Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 niugull og hagorður Bókmenntir Erlendur Jónsson Kristján frá Djúpalæk: DREIF- AR AF DAGSLATTU. Kvæða- safn. 151 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1986. Kvæðaúrval þetta er gefíð út vegna sjötugsafmælis Kristjáns frá Djúpalæk. Þess vegna er líka birt þarna löng tabula gratulatoria þar sem forseti og biskup hafa ritað nöfn sín, auk fleiri stórmenna. Kristján frá Djúpalæk er sem sé skáld sem nýtur virðingar. Gísli Jónsson ritar alllangan formála þar sem hann samfagnar skáldinu en gerir jafnframt nokkra úttekt á kveðskap Kristjáns. Eg skil formálsorð Gísla svo að hann telji að ljóðlist Kristjáns hafi ekki alltaf notið tilskilinnar viðurkenn- ingar: »Veit ég þess dæmi að lærðir bókmenntafræðingar gæfu honum einkunnina alþýðuskáld í niðrunar- skyni.« Þetta segir Gísli. Og síðar: »Kristján frá Djúpalæk hræddist aldrei að yrkja eftir eigin höfði á atómöld.« Margur má þola vanmat og niðr- un — skáldin síst undanskilin. En hafi Kristján aldrei hlotið verri ein- kunn en að vera kallaður alþýðu- skáld má það heita vel sloppið. Kristján frá Djúpalæk er fyrir svo löngu þjóðkunnur fyrir bækur sínar — og ekki síður ágæta dægurtexta — að hann má einu gilda hvað fræð- ingar hafa um hann sagt. Hitt er hveiju orði sannara, sem Gísli Jóns- son vekur athygli á, að Kristján fór sínar eigin leiðir meðan atómskáld- in létu mest á sér bera. Má vera að Kristján hafí þá orðið af athygli og umfjöllun sem honum að réttu lagi bar. Gísli minnir á að þá hafi f fyrsta sinn orðið skil milli lista- mannalistar og alþýðulistar. Atómskáldskapurinn var að því leyti bókmenntaleg einangrunar- stefna. Og Kristján hélt sig al- þýðumegin. En hlaut sú staða ekki einnig að valda nokkurri einangrun? Glæsilegur Volvo Volvo 740 GLE árg. 1984. Litur svartur Metalik, sportfelgur, rautt leður á sætum, höfuð- púðar aftan og framan, rafdrifnar rúður og speglar, útvarp og segulband, sentrallæsing, sumar- og vetrardekk, dráttar- kúla + rafmagn, grjótgrind o.fl. 5 gíra með yfirgír. Ekinn aðeins 30.000 km. Verð 750.000. Upplýsingar í síma: 20620 eða 22013. SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá SÍGtYIGnS Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með! >Allt á einum armi. IHrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel. lítarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 Atómskáldin stóðu þó alltént nær því sem þá var nýjast í heimslist- inni. Það er alls ekki sagt í niðr- unarskyni þótt ég fullyrði að Kristján hefði getað orðið ennþá betra skáld ef honum hefðu veist tækifæri til að viðra sig í heims- menningunni meðan ljóðlist hans var enn í mótun. »Kristján frá Djúpalæk þorði að vera hagorður,« segir Gísli Jónsson. Og sjálfur yrkir Kristján: »Hom- steinn míns lífs er ljóðið með stuðlum og rími.« Hagmælska Kristjáns frá Djúpalæk er ótvíræð. En stuðlar og rím eru einungis ytri búningur. Kristján stendur ekki síður föstum fótum í íslenskri kveð- skaparhefð með hliðsjón af yrkis- efnum og skáldskaparmáli. Hann sér landið í viðlíka ljósi og skáld þau sem kváðu sig inn að hjarta þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni. Hann yrkir um fóstuijörðina sem Krislján frá Djúpalæk. tákn fegurðar og frelsis; en líka sem uppsprettu ljóðsins, aflvaka skáld- skaparins. Og þangað sækir hann myndmál sitt. Fjallstindurinn á sér hliðstæður í mannlífinu, einnig blómið. Jörðin er móðir, stundum miskunnarlaus »en mild þó einnig og góð.« I kvæðinu Stormur minnir skáldið á að hinn sterki fer ekki alltaf með sigur af hólmi þó mikið láti: Stormurinn brýtur stráið sem »var allra jarðargrasa grennst.« En grasið vex á ný þar sem stormurinn eyðist og hverfiir. Þannig reynist lífið eyðingaröflunum sterkara. Kristján frá Djúpalæk er maður íhugull. Margt er í kvæðum hans spaklega hugsað og orðað. En mundu ekki hinar stuttu, smellnu vísur hans vera það sem flestir þekkja og lengst mun lifa? Þær mega koma fyrir sjónir sem spakmæli. Eða allt eins sem öfug- mæli. Til að mynda þessi sem ber fyrirsögnina Sannleikur: Sannleikurinn er sá að sannleikurinn á vissu stigi er verri en lygi. Tími þjóðskáldanna er liðinn. Eigi að síður er Kristján frá Djúpa- læk í hópi skálda sem þjóðfræg geta kallast og þarf þónokkuð til — nú á tímum popmenningar og fjöl- miðlunar. Vinsældir hans verða ekki í efa dregnar. Dreifar af dag- sláttu er notaleg bók og ekki að furða þó margur vilji eiga samleið með skáldi sem svo kveður. „Spennandi leit“ Bókmenntir Vigdís Grímsdóttir HANDKLÆÐI í GLUGGAKISTUNNI Óskar Arni Óskarsson Útgefandi: Blekbyttan Bókaforlagið Blekbyttan er sam- vinnufyrirtæki þriggja höfunda og gefur út ljóðabækur þeirra. í smá- auglýsingu frá forlaginu stendur að þama fari þijár góðar bækur og víst er að fá forlög geta státað af jafn sannri auglýsingu. Ég hef þegar fjallað um nokkra þætti margslunginnar bókar Berglindar Gunnarsdóttur sem hún kallar Ljóðsótt. Bók Einars Ólafssonar Sólarbásúnuna hef ég lesið og finnst hún bæði kraftmikil og kjam- yrt. Nú hef ég fengið til umfjöllunar bók Óskars Áma Óskarssonar Handklæði í gluggakistunni sem er hans fyrsta bók en ljóð eftir Óskar hafa líka birst í tímaritum. Ég hafði gaman af að lesa mörg ljóðanna í þessari bók en hún hefur að geyma ljóð af ólíkum toga. Kannski leitar höfundur fyrir sér, leitar hins eina tóns eins og flestir gera sem yrkja af alvöru. Spenn- andi leit og ævinlega forvitnileg. Óskar skiptir bókinni í fimm mis- langa hluta og ég kem ekki auga á að þeir eigi saman efnislega, enda engin nauðsyn. Sjónarhom hæðni- skopsins er fjarska vinsælt í íslenskri nútímaljóðlist. Menn hæð- ast að öllu mögulegu og ómögulegu, nánast allri tilvemnni og stundum veitir ekki af. Útfrá þessu sjónar- homi em mörg ljóð sprottin, misjöfn að gæðum og hafa misjafna skírskotun eins og gengur. Sum virðast nær eingöngu fest á blað af því að þau em sniðug. Önnur em dýpri, segja almenna sögu, fá menn til að hugsa. Þau þykja mér betri. í ljóðabók Óskars er að finna ljóð af báðum þessum gerðum en fleiri fylla flokk hinnar síðamefndu. Undir fyrri flokkinn fínnst mér t.d. falla ljóðin í þriðja hlutanum sem heitir í kústaskápnum. Undir síðari gerðina fellur aftur á mótið ljóðið um minn kæra sem er vel spunnið frásagnarljóð, myndrænt og efn- isríkt. Minn kæri (níunda erindi) Minn kæri staulast heim á leið eftir sólbakaðri stéttinni einn morgun snemma um það leyti sem krían storkar syfluðum bílstjórum með glannalegu flugi sínu yfir tjöminni og hann undrast að enn skuli nóttin luma á björtum degi. Ljóð af öðrum toga em líka auð- fundin í bókinni. Óskar yrkir tilfinn- ingaljóð, leitandi og hlý. Af þeirri gerð langar mig að nefna ljóð eins og Síðan þú fórst og Á villigötum. I báðum ljóðunum eru sterkar myndir, fallegur hljómur. Á villigötum (lokaerindi) Stundum heyri ég fótatak í forstofunni skuggamir i garðinum hvísla leyndarmálum að tijánum ég heyri dropana falla kannski þvær rigningin saltið af rúðunni í nótt Hressilegur fannst mér sá hluti bókarinnar sem sagður er úr glöt- uðu handriti bemskunnar. Hann kallar Óskar Bergstaðastrætið, fínn prósi sm segir frá strákalífi og mér finnst ástæða til að leita betur að þessu handriti, dusta rykið af fleiri minningum. Bergstaðastrætið 1958 Mamma lét renna vatn í stóra trébalann útí vaskahúsi. Það var vetur og ískalt gólfið stakk í fætuma svo maður þurfti að vera fljótur að klæða sig úr og stinga sér oíaní heitt vatnið. Og á meðan hugurinn maraði í hálfu kafi fylltist vaskahúsið af gufu svo rétt grillti í mömmu þar sem hún bograði yfir þvottinum og hvarf að lokum á bak við sængurfötin sem sveimuðu allt í kring eins og vofur. í svarta myrkri skutumst við útí portið og upp tröppumar með fangið fullt af hvítu taui. Gömul saga er sögð í ljóðinu Endurkoma (1984), gömul að því leyti að hún hefur verið sögð áður og oft áður og Óskar bætir ekki um hana, en hún er jafn sönn þrátt fyrir það. í gamlan farveg renna líka ljóðin í vatnsmýrinni og Og sjálfur er ég hálfslappur. Skáld- unum liggur oft það sama á hjarta. Og þótt Óskar láti ólíkindalega í hinu vísanaþunga ljóði Striptease er ljóst að hann kann margt fyrir sér, hefur úr ýmsu að moða. Spenn- andi verður að sjá hvert hann sfefnir í næstu bók. Striptease Ég kann ekki að klæða ljóðið í svartan blús eða rúmbusveiflu í bleikan náttkjól ástaigal eða ostaklessur ég kann ekki að klæða ljóðið í beljandi foss eða blikkdósahlátur í grængula tilfinningu titrandi tákna eða malbikuð hjörtu enda ástæðulaust ég á nýju fótin keisarans til skiptanna inní skáp Að ehdingu langar mig að þakka fyrir glæruna sem fylgir bókinni og P.s. orðin líka. Góður stæll og dálítið fallegur líka. Öll medfer- ‘ otvopna i landi Eyrarliakkahrepps bönnud. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Skiltið við Eyrarbakkaveg sem skotið hefur verið á. Selfoss: Skotið á skilti Selfossi. SKILTI á hreppamörkum Eyrar- bakkahrepps og Sandvíkurhrepps hefur verið eyðilagt, augsýnilega af skotmönnum sem andsnúnir eru texta skiltisins um bann við meðferð skotvopna. Öll meðferð skotvopna er bönnuð í landi Eyrarbakkahrepps og það gefíð til kynna með skiltum við hreppamörkin. Einhveijir skotglaðir menn hafa skeytt skapi sínu á skilti við Eyrarbakkaveg með því að skjóta á það og um leið sýnt vanhæfni sína að hafa skotvopn undir höndum. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.