Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 14
14 MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Skammsýni Alþingis, rannsóknasjóður skertur eftirPál Theodórsson Um þessar mundir er unnið að gerð nýrra kjarasamninga. Þjóðartekjur hafa lítið aukist umfram það sem hagstæðir ytri þættir hafa fært okkur, eins og t.d. lækkandi verð á eldsneyti. I kjarasamningunum er því fyrst og fremst verið að semja um hnikun einstakra hópa. En hvers vegna þessi stöðnun? Hvers vegna eflast ekki atvinnuvegir þjóðarinnar? Hvers vegna er rannsókna- og þróunarstarf í þágu atvinnuveganna vanrækt? Hvers vegna heldur Alþingi framlagi til rannsóknasjóðs í fastri krónutölu? Hvers vegna höltrum við? Vorið 1978 var lokið við mikla úttekt á rannsóknum á íslandi, sem unnin var á vegum Rannsóknarráðs ríkisins. Niðurstaða könnunarinnar sýndi að við vorum vart hálfdrætt- ingar í þessum efnum miðað við iðnvæddar þjóðir. Á grundvelli þess- arar úttektar var lögð fram vel unnin og framsækin áætlun um rannsókna- og þróunarstarf. Fram- kvæmdastjóri rannsóknarráðs og frumkvöðull þessa átaks var Steingrímur Hermannsson. Fyrir rúmu ári var árangur síðustu ára kannaður. Þar blasti við dapurleg mynd, í stað sóknar hafði ríkt stöðn- un í rannsóknum. Fleiri aðilar hafa reynt að hvetja til sóknar. Á síðasta ári var að frum- kvæði Félags íslenskra iðnrekenda lögð fram ítarleg tillaga um átak til að efla íslenskan rafeinda- og hugbúnaðariðnað, en engin grein tækni er í jafn ríkum mæli undir- staða nýsköpunar í atvinnuháttum sem þessar greinar. Lagt var til að varið yrði 40 millj. kr. á ári í ljögur ár til að styrkja og efla þessar grein- ar. Þess má geta að um svipað leyti var samþykkt á þingi í Danmörku að tillögu stjómar Pauls Schliiter að leggja út í nærri tvöfalt um- fangsmeira átak miðað við fólks- fjölda. Tillaga iðnrekenda veu- lögð fyrir þáverandi iðnaðarráðherra, sem tók henni mjög vel, kynnti hana í ríkis- stjóm og sagði í útvarpsviðtali nokkm síðar að samþykkt hafi ver- ið að hrinda þessu átaki í fram- kvæmd. Skömmu síðar skiptu ráðherrar um stóla, „til að styrkja ríkisstjómina", en síðan hefur ekk- ert frést af tillögunni á opinbemm vettvangi að því er ég best veit. Fyrir skömmu var kynnt mjög áhugaverð tillaga um eflingu tölvu- og upplýsingatækni, en starfshópur sem vinnur á vegum Rannsóknar- ráðs ríkisins hefur samið tillöguna. í Tímanum 26. nóvember síðastlið- inn segir frá kynningu á tillögunum á eftirfarandi hátt: „Einn meðlimur starfshópsins, Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri Iðntæknistofn- unar, sagði að þessi skýrsla væri lokatilraun til þess að Islendingar SIEMENS Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hrtaval. •Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. •íslenskur leiðarvísir. •Gömlu góðu Siemens- gæðin. Komið í heimsókn til okkar: Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. SIVVAMAT 276 Páll Theodórsson „Á sama tíma er hér verið að draga úr fram- lagi til rannsóknasjóðs- ins nýja. Er nema von að spurt sé, hvernig getur þetta skeð árið 1986, í hverskonar ver- öld lifa þessir 60 Alþingismenn okkar?“ gætu náð í skottið á þróuninni áður en það væri um seinan. Staðreynd- in væri sú að margar skýrslur hefðu verið samdar um rafeinda- og tölvu- iðnað síðustu tíu árin, en ekkert hefði gerst vegna þess að hugmynd- ir, sem þar hefðu birst, hefðu ekki vakið nokkurn áhuga ráðamanna." En hefur ekkert gerst í þessum málum? Það væri fullmikið sagt. Fyrir tveimur árum var sem bjart- ari tímar væru framundan. Rikis- stjómin tilkynnti að ákveðið hafí verið að stofna nýjan sjóð til rann- sókna og þróunar í þágu nýsköunar í íslensku atvinnulífi. A árinu 1985 var síðan varið 50 millj. kr. (af er- lendu lánsfé) til þessa nýja sjóðs. Vissulega munaði mikið um þetta fé. Þegar fjárlagafrumvarp var lagt fram í fyrrahaust kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir að halda þessari upphæð óskertri að raun- gildi því samkvæmt frumvarpinu skyldi leggja óbreytta krónutölu til sjóðsins. Allfjölmennur hópur áhrifamanna úr atvinnulífi og rann- sóknum skoraði þá á Alþingi að efla þennan sjóð verulega með því að verja til hans 150 millj. kr. svo hann yrði nokkuð í líkingu við hlið- stæða sjóði í ýmsum nágrannalönd- um okkar. Ekki hreif þetta, upphæðinni var ekki hnikað. Og nú er enn verið að fjalla um fjárlög, og enn er framlagið til sjóðsins óbreytt í krónutölu, 50 millj. kr. I reynd er verið með þessu að leggja sjóðinn niður hægt og hljóðlega. Sumir telja að ríkisvaldið eigi ekki að hafa bein afskipti af slíkum málum, en efla þess í stað fyrirtæki svo þau geti séð um þetta sjálf. Sé litið til annarra landa blasir hins- vegar við að þar þykir þetta eðlilegt hlutverk ríkisvaldsins, hvort sem í landinu situr hægri eða vinstri stjóm, og einnig þótt þar séu öflug iðnfyrirtæki. Sem dæmi má nefna að í Munchen í Þýskalandi er verið að reisa miklar rannsóknastofur til að efla rafeindaiðnað og er gert ráð fyrir að um helmingur fjárins komi frá fyrirtækjum en helmingur frá stjómvöldum, og það þótt mjög öflug rafeindafyrirtæki starfí í Þýskalandi. Heildarkostnaður er áætlaður 400 millj. þýskra marka. Miðað við íÞúafjölda svarar þetta til um 30 millj. króna á Islandi. Á sama tíma er hér verið að draga úr framlagi til rannsókna- sjóðsins nýja. Er nema von að spurt sé, hvemig getur þetta skeð árið 1986, í hverskonar veröld lifa þess- ir 60 Alþingismenn okkar? Stundum er kvartað yfir óhóflegum ferðum þingmanna og ráðherra til útlanda. Ekki vil ég taka undir þessar að- fínnslur, en ég vil hvetja þá til að nota tíma sinn þar betur, m.a. til að kynna sér nokkuð hvemig þing og ríkisstjómir annarra landa taka á málum sem varða efhahagslega afkomu þjóðanna í svo ríkum mæli. Kynnið ykkur hvað gert er á Norð- urlöndum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og víðar. Skammt er nú til þess að kjörtímabili þeirra þingmanna, sem nú sitja á Alþingi, ljúki. Sennilega verður ákvörðun um framlag til rannsóknasjóðsins síðasta tækifær- ið sem þeir fá til að móta nýja stefnu í atvinnurannsóknum. Eg vona þá að þeir íhugi fyrmefnda áskomn, sem þeim var send fyrir ári. Höfundur er eðlisfræðingur og sérfræðingur við Raunvísinda- stofnun háskólans. Bladburðarfólk óskast! ÚTHVERFI Heiðargerði 2—124 Ártúnshöfði (iðnaðarhúsnæði) Kjalarland KÓPAVOGUR Kársnesbraut 2—56 GARÐABÆR Langafit Ásgarðuro.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.