar með markamet Pót-
urs Péturssonar. Guömundur er
24 ára og hefur leikið með öllum
flokkum Fram, er þrefaidur bikar-
meistari, margfaldur Reykjavík-
urmeistari og nú í sumar
íslandsmeistari með félagi sínu
í fyrsta sinn. Hann hefur leikið
206 leiki með meistaraflokki og
skorað 100 mörk.
„Það er mikill heiður að hljóta
þessa viðurkenningu. Það er
æðsti draumur hvers knatt-
spyrnumanns að verða marka-
hæstur og hljóta þennan
eftirsótta titil. En maður gerir
þetta ekki án aðstoöar félaga
sinna í liðinu. Það eru góðir leik-
menn sem ég spila með og svo
hefur Ásgeir, þjálfari, kennt mér
mikið og á ég honum mikið að
þakka," sagði Guðmundur Torfa-
son sem einng var nýiega valinn
besti leikmaður íslandsmótsins
af leikmönnum 1. deildar.
Adidas veitir einnig Silfur- og
Bronsskó til þeirra leikmanna
sem eru í öðru og þriðja sæti
yfir markahæstu leikmenn 1.
deildar. Valsmaðurínn Sigurjón
Kristjánsson hlaut Silfurskóinn
og Bronsskórinn kom í hlut Guð-
mundar Steinssonar úr Fram.
Sigurjón og Guðmundur Steins-
son skoruðu báðir 10 mörk í
deildinni en Sigurjón lék einum
leik minna en Guðmundur og því
Silfurskórinn hans.
Morgunblaðið/Einar Falur
• Guðmundur Torfason ásamt unnustu sinni, Höllu Björk Jóns-
dóttur og föður, Torfa Bryngeirssyni, sem var mikill frjálsfþrótta-
maður á sfnum yngrí árum.
Morgunblaöið/Einar Faiur
• Sigurjón Krístjánsson ásamt foreldrum sfnum, Helgu Krístjáns-
dóttur og Krístjáni Sigurjónssyni og systur, Jónfnu Krístjánsdóttur.
Morgunblaðið/Einar Falur
• Guðmundur Steinsson ásamt eiginkonu sinni, Sólveigu Hjalta-
dóttur og dótturínni Irís. Guðmundur hefur nú tvívegis fengið
þessa viðurkenningu frá Adidas. Gullskóinn fékk hann 1984 og
nú Bronsskóinn. Þá vantar bara silfrið til að eiga allt safnið.
Morgunblaðið/Július
■Jil •' ” iiiw iW?
• Reykjavfkurmeistarar Vals f
handknattleik 1988. Fremrí röð
frá vinstri: Valdimar Grfmsson,
Jakob Sigurðsson, Elfas Haralds-
son, Geir Sveinsson, Birgir
Þorgeirsson, Gísli Óskarsson og
Pálmi Jónsson. Aftari röð frá
vinstri: Finnbogi Kristjánsson,
Jón Pétur Jónsson, þjálfari, Theo-
dór Guðfinnsson, Þorbjöm
Guðmundsson, Júlíus Jónasson,
Þórður Sigurðsson, Stefán Hall-
dórsson og Pétur Guðmundsson,
liðsstjóri.
Evrópukeppnin íhandknattleik:
Stjarnan sigraði
með 37 marka mun
STJARNAN úr Garðabæ burst-
aði enska liðið Birkenhead frá
Uverpool með 37 marka mun,
46:9, f fyrri leik þessara liða f
Evrópukeppni bikarhafa f hand-
knattleik f Uverpool f gnrkvöldi.
Það má því telja vfst að Garð-
bæingar komist { aðra umferð
keppninnar. Seinni leikurinn fer
einnig fram ytra á sunnudaginn.
Ekki tókst að ná sambandi viö
leikmenn liðsins til að fá frekari
uppiýsingar um leikinn.
Þyskirfjölmiðlar:
Held er hetja
áíslandi
Frá Sigurði Bjömssyni fréttaritara Morgunblaðsins ( V-ÞýskaUndl.
Vestur-þýskir fjölmiðlar gerðu
landsleik íslendinga og Sovét-
manna góð skil í gœr. Nánast
undantekningalaust léku blaða-
mennirnir sér að nafni Sigfríed
Held (Held merkir hetja á þýsku)
og flestar fyrirsagnir vom á þá
leið að Held vœrí orðinn hetja á
íslandi eftir frækilega frammi-
stÖðu knattspymulandsliðsins
sem hann stjómar.
Blöðin fara mjög fögrum orðum
um leik íslenska liðsins, nefna
gjarnan Ásgeir Sigurvinsson sem
besta mann, en taka jafnframt
fram að ailir leikmennirnir hafi leik-
ið vel.
[ Frakklandi var einnig fjallað
ítarlega um leikinn undir stórum
fyrirsögnum, enda kom jafnteflið
Frökkum vel, því flestir eiga von á
baráttu Sovétmanna og Frakka um
efsta sætið í riölinum. I Le Equipe
sagöi meðal annars að vöm
íslenska liðsins hefði sannað það
• Sigfríed Held
í þessum tveimur leikjum aö hún
værí í hæsta gæðafiokki í Evrópu.