Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 40
r4b íiOD L o íTTTTnmrT mn a TnjAnr\cxr\\f MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Éinkasala á áfengi: Nátttröll í samtímanum — segir Bessí Jóhannsdóttir í ,jómfrúrræðu“ Bessí Jóhannsdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi, mælti ný- lega fyrir tillögu til þingsálykt- unar um afnám einokunar rikisins á innflutningi áfengis. Framsagan var ^jómfrúrræða" hennar á þingi. Hún fer hér á eftir: Eins og segir í greinargerð með tillögunni er hún flutt sem liður í þeirri stefnu að færa sem flest verk- efni, sem nú eru í höndum ríkis: valdsins, til atvinnulífsins. I ^tefnuyfírlýsingu núv. ríkisstjómar kemur fram í kaflanum Endur- skipulagning í stjómkerfi og peninga- og lánastofnunum þar sem rætt er um stjómkerfið, með leyfi forseta: „Markmið slíkra stjómkerfis- breytinga er að einfalda opinbera stjómsýslu, bæta hagstjóm og sam- ræma ákvarðanir í opinberri Qár- festingu, draga úr ríkisumsvifum og efla eftirlit löggjafans með fram- kvæmdavaldinu." Til þess að draga úr ríkisumsvif- um þarf ríkisstjómin að færa verkefni frá opinberum aðilum til einkaaðila m.a. með því að selja ríkisfyrirtæki og bjóða út verkefni. • Umsvif ríkisins hafa vaxið mjög á undanfömum áratugum. Ríkis- valdið hefur tekið að sér sífellt fleiri máiaflokka í stað þess að fela þá einkaaðilum. Nú er það svo að höf- uðágreiningur í stjómmálum er um það hversu mikil ríkisafskipti skuli vera og hvemig þeim skuli beitt. Þeir stjómmálamenn sem aðhyllast fijálshyggju í stjómmálum vilja að afskipti ríkisvaldsins séu sem ailra minnst og um leið að einkarekstur sé sem mestur og frjálsastur. - Stefna núv. ríkisstjómar er í mörgu í anda fijálshyggju eins og sést vel á stefnuyfirlýsingu hennar. Ríkisstjómin hefur sýnt ýmsa ágæta tilburði til að draga úr um- svifum. Má þar nefna: Fyrirtæki hafa verið seld, svo sem Lands- smiðjan og Umferðarmiðstöðin. Hlutur ríkisins í einkafyrirtækjum hefur verið seldur, svo sem í Iðnað- arbankanum (27%), í Flugleiðum (20%) og í Eimskipafélagi íslands (25%). Rekstri óarðbærra fyrir- tækja hefur verið hætt og hluti af áður hefðbundnum rekstri hefur verið færður til einkaaðila. Má þar nefna þætti af þjónustu Pósts og síma. Þessari þróun þarf markvisst að halda áfram. Þessi tillaga styður hana. Afengis- og tóbaksverslun ríkis- ins var stofnuð til þess að annast sölu svokallaðra Spánarvína árið 1922. Á þeim tíma mótaðist stefnan í efnahagsmálum mjög af auknum ríkisrekstri. Stefnubreyting varð með stjóm íhaldsflokksins árið 1924, en hún fylgdi fijálshyggju í efnahagsmálum og afnam ýmsar leifar af ríkisrekstri, m.a. einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki árið 1926. Árið 1927 myndaði Framsóknar- flokkurinn ríkisstjóm. Þá jukust mjög ríkisafskipti á öllum sviðum. Má þar nefna síldareinkasölu 1928, tóbakseinkasölu 1931, lögsemtóku gildi 1. jan. 1932, einkasölu af við- tækjum 1930 og einkarétt til útvarpsreksturs með lögum frá 1929, en útvarpsrekstur hófst 1930. Margvísleg rök voru höfð til að styðja þessa stefnu. Má þar einkum nefna tryggari tekjuöflun og auð- veldara eftirlit með innflutningi og dreifingu. Vitanlega var það þó í raun skipulagshyggja sósíalismans sem réð hér ferðinni, vantrú á ein- staklingum, fijálsu markaðskerfi og oftrú á skömmtunarstefnu póli- tískra gæðinga. Segja má að þessi stefiia hafi ráðið ferðinni allt fram til 1950, en í heild einkenndist sjötti áratugurinn af miklum vömskorti og haftastefnu sem fylgdi mikið brask og pólitísk spilling. Það var fyrst með viðreisnar- stjóminni 1959 sem þáttaskil urðu. Þá var horfið frá haftastefnu til blandaðs hagkerfis sem einkenndist af sterkum fijálshyggjustraumum. Gmnnurinn af því velferðarþjóð- félagi sem við búum við nú var að vemlegu leyti lagður á ámnum milli 1960 og 1970. Ég vil svo áður en ég lýk máli mínu, herra forseti, vísa til greinar- gerðar og fylgigagna með þessari tillögu þar sem reynt hefur verið að draga upp stöðu þessara mála þannig, að það geti verið öllum þingmönnum ljóst og þingnefnd, allsherjamefnd, sem ég legg til að enn fái þetta mál til meðferðar, hver er staðan á þessu sviði. Einnig hafa verið prentaðar í þessu þskj. umsagnir þeirra aðila sem veitt hafa umsagnir um málið á síðustu tveimur þingum. Ég vek athygli hv. þm. og sérstaklega þeirrar nefndar sem fær þetta mál til meðferðar á jákvæðum undirtektum, nánast undantekningarlaust, allra þeirra mörgu sem hafa sinnt kvaðningu kv. menntmn. og beðnir voru um álit á þessu máli. Það er mjög mik- il áhersla lög á það af mörgum þessum umsagnaraðilum, eins og hv. þm. geta kynnt sér, að tilagan fái jákvæða meðferð í þinginu og á þessum málum verði tekið. Ég hef í blaðagreinum m.a. vak- ið athygli á því hvemig staða þessara mála er og hver hlutur hæstv. ríkisstjómar er í þessu máli. Það er alveg brýnt, herra forseti, að þingið taki á þessu þar sem það er borin von að ríkisstjómin, sem á ekki langt eftir ólifað, taki á þessum málum eins og ætlast var til og eins og ástæða var til að ætla ef tekið var mark á orðum, yfirlýsing- um og loforðum ráðherranna svo að ekki sé minnst á samþykktir stjómmálaflokkanna sem að ríkis- stjóminni standa, alveg sérstaklega Framsóknarflokknum sem hefur þóst leggja sérstaka áherslu á þenn- an málaflokk, en það er óhætt að segja að sá áhugi endurspeglast ekki í meðferð mála í hæstv. ríkis- stjóm né heldur í tillöguflutningi framsóknar öðmm og þó þessi breyting væri gerð er samt unnt að halda áfram því eftirliti sem menn telja nauðsynlegt við sölu á þessum vamingi. Hvað varðar smásölu tóbaks er hún algerlega fijáls. Sala á áfengi fer nú aðeins fram í ákveðnum út- sölum Áfengisverslunar ríkisins. í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á þessu þannig að verslun með áfengi væri einnig algerlega ftjáls. Það má einnig um hana segja að engin þörf er á að ríkisvaldið sé að vasast í rekstri sem einkaaðilar geta vel annað. Eins og ég sagði í upphafi máls míns er þessi tillaga flutt sem inn- legg í þá stefnu að flytja verkefni frá ríkisvaldinu til einkafyrirtækja. Hún byggir á þeirri staðreynd að rekstur fyrirtækja er betur kominn á markaðnum en hjá opinberum aðilum. hönnun, áætlanagerð, eftirlit, við- hald og viðgerðir. Rök sem færð em fyrir útboðum em margskonar: 1) Launamunur starfsmanna við sömu störf. eftir bví hvor ríkisrekst- ur eða einkarekstur eiga í hlut, minnkar. 2) Útboð stuðla að lægra verði, minni kostnaði. 3) Útboða opinberra verkefna stækka útboðsmarkaðinn og efla samkegpni. 4) Útboð ýta undir samræmdar skattareglur. 5) Útboð krefjast undirbúnings og áætlunar, sem auðvelda opinbera stjórnun og stefnumörkun og örvar leit að hagkvæmum leiðum við lausn verkefna. 6) Útboð stuðla að eðlilegri verkaskiptingu þar sem fram- kvæmd, eftirlit og úttekt verka em ekki á einni hendi. Útboð opinberra rekstrarverkef na: Gefa góða rairn erlendis - segir Friðrik Sophusson „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra í samráði við aðra ráðherra að gera athugun á því á hvaða sviðum ríkisrekstrar sé hagkvæmt að efna til útboða. Skulu niðurstöður lagðar fyrir Alþingi í formi skýrslu þegar að athugun lokinni". Friðrik Sophusson (S.-Rvk.) mælti fyrir ofangreindri þingsálykt- unartillögu fyrir skemmstu. Hann sagði m.a. að útboð opinberra fram- kvæmda, t.d. í vegagerð, hafí gefið góða raun hér landi og sparað vem- lega fjármuni, þ.e. skattpeningar fólks hafí nýtzt betur, meiri fram- kvæmdir fengist fyrir sama fjár- magn. Útboð rekstrarverkefna hafi og gefið hliðstæða raun erlendis. Tími sé kominn til að kanna ræki- lega, hvort og þá á hvaða sviðum ríkisrekstrar sé hagkvæmt að efna til útboða á rekstrarverkefnum. Friðrik sagði vaxandi hjá grann- þjóðum að bjóða út opinber rekstr- arverkefni. Sérstaklega þegar ný verkefni eigi í hlut og þegar gerðar em breytingar í opinberum rekstri. Verkefni, sem einkum em boðin út, séu m.a.: þvottar, hreingeming, vaktaþjónusta, útgáfa, mötuneyti, Ólympíuskákmótið: Jafntefli við Ungverja Skák Bragi Kristjánsson Ólympíuskákmótinu í Dubai lauk í gær, en þegar þetta er skrifað er síðasta umferð ótefld. Á laugardag tefldu Islendingar við Ungveija, þriðju sterkustu sveit mótsins. Úngveijar hvíldu Portisch, því um morguninn hafði hann tapað biðskák gegn Chile. ísland — Ungveijaland 2—2 Helgi — Ribli V2—:‘/2 Jóhann — Sax V2—V2 Jón L. — Pinter V2—V2 Margeir — Adoijan V2—V2 Þessi keppni einkenndist af jafnteflisboðum Ungveija frá fyrstu mínútum. Ribli bauð Helga jafntefli skömmu eftir að þeirra skák byijaði. Helgi hafnaði boðinu eftir að hafa rætt við Kristján liðs- stjóra. Helgi skipti svo um skoðun skömmu síðar og var jafntefli þá samið. Skömmu síðar þvingaði Adoijan Margeir til friðarsamn- inga og hafði keppnin þá ekki staðið í klukkustund. Liðsstjóri Ungveija kom að máli við íslendinga þegar keppnin hafði staðið í IV2 klukkustund, og bauð jafntefli á þeim tveim borðum, sem eftir voru. íslending- ar tóku boðinu eftir nokkra umhugsun. Jafntefli við Ungverja eru góð úrslit, en óvíst er að þau dugi okkur til að ná einu af tíu efstu sætunum. Keppnin á efstu borðum var mjög spennandi. Bandaríkjamenn unnu nauman sigur á Brasilíu- mönnum, 2V2—U/2, og var vinur okkar, Nick deFirmian, sá eini, sem vann. Sovétmenn lentu í vandræðum með ítali. Kasparov og Karpov unnu, en Jusupov og Vaganjan gerðu jafntefli, 3—1 fyir Rússa. Englendingar áttu erfíðustu andstæðingana, Tékka, og unnu 2V2—IV2. Speelman vann, en aðr- ar skákir urðu jafntefli. Önnur úrslit: Búlgaría — Rúm- enía 2V2— IV2; Pólland — Chile 4—0!; Perú — Indónesía 3—11; Argentína —_ Skotland 2V2—IV2; Portúgal — Ástralía 4—0! Staða efstu þjóða fyrir síðustu umferð var þessi: 1. Bandaríkin 36'/2 v. 2. Sovétrík- in 36 v. 3. England 35'/2 v. 4. Ungveijaland 32‘/2 v. 5.-6. Búlg- aría og Pólland 32 v. 7. Brasilía 3IV2 v. 8,—12. Kúba, Frakkland, Kína, Perú (!) og Portúgal (!) 30V2 v. 13.—16. Júgóslavía, Island, Tékkóslóvakía og Spánn 3OV2 v. Islendingar verða að vinna stór- sigur á Spánveijum í síðustu umferð ef þeir ætla að ná einu af tíu efstu sætunum. 2. umferð: Hvítt: Granda (Perú) Svart: Kasparov (Sovétr.) Grtinfelds-byrjun 1. Rf3 - Rf6, 2. g3 - g6, 3. Bg2 - Bg7, 4. 0-0 - 0-0 5. c4 - d5, 6. d4 - dxc4, 7. Ra3 - c3!, 8. bxc3 — c5, 9. Re5 Betra er 9. Rc4 — Rc6,10. Ba3 — cxd4, 11. cxd4 — Be6, 12. Rce5 - Bd5, 13. Rxc6 - Bxc6 með jöfnum möguleikum. 9. — Rc6!, 10. Rxc6 — bxc6, 11. Dd3 Svartur má ekki taka peðið á c6, t.d. 11. Bxc6? - Bh3, 12. Hel — Rd5!, 13. Bb2 — Hb8 og svart- ur hefur mjög sterka stöðu fyrir peðið, sem hann fómaði (Panch- enko-Malanjuk, Harkov 1980). 11. - Rd5 Kasparov skýrði skákina í sjón- varpi í Dubai og sagði að hann hefði átt unna stöðu, þegar hér var komið. í byijanabók, sem hann og Keene gáfu út fyrir nokkrum árum, er staðan talin jöfn eftir 11. — cxd4, 12. cxd4 — Rd5, 13. Rc2 — a5 o.s.frv. 12. Hdl Svartur hótaði 12. — Rxc3, 13. Dxc3 — Bxd4 ásamt 14. — Bxal. 12. - Da5 Ekki 12. - Rxc3?, 13. Dxc3 - Bxd4, 14. Dd2 — Bxal?, 15. Dxd8 o.s.frv. 13. Bb2 - Hb8, 14. Dc2 Engu betra er 14. Rc4 — Da4 með hótuninni 15. — Ba6. 14. — Hxb2!, 15. Dxb2 — Rxc3, 16. Hd3 Ekki 16. Rc4 - Rxdl, 17. Rxa5 — Rxb2 o.s.frv. 16. — cxd4 Svartur hefur biskup og tvö sterk peð fyrir hrókinn, sem hann fórnaði. 17. Bxc6 - Ba6, 18. Rbl Ljótur leikur, en ekki er betra að leika 18. Hd2 — Rxe2+, 19. Hxe2 — d3 o.s.frv. 18. — Bxd3, 19. exd3 — Da6, 20. Rxc3 — dxc3, 21. Db5 — Dxb5, 22. Bxb5 - Hb8 Svarta frípeðið á c3 ræður úr- slitum, þótt lið sé jafnt. 23. Ba4 Ekki 23. a4 — a6, 24. Bxa6 — c2, 25. Hfl — Hbl ásamt c2 — cl D og svartur vinnur. 23. - c2, 24. Hfl Ekki 24. Hcl — Hbl og svart- ur vinnur strax. 24. - Hb2 og hvítur gafst upp, því hann á enga vöm við 25. — Bc3, 26. — Bd2 ásamt 27. — cl D. Hann getur ekki leikið 25. Kg2 vegna 25. - Bh6, 26. f4 - clD+ og svartur vinnur. 6. umferð: Hvítt: Kasparov (Sovétr.) Svart: Miles (Englandi) Nimzoindversk-vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 — b6, 4. Rc3 - Bb4 Leikjaröðin í byijun leiðir yfir- leitt til Drottningarindverskrar vamar með 4. — Bb7. 5. Bg5 - Bb7, 6. e3 - h6, 7. Bh4 - g5,8. Bg3 - Re4,9. Rd2! Hvítur getur einnig leikið 9. Dc2 og framhaldið gæti orðið 9. — Bxc3+, 10. bxc3 — Rxg3, 11. fxg3 — d6 o.s.frv. 9. — Rxg3 í skákinni Schússler — Jón L., Reykjavíkurskákmótinu 1986, varð framhaldið 9. — Rxc3, 10. bxc3 — Bxc3, 11. Hcl — Bb4, 12. h4 - Rc6!?, 13. d5 - De7!?, 14. dxc6 — dxc6, 15. Be5 — 0-0-0, 16. Bc3 - Bxc3, 17. Hxc3 — c5 með flókinni og vandmetinni stöðu, sem Jón vann eftir miklar sviptingar. 10. hxg3 — Bf8 í skák Schússler og Miles á Reykjavíkurskákmótinu 1986 varð framhaldið 10. — Rc6, 11. Dc2 — Bf8, 12. a3 (Miles mælir með 12. g4!?) - Bg7, 13. Be2 - De7, 14. g4 - 0-0-0, 15. 0-0-0 - Kb8, 16. Kbl - Hdf8 með flók- inni stöðu, sem Miles vann. 11. f4!? - Bg7, 12. Da4 - Rc6, 13. 0-0-0 - De7, 14. Be2 - 0-0-0, 15. Kbl - Kb8, 16. Hcl - Db4?! Vandræðalegur leikur, en á þennan hátt rýmir svartur e7- reitinn fyrir Rc6, sem svar við d4 - d5. 17. Ddl - Df8, 18. Bf3 - f5, 19. Da4 — g4, 20. Bxc6 — dxc6? Sjálfsagt var að reyna 20. — Bxc6, 21. Rb5 — a5, 22. a3 — Kb7 o.s.frv. 21. c5! — e5, 22. fxe5 — Bxe5, 23. Re2 - Bf6, 24. Rf4 - De8, 25. Hc3 - b5, 26. Dc2 - Bc8, 27. a4 - Hh7 Svartur er ekki betur settur eftir 27. — a6, 28. axb5 — axb5, 29. Rb3 ásamt Ra5 og síðan kem- ur hvítur drottningu og hrók á a-línuna. Svartur hefur ekkert mótspil í stöðunni og verður að bíða dauðans. 28. axb5 — cxb5, 29. c6! — a6, 30. Hcl - Hd6, 31. Db3 - He7, 32. Rc4 Það er aðdáunarvert hve hvítu mennimir vinna vel saman. 32. - Hxc6, 33. Ra5 - Hxc3, 34. Dxc3 - Bb7, 35. Rxb7 - Kxb7, 36. Rd5 - Hf7, 37. RxfG - Hxf6, 38. Dxc7+ — Ka8, 39. Hc5 - Db8 Hvítur hótaði 40. Hd5 — Hf8, 41. Hd7 og vinnur. 40. Dd7 - Hf8, 41. Hc6 Svartur gafst upp, því hann er varnarlaus eftir 41. — Db7, 42. Dd6 og hann ræður ekki við hót- animar 43. Hxa6+ og 43. Dxf8+. Miles var eins og bam í höndum heimsmeistarans í þessari skák, enda skiljanlegt, þegar haft er í huga að hann tapaði einvígi þeirra í vor með V2—5'/2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.