Morgunblaðið - 23.10.1986, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
Saltað af kappi á Fáskrúðsfirði í vikunni.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Saltað hefur verið
í um 22.000 tunnur
Söltun fjórum sinnum minni en á sama tíma í fyrra
Félagsmálastofnim:
Skjóistæð-
ingrim fjölg-
aði um 7%
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti nýlega að hækka fjár-
framlög til félagsmálastofnunar
vegna framfærsluaðstoðar á
þessu ári um 15,7 milljónir kr.,
úr 116,7 milljónum i 132,4 millj-
ónir kr. Að sögn Sveins Ragnars-
sonar félagsmálastjóra er þetta
viðbótarfé nauðsynlegt vegna
fjölgunar skjólstæðinga stofnun-
arinnar á þessu ári og hækkunar
ýmissa kostnaðarliða sem stofn-
unin aðstoðar skjólstæðinga sína
við að greiða.
Sveinn sagði að fyrstu níu mán-
uði ársins hefðu 1.681 leitað
aðstoðar félagsmálastofnunarinnar,
en 1.572 á sama tímabili í fyrra.
Aukningin er því 109 manns eða
tæp 7%. Sagði félagsmálastjóri að
áætlanir stofnunarinnar varðandi
vistanir bama og öryrkja og aðstoð
til fólks í formi lána hefðu staðist
fyllilega, og hefðu útgjöld vegna
þessara liða verið undir áætlun, en
framfærslustyrkir hefðu hins vegar
reynst mun fjárfrekari en gert var
ráð fyrir. Aðspurður um dæmi sagði
Sveinn að stofnunin hefði kostað
30 jarðarfarir á þessu ári, sem
væri þrisvar sinnum meira en á
sama tíma árið áður. Þetta væri
verulegur kostnaður því hver útför
kostaði 40—50 þúsund krónur.
Hann nefndi einnig hækkun húsa-
leigu og styrki vegna uppihalds
bama í heimavistarskólum og
vegna dagvistargjalda. Þá sagði
hann að fólk hefði lent í vandræðum
vegna hertra lokunaraðgerða orku-
fyrirtækjanna í borginni.
Hafnarfjörður
Bygging húss
fyrir fiskmark-
að boðin út
HAFNARSTJÓRNIN í Hafnar-
firði hefur látið grunnteikna
hús, ætlað fyrir fiskmarkað og
mun leita tilboða í byggingu þess
á næstu dögum. Guðmundur Arni
Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar-
firði, segir Hafnfirðinga
ákveðna í þvi að koma upp fisk-
markaði.
Samkvæmt niðurstöðum nefndar
um möguleika á uppsetningu físk-
markaðar eru miklar líkur á því,
að hann verði settur á stofn á svæð-
inu frá Akranesi austur um_ til
Þorlákshafnar. Guðmundur Ámi
Stefánsson sagði í samtali við
Morgunblaðið, að þeir hlytu að hafa
mestu möguleikana á því að hreppa
hnossið, sem fyrstir yrðu til með
góða aðstöðu.
Að kvöldi síðastliðins þriðjudags
hafði síld verið söltuð i 22.000
tunnur, nær eingöngu á Aust-
fjörðum. Mest hafði þá verið
saltað á Eskifirði, eða í 6.904
tunnur. Samið hefur verið um
sölu á 51.000 tunnum af saltsíld
til Svíþjóðar og Finnlands. Sama
dag í fyrra hafði verið saltað í
88.000 tunnur. Söltunin er því
fjórum sinnum minni nú.
FYRSTI sérsmíðaði kúfiskbátur-
inn kemur tU íslands i apríl
næstkomandi. Á sama tíma verð-
ur eigendum afhent fyrsta
kúfiskverksmiðja landins. Sala á
kúfiski hefur verið tryggð til
næstu tgeggja ára. Fyrirtækið
Traust h.f. hefur annast skipu-
lagningu og samningagerð vegna
kúfiskveiðanna.
Traust h.f. gekk nýlega frá
samningum við hollensku skip-
asmíðastöðina Damen um byggingu
á 24 metra löngu skipi til kúfísk-
veiða. Báturinn er sérsmíðaður til
að skrapa efsta botnlag til að afla
kúfísks og í bátnum er sjólest til
að geyma aflann. Eigandi bátsins
verður Bylgjan h.f. á Suðureyri.
Kúfísk er að fínna allt frá austur-
strönd Bandaríkjanna, en þar í landi
neyta menn kúfískjar í miklu
magni, og yfír að Noregsströndum.
Við ísland er talið vera mikið magn
á sjávarbotni. Trausti Eiríksson
Síldarútvegsnefnd hefur sett hám-
ark á söltun á hveija stöð, 300
tunnur á dag. Er það meðal annars
gert vegna þess, að Svíar og Finnar
vilja síður að síldin fyrir þá sé öll
söltuð á svipuðum eða sama tíma
og ennfremur munu söltunarstöðv-
ar eiga í vandræðum með meiri
dagsöltun vegna fólkseklu.
22 söltunarstöðvar á 12 stöðum
höfðu byijað söltun á þriðjudag og
sagði við fréttaritara Morgunblaðs-
ins á Fish Expo sýningunni í
Boston, að þetta væri stærsti ónytj-
aði fiskistofn í Norður-Atlantshafi.
Hann sagðist ekki hafa mætt mikl-
um skilningi hjá íslenskum stjóm-
völdum vegna þessa máls.
Gert er ráð fyrir að kúfískverk-
smiðjan á Suðureyri verki um 30-35
tonn á dag. Traust h.f. byggir verk-
smiðjuna, en þar verður kúfískskel-
in stærðarflokkuð, þrýstisoðin við
yfir 100 gráðu hita, innvolsið skilið
frá og fryst í blokkir. Framleiðsla
fyrstu tveggja áranna hefur verið
seld til aðila í New Jersey í Banda-
ríkjunum.
Sigurlinni Sigurlinnason, sem
unnið hefur að þessu máli á vegum
Trausts hf. undanfarin fjögur ár,
sagði að áhættuþættir í kúfískút-
gerð væru þrír: Áð nóg veiðist, að
nýting verði nægileg á Qárfesting-
unni og að markaðsfærsia takist.
Hann kvað þá félaga bjartsýna að
var söltun á þeim þá, sem hér seg-
in Eskifjörður 6.904 tunnur,
Fáskrúðsfjörður 4.472, Seyðisfjörð-
ur 4.107, Vopnafjörður 437,
Norðfjörður 831, Reyðarfjörður
631, StöðvarQörður 1.391, Breið-
dalsvík 1.002, Djúpivogur 156,
Homafjörður 1.617, Grindavík 153
og Keflavík 249.
vel takist til á Suðureyri, enda séu
frystigeymslur til að taka við aflan-
um þegar tilbúnar í Bandaríkjunum.
FALLINN er dómur i bæjarþingi
Rcykjavíkur i máli Steinunnar
Bjamadóttur gegn Samtökum
um kvennaathvarf. Samkvæmt
honum er Samtökum um kvenna-
athvarf gert að greiða Steinunni
30.000 krónur vegna ólögmætr-
ar, fyrirvaraiausrar uppsagnar
hennar sem starfsmanns at-
hvarfsins á haustdögum á síðasta
ári. Ennfremur er samtökunum
gert að greiða málskostnað
Fáskrúðsfjörður:
Síldar-
saltendur
bjartsýnir
Fáskrúdsfirði.
TVEIR bátar komu með síld til
Fáskrúðsfjarðar á þríðjudags-
morgun og hefur veríð saltað af
kappi hér þessa vikuna.
I viðtali við forstjóra Pólarsíldar,
Berg Hallgrímsson, var ekki annað
að heyra en hann væri frekar bjart-
sýnn á að samið yrði við Sovétmenn
um sfldarkaup. Pólarsfld gerir út
tvo báta, Þorra og Guðmund Krist-
inn og er verið að útbúa Þorra til
sfldveiða núna. Hann hélt til veiða
á miðvikudag, en Guðmundur Krist-
inn er ekki á veiðum sem stendur.
Önnur söltunarstöð er starfandi
á Fáskrúðsfírði, Sólborg h/f. Til
hennar komu á þriðjudag 46 lestir
af vélskipinu Sólborgu SU og er
það fyrsta sfldin sem söltuð er hjá
þessarri stöð. Albert
Rey ðarfj örður:
Saltað á
hverjum degi
Reyðarfirði.
FYRSTA síldin barst hingað til
Reyðarfjarðar sunnudaginn 19.
október til Verktaka hf. Var það
Björg Jónsdóttir frá Húsavík,
sem kom með 220 tunnur og
einnig kom Sæljón SU með 150
tnnnur til Austursfldar sama dag.
Aðrir höfðu ekki byijað söltun á
miðvikudag.
Núna er saltað á hveijum degi,
Björg Jónsdóttir hefur komið þijá
daga í röð og enn er saltað hjá
Verktökum. Þá kom Gandí VE með
á milli 500 og 600 tunnur til Aust-
ursfldar á miðvikudag.
Hingað er kominn ungur maður
Gunnlaugur Ingvarsson, sem hefur
tekið á leigu söltunarstöðina Kóp.
Hjá honum hefur verið saltað í um
150 tunnur. Gréta
stefnanda, 22.000 krónur.
í málsskjölum kemur meðal ann-
ars fram, að Steinunn Bjamadóttir
hafí verið fastráðinn starfsmaður
kvennaathvarfsins frá og með 1.
október 1985 til eins árs. Vegna
ágreinings hennar og meirihluta
annarra aðstandenda athvarfsins
um starfsemi þess, var henni síðan
sagt upp fyrirvaralaust þann 5.
sama mánaðar. Við ráðningu Stein-
unnar var meðal annars óljóst hver
launakjör væru, en þau miðuðust
að miklu leyti við kjör hjá BSRB.
Krafa Steinunnar var að henni yrðu
greidd þriggja mánaða laun ásamt
vöxtum, þar sem hún taldi sig eiga
rétt á þriggja mánaða uppsagnar-
fresti, auk málskostnaðar. Samtök
um kvennaathvarf kröfðust sýknu,
en til vara að þeim yrði aðeins gert
að greiða stefnanda 30.947,25
krónur með vöxtum. Auk þess var
krafízt að stefnandi greiddi samtök-
unum málskostnað.
í dómsniðurstöðu segir að upp-
sögn ráðningarsamnings Steinunn-
ar hafi verið ólögmæt. Ekki sé deilt
um rétt hennar á skaðabótum held-
ur ijárhæð þeirra. Þar sem kaup
og Igör hafi verið óráðin er ráðning-
arsamningur var gerður, sé ekki
hægt að fallast á kröfu stefnanda
um þriggja mánaða uppsagnarfrest
og þyki því hæfilegar skaðabætur
verða 30.000 krónur auk vaxta.
Sækjandi í málinu var Viðar Már
Matthíasson, hdl, en veijandi Guðný
Höskuldsdóttir, hdl.
Notkun bílbelta eykst:
Konur samviskusamari en karlar
Þær eru einnig hlynntari sektarákvæðum varðandi bílbeltanotkun
í KÖNNUN sem Hagvangur hf.
hefur gert kemur fram að kon-
ur nota bílbelti í ríkari mæli
en karlar, eða tæp 56% á móti
rúmum 41% hjá körlum. í heild
virðist tæpur helmingur öku-
manna, eða 48,3% nota bílbeltin
að jafnaði, en fyrir tveimur
árum notuðu rúm 40% beltin.
Könnunin var gerð á tímabilinu
26. september til 4. október sl.
og var úrtakið 1000 manns um
alit land. Svör fengust hjá tæpum
80% af brúttóúrtaki. Aldurskipt-
ing þátttakenda og skipting milli
karla og kvenna samsvaraði heild-
arskiptingu íslendinga á aldrinum
18-67 ára fyrir landið í heild.
Þegar spurt var um bamabflstól
eða annan öryggisbúnað fyrir
bamið í bflnum kom í ljós að af
þeim sem aka með böm í bflnum
að staðaldri nota 78% stóla eða
annan búnað. Konur gáfu jákvæð-
ari svör við þessari spumingu en
karlar, því 37.5% kvenna sagði
að þær notuðu bamabflstólana
fyrir böm sín, en 30.2% karla
gáfu sama svar.
Þriðji liður könnunarinnar var
um það hvort fólk teldi rétt að
beita sektarákvæðum varðandi
notkun á bflbeltum. Helmingur
þátttakenda taldi svo vera og vom
konur þar í meirihluta, eða 57%
á móti 47% karla. Töluverður
munur er á svömm eftir aldri
þátttakenda og vom 45% fólks
yfir fimmtugu hlynnt sektar-
ákvæðum á meðan 53-55% vom
því fylgjandi í yngri aldurshópun-
um. Þegar niðurstöður þessar em
bomar saman við niðurstöður
könnunar frá aprfl 1984 kemur
fram fylgisaukning við beitingu
sektarákvæða. Hlutfallið hefur
aukist úr 39,5% upp í 52% á þess-
um tveimur ámm.
Loks var að því spurt hvaða
atriði fólk teldi helst stuðla að
umferðaröiyggi. Þar kom í Ijós
að konur töldu það vera aukna
bflbeltanotkun og lægri hámarks-
hraða, en karlar neftidu oftar
aukna löggæslu, áróður í fjölmiðl-
um og fræðslu í skólum. Bæði
kjmin lögðu svipaða áherslu á
nauðsyn þess að virða umferðar-
reglur betur en gert er.
Kúfiskveiði hefst á næsta ári
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandarikjunum
Samtök um kvennaathvarf:
Dæmd til sektar vegua
uppsagnar starfsmanns