Morgunblaðið - 23.10.1986, Side 4

Morgunblaðið - 23.10.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Jón Sigurðsson forsljóri Þjóðhags- stofnunar: Ihugar framboð fyrir Alþýðuflokk- inn í Reykjavík JÓN Baldvin Hannibalsson form- aður Alþýðuflokksins hefur farið þess á leit við Jón Sigurðsson forstjóra Þjóðhagsstofnunar að hann gefi kost á sér á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Jón hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann verður við þessari málaleitan flokksformannsins. „Mér finnst rétt að kynna mér leikreglumar áður en ég ákveð að taka þátt í leik,“ sagði Jón Sigurðs- son í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort ákvörðun hans réðist af því hvort Alþýðuflokkurinn ákvæði að hafa prófkjör, áður en listinn verður ákveðinn, svaraði Jón: „Akvörðun mín ræðst meðal annars af því hvemig Alþýðuflokksmenn í Reykjavík hugsa sér að velja menn á lista og hvaða aðférðum þeir ætla að beita. En auðvitað hef ég einnig áhuga á því hvaða önnur nöfn koma þama fram. Þetta met ég allt í samhengi." Jón var spurður hvort hann væri ekki reiðubúinn til þess að taka þátt í prófkjöri: „Það er vel hugsan- legt að ég sé tilbúinn til þess að taka þátt í prófkjöri. Ef ég ákveð að sækjast eftir sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins, þá mun ég að sjálfsögðu fylgja þeim reglum sem flokkurinn hefur til þess að velja menn á listann." ... Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. þaki nýja Fjölbrautaskólans. Starfsmenn Giuggasmiðjunnar við glerísetningu á Fj ölbrautaskóli Suðurlands: Gler í einn stærsta glugga landsins Selfossi. I góðviðrinu sl þriðjudag hófust starfsmenn Gluggasmiðjunnar í Reykjavík handa við að gleija suðurhlið þaksins á Fjölbrauta- skóla Suðurlands sem myndar 550 fermetra gluga á þessum fyrri áfanga byggingarinnar en i fullri stærð verður glugginn 1100 fermetrar. Óhætt er að full- yrða að þetta sé einn stærsti gluggi landsins. Glugginn samanstendur af 142 rúðum sem eru 142 x 314 sm og glerþykktin er 18 mm og þykkt hverrar rúðu 3,1 sm. Að utanverðu er í rúðunum hert gler og að innan öryggisgler með filmu. Gluggasmiðjan er verktaki að glerísetningunni en Sigfús Kristins- son sá um að koma aðalburðarvirki gluggans fyrir. Haldist veðurblíða undanfarinna daga má gera ráð fyrir að það taki 3 daga að gleija þakið og síðan viku að ganga end- anlega frá glerinu. íbúar á Selfossi og á Suðurlandi öllu fylgjast grannt með gangi byggingarinnar og vonast allir sem hlut eiga að máli að það takist að heija kennslu í hluta nýbyggingar- innar eftir áramótin. Nokkrar tafír hafa orðið á verkinu en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að því lyki 1. sept. sl. Sig. Jóns. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hódegi f gær: Á Grænlandshafi er minnkandi lægðar- drag, en 975 millibara djúp víðáttumikil lægð milli Færeyja og Noregs á leið norðnorðaustur. SPÁ: Fremur hæg norðaustan- og norðanátt verður ríkjandi á landinu. Él verða á norðurlandi og norðanverðu austurlandi en bjart- viðri á suðausturlandi og sunnanverðum austfjörðum. Hiti á bilinu -4 til 2 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR og LAUGARDAGUR: Hæg norðaustanátt og áfram kalt í veðri. Víða él við ströndina en þurrt og bjart í innsveitum. TÁKN: Heiðskírt 'É5 Léttskýjað ■á Hálfskýjað A "lllÍl Sl^*aö Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -|Q Hrtastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, > Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hhl veður Akureyri -1 léttskýjað Reykjavík 1 snjóél Bergen 3 skúr Holainkl 5 skur Jan Mayen ' 4 skýjað Kaupmannah. 9 skýjað Narasarssuaq -9 léttskýjað Nuuk -8 léttskýjað Osló 4 skýjað Stokkhólmur S rignlng Þórshðfn 6 léttskýjað Algarve 23 léttskýjað Amstordam 11 skúr Aþena 23 skýjað Barcelona 21 mistur Barifn 12 alskýjað Chicago 10 mlstur Glasgow B skúr Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 16 rlgnlng Hamborg 11 skýjað LasPalmas 26 léttskýjað London 13 rigning LosAngeles 16 skýjað Lúxemborg 15 rignlng Madrfd 19 mlstur Malaga 25 helðskfrt Mallorca 24 léttskýjað Mlami 19 léttskýjað Montreal 6 þoka Nice 22 helðskfrt NewYork 11 þokumóða Paris 16 rignlng Róm 23 léttskýjað Vfn 14 skýjað Washlngton 11 mistur Wlnnlpeg 6 helðsklrt Atak í umferðinni: Lögregluþjónar í leyni við gatnamót LÖGREGLAN um állt land ætlar á næstu dögum að efna til sérs- taks átaks i umferðinni í samráði við Umferðarráð og dómsmála- ráðuneytið. Átakinu er ætlað að auka virðingu ökumanna fyrir umferðarljósum, stöðvunar- skyldu og stefnuljósanotkun, en ofangreindir aðilar telja að mjög skorti á virðingu fyrir umferðar- reglum sem að þessu lúta. I fréttabréfí frá Umferðarráði er tekið þannig til orða hvað þetta varðan „Stöðvunarskyldu er ekki komið á nema aðstæður í umferð- inni kre§ist þess að ökumenn nemi skilyrðislaust staðar. Brot gegn þessu ákvæði er því stórháskalegt bæði fyrir þann sem það fremur og fyrir þá sem á vegi hans verða. Sama á við um akstur mót rauðu ljósi. Slíkt háttalag sæmir ekki hugsandi mönnum og er hrein van- virða við samferðamenn. Ökumenn sem telja sig vera að gefa einhverj- um stórgjafír þótt þeir „gefí“ stefnuljós ættu að spyija sjálfa sig hvort þeir eru yfirleitt hæfír til þess að stjóma bifreið." Til þess að tryggja það að öku- menn fari varlega við gatnamót ætla lögreglumenn að láta lítið á sér bera, vera óeinkennisklæddir og á ómerktum bifreiðum. „Þetta er óyndisúrræði, en nauðsynlegt til að góma þá sem brjóta reglur. Það vill nefnilega vera svo að menn fara eftir reglum á meðan þeir sjá lög- reglu nálægt en bijóta reglumar um leið og þeir eru komnir úr aug- sýn“, sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs á fundi með blaðamönnum í gær. „Þeir sem fara yfir á rauðu, virða ekki stöðvunarskyldu og gefa ekki stefnuljós verða hvergi óhultir, en samferðamenn þeirra í umferðinni verða að sjálfsögðu öruggari ef tek- ið er á brotum sem þessum." Alfræðibók o g gagnabanki BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hefur hafist handa við_ gerð islenskrar alfræðibókar. Áætlað er að verkið verði gefið út í tveimur bindum. Fjöldi uppfletti- orða verður um 50.000 orð. Hér er um að ræða almenna al- fræðibók, en sérstök áhersla verður lögð á upplýsingar um ísland og íslendinga. Fjöldi mynda mun prýða bókina. Hér er á ferðinni stórt og mikið verkefni, raunar hið stærsta sem forlagið hefur tekist á við, undir- búningur hefur staðið um langt skeið og fjöldi sérfræðinga mun koma við sögu. Bók sem þessa hef- ur lengi vantað hér á landi og þykir sjálfsögð í öllum menningarlöndum, segir í frétt frá bókaforlaginu Svart á hvítu. í tengslum við gerð bókarinnar verður settur á stofn gagnabanki sem einstökum tölvunotendum gefst kostur á að tengjast. í gangi eru viðræður við menntamálaráðu- neytið um möguleika á samvinnu fyrirtækisins og ráðuneytisins um þetta verkefni með þarfír skólakerf- isins í huga. Ráðgert er að íslenska alfræði- bókin komi á markað fyrir jólin 1987. Fijálst verð á síld og loðnu til bræðslu YFIRNEFND verðlagsráðs sjá- varútvegsins breytti í gær fyrri ákvörðun ráðsins um að gefa loðnuverð ekki frjálst eftir 28. október næstkomandi. Fulltrúar Sfldarverksmiðja ríkisins höfðu í ráðinu lagzt gegn fijálsu verði og var ákvörðun um verð því vísað til yfimefndar. Yfímefnd óskaði síðan eftir því að fyrri ákvörðun yrði breytt og var það samþykkt. Loðnuverð verður því fijálst til 31. desember með sömu skilmálum og áður. Þá var ennfremur samþykkt í yfímefndinni að gefa verðlagningu á sfld til bræðslu frjálsa á núverandi vertíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.