Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 61 Minning: Valgeir H. Axelsson aðstoðarvarðstjóri Fæddur 14. júní 1931 Dáinn 23. nóvember 1986 í dag fer fram frá Akureyrar- kirkju útför Valgeirs Hólm Axels- sonar aðstoðarlögregluvarðstjóra á Akureyri. Hann lézt 23. nóvember sl. í Landspítalanum í Reykjavík eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Valgeir fæddist þann 14. júní 1931, sonur hjónanna Axels Jó- hannssonar og konu hans Þorgerð- ar Ólafsdóttur sem bjuggu á Torfum í Hrafnagilshreppi í Eyja- firði. Axel lézt fyrir nokkrum árum en Þorgerður dvelur nú á Akureyri. Valgeir ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum, en á sautjánda aldursári fer hann að heiman og fer til náms að bændaskólanum á Hól- um í Hjaltadal, enda þótti skólanám þar góður kostur fyrir unga bænda- syni sem vildu afla sér staðgóðrar þekkingar fyrir væntanlegan at- vinnurekstur við landbúnað. Hann dvaldi tvo vetur við nám í Hólaskóla og nýtti sér vel þá kennslu sem þar bauðst. En hann sótti fleira til Hóla en fróðleik úr námsbókum og starfi, því þar kynntist hann þeirri konu sem varð lífsförunautur hans alla tíð síðan. Sú kona er Ragnheiður A. Sigurðardóttir, dóttir hjónanna Sigurðar Ingimars Amljótssonar og konu hans Jóhönnu Lilju Jóhannes- dóttur sem síðast bjuggu í Saurbæ í Kolbeinsdal, Skagafirði. Eftir að hafa útskrifast úr Hóla- skóla fór Valgeir ásamt unnustu sinni heim að Torfum og hófu þau bráðlega búskap þar á móti foreldr- um hans. Á Torfum bjuggu þau um fimmtán ára skeið en þá taka þau sig upp og flytja búferlum til Akur- eyrar. Valgeir hafði stundað löggæslu- störf samhliða búskapnum um árabil en þegar þau flytja til Akur- eyrar gerðist hann fastur starfs- maður í lögregluliði bæjarins og starfaði þar síðan til dauðadags. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið og er það yngsta enn á bemskuskeiði. Elst er Jóhanna Lilja, var gift Pétri Pálmasyni og eiga þau tvö böm, Ragnheiði Om og Tómas Pálma; Vífill blikksmíða- meistari á Akureyri; Birkir; Hjördís. Þau Valgeir og Ragnheiður bjuggu sér og bömum sínum fag- urt heimili. Fjölskylduböndin vom sterk og allir í fjölskyldunni virtust vera meðvitaðir um þann sannleik að ást og kærleikur em með því mikilverðasta í lífinu. Það var ánægjulegt að koma í heimsókn á heimili þeirra. Ég, er þetta rita, naut þess að heimsækja þau Valgeir og Ragnheiði systur mína, þar á heimili ríkti friður og hlýleiki, þeim var í blóð borin gest- risni og sýndu öðmm alúð og umhyggju svo öllum leið vel í ná- vist þeirra. Það vom ómetanlegar stundir að dvelja með þeim í húsi þeirra í Kringlumýri efst á Höfðanum, þar var víðsýnt út Eyjafjörð og til fjall- anna austan fjarðarins, sú fegurð sem þar mætti sjónum á sólríkum sumarkvöldum er ógleymanleg. Það er erfítt að sætta sig við að heimilisfaðirinn í þessari samhentu fjölskyldu sé nú svo skyndilega kallaður burtu, en um lögmál lífs og dauða tjáir ekki að deila, harm- ur fjölskyldunnar er þungur að bera en minningin er eftir, minning um ljúfmenni sem öllum vildi gott gera og virkaði mannbætandi á hvem sem honum kynntist, við samferða- menn hans eigum margt að þakka. Ég votta eftirlifand eiginkonu, bömum þeirra og öðrum aðstand- endum innilega samúð, ég trúi að minningin um góðan dreng verði þeim huggun því minning um Vai- geir Axelsson er fögur minning. Blessuð sé minning hans. Ari Sigurðsson Þann 23. nóvember sl. lést í Landspítalanum í Reykjavík einn af vaktfélögum okkar, Valgeir Hólm Axelsson, aðstoðarvarðstjóri, aðeins 55 ára að aldri. Hann mætti til vinnu sinnar á nætuvakt 23. október sl. en er skammt var liðið á vaktina veiktist hann og varð að hverfa af vaktinni. Hann háði síðan harða baráttu við erfíðan sjúkdóm í mánaðartíma þar til yfir lauk. Ekki hvarflaði að okkur umrætt kvöld að við ættum ekki eftir að starfa með honum framar. Valgeir hóf störf í lögregluliði Akureyrar 1. apríl 1964, en áður hafði hann starfað sem héraðslög- reglumaður frá 1955. Hann var gerður að aðstoðarvarðstjóra 1. mars 1977 og starfaði upp frá því á vakt C. Valgeir var einstakur starfsfélagi sem gott var að starfa með. Hann var mikill geðprýðismaður sem leysti hin ýmsu verkefni lögreglu- mannsins með lipurð, en gat verið fastur fyrir ef það átti við. Það sem einkenndi Valgeir mest í starfí var hans létta lund og ósérhlífni til allra verka. Hann var dulur um eigin hagi og kvartaði ekki, en undanfar- ið mun hann ekki hafa gengið heill heilsu til starfa en um það vissum við ekki fyrr en síðar. Um hann má segja að hann stóð meðan stætt var. Nú að leiðarlokum viljum við þakka honum samstarfíð sem var með þeim ágætum að á betra verð- ur ekki kosið. Þar bar aldrei nokkum skugga á. Eiginkonu, bömum, bamaböm- um, aldraðri móður, ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðjur. Góðs drengs er gott að minnast. Megi það vera huggun og styrkur þessa myrku skammdegisdaga. Eft- ir myrkrið birtir á ný. Með kveðju og þökk fyrir allt. Arni Magnússon Mig langar með örfáum orðum að kveðja mág minn, eftir áratuga langa og góða vináttu. Mín fyrstu kynni af Valgeiri hóf- ust þegar við Freyja systir mín fóram í heimsókn norður í Eyjafjörð að heimsækja Ragnheiði systur okkar, sem þá var trúlofuð Valgeiri og höfðu þau hafíð búskap að Torf- um. Við voram hálf feimnar og uppburðarlitlar, en sú feimni hvarf er við höfðum dvalið stuttan tíma á því ágæta heimili sem þar var, en þau bjuggu þar í sambýli með foreldram Valgeirs. Það er skemmst frá því að segja að kynni okkar Valgeirs urðu með þeim ágætum að ekki hefur liðið það sumar að ekki hafí verið farið í heimsókn á heimili þeirra, fyrst í sveitina með bömin meðan þau vora ung og síðan til Akureyrar eftir að þau Ragna og Valgeir fluttu þangað. Þær era margar ánægjustundim- ar sem ég og fjölskylda mín höfum átt á þeirra góða heimili bæði fyrr og síðar. Ég kveð Valgeir mág minn með kæra þakklæti frá okkur Sigga og bömunum. Rögnu systur og böm- unum bið ég guðs blessunar. Hulda Sigurðardóttir Valgeir Axelsson aðstoðar varð- stjóri hjá lögreglunni á Akureyri, lést þann 23. nóvember sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Hann hafði þá skömmu áður þurft að fara heim af hálfnaðri skylduvakt sinni hjá lögreglunni, þegar hann kenndi sér meins í þeim sjúkdómi sem síðan reyndist honum yfirsterkari. I þau tæp 23 ár sem hann starf- aði hjá lögreglunni á Akureyri vora það aðeins örfáir dagar sem hann ékki gat sinnt vinnuskyldu sinni vegna veikinda. Þess vegna kom það sem reiðarslag hjá okkur vinnu- félögum hans þegar andlát hans fréttist. Hann var aðeins 55 ára og fór því miður langt fyrir aldur fram. Valgeir fæddist að Holti í Hrafnagilshreppi þann 14. júní 1931. Hann var sonur hjónanna Axels Jóhannssonar og Þorgerðar Ólafsdóttur, en hún lifir son sinn. Hann kvæntist Ragnheiði Sig- urðardóttur og hófu þau búskap í félagi við foreldra Valgeirs að Torf- um í Hrafnagilshreppi. Þeim Valgeir og Ragnheiði varð fjögurra bama auðið, Jóhönnu, Vífíls, Birkis og Hjördísar, en þau sjá nú að baki ástríkum föður. Valgeir fluttist með ijölskyldu sinni til Akureyrar vorið 1964 og hóf hann þá strax störf í lögregiu- liði Akureyrar. Valgeir hafði þá um nokkurra ára skeið verið héraðslögreglumað- ur í Eyjafirði og þá aðallega starfað á samkomum hér í fírðinum. Það varð því snemma hans hlutskipti að vinna þegar aðrir vora að skemmta sér, en þessi vinna var mest á kvöldin og á nóttunni. Þetta kom ekki að svo mikilli sök hjá Valgeiri því hann var þeim gáfum gæddur að geta skemmt sér í vinn- unni ef svo bar undir. Hans einstaka kímnigáfa og góða skap skemmti ekki aðeins honum heldur ekki -íður okkur samstarfsmönnum hans. Hann átti mjög auðvelt með að sjá skoplegu hliðar tilverannar, og stytti það margar langar og leiðin- legar næturvalctir fyrir okkur samstarfsmenn hans. Við voram þrír sem hófum störf á sama tíma hér hjá lögreglunni vorið 1964. Einar heitinn Einars- son, Valgeir og ég undirritaður. Þeir tveir fyrmefndu sem nú era látnir vora þá fullorðnir menn, en ég óharðnaður unglingur. Þá hófust okkar fyrstu kynni, sem síðar áttu eftir að verða mikil og náin. Með breyttri vaktaskipan hjá lögreglunni skömmu síðar átt- um við Valgeir eftir að verða nánir samstarfsmenn á vöktum um nokk- urra ára skeið, og minnist ég þeirra stunda með söknuði. Valgeir lauk námi í lögregluskóla ríkisins eins og allir lögreglumenn gera, og einnig sótti hann nokkur námskeið skólans í hinum ýmsu þáttum löggæslunnar. Hann naut trausts og virðingar yfírmanna sinna og árið 1971 var hann skipaður flokksstjofi og að- stoðarvarðstjóri 1977. Valgeir tók virkann þátt í félags- málum lögreglumanna og var um nokkurra ára skeið í stjóm lögreglu- félags Akureyrar. Við lögreglumenn á Akureyri minnumst vinar okkar og sam- starfsmanns með virðingu og miklum söknuði. Við verðum í þessu sem öðru að una dómi dómarans, jafnvel þótt við ekki ailtaf skiljum tilganginn. Ég vil að lokum fyrir mína hönd, fjölskyldu minnar og samstarfsfólks á lögreglustöðinni 'þakka Valgeiri góð kynni, og við biðjum guð al- máttugan að blessa eiginkonu hans, böm, bamaböm aldraða móður, bræður og aðra ástvini. Ólafur Ásgeirsson t Faöir minn, STEFÁN STEINGRfMSSON, BarmahlíA 35, lést að morgni 1. desember. Stefán Stefánsson. t Bróðir okkar, GÍSLI PÁLMASON, fyrrverandi kjallarameistari Nausts, andaðist í Landakotsspítaia að morgni 29. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Jónfna Pálmadóttir, Hólmfríður Pálmadóttir. t Bróðir minn og frændi, GUÐMUNDUR JÚLÍUS SIGTRYGGSSON, LönguhlfA 3, sem andaöist í Landspítalanum 24. nóvember sl. verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. desember kl. 13.30. Sofffa Sigtryggsdóttir, Sigrún Brynjólfsdóttir. t Útför móður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Lækjargötu 1, Hafnarfirði, ferfram frá Hafnarfjarðarkirkju miövikudaginn 3. desember kl. 13.30. Sjöfn Júlfusdóttir, Dagrún Erla Júlfusdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, STEINUNN BJARNADÓTTIR, andaðist f Landspítalanum 18. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sjöfn Ólafsdóttlr, Jón Gestur Sveinbjörnsson. Bróðir okkar, JÓHANNES PÁLSSON, Langholtsvegi 144, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Systkinin. t Öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýju við fráfall eigin- manns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR SIGFÚSAR SIGURJÓNSSONAR, Snœhvammi, Breiðdal, sendum við hjartans þakkir. Ásta Marfa Herbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.