Morgunblaðið - 23.10.1986, Side 21

Morgunblaðið - 23.10.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 21 Haskólinn H: Fj ölmennasti skóli landsins eftír Þórð Krístinsson Þess var getið í fyrsta pistli þess- ara skrifa að er Háskóli Islands tók til starfa í október 1911 voru nem- endur 45 og 18 kennarar. Þar af 11 fastir kennarar. íslendingar voru þá samtals u.þ.b. 85.600, svo ekki var hlutfall háskólastúdenta hátt fyrsta árið. En við stofnun skólans breytt- ust aðstæður manna til náms auðvit- að mjög. Lengi framan af höfðu gömlu latínuskólamir í Skálholti og á Hólum — og síðar Hólavallaskóli í Reykjavík og Bessastaðaskóli — verið aeðstu menntastofnanir þjóðarinnar. Þótt þeir vaeru ekki háskólar, var hlutverk þeirra einkum að búa menn undir preststarf, en háskólanám þurftu menn að sækja til útlanda og leituðu þá mest til Kaupmannahafnar, sem reyndar var höfuðborg íslands um hríð. Með stofnun embættismanna- skolanna, prestaskólans og lækna- skólans, varð nokkur bót, en nánast bylting með tilurð háskólans. Fyrsta veturinn sem háskólinn starfaði voru 5 stúdentar í guðfræði- deild, 17 í lagadeild, 23 í læknadeild, en enginn skráður í heimspekideild. Til gamans er þess að geta að nú 75 árum síðar eru fastir kennarar deilda háskólans um 240 og yfir 400 stundakennarar, en nemendur þess- ara fyrstu fjögurra deilda eru nú 75 í guðfiæðideild, 798 í læknadeild, þar af 327 í læknisfræði, 413 í lagadeild og 956 í heimspekideild. Fimm aðrar deildir hafa bæst við í gegnum tíðina og nýjar námsbrautir eða skorir ver- ið teknar upp innan einstakra deilda. Heimspekideildin er fjölmennust um þessar mundir, þar er svipaður fyöldi og nú er í Menntaskólanum í Reylqavík. Hver deild um sig er því eins og stór mennta- eða fiamhalds- skóli eða gildur kaupstaður, en nemendur eru samtals 4564. Islendingar telja nú u.þ.b. 240 þúsund og er hlutfall háskólastúd- enta, þ.e. þeirra sem innritaðir eru í Háskóla Islands, af heildaifyölda landsmanna því nálægt 2%, en um þriðjungur hvers fæðingarárgangs tekur stúdentspróf og fær með því rétt til inngöngu í háskóla, sam- kvæmt athugun sem Þróunamefnd háskólans lét gera árið 1984. Þetta er sambærilegt og gerist með flestum svo kölluðum menningarþjóðum. Þá eru giska tvöþúsund islenskir náms- menn við erlenda háskóla, ýmist í grunnnámi eða framhaldsnámi, flest- ir í Danmörku og Bandaríkjunum og ta.m. voru tveir við nám í gieraugna- gerð í Perú í febrúar 1983. Svo vissulega er breytingin bylting. Háskóli íslands er langstærsti og flölmennasti skóli landsins og hefur um margt sérstöðu bæði sem skóli og vinnustaður; nemendur koma til hans af öllum landshomum, og ef miðað er við stóra vinnustaði þá ná t. d. Flugleiðir, SÍS og Eimskip ekki máli. Fastir kennarar eru um 240 og við stofnanir háskólans starfa u. þ.b. 100 manns í fullu starfi; auk þess kenna við skólann á milli §ögur og fimm hundruð stundakennarar sem hafa með höndum fasta iðju utan veggja hans. Samtals starfa því við skólann á einn eða annan hátt töluvert á sjötta þúsund sálir. Háskólinn er þannig býsna stór eining í atvinnulífi þjóðarinnar, þar starfar þriðjungur þess §ölda sem vinnur við útgerð og fiskvinnslu í landinu. Og hann er ekki flölmennið eitt, þar fer fram flölþættasta starf- semi á einum stað á íslandi. Yfírleitt tekur nám við háskólann 3 til 6 ár og hingað til hafa stúdent- ar sem lokið hafa námi þar átt greiðan aðgang að atvinnu við sitt hæfi eða frekara námi við eríenda Núerbaraaðglímavið eigin sköpunargáfu því TOYOTA-SAUMAVÉLIN SÉR UM FRAMKVÆMDINA TOYOTA 8900 er með 25 sporum sem gefa þér allar auðveldustu leiðirn- ar til frábærs saumaskaps. Þú snertir bara hnappinn og velur sporið sem þú vilt. SÖLUUMBOÐ VIÐ ERUM EINU SPORI A UNDAN TIMANUM: k. V ARAHLUTAUMBOÐIÐ ÁRMÚLA 23 SÍMAR 685870-681733 KLAPPARSTÍG 31 SÍMI 14974 háskóla ef hugur stendur til þess. Til að gefa grófa hugmynd um flöl- breytni starfsins er best að nefna fáeinar tölur. Sem fyrr gat eru deildir háskólans nú níu talsins og að auki eru þijár námsbrautir tengdar læknadeild. Rannsóknarstofur tengdar háskólan- um eru um 30 talsins og eru ýmist mannaðar af kennurum og stúdent- um eða að þær hafa sérstakt starfslið sem einungis sinnir rannsóknum. I deildunum og námsbrautunum er kennt til 45 mismunandi lokaprófa og einnig til fyrrihlutaprófs á nokkr- um fræðasviðum. Á sloá í skólanum eru um 1000 námskeið sem skiptast þannig á deildimar, 47 í guðfræði- deild og tvennskonar lokapróf; 39 í læknisfræði, eitt lokapróf; 34 í lyfja- fræði, eitt lokapróf; 29 í hjúkruna- rfræði, eitt lokapróf; 31 í sjúkraþjálf- un, eitt lokapróf; 28 í lagadeild og eitt lokapróf; 58 í viðskiptadeild og eitt lokapróf; 318 í heimspekideild, en þar eru möguleg lokapróf 17 auk möguleika í fi-amhaldsnámi í 5 grein- um; 120 í verkfræðideild, þrennskon- ar lokapróf; 250 í raunvísindadeild og fimm tegundir lokaprófa; 29 í tannlæknadeild, eitt lokapróf, og 156 í félagsvísindadeild með 8 mismun- andi lokaprófum auk möguleika á viðbótamámi. Enda þótt deildimar séu hver um sig nokkuð sjálfstæðar heildir sem veita kennslu til tiltekinna lokaprófa, þá eru þær ekki lokaðar; nemendum er yfirleitt heimilt með leyfi deildar- innar sem þeir eru skráðir í að sækja nám í aukagrein til annarrar deildar og er aukagreinin þá metin til loka- prófsins. Hefur þetta færst nokkuð í vöxt á seinni ámm. Þá var sú nýbreytni tekin upp haustið 1983, í samvinnu við Tækni- skóla íslands, BHM og nokkur aðildarfélög þess, að stofna til endur- menntunamámskeiða í hinum ýmsu greinum. Er sá þáttur starfsins í ömm vexti og á líklega eftir að verða vaxandi hluti kennslustarfs hverrar deildar á komandi ámm. Nú á haust- misseri 1986 verða t.d. haldin 29 aðgreind námskeið á vegum endur- menntunamefndar háskólans, ætluð verk- og tæknifræðingum, arkitekt- um, tannlæknum, ljfyafræðingum, tölvunar- og kerfisfræðingum, hjúkr- unarfræðingum, viðskiptafræðingum og blaðamönnum svo nokkrir séu neftidir. Verður hugað að þessum þætti síðar. Höfundur er prófstjóri við Háskóla fslanda- Stærsta húsgagna verslun landsins hefur að sjálfsögðu mesta úrvalið af fallegum og þægilegum hæginda- stólum Bestu greiðslukjör í bænum. húsgagiuHiöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.