Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 OPIÐ BRÉF til Helga J. Halldórssonar - frá Sveini Guðmundssyni Kæri málfarsfrömuður! Ef við erum á réttri bylgjulengd með tæknitólin tiltæk, gerast und- ur. A bylgjulengd Gufuradíósins var ég kvöld eitt, er þú last bréf félaga míns og forstjóra, Bergs Jónssonar, þá er hann lýsti á vegum orðanefnd- ar okkar rafmagnsverkfræðinga eftir íslenzku orði í staðinn fyrir radíó. Gott var að Bergur skyldi ekki tjá mér þetta í vinnunni, því að þetta vakti upp miklar sveiflur í heilabúi gamals vakhuga. Sendi ég þér samdægurs skeyti með fullyrð- ingu um að við ættum íslenzkt orð fyrir radíó. Ár er liðið síðan þetta gerðist. Þetta var rétt fyrir hinn mikla fund menntamálaráðherra í Þjóðleik- húsinu 1. desember 1985. Enn minnist ég áramótaræðu Sveins Björnssonar forseta, er hann hvatti okkur til þess að skrifa bréf. Onnur ráð hafa okkur verið gefin. Gott er að bíða, senda bréfm ekki strax, sofa á hlutunum, strika út og endur- bæta. Dró ég því til baka bréf, sem ég hafði sent Morgunblaðinu til birtingar fyrir löngu síðan. Nú er málið orðið enn lengra, en ég er ritstjóm þakklátur, ef þetta sést á prenti, því mér þykir málefnið enn- þá gott. Orðanefndarþáttur Ekki hefur samvinnan við félaga mína verið mér að skapi í þessum efnum. Hefi ég reyndar gagnrýnt störf orðanefndar rafmagnsverk- fræðinga. Ekki vegna þess að þeier vinni ekki gott verk, heldur vegna þess að þeir vinna eins og lokaður klúbbur. Birta menn síðan orðabók um eigin hugmyndir. Beðið hefí ég eftir því að sjá þess getið, að tillaga hefði verið gerð að nýyrði um eitt mesta undur fyrri og síðari tíma. Morgunblaðið verður víst á undan. Einu sinni var ég með stundar- fjórðungs fyrirvara boðaður á fund, sem til komu orðanefndarmenn. Ennfremur varst þú þar, ágæti Helgi J. Halldórsson, sem varst svo snjall að verja þrem málfarsþáttum í útvarpi til þess að kynna orðsmíð- ina mína. Þá voru til málþings komnir þrír aðrir merkir málfars- frömuðir, að mig minnir, svo og ijöldi fulltrúa Pósts og símamála- stofnunar ásamt formanni lands- stjómar Félags farstöðvaeigenda á íslandi. Þrátt fyrir gagnrýni er ég þakklátur fyrir að hafa mega mætt á svo merkri samkomu. Þeir sem hug sinn sögðu hölluðust að því að reyna mætti að venjast orði því, sem hér er til umræðu. Heyra þyrfti það þijátíu sinnum. Ekkert orð annað kom fram, sem nægilega gott væri til þess að tæki því að reyna. Orðanefndarálitið varð þó, eins og flest nefndarálit, útþynning ein. Rejmdar hefur mér ekki verið birt álitið. Málið mun hafa verið erfítt, því einum orðanefndarmanna mun hafa látið sér í hug detta nýyrðið rafvarp. Verð ég hér að láta staðar numið um atburði síðasta árs. Skeytið Hér kemur því staðfesting skeyt- isins sem ég gat um áðan og rökstuðningur. Ég vil vekja til vitunar orðið vak. Til er þetta orð í tungunni. Skrif- að stendur í orðabók Menningar- sjóðs, en hún var gefin út árið 1983, að þar segi frá uppitaki silungs í vatni. 011 vitum við, sem ofan vatns á horfum, hvað gerist. Gárur koma á lygnt vatnið, annað sjáum við ekki. Bylgjur breiðast síðan í yfirborðinu á reglulegan hátt út frá vökinni. Við sjáum sammiðja hringa, sem alltaf stækka. Hraði útbreiðslu fer eftir eðli vatnsins. Hið sama gerist þegar rafstraumar riða títt um vír, sem settur er upp í loftið. Bylgjur breiðast út í allar áttir á hliðstæðan hátt. Hraðinn er sá sami sem ljós leiftri. Mér fínnst orðið rafvarp ónot- hæft. Ekki veit ég gjörla hvað þessar radíó- og ljósbylgjur eru að mati yngstu eðlisfræðinga. Þó þyk- ist ég vita að þær eru bara að hluta til rafsviðssveiflur. Einu sinni var reynt að skýra útbreiðslu þeirra á milli himinhnatta með því að hugsa sér ljósvaka, sem alls staðar væri. Nýyrði Ekkert er nýtt undir sólinni. Kann því vera, að einhver orð, sem nefna skal, séu til án þess ég viti. Hér koma fáein sýnishom: vak, vekill, vaki, vakeflir, tjávak, hug- vak, vakhugi, vakorka, vakalda, vaktíðni, vakafl, vaktyngill, tjá- vakstyngill, vaktjáning, vaksýn, tjámi, leiðarvaki, boðvaki, fjarvak, nærvak, vakból, bólvak, viði, vak- viði, innvaki, útvaki, almannavak, varpvaki, vakverpir, farvak, bflvak, rúvak . . . Sögnina að vaka lét ég mér ekki detta í hug, sem prófessor Sæmundi á ofangreindum stór- fundi, enda þótt hann segði með góðlátlegu glotti. Gott væri en ekki nauðsynlegt að eiga sagnorð um allar þessar athafnir og betra þætti mér að segja; ég vaka heim frá Sprengisandi en segjast kalla þig upp í bílsímaradíóinu, þegar þangað kemur. Sýn Nú verð ég að hætta, því venju- legir menn munu hættir að skilja. Vil ég því játa að ég hef stolið einu ágætu orði, vaki. Vona ég þjóðin umberi það, en taki það til sín aftur og setji í stórt verk. Orðið er lítið notað nú. Þó sagði Jónas: Klógulir emir yfir veiði hlakka, því fiskar vaka þar í öllum ám ... Nú, þetta er víst sagnorð, það að vaka. Geym- ist orðið vel í Gunnarshólma. Þarf því þjóðskáldið ekki að kvarta í lofti birkiþrasta sveims, þá er við tækj- um til máls nafnorðið vak í stað radíó. Eigi kann ég að greina uppruna orðsins. Vaka er að skynja hið smáa og vekja upp í vitundinni. Þegar silungurinn er kominn til síns heima í vatninu verður tóm í yfír- borðinu, vakuum. Vök myndast, líkt og gerðist í örófí alda, er hin stóra svarta hola varð til, þá guð hvarf til síns heima. Enn þann dag í dag nemum við ljós- og vakorku þessar- ar vakningar, þótt fjarlægjumst við uppmnann. Fömm þá vel, en minn- umst uppmnans. Eins og segir í orðabók Menning- arsjóðs, þá er vak uppitak silungs í vatni. Silungurinn er þar sveiflu- vaki, eins konar vaksendir vatnsins. Ekkert radíó er til án sveifluvaka Sveinn Guðmundsson í einhverri mynd. Er því þá þegar komin hliðstæða milli tækni og náttúm. Hvemig má öðmvísi vera, báðar em af sama meiði, sem ofan segir. Tæknin er vanburða verk okkar mannanna. Vatnið náttúr- unnar er sem ljósvaki fyrri tíma hugmynda um burð rafsegulmagns- bylgna. Annars skýt ég því inn hér, að mig langar til þess að heyra menn kalla radíósendi vekil. Að lítt hugsuðu máli mætti kalla móttak- arann viða. Þá prentuðum við fjóra stafí fyrir þá fjórtán, sem em í orð- inu útvarpsviðtæki. Sextán em í útvarpsmóttakari. Það sem við sjáum á hinu nátt- úrulega vaki á lygnu vatni hefur verið notað til þess að gera okkur mönnum kleift að skilja undur nátt- úmnnar. Eins og Niels Bohr skýrði atómið með heimsmjmd, þá skilja menn við veiðivatn, að radíóið geisl- ar út frá lind. Sést þetta oft á blöðum alþýðlegra fræðibóka. Tjávaksþáttur Hálfgert basl hefur verið að fá hljómgmnn undir íslenzkt orð, sem lýsir hugtakinu communications eða communicatio. Talað er um tjá- skipti. Tjáma mætti kalla þá menn tjáningar, sem em meiri en meðal- menn í hlustun og tali, communicat- ors. I eðli sínu ganga vakviðskipti í tvær áttir, milli stöðva. Þó er eigi ávallt svo. Til er tjávaksvarp, út- varp, þar sem menn varpa frá sér tjáningu án þess að taka á móti viðbrögðum, eins og þegar lesnar em áminningar hinna mörgu gjald- heimtna. Vaksviðið er vítt. Ég sting upp á því að nota orðið tjávak um það, sem á ensku heitir radio comm- unications. Gervihnöttur er leiðin- legt orð; Stærðin er nær knetti en hnetti. í staðinn fyrir að tala um fjarskiptagervihnetti og radio communications satellites og þeirra loftnet, eigum við þess hér með kost á að segja sem svo: Útvaki vestlægs tjávakstyngils yfír ellefta baug geislar vakorku jaftit í allar áttir. Afl til vaka er 200 wött, en nýjasta vaktækni gerir vakvirkjum kleift að smíða aflvekla, sem magna svo sveiflur á vaktíðnisviðinu milli 11 og 12 gígahertza. Innvaki er með keilusniði. Já, orðið loftnet hefur mér á síðari ámm stundum þótt heldur hallærislegt. Nú orðið em þetta sjaldnast víravirki eða net. Vaki viðvömnarbúnaðar, sem minnir ökumenn á eftirlit með hraðatak- mörkunum, gæti verið 5 sinnum 10 millimetra gat á framparti blikk- belju. Stefnuvirkni í mótátt með tífaldri stækkun vakasops, þ.e. vak- flatar, fengist, ef stungið væri 100 millimetra löngum plaststubb í gat- ið. Já, umbreyting frá raforku til geislavirkni er ekki alltaf há í loft- inu. Tæknin við að vekja rafsegul- magnsbylgjur með rafstraumum er mér mjög kær. Má orðið loftnet því lengi lifa og lýsa svona mannvirkj- um þegar við á. Hins vegar vantar íslenzk orð, sem lýsa hinum ýmsu tegundum loftneta, vakneta öðru orði. Ekkert gerir því til, þótt við köllum stengur, greiður, hom, göt og plastbúta nýju nafni, almenns eðlis. Kennið þið áhugamenn jaka- vaka, tvítinda, þrítinda? Já, en vissulega segja sumir, að fervaki sé betri en slíkir stangvakar. Þó má á móti því færa, að auðveldara sé með tilliti til loftviðnáms að gera hópvaka og vakastæður með þröng- um vakgeisla, á þann hátt að halda sér nær vakspanstækninni. Venju- legj; fólk hefur tileinkað sér þessa tækni, því við sjáum þessi ósköp á reykháfum flestra húsa nútímans. Þennan flokk beinivaka mætti kalla beinvaka. Allir kannast jú við, vilji þeir viðmiðun hafa, beinagrind bijóstkassanna. Náttúran er söm við sig. Auk þess legg ég til, að log-periodic-vaknetin verði kölluð veldisvakar. Vaki skal bamið heita. Vakhugar Lesandi góður. Ég vona, að megi þetta minnsta kosti teljast hug- vekja. Vakhuginn hendir gamni af hugðarefninu og brosir dálítið að sjálfum sér. Nú, hvað er vakhugi? Hingað til hefur verið talað um radíóamatöra, áhugamenn um radíó. Báðir liðir orðsins fara í fínu taugamar okkar innanlands, þótt vel fari í fjarvaki, DX. Nærvak á rétt á sér, held ég því áfram. Sumir okkar áhugamannanna eru hreinir tæknivakhugar, smíða vakbúnað og láta gagnavaksend- ingu frá tölvunni sinni fara um endurvakstyngil tii annarra landa. Þetta þykir sumum ekta hugvak (true amateur radio). Aðrir em tjá- vakhugar, sitja við tækin, tala og tala. Farstöðvamenn, sem nefna mætti vakheija, em flestir hreinir tjávakhugar, hafa takmarkað vit á vaktækni. Þó hafa þeir tekið vak- veiruna eins og aðrir vakhugar. Þeir kaupa sér bílvak eða handvak, — þessi tvö síðustu em farvök. Vin- ur minn 1227 býr að Bólstað á Bakkanum. Þar er hans vakból, í sinni heimastöð, bólvakinu. Vona ég að hann fyrirgefí mér tilvitnun. Svo og vona ég, að flestir þeirra tíuþúsund manna eða svo, hveijir em í almannavaki, öðm nafni síbí radíó, leggi á sig að lesa þetta. Ræði þeir síðan málið vel á bylgj- unni, vaköldunni. Bráðum fá menn vonandi leyfí til örvaks. Þá tmflar ekki ijarvakið, DX-ið. Samsett orð Eins og að ofan má sjá getur maður áreynslulaust rausað út úr sér samsettum orðum um þessa tækni. Eigum við að máta fáein enn? Vakviti er á ensku radio bea- con. Boðvaka mætti þó kalla þá senda, sem sjálfvirkir em og gefa merki til þess að kanna útbreiðslu vaksendinga. Önnur afbrigði mætti hugsa sér, til dæmis mætti stinga upp á orðinu leiðarvaki fyrir stærri kerfí en einfaldur vakviti er og enskumælandi nefna radio naviga- tional aids. Vakómur er bergmál ratsjárinnar. Freistandi er að láta gamminn geisa, enda þótt ritstjóm kunni lítt líka. Menn skulu skilja, að þetta er stórmál. Ef nauðsynlegt er, verður bara að myndskreyta og Vakastæða. - Öflugur beinvaki með þrem fimm teina beinvökum BORNIN VEUA pkiumobl! TOmSTUnDflHUSID HF Lcugouegi IM-Reykjouil: * 21901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.