Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 17 Opið bréf til Signrdórs Signrdórssonar (S.dórs) frá Ragnari Kjartanssyni Fréttir í íjölmiðlum föstudaginn 28. nóvember sl. tóku á sig mjög sérkennilega mynd, þar sem endur- tekið var talað um lygar frétta- manns og/eða skemmdarverka- manna að baki honum og blandaðist allt þetta mál með „dramatískum" hætti inn í samningaviðræður ASI og VSÍ og prófkjörsslag í stjóm- málaflokki. Sigurdóri Sigurdórssyni, blaðamanni og/eða heimiidar- manni/mönnum var borið á brýn að hafa logið. — í fréttatíma sjón- varpsins var þetta margítrekað og máttu menn vart vatni halda hver um annan þveran. Af þessu tilefni leyfi ég mér að rita þér, Sigurdór Sigurdórsson, opið bréf með hvatningu um að þú tjáir þig opinberlega um annað efni en ámóta, sem tengist umfjöllun um Hafskipsmálið og m.a. skrifum þínum hjá Þjóðviljanum sl. vor. í nýútkominni bók Helga Magnússonar, fyrrv. endurskoð- anda, „Hafskip — gjörningar og gæsluvarðhald“, segir svo á bls. 43 og 44: „Þann 28. maí birti Þjóðviljinn forsíðufrétt undir fyrirsögninni: „Endurskoðandi neitar." Síðan kemur undirfyrirsögn þannig: „Þjóðviljinn hefur fyrir því heimild- ir að Helgi Magnússon, endurskoð- andi Hafskips, neiti við yfirheyrslur að hafa undirritað suma reikninga sem nafn hans er skráð undir ...“ Þá segir m.a. orðrétt í þessari for- síðufrétt Sigurdórs Sigurdórssonar í Þjóðviljanum: „Rannsókn Hafskipsmálsins hjá rannsóknarlögreglunni miðar vel að sögn rannsóknarlögreglustjóra. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að Helgi Magnússon, endurskoð- andi Hafskips, neiti við yfirheyrslur að hafa undirritað suma þá reikn- inga sem notaðir voru til að sýna fram á styrka stöðu Hafskips hf. á sinni tíð, en nafn hans er undir reikningunum. Þá hefur Þjóðviljinn líka fyrir því heimildir að þeir Björgólfur Guð- mundsson forstjóri og Ragnar Kjartansson stjómarformaður séu byrjaðir að játa við yfírheyrslur. Það fylgdi sögunni að þeir hefðu fallið saman, eins og það er kallað hjá lögreglunni, þegar játningar fara að streyma. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri sagði að hann gæti ekki tekið undir þetta orðalag, það væri ofsagt að játningar lægju fyrir. Hann sagðist aftur á móti neita að svara því hvort Helgi Magnússon endurskoðandi héldi því fram við yfirheyrslur að hann hefði ekki skrifað nafn sitt undir ákveðna reikninga ...“ Ekki hef ég neinar upplýsingar um að Hallvarður Einvarðsson hafi borið þessa forsíðufrétt Þjóðviljans til baka. Eftirfarandi er athyglisvert í þessum hluta fréttarinnar: 1. Endurskoðandi Hafskips neitar að kannast við undirskrift sína á sumum reikningsskilum fé- lagsins þar sem nafn hans var undir. Með öðrum orðum: Ein- hver átti að hafa falsað nafn endurskoðandans og það oftar en einu sinni. 2. Ragnar og Björgólfur áttu að hafa brotnað saman við yfír- heyrslur þannig að j'átningar streymdu frá þeim.“ 3. Hallvarður „gat ekki tekið undir þetta orðalag" varðandi Játn- ingar“ Ragnars og Björgólfs og hann neitaði að svara því hvort endurskoðandinn teldi nafn sitt falsað. Allt verður þetta þó margfalt athyglisverðara þegar litið er á það í ljósi staðreyndanna. 1. Það hefur aldrei komið til álita að nafn mitt hafi verið falsað undir reikningsskil Hafskips eða annað. Rannsóknarlögreglan vék aldrei að þessu einu orði í yfirheyrslum yfir mér eða sam- tölum enda engin efni til þess. Þessar „heimildir" Sigurdórs á Þjóðviljanum hafa því verið býsna ómerkilegar. „Fréttin" birtist 28. maí á 9. degi dvalar minnar í Síðumúlafangelsinu og þá var varla byrjað að yfirheyra mig. — Ég hafði vérið yfir- heyrður einu sinni i 2—3 tíma eftir að einangrunin hófst og þá var ekki minnst á reikn- ingsskil. 2. Sagt var að Ragnar og Björgólf- ur hefðu brotnað og játningar væru teknar að streyma frá þeim. Þetta er athyglisvert, einkum í ljósi þess að það var ekki byijað að yfirheyra þá á þessum tíma. Það var ekki talað við þá fyrr en mánudaginn 2. júní, þ.e. á 14. degi gæsluvarð- haldsins. Þeir voru „frystir" sem kallað er i þennan tíma. Það var liður í taugastríðinu. En for- síðu„frétt“ Þjóðviljans birtist 4 dögum áður en farið var að yfirheyra þá. Samt „streymdu" frá þeim játning- ar! 3. Ég tel þátt rannsóknarlögreglu- stjórans í þessum fréttaflutningi mjög ámælisverðan og mikið umhugsunarefni. í ljósi þeirra staðreynda sem ég hef nefnt hér að framan vekur það furðu að Hallvarður skyldi leyfa sér að gefa getgátum blaðamannsins byr undir báða vængi með því Ragnar Kjartansson „Um leið og ég rita þér þetta bréf vil ég taka fram að ég hefi með eðlilegum fyrirvara, allt aðra skoðun á skrif- um þínum en t.d. tiitek- inna starfsmanna Helgarpóstsins, þar sem lygin þykir fyrir- gefanleg, rangtúlkunin er talin göfug og til- gangurinn heigar meðalið.“ að „geta ekki tekið undir þetta orðalag — það væri ofsagt að játningar lægju fyrir." Og auk þess neitaði hann að ræða hvort endurskoðandinn héldi því fram að nafn hans hefði verið falsað. Með þessu tali um „orðalag" gaf hann í skyn að þetta væri rétt — einungis spuming um áhersl- ur! Spumingunni um meinta fölsun undirskrifta gaf hann dularfullan og spennandi blæ með því að neita að ræða hana í stað þess að bera hugrenningar blaðamannsins til baka sem mgl. Hvað fær embættismann á borð við rannsóknarlögreglustjóra til að haga sér svona? Kann ein- hver svör við því?“ Tilvitnun lýkur. í bók sinni fjallar Helgi Magnús- son einnig um forsíðufrétt S.dórs í Þjóðviljanum 23. maí sl. þar sem sagði m.a. í fyrirsögn: „Auðgunar- Hafskipsmálið Hundrnð miljóna “flfísuiiffleiriverii^teknirtUyfirheyrslu. Rannsóknin nœrafturtilársins 1980 . ..:a i,;AA„,iinnn að í bessu til um bað, slik mál fengju þ.ng- brot fopaðaman„a felagb nnsókn á meintum auSgun rbrotum o.H. forráóamanna kips hf. hcldur áfram af um krafti M4 isóknarlögrcglu rikisins og ur stór hópur manna að ii. Hallvarður Einvarðsson ts'óknarlögreglustjéri sagði í að henni miðaði vel miðað hve umfangsmikil rannsóknin lallvarður var spurður um hve sú upphæð væri. sem meint igunarbrot forráðamann Haf- vs snérist um. Hann vildi ekki a tölu, en sagðist taka undir ríkissaksóknara sem sagði ■ Þjóðviljinn 23. maí 1986 viðtali við Þjóðviljann að í þes_su máli væri bara um háar upphæðir að ræða. Hann var þá spurður hvort upphæðirnar lékju á hundr- uðum miljóna og svaraði hann því játandi. Rannsóknin í Hafskipsmáhnu nær aftur til ársins 1980. Hallvarður var spurður hvort fleiri en sjömenningarnir yrðu teknir lil yfirhcyrslu og sagðist hann telja það víst. Hann var þa spurður hvort hann teldi að svipta þyrfti einhvern þinghelgi vegna rannsóknar þessa máls og sagði Hallvarður þá að það væri ekki í sínum verkahringaðsegja til um það, slík mál fengju þing- lcga meðferð ef til þeirra kæmi. Fyrir utan Hafskipsmálið f heild sinni eru meint auðgunar- brot forráðamanna félagsins stærsta fjárglæframál sem upp hafa komið hér á landi til þessa. -S.dór brot sem forráðamenn Hafskips hf. eru grunaðir um nema hundr- uðum milljóna króna“ og er heimildarmanns getið sem Hall- varðs Einvarðssonar, þáverandi rannsóknarlögreglustjóra. Nú á síðustu vikum hefi ég reyndar heyrt ávæning af því að Hallvarður telji að S.dór haifi ekki haft rétt eftir honum, sem ég gef að vísu lítið fyrir meðan hann dreg- ur ekki ummæli sín til baka opin- berlega. En þá er til að taka að skyndilega virtist rifjast upp fyrir vissum embættismönnum eitthvað sem þeir kalla nú þagnarskyldu. Til hennar var hins vegar ekki grip- ið fyrr en skjálftinn var úr þeim og ljóst að Hafskipsmálið hafði í rannsókn hlaupið saman, „sem flík í þvotti". Um leið og ég rita þér þetta bréf vil ég taka fram að ég hefí með eðlilegum fyrirvara allt aðra skoðun á skrifum þínum en t.d. tiltekinna starfsmanna Helgarpóstsins, þar sem lygin þykir fyrirgefanleg, rang- túlkunin er talin göfug og tilgang- urinn helgar meðalið. Mér er t.d. minnisstætt símtal sem ég átti við þig 19. desember 1984, þegar þú hafðir skrifað rétta frétt eftir mér daginn áður í Þjóð- viljanum undir 5 dálka fyrirsögn á útsíðu: Róum nú lífróður, þar sem fjallað var málefnalega um rekstr- arerfiðleika Hafskips ári fyrir gjaldþrot. Ég sá í undrun minni ástæðu til að grípa síma og þakka þér — ég átti satt að segja ekki von á slíkri umfjöllun í Þjóðviljanum. Verð ég þér ævinlega þakklátur fyrir þetta viðtal, því að það er tek- ið á sama tíma og rannsóknarsnill- ingar hafa reynt að „sanna“ að ég hafí setið að svikráðum við vini og samstarfsaðila með því að fela rekstrarerfíðleika félagsins einmitt um sömu mundir og ég sá ástæðu til að opinbera þá m.a. í viðtalinu við þig. Engu að síður er mér kunnugt um að báðar fréttimar, sem mynd- ir eru birtar af hér á síðunni, og þú skrifaðir, eru efnislega rangar og eru þær langt frá því að vera einsdæmi slíkra skrifa á þessum tíma. Báðar þessar fréttir munu hafa vakið mikla athygli og mun önnur þeirra í það minnsta, eiga þátt í að tryggja aðilum ævilangan þjófn- aðarstimpil. Ég hvet þig, Sigurdór, af öllum þeim heiðarleik sem þú átt til að bera, að upplýsa með hvaða hætti fréttir af Hafskipsmálinu urðu til um þessar mundir. Hafskipsmálið Endur- skoðandi neitar Pjóðviljinn hefurfyrir því heimildir að Helgi Magnússon endurskoðandi Hafskips neiti við yfirheyrslur að hafa undirritað suma reikninga sem nafn hans erskráð undir. Játningar að byrja að koma. Einum sexmenninganna hefur verið sleppt úr varðhaldi. Hann mun hafa reynst rannsóknarlögreglunni mjög hjálplegur Rannsókn Hafskipsmálsins hjá rannsóknarlögreglunni miðar vel að sögn rannsóknarlögreglu- stjóra. Þjóðviljinn hefur fyrir því heimildir að Helgi Magnússon endurskoðandi Hafskips h.f. neiti við yfirheyrslur að hafa undirrit- að suma þá reikninga sem notaðir voru til að sýna fram á styrka stöðu Hafskips h.f. á sinni tíð, en nafn hans er undir reikningun- um. Þá hefur Þjóðviljinn líka fyrir því heimildir að þeir Björgóífur Guðmundsson forstjóri og Ragn- ar Kjartansson stjórnarformaður séu byrjaðir að játa við yfir- heyrslur. Það fylgdi sögunni að þeir hefðu fallið saman eins og það er kallað hjá lögreglunni, þegar játningar fara að streyma. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri sagði að hann gæti ekki tekið undir þetta orðalag, það væri ofsagt að játn- ingar lægju fyrir. Hann sagðist aftur á móti neita að svara því hvort Helgi Magnússon endur- skoðandi héldi því fram við yfir- hevrslur að hann hefði skrifað Þjóðviljinn 28. maí 1986 Ekki eiga blaðamenn að vera skjöldur og sverð „heimildar- manna“ sem misnota þá og stétt þeirra. Vart er allt leyfilegt fyrir kosningar eða þegar mikið ligg- ur við að koma höggi á meinta andstæðinga — eða er réttlætið sem gólftuska og réttarfarið pólitiskt? Með því að þú og starfsbræður þínir opinberið þá sem reyna að misnota ykkur er islenskri blaða- mennsku unnið varanlegt gagn. Með kveðju. Höfundur er fyrrverandi stjónmr- formaður Hafskips hf. Bók eftir Marinó L. Stefánsson Skjaldborg hf. á Akureyri hefur gefíð út bókina Dísa í Dunhaga, sem er fjórða bók Marinós L. Stefáns- sonar, kennara. í fréttatilkynningu frá Skjald- borg segir: „Aðalsöguhetjan í þessari bók Marinós er Þórdís Ól- afsdóttir, sem er fímm ára þegar sagan hefst. Fjölskyldan býr í sveit, og bærinn þeirra heitir Dunhagi. Þegar Dísa er á sjöunda ári lendir fjölskyldan í bílslysi og pabbi henn- ar deyr. Þá verða mikil umskipti í lífí þeirra mæðgna. Dísa litla flytur til Reykjavíkur með mömmu sinni, þar hefst skólaganga hennar og hún kynnist nýjum félögum og lendir í miður góðum félagsskap." — Káputeikningu og myndir gerði Kristinn G. Jóhannsson, list- málari. Marinó L. Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.