Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 29 Eyfirskur fróðleikur og gamanmál: Bj örgunarstarf -seg’ir Ingólfur Gunnarsson sem safnaði efninu HAFIN er útgáfa bókaflokks sem ber nafnið Eyfirskur fróð- leikur og gamanmál, hjá Bó- kaútgáfunni Skjaldborg. Fyrsta bindið er komið út og nefnist það Kvæði og stökur I. Það er Ingólfur Gunnarsson sem safnað hefur efninu og búið bókina undir prentun. Hann sagði, í sam- tali við Morgublaðið, uppgrip af efni sem þessu í sveitum Eyjafjarð- ar. „En það þarf að vinna úr því og það er mikið verk. Ég hef haft áhuga fyrir vísum nokkuð lengi - kynntist þessu mikið á mínu heim- ili og hef haft mikla ánægju af þessu frá því ég man eftir mér. Skjaldborg bað mig svo að taka það að mér að safna efninu saman og ég beit á agnið," sagði Ingólfur. Hann er fæddur á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi. „Bærinn stóð upp við fjallsrætur. í haust er farið var að tala um fjallalambið fannst mér því eins og ég væri ekta Ij'allalamb!" Ingólfur safnaði öllu efninu í fyrsta bindið á þessu ári. „Ég er orðinn löggiltur letingi - kominn yfir sjötugt og fæ því hvergi vinnu. Það var mér því mjög kærkomið að fá tækifæri til að safna þessu." Ingólfur segir ljóð verða meginuppi- stöðuna í bókaflokknum í upphafi en síðar meir sé ætlunin að blanda efninu meira. „Þá verður þetta bæði fróðleikur, vísur og jafnvel gamanmál til að krydda það. Ef einhvem langar til að brosa." Ætl- unin er að koma út með minnst eina bók á ári á næstunni. Askrift- um var safnað að fyrsta bindinu Ingólfur með bókina. og hafa þegar á 5. hundrað manns pantað bókina. í þessu fyrsta bindi eru birtar vísur eftir 14 höfunda sem allir eru þekktir fyrir skáldskap. „En þegar maður ferað grúska kemst maður að því að margir hagyrðingar eru og hafa verið til sem fáir höfðu hugmynd um. Það hefur aldrei fyrr komið út bók sem þessi um Eyfírð- inga. Það er því miður margt glatað sem til var og þetta hefði eflaust glatast líka ef því hefði ekki verið komið á prent. Þetta er því björgun- arstarfsemi sem ég er að vinna," sagði Ingólfur. Hann vildi að end- ingu koma á framfæri þakklæti til allra sem greitt hafa götu hans vegna söfnunar efnisins og dreif- ingu bókarinnar. Fjórða bindi af „Göngur og réttir“ FJÓRÐA BINDI ritsafnsins Göngur og réttir er komið út hjá Skjaldborg hf., Akureyri. Bókaútgáfan Norðri gaf ritsafn þetta út á árunum 1948—1953 og safnaði Bragi Sigur- jónsson efninu og bjó til prentunar og árið 1983 hóf Skjaldborg endur- útgáfu ritsafnsins í umsjá Braga. í fréttatilkynningu frá Skjaldborg segir að Bragi raði efninu upp á ný, greini frá breytingum á gangn- atilhögun á helstu gangnaslóðum og bæti ýmsu efni við, sem aflast hefir. í þessu íjórða bindi Gangna og rétta segir af göngum og réttum í Skagaíjarðarsýslu, Eyjafjarðar- sýslu, og Suður-Þingeyjarsýslu að Mývatnssveit og Aðaldal. Þá er formáli um fráfærur og ýmsar frá- fæmavenjur, og í bókarauka eru frásagnir af ýmsum eftirminnileg- um leitum síðari ára, þar á meðal snjógöngunum 1963 á Eyvindar- Bragi Siguijónsson. staðaheiði. Kápumynd er frá Lokastaðarétt við Þverá í Háls- hreppi, tekin af Friðriku Jónsdóttur. Samtalsbók eftir Þorstein Matthíasson Í ANNRÍKI fábreyttra daga heitir bók, sem Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út og er Þorsteinn Matt- híasson, kennari höfundur hennar. í bókinni em viðtalsþættir við fólk, en suma þættina hefur Þorsteinn áður flutt í útvarp. Þeir sem Þorsteinn talar við í þessari bók eru: Agúst Lárusson, Eggert Kristmundsson, Guðfinna Guðjónsdóttir, Guðjón Magnússon, Helga Veturliðadóttir, Herdís Jóns- dóttir, Jón Andrésson, Jón Bjark- lind, Rafn Bjamason, Steinunn Guðmundsdóttir, Svanlaug Daníels- dóttir, Valgerður Skarphéðinsdótt- ir, Viggó Jhannesson, Þórdís Torfadóttir og Þórhildur Þorsteins- dóttir. Þorsteinn Matthíasson. [átján komma núll þrjú prósent] Hámarksársávöxtun á Kjörbók er 18,03%. Að auki er verðtryggingarákvæði sem tryggir Kjörbókareigendum hagstæöustu kjör, hvaö svo sem verðbólgunni líður. Nafnvextir eru frá fyrsta degi 17,1% og leggjast vió höfuðstól tvisvar á ári. Þrátt fyrir þessa yfirburða ávöxtun er Kjörbókin algjörlega óbundin. Þess vegna er hún langvinsælasta innlánsform okkar. Mundu að þú þarft ekki að sætta þig við lægri ávöxtun og þú færð verðtryggingarákvæðið að auki. Notaðu Kjörbók. Landsbanki íslands Banki ailra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.