Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Sláturhús flokkakerfísins eftirAlfreð Guðmundsson t$9í Hefur sláturhúsmeistara fjór- flokksins, Jóni Baldvini Hannibals- syni, tekist að slátra Bandalagi jafnaðarmanna með enn einni „sögulegri sættinni"? Því verður að svara neitandi, þó Jóni Baldvini hafi óneitanlega tekist að koma svöðusári á BJ. Eftir marg ítrekuð bónorð Jóns Baldvins formanns Alþýðuflokks, ákváðu þrír af þingmönnum BJ að ganga til liðs við Jón Baldvin, þrátt fyrir margendurteknar yfírlýsingar af hálfu BJ-þingmanna um að stefnumál BJ ættu hvergi heima innan fjórflokkakerfisins. Benda má á viðtal við Guðmund Einarsson í Helgarpóstinum þriðja september sl. En þar segir Guðmundur: „Við höfnum samstarfi við fjórflokkinn, mig langar alls ekki í framboð fyr- ir slíka flokka." Hvað veldur þvílíkri kúvendingu á minna en einum mánuði, hvílíkri skömm, siðleysi og niðurlægingu fyrrum þingmanna BJ við baráttu Vilmundar Gylfasonar og mark- miða BJ? Hvers vegna þessi uppgjöf og brotthlaup til þess kerfís sem ofan- greindir þingmenn hafa verið iðnastir við að gagnrýna? Voru það skoðanakannanir sem voru brott- hlaupinu valdandi? Var það óttinn við að missa þingsætin? Er orðin málefnaþurrð hjá BJ? Eða var eitt- hvað allt annað sem var brotthlaup- inu valdandi? Afbragðs köttur á eigin leiðum - Hitt leikhúsið vandar vel til verka Hljómplötur Árni Johnsen Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir heitir nýútkomin hljómplata sem Hitt leikhúsið gefur út með sönglögum úr samnefndum söng- Ieik sem Alþýðuleikhúsið sýnir, en höfundur er Ólafur Haukur Símonarson. Kötturinn er frábær hljómplata, góðir textar, góð lög, góðar útsetningar og afbragð góðir söngvarar. Kötturinn er ; bæði skemmtileg plata og vönduð og efnið á toppmælikvarða söng- leikja. Edda Heiðrún Backman spilar stórt hlutverk í Kettinum og ferst það vel úr hendi, enda er hún ein- hver besta söngkona landsins í dag á vettvangi söngleikja. Fjöl- hæfni hennar er slík að nálgast náttúruundur, en hún er ein af þessum manneskjum sem verða eins konar kjarabót öllum sem kynnast. Meðal annarra Jaga syngur hún Vögguvísu Ólafs Hauks sem kom við sögu í aðsigl- ingunni að Evrópukeppninni í Noregi. Þá tekur Eiríkur Hauks- - son nokkur lög með sínum öruggu tilþrifum, en plata með slíkum tveimur söngvurum býr vel. En þó hægt sé að segja að hvert lag- ið sé öðru betra þá eru allir söngvaramir mjög góðir. Lísa Pálsdóttir syngur með glæsibrag og Gunnar Rafn Guðmundsson og Jóhann Sigurðarson með ágæt- um Óð hestsins og Trúaijátningu hundsins. Þá syngur höfundurinn, Ólafur Haukur, flögur lög með öryggi fagmannsins og skemmti- legri túlkun í vísnasöngsstíl. Textar Ólafs Hauks eru góðir í heild og mætti leggja meiri áherslu á að kynna æskufólki slíka texta fremur en margt af því drasli sem er á boðstólum eft- ir ódýrum uppskriftum. Ég hef ekki séð sýninguna Kötturinn sem fer sínar eigin leið- ir, sem Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir í Bæjarbíói í Hafn- arfírði, en hvað sem um sýninguna mætti segja, er það örugglega þess virði að fara þó ekki væri nema til að hlusta á söngvana. Gunnar Þórðarson hefur séð um útsetningar laganna á plöt- unni og það gerir hann af sínu alkunna öryggi og smekkvísi, en hann leikur einnig á nokkur hljóð- færi auk Jan Kjeld Seljeseth og Gunnlaugs Briem. Hitt leikhúsið hefur vandað sérstaklega vel til alls sem það hefur tekið sér fyrir hendur, heiður sé því og þökk, og vonandi halda þeir sínu striki. Tangarhald Alþýðu- flokks Hvers vegna lögðust fyrrverandi þingmenn BJ eins og lúbarðir rakk- ar fyrir fætur Jóns Baldvins? Eftir pólitíska slátrun Stöðvar 2 á Stefáni Benediktssyni hafa mál verið að skýrast varðandi huldu- mann fréttarinnar. Vitað er að núverandi forystumönnum BJ var ókunnugt um þau atriði er snerta bókhald BJ 1985 og 1986 og þar af leiðandi ókunnugt um heimildir Stöðvar 2, enda eru þau bókhalds- gögn enn í höndum Alþýðuflokks. Einnig er kunnugt að þau sem stóðu að Félagi jafnaðarmanna vor- ið 1985 fóru með vitneskju um fjármál Stefáns Benediktssonar úr jJ. Ein þeirra tilheyrir nú þing- flokki Sjálfstæðisflokks og sumir þeirra eru á leiðinni eða í framboð fyrir Alþýðuflokk. Vitað er að Alþýðuflokknum var fullkunnugt um fjármál Stefáns Benediktssonar fyrir mitt ár 1985. Því má augljóst vera að staða fyrr- verandi þingflokks BJ yrði gjörsam- lega vonlaus í komandi alþingis- kosningum, með þá hótun Eiðs Guðnasonar, formanns þingflokks Alþýðuflokks, í farteski sínu að hann myndi birta þær heimildir um fjármál Stefáns Benediktssonar og BJ, þegar „hægt væri og verður gert þegar ástæða þykir til“. (EG. Alþingistíðindi 1984—’85 31. hefti bls. 7044-7045). Það væri varla stætt á öðru en að segja, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki staðið við hótun sína með til- liti til pólitískrar slátrunar Stefáns Benediktssonar á Stöð 2. Því er spurt: Hafði Alþýðuflokk- urinn kúgunartak á fyrrverandi þingmönnum BJ? Með því að hafa til hliðsjónar að Alþýðuflokkurinn heldur enn bókhaldsgögnum BJ, og sjáanlegt er að núverandi þingmenn Alþýðuflokks ætla að reyna að þegja málið í hel, verður hver að svara fyrir sig. Til þess að átta sig á fjármunum í þessu máli má benda á að útgáfu- styrkur frá Alþingi til BJ frá 1983—’86 var á milli 6 og 7 milljón- ir, fyrir utan aðrar greiðslur til þingflokks. Það má með sanni segja að fyrr- verandi þingflokki BJ er vel komið fyrir hjá þeim þingflokkum sem sætta sig við og sjá ekkert athugun- arvert við þvílíka spillingu og siðleysi og kerfí sem álítur almenn- ar kosningar marklausar. Pólitík Bandalags jafnaðarmanna Við skulum minnast þess að BJ var upphaflega komið á fót til höf- uðs stöðnuðu fjórflokkakerfi og innan BJ er áhugafólk um breyt- ingu á kerfínu til hagsbóta fyrir hinn almenna borgara. Hugsjóna- fólk með það að leiðarljósi að Alfreð Guðmundsson „BJ mun mæta til leiks með kröfur um að ein- staklingnum verði gert kleift að halda sjálfs- virðingu sinni með mannsæmandi launum fyrir átta stunda vinnu- framlag.“ siðspilling, kjördæmapot og einka- hagsmunir pólitíkusa verði að víkja fyrir þörfum fólksins í landinu. Þrátt fyrir áföll BJ undanfarin ár og breytingu á forystuliði BJ eftir brotthlaup fyrrverandi þing- manna eru málefni Vilmundar Gylfasonar og BJ í fullu gildi enn og mun BJ mæta til leiks í kom- andi kosningabaráttu reynslunni ríkari. Bandalag jafnaðarmanna mun beijast gegn kerfi sem hefur sam- viskuleysi og siðspillingu að leiðar- Ijósi við atkvæðaveiðar, gegn kerfí sem hefur brugðist hinum almenna borgara, gegn brostnu húsnæðis- lánakerfi, gegn kerfí sem hirt hefur eigur fólks í formi verðtryggðra okurlána, sem Alþýðuflokkurinn átti upphaf að, gegn kerfí sem tek- ur ekki mark á almennum kosning- um, gegn kerfi sem arðrænir þegna þessa lands með sultarlaunum. BJ mun mæta til leiks með kröfur um að einstaklingnum verði gert kleift að halda sjálfsvirðingu sinni með mannsæmandi launum fyrir átta stunda vinnuframlag, til þess að sjá sér og sínum farborða sem hæfír virðingu hvers og eins. . Það er ljóst að BJ hefur haft áhrif til hins betra á okkar þjóð- félag á undanfömum ámm. I því sambandi má benda á umræður um þriðrja stjómsýslustigið (fylkjamál), vinnustaiðasamninga, fijálst físk- verð, mikla umræðu um hagsmuna- árekstra, þar sem það hefur sýnt sig undanfarið að íjórflokkakerfið er samt við sig við hagsmunagæsl- una. Benda má á örfá dæmi um stefnumál BJ sem skemmra eru á veg komin, en full ástæða er til að beijast fyrir af fullri hörku í kom- andi framtíð; að jafnað verði misvægi atkvæða, um fijálsa gjald- eyrisverslun, beint lýðræði, þjóð- fund um stjómarskrá, strangar reglur um hagsmunaárekstra, al- geran aðskilnað milli löggjafar- og framkvæmdavalds og að almenn- ingi verði auðveldað að leita réttar síns gegnum dómskerfíð. BJ mun einnig vinna að því að „land verði nýtt í þágu þjóðar". Hér hefur ver- ið lítillega vikið að ýmsum stefnu- málum BJ, en fjallað verður um nánari útskýringar á þeim í gfreinar- skrifum og í umræðu á opinberum vettvangi á komandi mánuðum. Lokaorð Að gefnu tilefni vill framkvæmda Bandalags jafnaðarmanna beina þeirri áskorun til formanns Al- þýðuflokks, Jóns Baldvins Hannib- alssonar, og formanns þingflokks Alþýðuflokks, Eiðs Guðnasonar, að þeir beiti áhrifum við sína sam- flokksþingmenn í þá veru, að fjármunum, bæklingum, bókhaldi 1985 og 1986 og öðrum lausafjár- munum Bandalags Jafnaðarmanna verði skilað til framkvæmdanefndar BJ, til að ekki leiki vafí á heiðar- leika þeirra þingmanna sem Alþýðuflokkurinn hefur nú innan sinna raða án kosninga. Eða er ein- hveiju að leyna? Höfundur er í framkvæmdanefnd BJ. Háskóla- tónleikar á morgnn SJÖUNDU Háskólatónleikarnir á haustmisseri verða haldnir í Norræna húsinu á morgun mið- vikudag, 3. desember. Kjartan Oskarsson klarinettleik- ari og Pétur Grétarsson slagverks- leikari flytja verk fyrir klarinett og ásláttarhljóðfæri. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. LYKILLINN AÐ VANOAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar - 9 III. □Hamar 59861227 = 2 □ Helgafell 59861227IVA/ — 2 □ Sindri 59861227 - 1 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur biblíulestur kl. 20.30. Flóamarkaður verður í sal Hjáipræðishersins í Kirkjustræti 2 á morgun og f'mmtudag. Opiö kl. 10.00-17.00 báða dagana. Mikið af góðum og ódýrum fatnaði. Hjálpræðisherinn. ^ÍLNÁMSGAGNASTOFNUN KENNSLUMIÐSTÖÐ Sfmi 28088 Friður Hvað getur skólinn gert og hvernig? Dagskrá í Kennslumiöstöö þriðjudaginn 2. desember kl. 14.00-18.00 í tilefni af friðarári Sameinuðu þjóðanna. Ávörp flytja: Sigurður Pálsson, Guðrún Agnarsdóttir, Pórir Kr. Þórðarson og Guðríður Sigurð- ardóttir. Margrét Pála Olafsdóttir, Berg- Ijót Ingvadóttir, Erling Ólafsson og Aðalbjörg Helgadóttir greina frá reynsíu sinni varöandi friöar- fræöslu í skólum og dagvistar- stofnunum. Umræöur og fyrirspurnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Áramótaferð til Þórsmerkur 30. des—2. jan. 1987 (4 dagar) Brottför kl. 07.00 þriðjudaginn 30. des. Fararstjórar: Einar Torfi Finns- son og Leifur Örn Svavarsson. Vegna mikillar aösóknar í ára- mótaferð Feröafélagsins er fólk vinsamlegast beðið að ná i far- miða fyrir 15. des. nk. Eftir þann tima verða ósóttir miöar seldir öðrum. Ath.: Ferðafólk á eigin vegum getur ekki fengið gistingu f Skagfjörðsskála — Þórsmörk — um áramótin. Feröafélag íslands AD-KFUK Bænastund í kvöld kl 20.00. Fundur kl. 20.30. „Við tendrum aðventuljósin, Ijós að hans ljósi“. Fundur I umsjá nokkurra félags- kvenna. Kaffi. Allar konur vel- komnar. Basarinn veröur laugardaginn 6. desember kl. 14. Skilið mun- um föstudaginn 5. des. á Amtmannsstíg 2b. Sérsmíði Sjáum um sérsmíðaðar innrétt- ingar i verslanir og ibúðahús. Sölumaöur sími 672725. Trésmiöjan Fjalar, Húsavík. Simi 96-41346. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Hilmar Foss lögg, skjalaþýð. og dómt., Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. Raflagnir — Viðgerðir S.: 687199 og 75299 Kaupi bækur Kaupi gamlar þækur, heil söfn og stakar bækur. Bragi Kristjónsson, Vatnsstíg 4. Sími 29720. ha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.