Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Lokuðréttar- höldyfir Vanunu Tel Aviv, AP. ÍSRAELSKUR dómstóll hefur hafnað kröfu Mordechai Van- unu um að réttarhöld yfir honum fari fram fyrir opnum dyrum, þegar hann kemur fyrir dóm. Hann er ákærður um að hafa látið brezka blaðinu Times í hendur israelsk kjarnorku- leyndarmál. Blaðaljósmyndurum tókst í gær að ná myndum af Vananu, er hann var fluttur í yfirheyrslu í Jerúsaiem. ísraelsk yfirvöld gættu þess hins vegar vandlega að fréttamenn næðu ekki að komast að Vananu með spumingar til að koma í veg fyrir, að hann ljóstr- aði því upp, með hvaða hætti hann hefði verið fluttur frá Bretlandi til ísrael. Vananu hvarf frá London 30. september sl. Sex vikum síðar eða 9. nóvember sl. tilkynntu ísraels- menn, að hann væri í haldi í fangelsi í ísrael. Hafa sum blöð haldið því fram, að honum hafí verið rænt frá Bretiandi. Mordechai Vananu. Mynd þessi var tekin af honum i gær, er hann var fluttur til yfirheyrslu í Jerúsalem. Jafnaðarmenn unnu sigur í Baskahéruðum Bilbao, Reuter. JAFNAÐARMENN unnu sögulegan sigur í kosningum í Baskahéruðum Spánar um helgina. Búizt er við að stjómarmyndunarviðræður verði langar og strangar. Stjómmálaskýrendur drógu í efa að stöðugleiki væri í vændum í stjóm héraðsins. Jose Maria Benegas, for- sætisráðherraefni jafnaðarmanna í Baskahéruðunum, lýsti því hins vegar yfir í gær að úrslitin mörkuðu þátta- skil í sögu héraðanna og nú hefðu menn byr til að vinna að friði og fram- förum. Hann sagðist hlynntur því að tekið yrði upp náið samstarf við yfir- völd í Madríd. Þannig yrði hægt að vinna að efnahagslegri endurreisn og efla baráttuna gegn starfsemi hryðju- verkasamtaka. Innbyrðis sundrung í flokkum baska og rígur þeirra í millum hefur gert það að verkum að jafnaðar- menn, flokksmenn Felipe Gonzalez, forsætisráðherra, eru leiðandi afl á héraðsþinginu, með 18 sæti af 75. Er það reyndar einu sæti færra en áður. Komi upp sú staða að jafnaðar- menn leiði samsteypustjóm í Baska- héruðunum yrðu það óvænt tíðindi og undantekning. BríÍRsel, AP. GERT er ráð fyrir, að á fundi æðstu manna Evrópubandalags- ins á föstudag, verði tekin til athugunar sameiginleg vega- bréfsáritun fyrir öll aðildarlönd EB gagnvart fólki utan banda- Austurríki: Fijálslyndir beijast gegn brottrekstri Bonn; Reuter. JOERG Haider, leiðtogi Fijáls- lyndaflokksins i Austurriki, FPÖ, sagði i gær að flokkurinn myndi beijast gegn kröfum Hollendinga um að FPÖ yrði rekinn úr Al- þjóðabandalagi fijálslyndra flokka, vegna ný-nasistískra skoð- ana. Tom van Bemmelen, þingmaður Frjálslyndaflokksins í Hollandi, hélt því fram í síðustu viku að FPÖ væri mjög hægri sinnaður og sagði að nefnd skipuð fulltrúum fijálslyndra Líbanon: 500 féllu í nóvember flokka í Evrópu er hefði fylgst með kosningabaráttu flokksins myndi leggja til að hann yrði rekinn úr Al- þjóðabandalagi frjálslyndra flokka. FPO tvöfaldaði fylgi sitt í kosning- unum í Austurríki í nóvember og sagði Haider að Hollendingamir hefðu ekki kynnt sér stefnuskrá flokksins. Hann sagði ennfremur að leiðtogar vestur-þýska systurflokks- ins, Martin Bangemann og Hans- Dietrich Genscher hefðu tjáð sér að þeir væru andvígir slíkum brott- rekstri. Er hann var spurður hvers vegna hann hefði haldið sinn lokafund í kosningabaráttunni í fæðingarbæ Hitlers, Braunau, sagðist hann hafa sama rétt og aðrir austurrískir stjóm- málamenn til þess að halda fundi um allt landið og í þessu tilfelli hefði hann viljað ræða við bæjarbúa um mál er snertu þá. Hinir ýmsu flokkar þjóðemissinna fengu samtals 53 sæti, en ekki er búizt við að þeir geti komið sér sam- an um stjómarmyndun. Rótttækari flokkar þjóðemissinna bættu við sig á kostnað hinna hófsamari. Carlos Garaikoetxea, foringi Samstöðu Baska (EA), nýs flokks manna, sem klufu sig út úr flokki baskenskra þjóðemissinna (PNV), sagði þó að það yrði í hæsta máta óeðlilegt ef jafnaðarmenn leiddu næstu stjóm héraðsins þar sem þjóðemissinar hefðu hlotið 70% þingsæta. Garaikoetxea er fyrrverandi for- sætisráðherra Baskahéraðanna, en fráfarandi forsætisráðherra er Jose Antonio Ardanza, formaður PNV. Ardanza boðaði til kosninga er flokk- urinn klofnaði sl. sumar og Garaiko- etxea stofnaði EA. Flokkur Ardanza hlaut 17 sæti en hafði 32 áður en hann klofnaði. Hann hlaut fleiri at- kvæði en Jafnaðarmannaflokkurinn en misvægis atkvæða hlutu jafnaðar- menn fleiri þingsæti. EA vann stórsigur, hlaut 14 sæti. Flokkurinn bætti við sig þremur sæt- um. Þingmennimir 11, sem klufu sig úr PNV, héldu allir sínum. Þá bætti rótttæki flokkurinn Herri Batasuna (HB) við sig, hlaut 13 sæti en hafði 11. Flokkurinn er í raun stjómmála- armur skæruliðasamtaka baska (ETA). Talsmenn ETA hvöttu kjós- endur til að flykkja sér um frambjóð- endur HB. Einn frambjóðandi flokksins, sem náði kjöri, afþlánar fangelsisdóm fyrir aðild að ETA. Alþýðufylkingin (CP), sem er flokkur hægri sinna, og helzti stjóm- arandstöðuflokkurinn á landsvfsu, beið umtalsverðan ósigur, hlaut að- eins tvö sæti en hafði sjö. Var það enn eitt áfallið fyrir Manuel Fraga, leiðtoga flokksins. Sameiginleg vegabréfs- áritun innleidd hjá EB? Brilasel. AP. lagsins. Verður þetta þáttur i sameiginlegum aðgerðum aðild- arlandanna gegn starfsemi hryðjuverkamanna og ætti jafn- framt að verða tíl að greiða fyrir ferðalögum innan EB. Þessi hugmynd var fyrst rædd á fundi innanríkisráðherra aðildar- landa EB í október, en sætti þá andmælum sumra þeirra. Var því borið við, að öryggi væri ófullnægj- andi á nokkrum aðkomustöðum inn í EB, svo sem á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar og í Grikklandi. Ljóst þykir, að sameiginleg vega- bréfsáritun verði til að greiða mjög fyrir ferðalögum manna á landa- mæram aðildarlandanna innbyrðis, þegar þeir era einu sinni komnir inn í EB. Hún verður jafnframt til að flýta fyrir afnámi hindrana á flutn- ingi á vöram, fjármagni og fólki innan EB, en það er yfírlýst stefna aðildarlandanna að ná því markmiði fyrir 1992. Það era einkum Bretar, sem era uggandi um, að unnt verði að draga úr hömlum á landamæram aðildar- landanna innbyrðis fyrr en búið sé að tryggja landamæri þeirra sam- eiginlega út á við á þessu sviði. Það vora hins vegar Frakkar, sem urðu til þess að setja nýjar reglur um skilyrðislausa vega- bréfsáritun fyrir fólk frá löndum utan EB, sem kæmi til Frakklands. íranirhóta Persaflóaríkjum íranir höfðu í gær í hótunum við Persaflóaríki, sem kynnu að hafa liðsinnt írökum er þeir gerðu loftárás á olíuhöfnina á Larak-eyju. Sögðust íranir myndu gera eldflaugaárás á öU þau Arabariki sem á sannaðist stuðningur við íraka. Heimildir herma að írösku flugsveitinni hafi verið heimiluð nauðlending í Saudi- Arabíu er eldneytisbirgðir þeirra voru á þrotum. Fiugvélarnar flugu 1.250 kílómetra leið frá Basra í írak til Larak-eyju og til baka, eða 2.500 kílómetra leið. íranir höfðu flutt aðal olíu- höfn sína til Larak frá Kharg-eyju vegna loftárása á Kharg. Hafa átökin hingað til haft hverfandi áhrif á olíuútflutning þeirra, en sigið hefur á ógæfuhliðina í kjölfar árásarinnar á Larak. Kortið hér að ofan sýnir Persaflóa og aðliggjandi lönd. Síðla sumars komu írakar andstæðingum sínum mjög á óvart með loftárás á olíuhöfn þeirra á eynni Sirri sem er rúma 200 km frá Larak. Beirút, Reuter, AP. HARÐIR bardag^ar g'eisuðu í g'ær í Beirút og Suður-Líbanon. 46 manns féllu í átökum skæruliða Frelsissamtaka Palestínu og shíta. 500 manns féllu í bardögum í Líbanon í nóvembermánuði. Hersveitir shíta gerðu stórskota- liðsárásir á flóttamannabúðir skæraliða í Chatilla og Bouj El- Barajneh og skæruliðar svöruðu fyrir sig með eldflaugaárásum. Að sögn lögreglu létu 15 manns lífið í þeim átökum og 50 særðust. Fylkingamar tvær börðust áfram um yfirráð yfir bænum Maghdous- heh í nágrenni hafnarborgarinnar Sídon. Lögreglumenn sögðu 31 hafa fallið og 60 særst í þeim átökum. 100 fjölskyldur eru enn innilokaðar þar en flestir íbuanna hafa flúið til Bejrút og Sídon. íbúar Sídon efndu til allsheijar- verkfalls í gær til að mótmæla bardögum Amal-shíta og Palestínu- skæraliða. Skólum, verslunum og bönkum var lokað en allt verslun- arlíf í borginni hefur legið í láginni frá því átökin hófust. Kúba: Castró kvartar yfir glundroða og stjómleysi á vinnustöðum Verkamennirnir eru alltaf í kaffi, þegar hann heimsækir vinnustaði Havana, AP. FIDEL Castro, leiðtogi Kúbu, kvartaði í fyrradag sáran yfir „glundroða og stjórnleysi" á vinnustöðum i landinu. Hélt hann þvi fram, að efnahagsmarkmið- um þjóðarinnar yrði aldrei náð án meiri vinnuaga og sagði, að við núverandi kerfi, væri fólki kennt að vinna ekki. Castro sagði þetta í ræðu á þingi kommúnistaflokks Kúbu á sunnu- dag. Þar kvartaði hann ennfremur yfir allt of miklum fjölda verka- manna í hverri verksmiðju eða fyrirtæki og sagði, • að „núverandi kerfí kennir, að það, sem einn mað- ur ætti að geta gert, skuli gert af mörgum. Mesta skömm, sem hent getur einn mann, er að verða kallað- ur ónytjungur og mesta skömm, sem hent getur eina þjóð, er að verða að þjóð ónytjunga." „Æðsta stolt byltingar okkar og þjóðar okkar ætti að verða að skapa þjóð verkamanna," sagði Castro ennfremur. „Ef við yfírvinnum ekki lesti okkar, þá verðum aldrei þess megnug að koma efnahagsáætlun okkar í framkvæmd." Castro kvaðst aldrei koma svo í verksmiðju, að verkamenn þar væra ekki í kaffíhléi. Sagði hann, að svo virtist sem sumir teldu, að efna- hagsmarkmiðum yrði náð fyrir- hafnarlaust „líkt og þegar manna fellur frá himnum, eins og sagt er frá í biblíunni." Flokksþingið fór fram fyrir lukt- um dyram, en vissum hlutum þess var hins vegar sjónvarpað á sunnu- dagskvöld. Lengst af sat Castro og þagði sem fastast en hlustaði af athygli á það, sem fulltrúar hvað- anæva að í landinu höfðu að segja um_ dugnaðarskort verkamanna. A þessu ári hefur Castro oft kvartað yfír getuleysi efnahagslífs- ins á Kúbu. Þannig hefur hann hvað eftir annað látið í ljós gremju sína yfír fjarvistum á vinnustöðum, dugleysi verkamanna og fíkn í ólög- mætan gróða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.