Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 60
STERKTKDRT SEGÐU fiNARHÓLL ÞEGAR W FERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833--- FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Myndbandaleigur: Samdrátt- ur eftir að ~ Stöð 2 tók til starfa „AÐSÓKN að myndbandaleigun- um hefur óneitanlega farið minnkandi eftir að Stöð 2 tók til starfa og var ástandið hrikalega svart fyrstu helgina sem nýja sjónvarpsstöðin sendi út efni sitt. Það var að visu allt saman ótrufl- að og einnig spilaði leiðtogafund- urinn inn í myndina," sagði Leó Pálsson, framkvæmdastjóri Myndbandaleigu kvikmyndahús- ■> anna, í samtali við Morgunblaðið. Leó sagði að almennt hefði verið 70-90% minni aðsókn hjá mynd- bandaleigum fyrstu helgina sem Stöð 2 hefði sent út efni sitt, en nú vantaði 20-40% upp á fyrri að- sókn. „Helgamar og fimmtudag- amir hafa alltaf verið hvað sterkastir hjá okkur. Ástandið mun eflaust batna á næstu vikum þegar nýjabmm Stöðvar 2 er gengið yfir, en ég spái auðvitað minnkandi að- sókn að myndbandaleigunum eftir að ný sjónvarpsstöð hefur verið sett á laggimar. Ég held að aðsókn í myndböndin hljóti að minnka um 20-30% frá því sem áður var. Út- leigumagnið hefur minnkað vem- lega á hvem einstakling, þ.e. það kemur færra fólk á leigumar sem tekur færri spólur með sér heim en áður.“ Leó sagðist búast við því að smærri myndbandaleigumar fæm að leggja upp laupana á næstu vik- um. Myndbandaleigur hækkuðu síðast verð sín 1. ágúst sl. um 20%, en það hækkaði áður 16. júní 1985. Hækkun á töxtum leigubíla TAXTAR leigubíla hækkuðu um 3,3% að meðaltali þann 15. október síðastliðinn, sam- kvæmt heimild Verðlags- ráðs. Startgjaldið svokallaða hækkaði ekki en kílómetra- gjald og biðgjald hækkaði um 10%. Startgjaldið var og er 120 krónur. Kílómetragjaldið hækkaði úr 15,10 í 16,60 krón- ur í dagvinnu, en úr 22,65 í 24,92 krónur í nætur- og helgi- dagavinnu. Biðgjaldið hækkaði úr 467,42 í 514,25 krónur á klukkustund. Sem dæmi um hækkunina má nefna að 10 km akstur að degi til með með startgjaldi hækkaði úr 270 í 290 krónur, eða um rúm 7%. Aðspurður um ástæður þess- arar hækkunar sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri að taxt- amir hefðu ekki hækkað lengi vegna lækkunar á olíuverði og vöxtum, en núna hefði verið faliist á að leiðrétta launalið verðútreikningsins. Hann hefði verið að dragast aftur úr á síðustu sex ámm. Sauðárkrókur: Drangey skemmdist i hofninm Sauðárkróki. NOKKUR ókyrrð hefur verið í höfninni hér undanfama daga vegna sjógangs. í fyrrinótt urðu verulegar skemmdir á Drangey, togara Útgerðarfélags Skagfirð- inga, þegar skipið lamdist við hafnargarðinn svo að síða þess gekk inn á hluta um átta cm. Klæðning i borðsal skemmdist talsvert. Starfsmaður útgerðarfélagsins sagði að kostnaður við fuilnaðarvið- gerð gæti numið hundmðum þúsunda. Skipið er sjófært og er farið til veiða. Þess má geta að Drangey kom fyrir skömmu úr viða- mikilli viðgerð frá Þýskalandi. Annar togari félagsins, Skapti, sem einnig var f höfninni, slitnaði frá bryggju og varð að kalla út mann- skap til að binda skipið. Tjón varð ekkert. I fyrravetur varð togarinn Hegranes fyrir umtalsverðum skemmdum í höfninni við svipaðar aðstæður. Menn hafa þungar áhyggjur af þessu ástandi og er brýnt að bæta hér úr því stórtjón getur orðið á skipum og bátum verði ekkert að gert. Kári Kópavogur: 15% hækkun dagvistar- gjalda DAGVISTARGJÖLD í Kópavogi hækkuðu um 15% frá og með 1. þessa mánaðar. Að sögn Björns Þorsteinssonar bæjarritara í Kópavogi höfðu gjöldin dregist aftur úr miðað við önnur sveitar- félög. Dagvistargjöld i Kópavogi voru lækkuð um 5% þann 1. mars siðastliðinn, en þau voru síðast hækkuð i lok siðasta árs. Vist á dagheimilum Kópavogs- bæjar kostar nú 5.400 krónur en 3.300 krónur fyrir einstæðar mæð- ur og aðra í svokölluðum forgangs- hópum. 4 tímar á leikskóla kosta nú 2.300 krónur og 5 tímar kosta 2.900 krónur. Kirkjusmiðir keppast við HALLGRÍMSKIRKJA verður vigð á sunnudaginn, 26. október. Kirkjusmiði kalla forystumenn i söfnuðinum alla þá sem lagt hafa hug og hönd að þessu mikla verki og óhætt er að segja, að þeir keppist við þessa dagana. Myndin var tekin i kirkjunni i gær. Sovétmenn eru nú reiðu- búnir til síldarviðræðna Hagsmunaaðilar telja þær ekki þjóna tilgangi nema fallið verði frá fyrri takmörkunum VERZLUNARFULLTRÚI Sovétríkjanna hér á landi tilkynnti Síldar- útvegsnefnd í gær, að Sovétmenn væru reiðubúnir til framhaldsvið- ræðna um saltsíldarviðskipti i Moskvu. Hann gat engu svarað um það, hvort Sovétmenn væru tilbúnir til kaupa á meiru en 40.000 tunnum, eins og þeir hafa haldið sig við til þessa. Hann gat heldur ekki sagt til um það, hvort Sovétmenn væru til viðræðna um verð á sildinni á frjálsum markaði eins og í Svíþjóð og Finnlandi. Fundur SUdarútvegsnefndar og hagsmunaaðila samþykkti einróma siðdegis i gær, að engum tilgangi þjónaði að fara til viðræðna, fyrr en svör fengjust við þessum spurningum. Síldarútvegsnefnd segir meðal annars, að sovézki verzlunarfulltrú- inn hafi lofað að spyijast þegar fyrir um þessi atriði í Moskvu. Að þeim svörum fengnum muni Síldar- útvegsnefnd taka ákvörðun um það, í samráði við samtök sfldarsaltenda, útvegsmanna og sjómanna, hvort samninganefnd verði send nú til viðræðna í Moskvu, eða hvort beðið verði eftir skýrari svörum varðandi framangreind atriði. í frétt frá Sfldarútvegsnefnd seg- ir ennfremur að síðustu viðræðum við Sovétmenn hafi lokið með því, að þeir hefðu sagt að þeir féllust ekki á verð á íslenzku saltsfldinni umfram það, sem þeir greiddu Kanadamönnum. Það verð sé 46% lægra í dölum talið en meðalverð á íslenzku sfldinni á síðustu vertíð. Verðlækkunarkrafa þeirra sé í raun mun meiri vegna gengislækkunar Bandaríkjadalsins frá síðustu samningum. Sovétmenn hafi þá einnig endurtekið, að þeir hefðu ekki heimildir til kaupa á meiru en 40.000 tunnum, en í fyrra hefði Sfldarútvegsnefnd samið við þá um fyrirframsölu á 200.000 tunnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.