Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
fclk í
fréttum
Heimsmet í
öfugsnúningi
Þjóðverjinn Rene Liissi,
setti á dögunum nýtt
heimsmet, en hann lá f
þessari stellingu í 30
mínútur og 22 sekúndur.
Ekki er getið líðan hans
?að metinu settu, en varla
hefur vininum liðið vel í
bakinu.
ELTON
JOHN
LÉTTUR
ÁFÆTI
Rokkstjaman Elton John kom
um daginn saklausum gestum
Sheraton-hótelsins á óvart þegar
hann hljóp upp á þrítugustu hæð
hótelsins. „Lyftan var biluð og ég
þurfti að komast inn á herbergi",
var eina svarið, sem hægt var að
toga upp úr honum. Einn vinur
hans sagði: „Gamli maðurinn er
greinilega í mun betra ásigkomu-
lagi, en hann lítur út fyrir að vera“.
Hlaupagarpurinn
ótrúlegi. ___.
C/liff 46 ára
Dorian Gray rokksins, Cliff Richard, hélt nýverið upp á 46 ára
afmæli sitt f Waterloo-næturklúbbnum í Lundúnaborg. Þangað
bauð Cliff u.þ.b. 50 leikurum og leikhúsfólki, sem þátt tók í
uppfærslu söngleikjarins Time, en Cliff er aðalnúmerið í honum.
Cliff, sem rígheldur í æskuna sem Pétur Pan væri, hafði einnig
ástæðu til þess að fagna velgengni Time, en hann hefur nú gengið
fyrir fullu húsi í hálft ár.
hálfan mánuð mun hann stýra
landinu í fyrsta sinni, en þá munu
foreldrar hans fara til Lundúna að
sinna jólainnkaupum. í janúar fara
hjónin í opinbera heimsókn til Eyja-
álfu og þarf Friðrik þá aftur að
taka við stjómartaumunum.
í Hovelte er Friðrik í skála með
tíu öðrum og sefur hann í efstu
koju. Einn skálafélaga Friðriks,
Bjame Henrik Hensrik gat ekki
beðið eftir að komast í síma til þess
að segja foreldrum sínum tfðindin.
„Prinsinn er sko góður gæi, ég held
að við tíu eigum eftir að skemmta
okkur konunglega". Carsten Wer-
berg-Maller frá Dokkedal, sem er
Trékyllisvík þeirra Dana, sagði hins
vegan „Ja, nú ligg ég sko laglega
í því lasm, því ég lofaði litlu systur
minni að ég skyldi kynna þau prins-
inn, ef ég svæfi með honum í skála".
Prínsinn þurfti að
burðast með 30 kg
pinkilinn, sem
hver annar
óbreyttur.
Fyrir skömmu hófst her-
mennskuferill Friðriks, krón-
prins Danmerkur. Friðrik mun
hljóta þjálfun í lífverði drottningar,
en þjálfun hans fer fram í Hovelte
á Norður-Sjálandi.
Að undanfömu hafa skyldur
Friðriks við land og þjóð aukist
verulega, en eftir u.þ.b einn og
Bruce Springsteen
Michael Jackson
Ríkir rokkarar
Rokkstjömur hafa yfírleitt ekki hátt um auðlegð sína, enda fer þeim yfírleitt
betur að syngja um fátækt og óréttlæti heimsins, þegar ástarsöngvunum slepp-
ir. Ekki verður þó sagt að þær séu á flæðiskeri staddar.
> Bruce Springsteen velti t.a.m. tæpum fímm milljörðum íslenskra króna á
síðasta hljómleikaferðalagi sínu um heimsbyggðina. Paul McCartney er einnig
harðduglegur við að þéna á tónlist sinni. Undanfarin sex ár hefur hann haft
meira en tvo og hálfan milljarð íslenskra króna í hreinar tekjur. Ynni Paul
eins og flest fólk um 225 daga á ári og átta tíma á dag, væri tímakaupið
dágott, eða rúmar 200 þúsund krónur!
Ekki er Michael Jackson fátækari, en hann fékk ríflega þijá milljarð í
hreinar tekjur af Pieto/y-hljómleikaferðalaginu árið 1984.
Paul McCartney
Fnðrík krónpríns í hvfldarstöðu.
DANMORK
Friðrik krónprins
kvaddur 1 herinn