Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 54

Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 54
-54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 ) 1986 Universal Press Syndicate prju fyrutu frjómbönciín h.er\nar entust e-kki- Ég bið þig afsökunar! Þessir hringdu . . Höfundurinn heitir.... Ólafía hringdi: Höfundur vísunnar Glerbrot heitir Freysteinn Gunnarsson. Ekki vissi Ólafía hvort kvæðið hefði komið út á prenti en sagðist hins vegar eiga það ailt skrifað. Þakkir til Garða- lundar A.K. vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks félagsmið- stöðvarinnar í Garðalundi. Þeir sýni unglingunum mikla hugul- semi og böliin þeirra eru góð. A.K. vonast til að þeir haldi áfram á sömu braut. Hver veit um rautt Grister hjól? Móðir hringdi: A þriðjudaginn 14. október var hjóli sonar míns stolið þar sem það stóð fyrir utan bókasafnið í Gerðubergi. Hjólið er nýlakkað, rautt, með háu sæti og ljósi. A það er lakkaður stafurinn G en sonur minn var nýlega búinn að gera hjólið upp og skiljanlega sér hann mikið eftir því. Þeir sem geta gefið einhveijar upplýsingar um hvar hjólið kunni nú að vera niðurkomið eru vinsamlega beðnir að hringja í s. 73549. Sjónvarpsfréttirn- ar á slæmum tíma Húsmóðir hringdi og sagðist vera ákaflega óánægð með fréttaí- ma ríkissjónvarpsins og það vissi hún að þar væri hún ekki ein á báti. Því bjóða Flug- leiðir ekki íslenskt? Ó.H. hringdi: Ég ferðast töluvert með Flug- leiðum til útlanda. Hér áður var boðið upp á íslensk matvæli í flug- vélunum en þar hefur orðið nokkur breyting á og bæði íslenski osturinn og íslenska súkkulaðið hafa orðið að víkja fyrir dönskum osti og svissnesku súkkulaði. Ég vil spyrja; af hverju bjóða Flug- ieiðamenn ekki upp á íslenskar vörur eingöngu? Bessastaðir hefðu ver- ið betri fundarstaður Hugleiðing um haustið Gunnar Sverrisson skrifar: Það hefur stundum verið sagt að hver árstíð hafi sinn sjarma eða fegurð, svo fallegt íslenskt mál sé notað, en í beinu framhaldi þess að sérhver árstíðaskifti hafi sinn svip, langar mig til að fara nokkrum orðum um Haustið. Það er komið hrímkalt haust eins og segir einhverstaðar í niðurlagi gamals íslensks ljóðs og kom mér þetta í hug þegar ég leit á almanak- ið einu sinni sem oftar og sá að haustjafndægur voru þann 23. sept. Einstök tíð hefur verið undanfarið og má segja að hver dagur sem guð hefur gefið hafi verið einstakur hvað veðurlag snertir. Þá sjaldan sem einhvem blota hefur gert eða eitthvað hvesst hluta úr degi hefur það venjulega farið í sama góða farið áður langt leið og hefur stöku sinnum hvarlað að mér að kannski væri ekki svo galið að gefa þessari góðu tíð nafnið sumarhaust. Ekki veit ég hvað öðrum fínnst en ég tel að liðnir dagar undanfarið gefi fyr- irheit um gott haust, já, jafnvel góðan vetur líka. Tíminn leiðir í ljóst hvort ég hef rétt fyrir mér eður ei. Lauf tijána hafa fyrir nokkru smám saman tekið á sig hið ferska einkenni haustsins, hinn rauðgula blæ sem gefur þessari árstíð sitt hugþekka gildi, fyrir hvem og einn sem hefur augun opin og kann að meta sjarma og fegurð þessarar árstíðar. Hún gerir kannski suma að betri mönnum. Að sjá nokkur gulnuð lauf falla til jarðar á ferska haustmoldina. Það gæti kannski vakið andagift meðal stöku skálda eða málara, fijóa og frumlega hug- mynd að lýju listaverki. Og hvað sem því liður gæti ég trúað að það sé bætandi fyrir flesta að fylgjast með breytingum náttúmsteflana frá hafi til heiða. Undrandi verkfræðingur i Garðabæ skrifar: Ég get ekki orða bundist jrfir staðarvali leiðtogafundarins í Reykjavík og hefur engin breyting orðið þótt allt hafi farið vel sem betur fer. Allt írafárið út af öryggis- gæslu á svæðinu umhverfis Höfða var alls endis óþarfi, allt umstangið óþarft. Leiðtogamir hefðu átt að hittast og ræðast við á Bessastöð- um. Það er ekki mikill vandi að veija Bessastaði fyrir misindisfólki, þangað er aðeins ein braut, en set- rið að öðm leyti umlukið Atlands- hafinu að mestu. Höfði var óheppilegur, gamalt timburhús sem hefði mátt skjóta sundur og saman hefðu einhveijir kosið að gera það. Þá hefði ekki þurft að rýma fjölda íbúðarhúsa og atvinnufyrirtækja, almenningi til armæðu. Menn hefðu getað unnið sér þetta verkefni til muna léttar ef kvamimar hefðu verið notaðar. Víkveiji skrifar Haukur Eggertsson, Barmahlíð 54, ritaði Víkverja éftirfarandi bréf: „Heiðraði Víkveiji. I pistli þínum í Morgunblaðinu 11. þ.m. minnist þú á tæknileg mistök, sem urðu við fyrstu útsend- ingu hinnar nýju sjónvarpsstöðvar „Stöð 2“. Bendir einnig á, að skyn- samlegt hefði verið fyrir það góða fólk, sem hlut átti að máli að prófa betur áður en formlegar útsending- ar hæfust. Mér varð hugsað nær 56 ár aftur í tímann, 20. des. 1930, en þá hóf Ríkisútvarpið útsendingu. Muni ég rétt þá var það Helgi Hjörvar, sem fyrstur manna kom þar fram. Flutti hann stutt ávarp og af sinni al- kunnu snilld. En þá kom það sama fyrir og nú, að tæknin brást, stöðin „féll út“ nokkmm sinnum. Hann lýsti því fyrir okkur hlustendum, sem beðið höfðum f ofvæni eftir því að heyra í hinni nýju stöð, að á borðinu fyrir framan hann logaði ljós, en á því mundi slokkna, ef eitt- hvað bæri út af. Og ljósið slokknaði í nokkur skipti. Helgi varð ekkert flaumósa og sagði I lok erindis síns, að hann vonaðist til, að það ljós, sem nú hefði verið kveikt, mætti lifa um ókomin ár allri þjóðinni til blessunar. Að það slokknaði af og til hið fyrsta kvöld skyldum við aðeins líta á sem góðan fyrirboða. Hvað viðkemur hinum nýju út- varpsstöðum vona ég, að ljós þeirra og ljós allra ftjálsra fjölmiðla megi sem lengst lifa, en að þeir hver og einn verði aðeins notaðir þjóðinní til blessunar, eins og Helgi Hjörvar orðaði það á sínum tfma.“ XXX Víkveiji þakkar bréfið og tekur undir niðurlagsorð Hauks Eg- gertssonar. í tilefni af orðum hans getur Víkveiji ekki látið hjá líða að lýsa undrun sinni yfir því, hvem- ig forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa brugðist við vangaveltum um það, hvort selja eigi rás 2 eða ekki. Er langt síðan forráðamenn opin- berrar stofnunar hafa látið jafn mikið að sér kveða af jafn litlu til- efni. Víkveiji hefur hvergi orðið var við, að fram hafi komið bein tillaga um, að rás 2 skuli seld. Þessu hef- ur verið hreyft, vegna þess að í ljós hefur komið, að þessi opinbera létt- músíkstöð stendur mjög halloka eftir að Bylgjan hóf starfsemi sína. Þá hefur einnig réttilega verið á það bent, að ástæðulaust sé fyrir ríkið afr reka starfsemi, sem einka- aðilar geta hæglega stundað. Til marks um það, hve fljótt þess- ar umræður hafa þróast á einkenni- legan hátt, er, að talsmenn þess, að ríkið reki rás 2, láta eins og í raun sé ekki þar um neina eign að ræða: Hvað á að selja? spyija þeir kampakátir. Enginn trúir því líklega í alvöru, að ekki sé unnt að verðleggja rás 2 eins og önnur mannanna verk? Dreifikerfíð er alt- ént einhvers virði? XXX Tæknihlið á útvarpsrekstri er eitt og hún kostar auðvitað sitt. Þeir, sem að slíkum rekstri standa, verða að vega og meta, hve miklum fjármunum þeir vilja veija í hana. Til að tæknin nýtist til fulls þarf hins végar að standa þannig að efnisvali og vinnslu, að höfðað sé til hlustenda. Að mati Víkveija er enn of mik- ill byijendabragur á fréttaflutningi Bylgjunnar til að það, sem þar er sagt, veki eðlilegt traust. Frétta- menn mismæla sig of oft og villur eru augljósar eins og þegar sagt var í hádeginu á sunnudag, að Haraldur Blöndal hefði sigrað í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norð- urlandskjördæmi eystra, þegar nafn sigurvegarans er Halldór Blöndal. í áratugi hefur sá hattur verið á hafður í Ríkisútvarpinu, að þulir lesi freftir, þótt þvf hafi verið breytt núna. Fréttamenn ríkisins fengu hins vegar þjálfun í fréttaaukum og almennt má segja, að þeir séu vel í stakk búnir til þess að lesa fréttimar sjálfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.