Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Prófkjör Framsoknarflokksins í Reykjavík: Stefndi hærra og því ósáttur með úrslitin - segir Finnur Ingólfsson sem lenti í 2. sæti „ÉG stefndi hærra og er því ekki sáttur við úrslitin. Ég er þó fyrst og fremst þakklátur því fólki sem vann fyrir mig í þessu prófkjöri. En úrslitin liggja fyrir. Guðmundur G. Þórar- insson er í 1. sætinu," sagði Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið en hann lenti í öðru sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík, eftir að hafa stefnt á fyrstá sætið. Finnur var spurður hvort hann á kjörskránna. Nú kjósa aðeins tæki annað sæti listans ef honum jnði það boðið. „Það er fulltrúa- ráðsins að ákveða það endanlega. Við erum hvorugur með bindandi kosningu í þetta fyrsta sæti og ég mun tala við mitt fólk um það og eins stjóm fulltrúaráðsins. Ég hef þó sagt að ég myndi beijast eins fyrir Framsóknarflokkinn úr fyrsta sætinu og úr því 9. og ég held að það sé aðalatriðið að list- inn sé skipaður því fólki sem tilbúið er að standa saman í bar- áttunni." - Hvað fínnst þér um úrslitin hvað varðar Harald Ólafsson? „Mér þykir mjög miður hvemig hann fór út úr próflgörinu og ég hefði viljað sjá hann miklu ofar.“ — Hefurðu skýringar á þeim úrslitum? „Ég held að skýringar Harald- ar sjálfs séu ekki fjarri lagi að fólk fyrir utan flokkinn og þau öfl sem vilja hann í burtu hafí ráðið miklu." — Það var talað um það fyrir prófkjörið að mikil smölun færi ftam og um 2300 manns bættust 2800. Hvar eru hinir? „Ætli þesssu gamla flokksfólki hafí ekki fundist nóg um þessa smölum. og það hafí þá setið heima.“ — Varst þú og þínir stuðnings- menn með smölun? „Það var mikið af ungu fólki sem kom til liðs við mig þegar það frétti að ég ætlaði að taka þátt í þessu prófkjöri, og óskaði eftir að fá að vera með. Ég var hinsvegar ekki með neinar aug- lýsingar um að ég væri í próflq'öri og væri að óska eftir stuðningi. Þetta voru kunningjar mínir og ýinir og þeirra kunningjar sem báðu um að fá að vera með.“ - Heldur þú að þetta prófkjör verði tii þess að þessi háttur verði aflagður sem val á framboðslista? „Eg veit það ekki, en það þarf að vanda til þeirra reglna sem farið er eftir við svona prófkjör. Prófkjör er þó eitt af þeim tækj- um sem þarf að vera til svo eðlileg endumýjun geti átt sér stað í stjómmálaflokkum," sagði Finn- ur Ingólfsson. Morgunblaðið/Þorkell Frá atkvæðagreiðslu í próflyöri Framsóknarflokksins í Reykjavík sem fór fram um helgina. Guðmundur G. Þórarinsson sigurvegari prófkjörsins Haraldur Ólafsson alþingismaður lenti í 5. sæti GUÐMUNDUR G. Þórarins- son fékk flest atkvæði í prófkjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjavík sem fram fór um helgina. Guðmundur fékk 1295 atkvæði í efsta sæti framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar, en Finnur Ingólfsson, sem end- í fjórða sæti. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk 15 atkvæði í fyrsta sæti, 647 í annað sæti, 583 í þriðja sæti og 359 í fjórða sæti. Urslit prófkjörsins vom Eini svarti punkturínn var útkoma Haraldar aði í öðru sæti, fékk 1015 bindandi fyrir Sigríði í 3. sætið — segir Guðmundur G. Þórarinsson sem hlaut efsta sætið í prófkjörinu „Ég er auðvitað glaður yfir sigrinum og tel listann sigur- stranglegan. Eini svarti punktur- inn er að mínu viti óverðskulduð útkoma Haraldar Ólafsonar," sagði Guðmundur G. Þórarinsson Verkfræðingur sem fékk flest at- kvæði í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Reykjavík um helgina. Guðmundur var spurður að því hvort hann gæti skýrt úrslit próf- kjörsins hvað Harald varðaði, en hann lenti í 5. sæti. „Ég hef nú ekki skýr- ingar á því beint en ég vara menn mjög við að meta hæfni manna til þingmennsku eftir útkomu í prófkjör- um. Það þarf ekki endilega sömu hæfíleika til að verða góður þingmað- ur og áð vinna í prófkjörum," sagði Guðmundur. — Nú segir Haraldur að menn, sem ekki hafí líkað við hans stefnumál, ‘ -hafí unnið gegn sér. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað hann á við en mér fínnst niðurstaða hans mjög ómakleg og að mínu viti óskiljanleg." — Það er talað um að fólki úr öðrum flokkum hafí verið smalað til þátttöku í prófkjörinu. Varst þú var við slíkt? „Ég veit ekki til þess að þar hafí tekið þátt fólk úr öðrum flokkum en menn verða að átta sig á því að fylgi flokkanna er prðið miklu lausara en það var. Flokkamir geta ekki lengur eignað sér fólk og þetta hefur sem betur fer breyst mjög mikið þannig að í svona prófkjöri er erfítt að gefa út slíkar yfirlýsingar með vissu.“ - Hvað með þátttökuna í prófkjör- inu. Nú var látið að því liggja að um 2.300 manns, sem gengu í flokkinn síðustu dagana, hafí gert það aðal- lega til að taka þátt í prófkjörinu. Nú kjósa um 2.800 manns í prófkjör- Hvar eru hihir? „Ég átta mig ekki á því hveijir það voru sem mættu á kjörstað. Þátt- takan í heild var þó tæplega 70% og ég held að miðað við þátttöku í próf- kjöri sé þetta ekki óeðlileg útkoma . Það var innan við 70% þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og þó gengu margir í hann fyrir prófkjörið.“ - Hvemig leggst í þig að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavík? „Þetta er mjög spennandi verkefni og þegar aðeins fer að hægjast um mun ég reyna að kalla þá saman sem verða efstir á listanum svo við getum farið að bera saman bækur okkar og áttað okkur á hvemig þeim tíma verð- ur best varið sem framundan er,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. atkvæði í efsta sætið. Eini þingmaður framsóknar- manna í Reykjaík, Haraldur Ólafsson, endaði í 5. sæti í prófkjörinu en þessir þrir menn buðu sig fram í fyrsta sætið. Úrslit prófkjörsins voru þessi: í fyrsta sætið fékk Guðmundur G. Þórarinsson 1295 atkvæði, 147 í annað sæti, 144 í þriðja sæti og 98 í fjórða sæti. Finnur Ingólfsson fékk 1015 atkvæði í fyrsta sæti, 209 í annað sæti, 181 í þriðja sæti og 187 í fjórða sæti. Sigríður Hjartar fékk 26 atkvæði í fyrsta sæti, 951 atkvæði í ann- að sæti, 400 í þriðja sæti og 324 og Ástu Ragnheiði í 4. sætið. Haraldur Ólafsson fékk 305 atkvæði í fyrsta sæti, 534 í ann- að sæti, 320 í þriðjja sæti og 248 í Qórða sæti. Þór Jakobsson fékk 3 atkvæði í fyrsta sæti, 64 í ann- að, 113 í þriðja og 823 í fjórða. Helgi S. Guðmundsson fékk 50 atkvæði í annað sæti, 582 í þriðja sæti og 134 í fjórða. Valdemar K. Jónsson fékk 10 atkvæði í fyrsta sæti, 51 í annað sæti, 204 í þriðja og 315 í fjórða. Finnbogi Marínósson fékk 10 atkvæði í fyrsta sæti, 36 í annað, 122 í þriðja og 174 í fjórða. Alls voru 4020 á kjörskrá og þar af kusu 2810 eða 66%. Talsverð óánægja hjá Fram- sóknarfólki með úrslitin - segir Haraldur Olafsson sem varð í 5. sæti 1 prófkjöri í Reykjavík HARALDUR Ólafsson alþingismaður Framsóknarflokkksins í Reykjavík telur augljóst að öfl, sem hafi ýmissa hagsmuna að gæta í málum sem Haraldur hefur beitt sér gegn, hafi unnið á móti honum í prófkjöri flokksins um helgina en þar lenti Haraldur í 5. sæti. Þá telur Haraldur að talsverðrar óánægju gæti meðal flokksmanna Fram- sóknarflokksins í Reykjavík vegna úrslita prófkjörsins og þau geti haft ófyrirsjáanleg áhrif á stöðu flokksins í kjördæminu. „Mér sýnist að menn hafí viljað lögum, ég hef verið andvígur skipta hér um þingmann og þeir framleiðslu áfengs bjórs á íslandi hafí þá tekið sig saman um það. og ég hef líka talið að við eigum Það er alveg augljóst mál,“ sagði Haraldur Olafsson í samtali við Morgunblaðið í gær. - Ertu þá að meina menn sem hafí viðskipta eða peningahags- muna að gæta? „Það gæti manni dottið í hug eða þá að menn séu óánægðir með stefnu mína í ýmsum málum.“ sagði Haraldur. „Ég hef viljað fara mjög varlega í öllum hernaðarfram- kvæmdum hér á landi. Ég hef verið andvígur því að ríkið fari að efla hér einkabanka með beinum fram- að fara varlega í öllum samningum um erlent fjármagn, þannig að það má vel vera að einhveijir hagsmun- ir komi þarna til og mönnum þyki ég ekki heppilegur fulltrúi Reykjavíkur á þingi.“ - Nú gengu 2300 manns í flokk- inn fyrir prófkjörið og 4200 manns höfðu því kosningarétt en aðeins 2800 kusu. Hver er þín skýring? „Margt fólk í Framsóknarfélagi Reylq'avíkur kom ekki á kjörstað sem er miklu minna en eðlilegt mátti teljast. Ég held að það hafí verið ákaflega mikið treyst á þetta nýja fólk svokallaða sem þá oft á tíðum bæði virðist hafa verið úr öðrum flokkum og sé í öðrum flokk- um. Ég tel náttúrulega óeðlilegt að aðrir taki þátt í prófkjörum en þeir sem búsettir eru í Reykjavík og styðja raunverulega flokkinn í al- þingiskosningum. Ég hef það hinsvegar á tilfínningunni að all- margir slíkir hafí komið til en hvort þeir hafí ráðið úrslitum vil ég ekk- ert segja til um. Ég hef talað við mjög mikið af flokksbundnu fólki og varð var mik- inn stuðning þar, og ég held að minn stuðningur hafi nær eingöngu komið frá slíku fólki, Og ég ér mjög þakklátur þeim sem þar unnu með mér sem sjálfboðaliðar. Ég eyddi ekki peningum í þessa kosningabar- áttu en það virðist vera það eina sem dugar núorðið." - Verður þetta til að prófkjör verða afnumin sem val á framboðs- lista? „Ég veit það ekki. Það hefur allt- af verið talað um þetta eftir hver prófkjör en það sér það hver maður að þegar flokkur hefur mismunandi aðferðir eftir kjördæmum til að velja á lista og flokkamir síðan mismunandi aðferðir er þetta orðin vafasöm aðferð. Það er líkegt að annaðhvort verði settar beinar regl- ur um prófkjör eða það verður tekið upp persónukjör við alþingiskosn- ingamar sjálfar. Þá er að minnsta kosti ömggt að þeir sem kjósa em að kjósa flokkinn.“ — Tekur þú sæti á listanum ef um verður beðið? „Ég hef ekki verið beðinn um það en ef fulltrúaráðið óskar eftir því mun ég taka það til íhugunar. Ég tel hinsvegar að eftir þeim við- brögðum sem ég hef fengið eftir prófkjörið að það sé óánægja í flokknum með þetta prófkjör og ómögulegt að vita hvað kemur út úr því og hver staða flokksins er hér í Reykjavík, þó ekki sé hægt að ræða það eins og er.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.