Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Ekki óeðlilegt að tengja skattamálin við kjarasamninga — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra „ÉG VEIT ekki að hve miklu leyti breytingar á skattakerfinu geta tengst kjarasamningum nú, en óneitanlega hljóta breytingar i þessa veru að hafa mikla þýðingu og er því í sjálfu sér ekkert óeðli- legt að tengja skattamálin við kjarasamningagerð,“ sagði Þor- Flokkurinn er klofinn - segir Stefán Valgeirs- son sem ætlar í sérfram- boð með BB-lista STEFÁN Valgeirsson alþingis- maður hefur ákveðið að bjóða sig fram í Norðurlandskjör- dæmi eystra, á lista undir stöfunum BB ef samþykki Framsóknarflokksins fæst. Með þvi móti nýtast atkvæði greidd BB lista Framsóknar- flokknum til uppbótarþingsæta ef til kemur. Stefán telur slíkan sérlista þurfa um 1600 til 1700 atkvæði til að koma manni á þing, og hann segist þegar vita um rúmlega þúsund manns sem komi til með að styðja þennan lista í alþingiskosningum. „Ég er ekki að kljúfa mig út úr flokknum en maður verður að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að flokkurinn er klofinn og valið var um það hvort ætti að reyna að halda þessu fólki saman í einum hóp eða hætta á að það tvístrað- ist, og okkur fannst vænlegast að reyna þetta framboð enda veruleg- ar líkur fyrir því að maður náist inn,“ sagði Stefán Valgeirsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Stefán sagðist telja að fram- kvæmdastjóm flokksins eða miðstjómin fjallaði um það hvort hann fengi að bjóða fram undir stöfunum BB á Norðurlandi eystra. „Ég hef ekki trú á að það verði andstaða gegn því; þá er komin upp mun alvarlegri staða í flokkn- um en þegar er,“ sagði Stefán. steinn Pálsson fjármálaráðherra um hugmyndir Alþýðusambands íslands um grundvallarbreyting- ar á skattakerfinu. Fulltrúar Alþýðusambands og Vinnuveit- endasambands áttu fund með ráðherranum um þessi mál i fyrrakvöld og í gær ræddu sér- fræðingar ASÍ áfram við ráðu- neytismenn. „Þorsteinn sagði: „Við erum þeirrar skoðunar að það eigi að ein- falda skattakerfið og taka upp staðgreiðslu. Reyndar er einföldun kerfisins forsenda fyrir stað- greiðslu. Það er báðum aðilum ljóst að það er flókið mál að einfalda kerfið og það kostar verulega vinnu að útfæra þær hugmyndir sem fram hafa verið settar. Við viljum leggja allt kapp á að hraða þeirri vinnu. Ég tók jafnframt fram að við vær- um mjög fúsir að eiga samráð við aðila vinnumarkaðarins um þetta mál og tel reyndar æskilegt að ná um það sem mestri samstöðu." Þorsteinn sagði að hugmyndir ráðuneytisins og ASÍ byggðust að sumu leyti á sömu grundvallar- hugmyndunum en hvorugur aðili gæti þó tekið afgerandi afstöðu til þeirra fyrr en málið væri komið lengra og það sæist hvemig breyt- ingin kæmi út. Fjármálaráðherra taldi ekki útilokað að breytingar á skattakerfínu gætu komið til fram- kvæmda um áramótin 1987—88 ef vel væri unnið og þá slyppu menn við að greiða skatt af tekjum ársins 1987. Flutningabíll og vagn á hlið- inni utan vegar á laugar- dagskvöldið. Á neðri myndinni sést er unnið var við að ná flutningabílnum upp á veginn í Kolásbrekk- unni. Vagninn er lengst til vinstri á myndinni. Borgarfj örður: Morgunblaðið/Theodðr Kr. Þórðarson Bíll með ost og nautakjöt fór út af veginum 1 Kolásbrekku Borgarnesi. FLUTNINGABÍLL með aftanívagn rann út af veginum og valt á hliðina í Kolásbrekkunni sem er ofan við bæinn Munaðames í Stafholtstung- um. Gerðist þetta á laugardagskvöld og var þá mikil hálka á veginum. Flutningabíllinn var á leið niður brekkuna þegar óhappið varð en þar sat þá vörubifreið þversum í miðri brekkunni. Flutningabíllinn er frá Sauðárkróki og var hann á suðurleið með tíu tonn af osti og þijú tonn af nautakjöti. Miklar skemmdir urðu á bflnum en farmurinn skemmdist lítið. Starfsmenn bifreiðastöðvar Kaupfélags Borgfirð- inga í Borgamesi losuðu farminn og fluttu til Borgamess. Á sunnudaginn var flutningabflnum og vagninum náð upp á veginn með aðstoð tækja frá Vegagerð ríkisins og Ræktunarsambandi Mýra- manna. TKÞ. Sund hf. kaupir meiri- hluta hlutafjár í Olís HEILDVERSLUNIN Sund hf. keypti um helgina meirihluta hlutafjár í Olíuverslun íslands hf. Óli Kr. Sigurðsson, aðaleig- andi og framkvæmdastjóri hjá Sund hf., verður forstjórí Olís Borgarspítalinn á f öst fjárlög: Áform um að ríkið taki við rekstrinum VIÐRÆÐUR hafa verið í gangi milli fulltrúa Reykjavíkurborgar annars vegar og fulltrúa fjármálaráðuneytis og heilbrígðisráðuneyt- is hins vegar um breytingar á rekstri Borgarspítalans í þá veru að ríkið taki alfarið við rekstrinum. Davíð Oddsson borgarstjóri kynnti hugmyndir þessar fyrir stjórn Borgarspítalans í gær, en starfsfolk spítalans mun almennt hafa tekið afstöðu gegn fynrhugaðri yfir- töku ríkisins á rekstrinum. Borgarstjóri sagði að viðræður fulltrúa borgarinnar og ráðuneyt- anna hefðu fyrst og fremst snúist um þau áform ríkisins að spítalinn færi á föst fjárlög um næstu ára- mót svo og breytt hlutverkaskipti ríkis og sveitarfélaga á þann veg að sveitarfélögin sjái fremur um frumheilsugæslu en sjúkrahús- rekstur. Hefðu viðræðumar miðað að því að kanna leiðir við rekstur spítalans sem leitt gætu til aukinn: ar hagræðingar fyrir alla aðila. „í ljósi þessara breytinga þótti rétt að ræða framtíð Borgarspítalans því rekstur borgarinnar á honum, eftir ásamt Þórði Ásgeirssyni og tók hann til starfa á skrifstofunni í gærmorgun. Sund hf. keypti hlutabréf sem samsvara 74% af hlutafé Olís. Selj- endur eru nálægt 50 talsins og voru 5 af 7 stjómarmönnum félags- ins þar á meðal. Fjölskylda Ingvars Vilhjálmssonar seldi ekki eignarhlut sinn og ekki heldur nokkrir smærri hluthafar. Kaupverði hlutabréfanna er haldið leyndu. Ný stjóm verður kosin á hluthafafundi sem haldinn verður á næstunni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gengu viðskiptin með hlutabréf Olís mjög hratt fyrir sig. Undanfamar vikur hafa verið við- ræður á milli eigenda Olís og Olíufélagsins Skeljungs um kaup ÓIi Kr. Sigurðsson forstjóri og aðaleigandi Olís. að hann er kominn á föst fjárlög, verður aðeins nafnið eitt,“ sagði Davíð. Hann sagði að ljóst væri, að áhætta borgarinnar af rekstri spítalans myndi vaxa verulega við það að hann færi á föst íjáriög nema að ríkið tæki alfarið við rekstrinum eins og hugmyndin væri. Ef af því yrði væri ennfremur óeðlilegt að borgin sæi um stjóm á rekstri sem ríkið bæri ábyrgð á. „Ég gerði stjóm spítalans grein fyrir þessum viðræðum, en engin niðurstaða liggur fyrir enn sem komið er,“ sagði Davíð. Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun MAÐUR um þrítugt, Jóhann Krístinn Þór Jónsson, var í gær dæmdur í sakadómi Reykjavíkur í þriggja ára fangelsi fjrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 250 þúsund krónur í skaðabætur og allan sakarkostnað. Hann áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. í byijun október var ráðist á velli 4. tl. 1. mgr. 67. greinar laga konu um fímmtugt í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Jóhann Kristinn Þór var handtekinn daginn eftir og játaði að hafa nauðgað konunni. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 8. október og var það fram- lengt hinn 11. nóvember. Hann var nú úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. mars á gmnd- 74/1974 þar sem segir að gæslu- varðhaldi skuli að jafnaði beita ef ætla megi að brot manns varði að minnsta kosti tveggja ára fangelsi. Maðurinn hefur kært gæsluvarð- haldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn. Skeljungs á OIís. Nýlega var til- kynnt að _þær viðræður væru úr sögunni. Óli Kr. mun hins vegar hafa gert tilboð í bréfín með stutt- um svarfresti og var gengið frá samningum síðdegis á laugardag. Sumir hluthafar höfðu aðeins fárra klukkustunda umhugsunarfrest. Þá mun Landsbankanum, sem er við- skiptabanki Olís, ekki hafa verið tilkynnt um málið fyrr en samning- ar voru nánast frágengnir. Friðrik Kristjánsson, stjómarmaður í Olís og einn þeirra sem seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu, vildi ekkert segja um málið þegar leitað var til hans í gær. Hann vísaði á Óla Kr., þar sem samkomulag væri um að hann skýrði opinberlega frá málinu. Óli Kr. Sigurðsson sagði í gær að mikilla breytinga væri þörf á rekstri fyrirtækisins. Hann sagði að lítill tími hefði gefíst til að fara í þau mál en hann væri byrjaður á undirbúningi breytinganna ásamt aðsjtoðarmönnum sínum. Óli er fertugur og er hann lærður prentari. Hann er eins og áður seg- ir aðaleigandi og stjómandi heild- verslunarinnar Sund hf., sem meðal annars flytur inn mat- og hreinlæt- isvörur undir vörumerkinu Spar. Fyrir fáum vikum keypti hann eign- ir Vörumarkaðarins hf. á Seltjam- amesi og stofnaði ásamt Sláturfé- lagi Suðurlands og fleimm nýtt hlutafélag um reksturinn undir nafninu Nýi bær. Þá er hann aðal- eigandi fyrirtækisins Kafco hf. sem er að byggja upp kaffíbrennslu á Hellu. Er fyrirhugað að hún taki til starfa um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.