Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Sagnaskemmtun Békmenntir Erlendur Jónsson Þorsteinn Thorarensen: Skúla- mál. 160 bls. Vasa-Útgáfan. Reykjavík 1986. Þorsteinn Thorarensen segir um bók þessa í formála að hún sé »end- urprentun á hluta af bók minni Eldur í æðum, sem út kom fyrir nær tveimur áratugum. Tilgangur- inn með þessari endurútgáfu er að gera upplýsingar um Skúlamálin aðgengilegar öllum almenningi, ein- mitt nú þegar Þjóðleikhúsið ætlar að fara að sýna leikrit Ragnars Amalds „Uppreisnina á ísafirði", en hann hefur sagt mér og þakkað mér fyrir, að bók mín „Eldurinn" hafi orðið sér að góðu gagni við samningu leikritsins.« Eldur í æðum, sem Þorsteinn nefnir hér, er hiuti ritraðar sem Þorsteinn sendi frá sér, fimm stór bindi, ef ég man rétt. í þessu mikla riti lagði Þorsteinn undir smásjá menn og mannlíf á nítjándu öld, og þó einkum seinni hluta þeirrar aldar. Þorsteinn var blaðamaður áður en hann sneri sér að sagnfræðinni. En eftir sem áður hélt hann áfram að vera blaðamaður — í vissum skilningi. Hann leitaðist við að skrifa um hina liðnu atburði úr sams konar nálægð og blaðamaður skrif- ar um markverð tíðindi samtímans. Þar með varð til blaðamannasagn- fræði svokölluð sem síðan hefur orðið fyrirferðarmikil bókmennta- grein. Ekki er ég frá því að virðulegir fræðimenn hafí í fyrstunni litið svona ritun homauga. Sagnaritari átti að vera dulur og fáorður. Hann varð að forðast hvers konar geðlæg hugtök og rithátt. En hann mátti vera leiðinlegur ef honum sýndist. Það þótti traustvekjandi ef sagt var um sagnfræðing að hann væri »þurr« aflestrar. Eldur í æðum er bráðskemmtileg bók, og að mínum dómi mun skemmtilegri en leikritið sem er þó hreint ekki svo fráleitt. Það er eins og Þorsteini takist að kveikja á ný þann eld sem kynti undir atburðum liðna tímans. Hitt hygg ég sé þó eftirtektarverðast hve honum tekst að leggja dóm á menn og málefni án þess að gerast hlutdrægur. A sínum tíma blandaðist fáum hugur um að Skúlamálið væri pólitískt. En lítt tjóir að rifja það upp nú nema höfð sé hliðsjón af öllum þáttum málsins. Skúli var ekki aðeins yfírvald. Hann var líka stjómmálamaður og blaðamaður. Hann hafði varpað skeytum sem undan sveið. Þama var því ekki verið að ráðast að neinum lítil- magna. »Hinn ungi framgjami rannsókn- ardómari leit ekki á sig fyrst og fremst sem óhlutdrægan dómara, heldur pólitískan erindreka lands- höfðingja,« segir Þorsteinn. Gangur málsins er rakinn hér lið fyrir lið. Auðvitað var hægt að fínna veilur í embættisstörfum Skúla. Slíkt er jafnan auðvelt ef eftir er leitað. Rannsóknardómarinn, Láms H. Bjamason, hafði því betur í fyrstu lotu. Honum tókst að bregða fæti fyrir sýslumann. En Lárus fékk brátt að kenna á því að hann var ekki að glíma við rétt og slétt yfír- vald heldur þjóðhetju nánast. Mánuðir líða. Og deilan harðnar. Þorsteinn segir svo frá: »Atferli Lárasar í desember- mánuði var orðið svo ofsafengið og framkoma hans oft á tíðum svo hatursfull, að öllum almenningi vestra þótti það nú opinbert orðið, að allur þessi mikli málarekstur væri einn ofsóknarvefur. Var þorri fólks hættur að taka nokkurt mark Þorsteinn Thorarensen lengur á sakargiftunum á hendur Skúla, og hefur sú skoðun löngum síðan haldist við lýði, að Skúli hafí verið með öllu saklaus, og ekki hafí verið hjá honum um nein Békmenntir Jenna Jónsdóttir Bo Green Jensen Sumardansinn Hildur Finnsdóttir þýddi Iðunn Reykjavík 1986. Þrír unglingar, fómardýr rótleys- is og vanhæfni uppalenda í flóknu samfélagi stórborgarinnar. Sögumaður er Jakob 16 ára, kallaður Jaki. Vinur ogjafnaldri frá bemsku er Mortens — Spóaleggur. 17 ára menntaskólanemi, Usa, er ást Jaka. Kaupmannahöfn er heimastaður þeirra. Foreldrar Jaka skildu þegar hann var 10 ára. Hann býr hjá móður sinni, sívinnandi, léttlyndri konu. Það fer vel á með þeim, ekki síst þegar hún sýnir honum þá tillits- semi að eiga ástarævintýri sín utan heimilis þeirra. Jaki kærir sig ekki um marga „feður". Spóaleggur er lítill fyrir sér og þvingaður af ósamlyndi vonlausra foreldra sem búa þó saman og reyna að sýnast fyrir ókunnugum. Þeir vinir eyða tímanum saman að loknum vorprófum. Leita sér atvinnu eftir auglýsingum. Sækja bíó og spennandi stað, Draugadal- inn, sem er aðal diskóið í hverfínu. Þar sem engin lög gilda og engin fortíð er til. Þar sem stúlkur verða englar sem dansa út úr myrkrinu í glitklæðum. Þar er hlegið, drakk- ið og dansað — og þar er hægt að ná sér í stelpur. Þar hittir Jaki ein- mitt Lísu í fyrsta sinn. Brosandi, ástleitna skólastelpu sem hatar peninga, af því að hún á nóg af þeim. Faðir hennar er sölustjóri hjá stóra fyrirtæki og ferðast mikið. Á meðan er „Hinn“ á heimilinu. Lísa hatar móður sína og „Hinn“. Jaka tekst að raða saman brotum úr fjölskyldulífí þeirra. Brotin setur hann saman nóttina sem hann vaknar við það að Lísa er að gráta. Á heimili peninga og allsnægta era einnig stórar sprangur í fjölskyld- ulífíð. Honum verður ljóst að for- eldrar þeirra allra hafa búið sér fjölskyldulíf sem er fullt af angist, sárum og svikum. Líf sem er „einkahelvíti" fjölskyldunnar þegar skyggnst er gegnum sprungumar. Jaki er í eðli sínu hreinskiptinn og íhugull. Hann þráir gagnkvæmt, ástríkt samband við aðra persónu. Hann fínnur það þróast í kynnum sínum við Lísu. Áður höfðu klám- fengin skyndikynni við stelpur valdið honum óróa og honum orðið flökurgjamt. Lísa er því unaðsleg í augum Jaka. Vinátta hans og Spóaleggs er falslaus og Jaka mik- ils virði. Sameiginlegur reynsluheimur þeirra þriggja verður víðáttumeiri mistök eða vanrækslu í embætti að ræða.« Hvemig mátti annað eins og þetta gerast í miðri sjálfstæðis- baráttunni? Stefndu ekki allir að frelsi og fullveldi eða hvað? Sannarlega. En sjálfstæðisbar- áttan var meira en stjómmál. Hún var líka tilfinningamál sem risti djúpt. Skúli sýslumaður og Magnús landshöfðingi vora báðir konung- legir embættismenn. Landshöfðingi var einnig maður þjóðhollur — á sinn hátt. En hann vildi ekki fara svo geyst eins og ofurhuginn á ísafírði. Þess vegna hlaut þessum tveim mönnum að lenda saman svo harkalega sem raun bar vitni í þessu viðkvæma máli málanna. Bók þessi er gefín út sem kilja, létt og handhæg og miðuð við að unnt sé að renna henni í vasann ef svo ber undir. Myndir era úr leik Þjóðleikhússins, enda gefín út með beinni hliðsjón af leikriti Ragnars Amalds og uppriíjun þeirri sem sýning þess hefur haft í för með sér. af því að hann er byggður úr ólíkum lífskjöram. Þau ráðgera að fara þijú saman í ferðalag. Ekkert þeirra hefur at- vinnu nema hvað Jaki er um tíma hjá Olsen málarameistara, sem er hrottafenginn í framkomu og Jaki því feginn að hætta vinnu hjá hon- um. Ferðalagið verður að veraleika. Lása leggur til peninga handa þeim öllum og tjald, sem líkist litlum sumarbústað. Jaki er alsæll með Lísu og Spóalegg, þar til eina nótt- ina, að allt hiynur til granna. LSsa veitir Spóalegg sömu blíðu og Jaka. Tilfínningalegar vítiskvalir Jaka eiga sér engin takmörk. Yfír þær færist andlegur doði þegar Lísa útskýrir fyrir honum að ástin sé ekki einföld. Hún vaxi þegar henni sé skipt í parta. „Reyndu að and- skotast til að koma því inn í hausinn á þér að við getum átt hana sam- an. Öll þijú.“ Jaki samþykkir og þjarmar að sínum eigin tilfinningum — leiðir þær að ákveðinni niðurstöðu: Hann elskar vinina sína, þau elskast í friði og kærleika, öll þijú. Á tjaldstæðunum hafa þau kynnst alls konar fólki. Langt frá skarkala borgarlífsins sjá þau og komast í snertingu við hin ýmsu tilbrigði bijálaðs samfélags. Dreggjar þess teygja einnig arma sína út í friðsæla náttúrana. Skelfingin dynur yfír rólegt tjald- stæðið kvöld nokkurt þegar hópur af rokkuram, Dark Angels, frá Kaupmannahöfn þeysir þangað á gljáandi Silver Bird-hjólum sínum. Mannvonska og hryllingur fylgja þessum hóp — fimmtán körlum og fimm stúlkum. Fimm þöglir englar ryðja fjölskyldum brott meðan hinir koma sér fyrir efst á tjaldsvæðinu. Ölæði, hnífaköst og kerfísbundin samfarasepa foringjans og stúlk- unnar hans fara fram inn í hálfhring hinna í hópnum. Vinimir þrír átta sig ekki strax. Þegar foringinn krefst þess að fá Lísu verður veröld þeirra eins og kjamorkuvá ljúkist upp. Spóa- leggur fómar þar lífí sínu fyrir Lísu. Sagan er ekki öll sögð hér. Hún er mjög vel rituð. Persónusköpun og atburðir lifandi. Hugarheimi Jaka er lýst af ná- kvæmni og dýpt sem krefst þess að lesandi fínni hvað höfundur er að segja. Það er hægt að túlka söguefnið á ýmsa vegu og niður- stöður verða samkvæmt því. Ég held að þessi saga sé ekki síst fyr- ir uppalendur og þá sem stjóma því samfélagi sem sögupersónur lifa í. Ég er efins um að hún eigi er- indi við íslenska unglinga, nema þeir skilji grunntón hennar. Þýðing er á góðu máli. Frágang- ur ágætur. ATHYGLISVERÐ BÓK UM DULRÆN MÁLEFNI DRAUMAR OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA Aðalheiöur Tómasdóttir DRAUMAR OG ÆDRl HANDLEIDSLA Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur, eiginkonu sinnar. Helgi Vigfússon skrifar formála. mBSSKtSM Dyngja bókaútgáfa, Borgartúni 23 105 Reykjavík, s 91-36638, 91-28177 og 91-30913. Lislamaðurinn Karl Lagerfcld hefur i samvinnu við CHLOK-safnið i Paris hannab þessi gullfallegu matar og kallistcll ..Kalablómið"scm ílulschenrcuther framlciðir úrpostulini af bestu gerð. fö) SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066 Þegar foreldrar gera samlífið að einka- víti fjölskyldunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.