Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 60
STERKTKDRT
SEGÐU
fiNARHÓLL
ÞEGAR
W FERÐ ÚTAÐ BORÐA
----SÍMI18833---
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Myndbandaleigur:
Samdrátt-
ur eftir að
~ Stöð 2 tók
til starfa
„AÐSÓKN að myndbandaleigun-
um hefur óneitanlega farið
minnkandi eftir að Stöð 2 tók til
starfa og var ástandið hrikalega
svart fyrstu helgina sem nýja
sjónvarpsstöðin sendi út efni sitt.
Það var að visu allt saman ótrufl-
að og einnig spilaði leiðtogafund-
urinn inn í myndina," sagði Leó
Pálsson, framkvæmdastjóri
Myndbandaleigu kvikmyndahús-
■> anna, í samtali við Morgunblaðið.
Leó sagði að almennt hefði verið
70-90% minni aðsókn hjá mynd-
bandaleigum fyrstu helgina sem
Stöð 2 hefði sent út efni sitt, en
nú vantaði 20-40% upp á fyrri að-
sókn. „Helgamar og fimmtudag-
amir hafa alltaf verið hvað
sterkastir hjá okkur. Ástandið mun
eflaust batna á næstu vikum þegar
nýjabmm Stöðvar 2 er gengið yfir,
en ég spái auðvitað minnkandi að-
sókn að myndbandaleigunum eftir
að ný sjónvarpsstöð hefur verið
sett á laggimar. Ég held að aðsókn
í myndböndin hljóti að minnka um
20-30% frá því sem áður var. Út-
leigumagnið hefur minnkað vem-
lega á hvem einstakling, þ.e. það
kemur færra fólk á leigumar sem
tekur færri spólur með sér heim en
áður.“
Leó sagðist búast við því að
smærri myndbandaleigumar fæm
að leggja upp laupana á næstu vik-
um. Myndbandaleigur hækkuðu
síðast verð sín 1. ágúst sl. um 20%,
en það hækkaði áður 16. júní 1985.
Hækkun
á töxtum
leigubíla
TAXTAR leigubíla hækkuðu
um 3,3% að meðaltali þann
15. október síðastliðinn, sam-
kvæmt heimild Verðlags-
ráðs. Startgjaldið svokallaða
hækkaði ekki en kílómetra-
gjald og biðgjald hækkaði
um 10%.
Startgjaldið var og er 120
krónur. Kílómetragjaldið
hækkaði úr 15,10 í 16,60 krón-
ur í dagvinnu, en úr 22,65 í
24,92 krónur í nætur- og helgi-
dagavinnu. Biðgjaldið hækkaði
úr 467,42 í 514,25 krónur á
klukkustund. Sem dæmi um
hækkunina má nefna að 10 km
akstur að degi til með með
startgjaldi hækkaði úr 270 í
290 krónur, eða um rúm 7%.
Aðspurður um ástæður þess-
arar hækkunar sagði Georg
Ólafsson verðlagsstjóri að taxt-
amir hefðu ekki hækkað lengi
vegna lækkunar á olíuverði og
vöxtum, en núna hefði verið
faliist á að leiðrétta launalið
verðútreikningsins. Hann hefði
verið að dragast aftur úr á
síðustu sex ámm.
Sauðárkrókur:
Drangey
skemmdist
i hofninm
Sauðárkróki.
NOKKUR ókyrrð hefur verið í
höfninni hér undanfama daga
vegna sjógangs. í fyrrinótt urðu
verulegar skemmdir á Drangey,
togara Útgerðarfélags Skagfirð-
inga, þegar skipið lamdist við
hafnargarðinn svo að síða þess
gekk inn á hluta um átta cm.
Klæðning i borðsal skemmdist
talsvert.
Starfsmaður útgerðarfélagsins
sagði að kostnaður við fuilnaðarvið-
gerð gæti numið hundmðum
þúsunda. Skipið er sjófært og er
farið til veiða. Þess má geta að
Drangey kom fyrir skömmu úr viða-
mikilli viðgerð frá Þýskalandi.
Annar togari félagsins, Skapti, sem
einnig var f höfninni, slitnaði frá
bryggju og varð að kalla út mann-
skap til að binda skipið. Tjón varð
ekkert.
I fyrravetur varð togarinn
Hegranes fyrir umtalsverðum
skemmdum í höfninni við svipaðar
aðstæður. Menn hafa þungar
áhyggjur af þessu ástandi og er
brýnt að bæta hér úr því stórtjón
getur orðið á skipum og bátum
verði ekkert að gert.
Kári
Kópavogur:
15% hækkun
dagvistar-
gjalda
DAGVISTARGJÖLD í Kópavogi
hækkuðu um 15% frá og með 1.
þessa mánaðar. Að sögn Björns
Þorsteinssonar bæjarritara í
Kópavogi höfðu gjöldin dregist
aftur úr miðað við önnur sveitar-
félög. Dagvistargjöld i Kópavogi
voru lækkuð um 5% þann 1.
mars siðastliðinn, en þau voru
síðast hækkuð i lok siðasta árs.
Vist á dagheimilum Kópavogs-
bæjar kostar nú 5.400 krónur en
3.300 krónur fyrir einstæðar mæð-
ur og aðra í svokölluðum forgangs-
hópum. 4 tímar á leikskóla kosta
nú 2.300 krónur og 5 tímar kosta
2.900 krónur.
Kirkjusmiðir keppast við
HALLGRÍMSKIRKJA verður vigð á sunnudaginn, 26. október. Kirkjusmiði kalla forystumenn i
söfnuðinum alla þá sem lagt hafa hug og hönd að þessu mikla verki og óhætt er að segja, að
þeir keppist við þessa dagana. Myndin var tekin i kirkjunni i gær.
Sovétmenn eru nú reiðu-
búnir til síldarviðræðna
Hagsmunaaðilar telja þær ekki þjóna tilgangi nema fallið verði frá fyrri takmörkunum
VERZLUNARFULLTRÚI Sovétríkjanna hér á landi tilkynnti Síldar-
útvegsnefnd í gær, að Sovétmenn væru reiðubúnir til framhaldsvið-
ræðna um saltsíldarviðskipti i Moskvu. Hann gat engu svarað um
það, hvort Sovétmenn væru tilbúnir til kaupa á meiru en 40.000
tunnum, eins og þeir hafa haldið sig við til þessa. Hann gat heldur
ekki sagt til um það, hvort Sovétmenn væru til viðræðna um verð
á sildinni á frjálsum markaði eins og í Svíþjóð og Finnlandi. Fundur
SUdarútvegsnefndar og hagsmunaaðila samþykkti einróma siðdegis
i gær, að engum tilgangi þjónaði að fara til viðræðna, fyrr en svör
fengjust við þessum spurningum.
Síldarútvegsnefnd segir meðal
annars, að sovézki verzlunarfulltrú-
inn hafi lofað að spyijast þegar
fyrir um þessi atriði í Moskvu. Að
þeim svörum fengnum muni Síldar-
útvegsnefnd taka ákvörðun um það,
í samráði við samtök sfldarsaltenda,
útvegsmanna og sjómanna, hvort
samninganefnd verði send nú til
viðræðna í Moskvu, eða hvort beðið
verði eftir skýrari svörum varðandi
framangreind atriði.
í frétt frá Sfldarútvegsnefnd seg-
ir ennfremur að síðustu viðræðum
við Sovétmenn hafi lokið með því,
að þeir hefðu sagt að þeir féllust
ekki á verð á íslenzku saltsfldinni
umfram það, sem þeir greiddu
Kanadamönnum. Það verð sé 46%
lægra í dölum talið en meðalverð á
íslenzku sfldinni á síðustu vertíð.
Verðlækkunarkrafa þeirra sé í raun
mun meiri vegna gengislækkunar
Bandaríkjadalsins frá síðustu
samningum. Sovétmenn hafi þá
einnig endurtekið, að þeir hefðu
ekki heimildir til kaupa á meiru en
40.000 tunnum, en í fyrra hefði
Sfldarútvegsnefnd samið við þá um
fyrirframsölu á 200.000 tunnum.