Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 45 Chopin, Liszt Halldór Haraldsson Hljómplötur Egill Friðleifsson Út er komin á vegum Araar og Örlygs hljómplata með píanó- leik Halldórs Haraldssonar, þar sem hann leikur verk eftir þá Chopin og Liszt. Halldór Haraldsson er einn af okkar þekktustu píanóleikurum. Að loknu burtfararprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1960 stundaði hann framhaldsnám við Royal Academy of Music í London og lauk þaðan einleikaraprófi árið 1965. Frá þeim tíma hefur Hall- dór haldið fjölda tónleika bæði innan lands og utan, margoft leik- ið með Sinfóníuhljómsveit íslands, verið virkur í kammermúsík og þekkt er samvinna hans og Gísla Magnússonar píanóleikara en saman hafa þeir ráðist í stórvirki eins og Vorblót Stravinskís. Halldór hefur kennt við Tónlistar- skólann í Reykjavík um tveggja áratuga skeið og verið yfirkennari píanókennaradeildar frá árinu 1977. Eftir því sem ég veit best er þetta fyrsta einleiksplata Halldórs og það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Sjálfir höfuðsnillingar slaghörp- unnar, Frédéric Chopin og Franz Liszt, eru viðfangsefnin og ríkir þar að sjálfsögðu rómantík í hæsta gæðaflokki. Á hlið I eru verk eftir pólsk- franska snillinginn Frédéric Chopin og hefst á Fantaisie- Impromptu í cís-moll op. 66, einu þekktasta verki höfundar, sem ótal virtuósar hafa leikið á hljóm- plötu og samanburður því nærtækur. En Halldór Haraldsson stendur vel fyrir sínu. Tækni hans er staðgóð og örugg, leikur þrosk- aður og yfirvegaður. Hann tekur spretti án þess að ætla sér um of og hefur góða heildarsýn þrátt fyrir að sum verkanna séu heldur losaraleg í formi og á það einkum við um Liszt. Noktúman í cís- moll op. posth. er leikin af næmleik, þar sem hinn ljúfsári tregi kemst vel til skila án væmni, og hinar fínlegu skrautnótur og trillur, sem Chopin notar svo oft og ætíð af óbrigðulli smekkvísi, eru laglega leiknar. Þá koma Scherzoin nr. 2 í b-moll og nr. 3 í cís-moll, glæsilegar tónsmíðar með stórkostlega snjöllum augna- blikum og dramatískum tilþrifum sem Halldór skilar með prýði. Á hlið II eru eftirtalin verk eft- ir Ungveijann Franz Liszt: Funérailles (útförin), Konsert- etýða nr. 2 í f-moll „La leggeriez- za“, Étude s’Exécution Transc- endante nr. 10 í f-moll og Rigoletto. Konsert-pharaphrase (Verdi — Liszt). Sjálfur er ég ékki nærri eins hrifinn af þessum verkum Liszt samanborið við Chopin og fínnst að glæsilegar umbúðimar séu ekki ætíð í samræmi við heldur rýrt innihald. En þar em mér margir ósammála og víst á Hall- dór Haraldsson hér eftirminnilegt stefnumót við Franz Liszt, þennan meistara hljómborðsins, sem á einu andartaki þyrlar upp mold- viðri en í næstu andrá siglir í ládeyðu. Og sjálfsagt eiga margir eftir að hafa gaman af Rigoletto- útsetningunni. Þar er líka hægt að raula með. Hljóðritun fór fram í Hlégarði eins og margar aðrar nú upp á síðkastið og get ég ekki alveg skilið dálæti manna á þeim stað. í mínum eyrum hljómar tónn hljóðfærisins heldur daufur og flatur og býr ekki yfir þeirri skerpu og „brillians" sem æskileg- ur er, þegar slík glæsiverk era leikin sem á þessari plötu. Raunar er það haft í hvíslingum meðal píanista að tæpast sé til það hljóð- færi á íslandi, sem uppfýllir ströngustu gæðakröfur, og er það ekki vansalaust. Þar að auki virð- ist mér sem of miklu efni hafi verið komið fyrir á plötunni, eink- um á hlið II eða rúml. 29 mín., og kemur það óneitanlega niður á gæðunum. Að öðra leyti hefur Halldór Víkingsson, sem sá um upptökuna, vandað verk sitt vel. SIEMENS Siemens Super 911 Öflug ryksuga! • Sogkraftur stillanlegur frá 250 W upp í1000 W. • Fjórföld síun. • Fylgihlutirgeymdirívél. • Sjálfinndregin snúra og hleðslu- skynjari. Gömlu góðu Siemens-gæðin | Smith og Noríand Nóatúni 4, s. 28300. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! . I i J 1 I Nýjai bœkui íiá Skuggsjá Árni Óla Reykjavík fyrri tíma III Hér eru tvœr síðustu Reykjavíkur- bœkur Áma Óla, Sagt frá Reykjavík og Svipui Reykjavíkui, geínar saman út í einu bindi. Petta er þriðja og síðasta bindið af ritinu Reykjavík fym tíma. í þessum bókum er geysi- mikill íróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorvemnum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og liíandi, og margar myndir prýða bœkurnar. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýnar útgáíu aí Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjama Halldórssonar hrepþstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi em niðjar Jóns yngra Bjama- sonar. Alls verða bindin fimm í þessari útgáfu aí hinu mikla œtt- frœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni em nefndir, em fjölmargar eins og í fyrri bindum ritsins, og mun íleiri heldur en vom í íyrstu útgáíunni. m S, OIL *ERUM VE) MENN SKUGGSIA Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum við menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá fólki. sem hún kynntist sjálí á SnœíellsnesL og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta em írá- sagnir aí sérstœðum og eftirminni- legum persónum svo sem Magnúsi putta, Leirulœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.fl. Kaíli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er írá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er aí I vísum í bókinni, sem margar hafa hvergi birst áður. Pétur Eggerz Ævisaga Davíðs Davíð vinnur á skriístoíu snjalls íjár- málamanns í Washington. Hann.er í sífelldri spennu og í kringum hann er sííelld spenna. Vinur hans segir við harm „Davíð þú veist oí mikið. Þú verður að íara frá Ameríku eins fljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og þeningaskáþur fullur af upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðaref takist að leika á þig, oþna peningaskápinn og hagnýta sér upplýsingarnar." SKUGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.