Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Kjarasamningarnir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar: Kröfur ASÍ um uppstokkun launakerfisins þokukenndar „ÞAD verður ekki friður á vinnumarkaði með okkur úti. Hins vegar erum við reiðubúnir til þess að semja án þess að sá samningur leiði til bullandi verðbólgu," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins, í samtali við Morgunblaðið eftir að drægi sig út úr samningaviðræðui Steinar Guðnason, varaformaður samningaviðræðunum. Á stjómarfundi í Dagsbrún í gær var eftirfarandi samþykkt gerð: „Stjóm Dagsbrúnar samþykkir að félagið hætti þáttöku í yfírstand- andi samningaviðræðum og hefji þegar vinnu að kröfugerð fyrir fé- lagið. Með þessu ítrekar stjómin fyrri samþykktir um kjaramál bæði frá félagsfundi, trúnaðarráðsfundi og stjómarfundi". „Samþykktin er skýr. Við höfum frá upphafi haft nokkra sérstöðu. Við vildum stokka upp launakerfið og hækka þannig lægstu laun um- fram önnur laun. Við emm ekki með neinar heitingar við það góða hann hafði tilkynnt að Dagsbrún n ASÍ og VSÍ. Jafnframt tók Karl VMSÍ, við forsvari fyrir VMSÍ í fólk sem situr með okkur í samn- inganefndum, en okkur fínnast kröfur Alþýðusambandsins þoku- kenndar hugmyndir og höfum talið réttara að farið væri eftir okkar hugmyndum og lagðar yrðu fram tillögur og kröfur," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að Dagsbrún teldi þær hugmyndir um uppstokkun launakerfísins, sem ræddar hefðu verið í viðræðunum til þessa, ekki raunhæfar. Rætt hefði verið um að hækka lægstu laun þannig að fjöldi taxta hyrfi og þar með aldurs- hækkanir. Dagsbrún teldi slíkt ekki sanngjamt, þar sem störf væm mismunandi og fólk hefði unnið við þau mislengi. Dagsbrún teldi rétt að fara frekar þá leið að fækka töxtum og hækka lægstu taxtana, en það hefði ekki fengið hljóm- gmnn. Jafnframt benti Guðmundur á að í núverandi viðræðum lægi ekki fyrir hvort launanefnd myndi starfa, eins og á því samningstíma- bili sem nú væri að ljúka. Þá lægi heldur ekkert fyrir um það frá ríkinu, að það myndi stöðva fyrir- hugaðar verðhækkanir hjá ríkis- stofnunum, sem þeir óttuðust eins og aðrir að myndi hleypa af stað nýrri verðbólguskriðu. Þá teldi Dagsbrún útséð um að breytingar á skattakerfínu kæmu til fram- kvæmda á því samnbingstímabili, sem nú færi í hönd. „Afstaða félagsins hefur verið fullkomlega skýr. Það vil algjöra Halldór Björnsson varaformaður og Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar, á fundi með blaðamönnum í gær. uppstokkun á launakerfinu og til- lögur þar að lútandi, en ekki óljósar hugmyndir. Þeir óljósu punktar sem nú liggja fyrir, teljum við á þessari stundu afskaplega óaðgengilega fyrir okkur og þessi hraðsuða sem hér er á vinnubrögðum — það er eins og það sé tímasprengja hér undir borðunum — í stærstu breyt- ingum á uppbyggingu launakerfis, sem þekkst hefur — það minnir bara á Klepp-hraðferð. Við erum ekki að lýsa yfír neinni styrjöld gagnvart okkar félögum í ASÍ, okk- ur líst bara ekki á það ástand sem hér ríkir,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að nú yrði hafín vinna viö að leggja lokahönd á tillögur Dagsbrúnar í kjarasamn- ingunum og þær yrðu lagðar fram í vikunni. Samningar sem stjóm Dagsbrúnar mælti með að yrðu samþykktar, hefðu ekki verið felld- ar af félagsfundi og samningar sem stjómin mælti gegn hefðu undan- tekningalaust verið felldir. Hann sagði að Dagsbrún hefði ekki verið með óraunhæfa kröfugerð í þessum samningum, þeir hefðu verið manna ábyrgastir og þyrfti ekki annað en að líta á kjaramálaályktun félagsins til þess að sannfærast um það. „Nei útkoman í forvalinu hjá Alþýðubandalaginu hafði engin áhrif á þessa samþykkt," sagði Guðmundur aðspurður. „Það var frekar að við töldum óheppilegt að ganga út með forvalið framundan". I/EÐURHORFUR I DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir Grænlandi er 1020 millibara hæð. Skammt austan við Færeyjar er 978 millibara lægð sem hreyfist austur. Önnur lægð er um 1500 km suðvestur af Reykjanesi, vax- andi 970 millibara djúp, sem hreyfist fremur hægt norðaustur. SPÁ: Allhvass eða hvass (7-8 vindstig) austan og snjókoma á sunnanverðu landinu, en hægari austan- og norðaustanátt og él við norðurströndina. Hiti nálægt frostmarki við suðurströndina en annars nokkuð frost um allt land. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Hvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljagangi um allt norðanvert landið en sennilega breytileg átt suðaustanlands með skúrum eða slydduéljum. Þurrt vestanlands. Vægt frost norðvestanlands en 1 til 4 stiga hiti á suðausturlandi. Heiðskírt TÁKN: Ct ▼ a Léttskýjað •á Hálfskýjað c Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r *. r * * * * * * * Snjókoma *J0° Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur |~<^ Þrumuveður r VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hrti veður Akureyri -7 snjóél Reykjavik -7 snjóél Bergen 7 rígning Helsinki 6 hálfskýjað Jan Mayen -12 skýjað Kaupmannah. vantar Narssarssuaq -7 léttskýjað Nuuk -10 heiðsklrt Osló 7 alskýjað Stokkhólmur 7 súld Þórshöfn vantar Algarve 16 skýjað Amsterdam 4 þokumóða Aþena 14 léttskýjað Barcelona vantar Beriln 2 mistur Chicago 2 alskýjað Glasgow 8 skúr Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt -1 hrímþoka Hamborg 2 þokumóða Las Palmas 21 alskýjað London 12 alskýjað LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg -3 hrímþoka Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Miami 23 akýjað Montreal -10 léttskýjað Nice 18 léttskýjað NewYork -4 skýjað Parfs 2 þokumóða Róm 14 þokumóða Vln -2 þokumóða Washington 1 skýjað Winnlpeg -14 þokumóða Morgunblaðið/Einar Falur Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ ræðir við blaða- menn í gær. Getum ekki vikið okk- ur undan viðræðum - segir Þórarinn V. Þórarinsson „Ég get ekki svarað því hvort Dagsbrún er ósammála þeirri stefnu- mörkun sem liggur til grundvallar þessum viðræðum. Hins vegar kemur mér þetta mjög á óvart eftir þær viðræður sem áttu sér stað hér um helgina, því þar hafa menn rætt möguleika á hvemig unnt væri að vinna að þessum launakerfismálum. Af hálfu þeirra Dags- brúnarmanna hefur ekkert komið fram um að þeir væru ósammála þeim aðferðum sem ræddar hafa verið. Við höfum ekki ennþá kom- ist það langt að ræða um ákveðnar tölur eða hlutföll. Við höfum rætt um aðferðir og það hefur ekkert komið fram um það að af- staða fulltrúa Dagsbrúnar í þessum viðræðum væri önnur en afstaða annarra verkalýðsfélaga,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, aðspurður um stöðuna í samningamálunum eftir útgöngu Dagsbrúnar. - Er ekki um að ræða stefnu- breytingu hjá Vinnveitendasam- bandinu að vilja semja, þrátt fyrir það að Dagsbrún sé ekki með? „Við höfum ekki staðið frammi fyrir því fyrr að Dagsbrún væri ekki með. í síðustu viku varð nokk- urt upphlaup hér í húsinu af þessum sömu ástæðum og þá sagði ég að ég teldi það óviturlegt að semja án Dagsbrúnar. Þegar maður stendur hins vegar frammi fyrir þessu sem gerðum hlut, þá er það mitt mat, að vinnuveitendur geti ekki risið undir þeirri ábyrgð að víkja sér undan viðræðum við allan megin- þorra launþegahreyfíngarinnar í landinu, um þau markmið að tryggja bætta afkomu lágtekju- fólks, að tryggja stöðugt verðlag og stöðugan kaupmátt á næsta ári. Með því væri alltof mikil ábyrgð á okkur lögð. Hins vegar er það ljóst að afstaða Dagsbrúnar hlýtur að véikja samstöðu launþegahreyfíng- arinnar," sagði Þórarinn. „Það er alveg Ijóst að ef það eru til hópar og verkalýðsfélög, sem vilja keyra þvert á þá stefnumörkun að tryggja fyrst og fremst hags- muni lágtekjufólksins í þessum samningum, þá er henni stefnt í voða. Eg ætla ekki að dæma um það á þessari stundu, hvort það er slík afstaða sem liggur afstöðu Dagsbrúnar til grundvallar. Hins vegar geta hærra launuðu hópamir í þjóðfélaginu brotið þessa stefnu- mörkun á bak aftur. Þeir hafa gert það fyrr. Við viljum hins vegar ekki trúa þvi að það náist ekki mjög víðtæk samstaða um bætur til hinna lægst launuðu og viljum láta reyna á þáð til þrautar," sagði hann. Þórarinn sagði að tækist ekki að semja fyrir áramót, þá myndi skap- ast mikil óvissa um framvindu efnahagsmála. Vinnuveitendur ótt- uðust að það eitt og sér gæti hrint af stað skriðu verðhækkana og það myndi aftur gera það erfiðara að ná saman kjarasamningum. For- sendur þess að okkur vegnaði vel á næsta ári væru þær, að það yrði vinnufriður og ákveðnar forsendur fyrir verðhækkunum. „Ég leyni því heldur ekki að ef samningar drag- ast mjög á langinn, þá óttast maður að samstaðan bresti meðal laun- þegahreyfíngarinnar og það verði erfítt að ná heildarsamningum byggðum á þeim markmiðum sem ég hef nefnt hér á undan," sagði Þórarinn að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.