Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Að gleðja augað Nokkrir punktar um höfundarréttarleg hagsmunamál myndlistarmanna eftir Knút Bruun Á undanfömum árum hafa farið fram umræður á hvem hátt megi auka greiðslur til myndlistarmanna fyrir höfundarrétt sem þeir eiga að myndverkum sínum. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja að myndlistarmenn hafa mjög átt í vök að verjast í höfundarréttarlegu til- liti, þ.e.a.s. hvað varðar notkun almennings á myndverkum þeirra og hefur það víðast hvar viðgengist að þegar verk fer úr höndum mynd- listarmanns, hefur hann ekki af því frekari tekjur. Engu að síður er það staðreynd að þegar verk fer úr vörzlu mynd- listarmannsins heflast not af því bæði einstaklinga svo og almenn- ings. Slíkt á sér stað á margan hátt. í sumum tilfeilum kaupa ein- staklingar verk til notkunar á heimilum eða í fyrirtækjum en í öðrum tilfellum eignast opinberir aðilar verk sem höfð eru til sýnis í söfnum, opinberum stofnunum eða öðru leyti á almanna færi. Segja má því að þegar myndlistarmaður lætur verk frá sér fara hefjist neyzla almennings á listaverkinu og í raun er notkun verksins eftir það endurgjaldslaus, a.m.k. í þeim skilningi að höfundarréttarhafínn, sem oftast er hugverkasmiðurinn, hefur af þeim engar tekjur. Þessu er oft öðru vísi farið með annars konar hugverk, svo sem skáldverk og tónsmíðar. Rithöfund- urinn fær greiðslu fyrir bókmennta- verk þegar hann skilar útgefanda handriti og að jafnaði fær hann líka hundraðshluta af söluverði bókar- innar. Þá fær höfundur einnig viðbótarþóknun við endurútgáfu verka og sé verk hans flutt í út- varpi, leikið I leikhúsi eða á kvikmynd kemur til sérstakrar greiðslu fyrir þau afnot af verki höfundar. Sama gildir um tónskáld, síendurtekin not af verkum þeirra færa þeim greiðslur, sjálfsagt þykir að notkun almennings og alls konar viðskiptaaðila á hugverkum þessara höfunda sé gjaldskyld. Nú má ekki gleyma því að þessi sjónarmið eru ekki ýkja gömul og samtök þessara höfundarrétthafa hafa þurft að berjast fyrir viður- kenningu þeirra og framgangi. Víkjum nú aftur að höfundar- rétti tengdum myndverkum og því hvaða úrræði séu fyrir hendi til þess að ná fram greiðslum fyrir not almennings af þeim rétti. í ná- grannalöndum okkar hafa þessi mál verið til umfjöllunar á síðustu árum, bæði í samtökum myndlistarmanna svo og í höfundarréttamefndum og til þess að ná þessum markmiðum verður ætíð að hafa í huga veika stöðu þessarar listgreinar í saman- burði við aðrar listgreinar í höfund- arréttarlegu tilliti, þ.e. mest öll almenn notkun fellur utan þess ramma sem hefur gjaldskyldu í för með sér. Helztu úrræði sem bent hefur verið á eru svokallaður fylgi- réttur (droit de suite) og leigu- greiðslur fyrir notkun myndverka á sýningum. Þá skal ennfremur bent á sérstakar greiðslur fyrir notkun myndverka í blöðum, tímaritum og f sjónvarpi og greiðslur til myndlist- armanna vegna notkunar mynd- verka á kortum, veggspjöldum, dagatölum, í auglýsingum og ann- ars konar opinberrar birtingar á myndverkum. Skal þá fyrst vikið að svokölluð- um fylgirétti (droit de suite). Skilgreining á þeim rétti felur það í sér að við endursölu á myndlistar- verki skuli ákveðinn hundraðshluti af söluverðinu renna til höfundar verksins eða erfíngja hans. Rök þeirra sem vilja þennan rétt í gildi eru í stuttu máli þau að myndlistar- verk hækki mjög mikið í verði við endursölu. Ungir og óreyndir mynd- listarmenn fá í upphafi síns starfs- ferils tiltölulega smáar peningaupp- hæðir fyrir verk sín. Eftir því sem vegur þeirra, frægð og virðing vex hækka verk þeirra í verði án alls atbeina eigenda verkanna og sé það því sanngjamt að höfundar þeirra njóti þess að einhverju leyti. Bent er á að verk sumra myndlistar- manna margfaldist í verði og enn fremur að í stöku tilfellum búi myndlistarmenn við mismunandi bág kjör á sama tíma og listaverka- kaupmenn og safnarar höndli með verk þeirra og hagnist vel á. Á Norðurlöndum hafa fræðimenn og aðrir sem láta sig höfundarrétt nokkru skipta fjallað nokkuð um fylgirétt og má segja að stuðnings- mönnum þess að honum verði komið á hafi vaxið fylgi. í Danmörku var byijað að ræða þessi mál 1936 og hefur þeirri umræðu skotið upp með vissu millibili síðan. Danska höfund- arréttamefndin hefur nýverið, þ.e. á þessu ári, látið fara frá sér álit þar sem meirihluti nefndarinnar mælir með því að fylgiréttur verði í lög leiddur í Danmörku. í Frakklandi var þessari skipan komið á 1920 og 1957 var þetta gjald ákveðið 3% af söluverði mynd- verka við endursölu. Árið 1984 skilaði þettagjald Fr.fr. 4.624.000. í Vestur-Þýzkalandi var fylgi- réttur lögleiddur 1965 en 1972 var gjaldið hækkað úr 1% í 5% og jafn- framt var það innheimt af öllum sölum sem náðu DM 100 eða hærri upphæð. Innheimta nam DM 700.000 á árinu 1983. Fylgirétturinn hefur í þessum ofangreindu tilfellum verið ófram- seljanlegur og fellur til erfíngja við lát höfundar í samræmi við höfund- arlög (þ.e. gildir í 50 ár eftir lát höfundar). Fylgiréttur í þessari mynd hefur ekki ennþá verið lögtekinn á Norð- urlöndum, en í Noregi hafa verið í gildi lög frá árunum 1948 um sér- stakan skatt á opinberar sölur á listaverkum. Skattur þessi nemur allt að 3% af söluverði myndverka og er nánar tilgreint í lögunum til hvers konar myndverka þau taki. Sú upptalning er víðtæk og m.a. fellur undir ákvæði þessara laga sala á erlendum myndverkum. Und- ir lög þessi fellur ekki sala milli einkaaðila né heldur þegar lista- menn selja eigin verk á heimilum sínum eða vinnustofum. Fjármunir sem innheimtast á þennan hátt renna í ákveðinn sjóð sem greiðir eldri listamönnum eftir- laun svo og erfingjum þeirra og einnig til greiðslu sérstakra styrkja. Á árinu 1984 nam innheimta skv. þessum lögum n.kr. 2,9 millj. í tveimur fyrrgreindum löndum er byggt á reglu um greiðslur til einstakra listamanna og erfíngja þeirra, en skipun þessara mála í Noregi byggir á félagslegum grund- velli og sjóðsstjóm sér um að úthluta innheimtum Ijármunum. í Bemarsáttmálanum er fjallað um fylgirétt en hins vegar eru eng- ar skyldur lagðar á þær þjóðir sem að sáttmálanum standa til þess að lögleiða fylgirétt í einni eða annari mynd. Þar er alfarið lagt í vald lög- gjafa hverrar þjóðar fyrir sig, hvort og í hvaða mynd verk myndlistar- manna skuli njóta þessarar vemdar. Á árinu 1954 voru sett hér á landi lög nr. 113, sem veittu ákveðnum aðilum heimild til sölu listaverka á uppboði. Áður en lög þessi gengu í gildi hafði að vísu verið starfrækt listmunauppboð í Reylqavík um nokkurt árabil og má segja að með setningu laganna hafí fyrst og fremst átt að taka af öll tvímæli um lögmæti þessarar starfsemi auk þess að kveða nánar á um hveijir mættu reka listmunauppboð. Lög þau sem hér um ræðir hafa verið til endurskoðunar hjá viðskipta- ráðuneyti og er gert ráð fyrir að á yfírstandandi Alþingi (109. löggjaf- arþingi 1986) verði lagt fram nýtt frumvarp um þetta efni. í þriðju grein frumvarpsins kemur fram til- laga um að fylgiréttur verði í lög leiddur á íslandi. Niðurlag greinar- innar hljóðar svona: Söluskatt skal þó ekki leggja á málverk, myndir og listmuni „held- ur 10% gjald er renni til listamanna eða erfíngja þeirra samkvæmt höf- undarlögum. Sé höfundarréttur fallinn niður eða fénu verður ekki ráðstafað rennur það í starfslauna- sjóð myndlistarmanna. Mennta- málaráðherra getur sett nánari reglur um ráðstöfun gjaldsins". Greinin er nýmæli í íslenskum lögum og má segja að hún sé vísir að nokkurs konar „eftirlaunakerfí" fyrir íslenzka myndlistarmenn ef hún verður að lögum. Hér er því mikið hagsmunamál á ferðinni fyrir þá sem mál þessi varða og ber að leggja ríka áherzlu á að Samband íslenzkra myndlistarmanna fylgi máli þessu vel eftir og hvetji al- þingismenn og ráðamenn til að ljá því stuðning. Með samþykki þessa lágaákvæðis yrði brotið blað í höf- undarréttarbaráttu myndlistar- manna og gæti það orðið til þess að ákvæði um fylgirétt við allar opinberar sölur myndlistarverka yrðu leidd í lög á íslandi. Þessu næst skal vikið að þeim úrræðum sem lúta að leigugreiðsl- um vegna afnota af myndverkum á sýningum. Hér ber að gera grein- armun á tvenns konar afnotum myndverka. í fyrsta lagi er um að ræða listaverk í eigu sjálfra lista- mannanna, þ.e. listamaðurinn fer bæði með hinn eiginlega eignarrétt að verkinu og ennfremur höfundar- réttinn. í öðru lagi er um að ræða sýningar á seldum verkum, þ.e. listamaðurinn á að vísu höfundar- réttinn að verkinu, sem við sölu á frumeintaki listaverks verður ýms- um takmörkunum háður og jafn- framt hefur hinn eiginlegi eignarréttur fallið til kaupanda við söluna. Hér mun einungis fjallað Knútur Bruun „Skal þá fyrst vikið að svokölluðum fylgirétti (droit de suite). Skil- greining á þeim rétti felur það í sér að við endursölu á myndlistar- verki skuli ákveðinn hundraðshluti af sölu- verðinu renna til höfundar verksins eða erfingja hans.“ um síðamefndu tilvikin, en svo sem kunnugt er hafa myndlistarmanna- samtök reynt að koma á reglum í sambandi við útleigu myndlistar- manna á eigin verkum til sýningar hér á landi, en slík útleiga mynd- verka er lítið virk enn sem komið er. Gert er ráð fyrir að leigugreiðslur fyrir notkun myndverka á sýning- um verði fyrst og fremst bundnar við sýningar á vegum opinberra aðila svo sem ríkis, sveitarfélaga listasafna í eigu félagasamtaka, banka og annarra þess háttar stofn- ana, þ.e. þar sem myndverk eru almenningi til sýnis. Þessir aðilar yrðu nánar skilgreindir í settum reglum. Leigugreiðslur, þ.e. upphæð leigu, yrði ákveðin með sérstöku samkomulagi milli menntamála- ráðuneytis og Sambands íslenzkra myndlistarmanna, en menntamála- ráiðuneytið gengist fyrir setningu laga og gerð reglugerðar um þetta efni í samráði við stjóm Sambands íslenzkra myndlistarmanna. í lög- um og reglugerð yrði m.a. kveðið á um, hvort innheimtum fjármunum skuli úthlutað beint til viðkomandi listamanna eða hvort þeir renni í ákveðinn sjóð til þess að launa starf- andi listamenn og að sá sjóður verði í höndum samtaka myndlistar- manna. Bent skal á að danska höfundarréttamefndin hefur gert tillögur um lagasetningu í þessa vem og í Svíþjóð hafa verið í gildi reglur um þetta efni frá árinu 1982, þ.e. um Sveriges bildkonstnaárfond. Það er trú mín að vinna beri að slíkri skipan mála og hér greinir. Um er aðræða sanngjama leið til þess að myndlistarmenn fái þóknun fyrir notkun á verkum sínum og í höfundarréttarlegu tilliti er hér um ágætis leið að ræða til þess að ná fram þeim markmiðum. Á síðustu áram hafa augu manna í æ ríkari mæli beinst að þeim brot- um á höfundarlögum sem fólgin era í birtingu mynda á opinberam vett- vangi af verkum myndlistarmanna oft án heimildar höfundar og án þess að greiðsla komi til hans fyrir birtinguna. Um þetta era mýmörg dæmi í blöðum, tímaritum, auglýs- ingum og jafnvel í sjónvarpi. Að vísu er það svo að í mörgum tilfell- um era brot þessi framin af gáleysi en ekki af ásettu ráði. Rétt þykir að geta þess að í sumum tilvikum er heimilt að birta myndir af mynd- verkum án sérstaks leyfís höfundar sbr. t.d. tilvitnunarheimild í 2. mgr. 14. gr. höfundarlaga, svo og reglu í 2. mgr. 15. gr. sömu laga. Aðal- reglan er samt sú að til þess að birta opinberlega mynd af listaverki þarf til heimild þess sem höfundar- rétt hefur og sanngjarnt þykir og eðlilegt að fyrir komi greiðsla. Við skulum taka eitt dæmi af handahófi til þess að skýra þetta mál. Listfræðingur tekur að sér að vinna þátt fyrir sjónvarpsstöð um ákveðinn þekktan myndlistarmann. Birtar era í þættinum ljósmyndir af allmörgum myndverkum viðkom- andi listamanns auk þess sem listfræðingurinn fjallar um ævi, starf og verk listamannsins af sinni kunnáttu. Fyrir sitt spjall fær list- fræðingurinn að sjálfsögðu þóknun, ljósmyndarinn greiðslu fyrir ljós- myndimar en listamaðurinn, sem allt fjallar um, fær enga greiðslu fyrir birtingu á listaverkum. Þykir nokkram þetta sanngjamt? Ég hygg að það sem hér vantar á sér að stjóm Sambands íslenzkra myndlistarmanna gangi til samn- inga við forráðamenn sjónvarps- stöðvanna og þykist reyndar vita, að þeir séu fúsir til slíkrar samn- ingagerðar. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði er varða höfundarréttarmál myndlistarmanna. Ég hygg að óum- deilt sé að myndlistarmenn á íslandi búi við heldur bág fjárhagskjör miðað við ýmsar aðrar stéttir í landinu. Fá era þau tilfelli þar sem starfandi myndlistarmenn geta ein- göngu helgað sig list sinni, í flestum tilfellum verða þeir að sinna öðram störfum, listiðkun þeirra verður í hjáverkum og oft undrar mig sá árangur sem þetta fólk nær við þessar aðstæður. Myndlistariðkun á íslandi á sér ekki langa sögu, tæp öld er síðan framheijamir byijuðu feril sinn. Að vísu höfðu nokkrir merkilegir karlar og kerlingar stundað nokk- urs konar myndlist í gegnum aldimar, skorið í tré, rist í steina og saumað í dúk og málað á spjöld og allt er þetta sama menningarlega þörfín að gleðja augað. En þrátt fyrir þennan stutta þró- unartíma getum við verið stolt af þeim myndlistarmönnum sem hér hafa starfað og starfa þrátt fyrir erfíðar aðstæður. Ekki skulum við samt einblína á barlóminn, margt er vel gert og undir niðri held ég að það sé fullur vilji ráðamanna, bæði ríkis og sveitarfélaga, að stuðla að vexti og viðgangi mynd- listar. Leggja ber áherzlu á að Samband íslenzkra myndlistarmanna beini nú öllum kröftum sínum að því að ná árangri á þessum sviðum og jafn- framt að alþingismenn og aðrir ráðamenn þjóðarínnar taki til greina þessar réttmætu kröfur og hlúi þannig að vexti þessarar grein- ar íslenzkrar menningar. Höfundur erhæstaréttaríögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.