Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 72
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Laimanefnd ákveð
ur 4,59% hækkun
HDagsbrún gekk út - Samningafundur fram eftir nóttu
LAUNANEFND ASÍ og VSÍ úrskurðaði einróma í gærkveldi að laun
skyldu hækka frá og með 1. desember um 4,59%. Það þýðir að
hækkun framfærsluvísitölu 1. nóvember, umfram það sem ráð var
fyrir gert í kjarasamningunum í febrúar, er launþegum að fullu
bætt. Samningsbundin launahækkun er 2,5% og umframhækkun
framfærsluvísitölu var 2,09%. Samningafundur ASÍ og VSÍ hófst
klukkan níu í gærkveldi eftir matarhlé og stóð hann enn er Morgun-
blaðið fór í prentun eftir miðnættið. Þá var óljóst hvort haldið yrði
áfram fram eftir eða gert yrði hlé og haldið áfram í dag.
„Meginatriði fyrir okkur þegar
við gengumst inn á þessa frestun
var að tryggja samkomulag ef unnt
væri um úrskurð nefndarinnar,
vegna þess að það kerfí, sem við
höfum þama sett á fót, byggist á
gagnkvæmu trausti og því þarf að
-■rviðhalda, ef kerfið á að standast,"
sagði Asmundur Stefánsson, forseti
ASÍ þegar Morgunblaðið ræddi við
hann um miðnættið.
„Við sitjum hér í viðræðum ennþá
og það er ekki mikið af þeim að
DAGAR
TIL JÓLA
Langbesti árangur
íslenskrar skáksveitar:
Fá 1,2
milljón-
ir í áheit
ÍSLENSKA skáksveitin varð í
fimmta sæti á Ólympíuskákmót-
inu sem lauk í Dubai í gær. Er
það besti árangur sem Islending-
ar hafa náð frá upphafi og
tryggir rétt til þátttöku í næsta
heimsmeistaramóti, en íslend-
ingar hafa ekki tekið þátt í
heimsmeistaramóti áður.
íslenska sveitin vann stórsigur á
'■'Spánveijum í síðustu umferð og
sigraði með 3 lh vinningi gegn 'h.
Með þessum sigri hlaut sveitin 34
vinninga ásamt Búlgörum og
Kínveijum og hlaut 5. sætið á stig-
um. Þess má geta að útgerðarmenn
og fiskverkendur á Grundarfirði
höfðu heitið á sveitina og skilar
þessi árangur Skáksambandinu 1,2
milljónum frá Grundfirðingum.
Sjá skákþætti á bls. 5 og 40.
segja. Sem stendur eru viðræður
milli vinnuveitenda og landssam-
bandanna um taxtakerfið í gangi,
en framhaldið er óráðið," sagði
Asmundur ennfremur.
Stjóm verkamannafélagsins
Dagsbrúnar ákvað í gærdag að
hætta þátttöku í samningaviðræð-
unum. Að sögn Guðmundar J.
Guðmundssonar, formanns félags-
ins, eru ástæðumar fyrir þessari
ákvörðun þær, að félagið er ósátt
við stöðuna í samningaviðræðunum
og telur hugmyndir ASÍ um upp-
stokkun taxtakerfisins þokukenr.d-
ar. Hann sagði að félagið myndi
leggja fram kröfur sínar síðar f
þessari viku.
Þrír möguieikar á hækkun
iægptu launa og uppstokkun taxta-
kerfisins em ræddir í viðræðum
ASÍ og VSÍ. Fyrsta hugmyndin
gengur út á það að búa til launa-
stiga til dæmis ofan á núverandi
launastiga með 2,4% bili á milli
þrepa. Bæði væri hægt að halda
núgildandi starfsaldurshækkunum
eða fella þær burt. Annar möguleik-
inn felst í því að ákveða tiltekin
lágmarkslaun fyrir tilgreindar
starfsstéttir, svo sem verkafólk,
afgreiðslufóík, skrifstofufólk og
iðnaðarmenn. Þriðja leiðin, svo-
nefnd taxtaleið, er millileið á milli
hinna tveggja, þar sem lágmarks-
kaup yrði ákveðið fyrir einstök
störf, en jafnframt tekið mið af
töxtum.
Sjá ennfremur viðtöl á bls. 4
og 5.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur J. Guðmundsson og Halldór Björnsson, formaður og
varaformaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, yfirgefa húsnæði
Vinnuveitendasambands íslands við Garðastræti eftir að hafa til-
kynnt um að Dagsbrún sé hætt þáttöku í samniningaviðræðunum.
íslandsmet í ijúpnaveiði:
Skaut 193 tjúpur á ein-
um og sama deginum
NOKKRIR tugir rjúpna í einni og sömu veiðiferð þykir mjög góð
veiði hvað þá að fá 193 ijúpur á nokkrum klukkustundum. Indriði
Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í Snæfjallahreppi í Norður-ísa-
fjrðarsýslu veiddi þann fjölda nýverið og segja fróðir menn að það sé
án efa Islandsmet ef ekki heimsmet í ijúpnaveiði.
Indriði sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sjálfur hefði hann aldrei
trúað slíkri veiðisögu nema að upp-
lifa hana sjálfur. „Það hefur verið
óvenju mikið um ijúpu hér að und-
anfömu og aðstæður til veiða mjög
góðar. Daginn áður fékk ég 76 ijúp-
ur á nokkrum klukkustundum eftir
hádegi," sagði Indriði. „Þennan dag
byijaði ég rúmlega tíu um morguninn
og sfðan þurfti ég að bregða mér frá
í um klukkustund í hádeginu. Um
klukkan Qögur um daginn var ég
orðinn skotfæralaus og þá lágu 193
í valnum. Ég hefði áreiðanlega farið
vel yfir 200 ef ég hefði haft nægar
skotfærabirgðir," sagði hann.
Indriði kvaðst ekki fyrr muna eft-
ir svo mikilli ijúpu á þessum slóðum
og hefði orðið mikil breyting þar á
frá síðustu árum. „Það er greinilegt
að hún er í hámarki núna, sem reynd-
ar kemur heim og saman við kenn-
ingar mglafræðinga," sagði Indriði
og bætli við að hann hefði þrívegis
eftir þetta fengið yfir hundrað ijúpur
í einni ferð.
Mikið hlaup íSkaftá oggos undirjökli
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
EITT mesta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga er nú í rénun.
Jarðfræðingar leiða að því getum að lítið eldgos hafi orðið í
eystri sigkatlinum af tveimur í Vatnajökli þar sem hlaupið á
upptök sín, en jarðhræringar hafa ekki mælst áður í tengslum
við Skaftárhlaup. Myndin var tekin skammt sunnan við bæina í
Skaftárdal um það bil sem hlaupið var að ná hámarki á sunnudag.
A bls. 70 og 71 er að finna nánari frásögn af hlaupinu, myndir
og kort.
íslenska skáksveitin.