Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 19 Ég greiddi búslóðar- flutningana að fullu Af ógeðfelldri tvöfeldni Ragnars Kjartanssonar Gengið var frá greiðslunni með víxli í Útvegsbanka íslands (nr. 039797) til þriggja mánaða. Víxillinn var samþykktur af und- irrituðum og gefinn út af pr. Hafskip hf./Tryggvi Viggósson. í víxilupphæð voru framreiknaðir vextir kr. 4.731 þannig að alls hljóðaði víxillinn upp á kr. 37.697,- Víxilinn greiddi ég skil- víslega þ. 13. desember 1983. (Sjá meðfylgjandi afrit af greidd- um reikningum. víxli og greiðslu- nóta banka.) Ég greiddi þvi flutninga af búslóð minni til fulls að viðbættum vöxtum. eftirlngólf Margeirsson Ragnar Kjartansson, fyrrver- andi stjórnarformaður, Hafskips hf., hefiir í tvígang ráðist ómak- lega að mér í greinaskrifum í Morgunblaðinu. Fyrri greinin birtist miðvikudaginn 26. nóv- ember sl. undir heitinu „Jón eða séra Jón“. Þar ber Ragnar Kjart- ansson á mig þær sakir að Hafskip hf. hafi flutt búslóð mína milli landa á árinu 1983 án þess að taka flutningsgjöld fyrir. Enn- fremur nefnir Ragnar að skipafé- lagið hafi flutt bifreið mína milli landa á árinu 1984 án þess að taka flutningsgjöld fyrir. Fyrrverandi stjómarformaður þrotabúsins virðist gera að um- talsefni flutning á búslóð minni vegna þess að Helgarpósturinn greindi frá því að skipafélagið gaf Helenu Albertsdóttur Guð- mundssonar röskar 100 þúsund krónur eða sem svarar 100% af- slætti og að skuldinni hafí verið eytt í bókhaldi félagsins með ódagsettu bókunareyðublaði. Astæða þess, að þessarar eftir- gjafar var getið í grein um ívilnanir til Alberts Guðmunds- sonar iðnaðarráðherra og vensla- manna hans, er einfaldlega sú, að þannig var tekið á málinu hjá RLR og þannig var Alberts þátt- ur lagður skjallega fyrir embætti ríkissaksóknara. Spumingin, sem rannsóknar- aðiljar voru að velta fyrir sér, var einfaldlega sú hvort Helena hefði notið sérkjara vegna tengsla föð- ur síns við Hafskip. Þessum ásökunum Ragnars Kjartanssonar svaraði ég í stuttri grein í Morgunblaðinu þ. 27. nóvember undir fyrirsögninni „ Af rannsóknarblaðamennsku Ragn- ars Kjartanssonar". Vegna efnislegra ásakana í grein Ragn- ars svaraði ég honum um hæl án þess að hafa tiltæk gögn um málið í höndunum, enda þijú ár liðin frá því að Hafskip flutti búslóð fyrir mig frá Noregi. Mig minnti að þetta væri rétt hjá Ragnari og treysti á stopult minni um rausnarskap Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum for- stjóra Hafskips, sem ávallt- reyndist mönnum vel sem til hans leituðu þótt síðar hafí komið í Ijós að margur er bjamargreið- inn. Satt að segja tók ég grein Ragnars sem lélegan brandara skrifaðan í því skyni að gera rit- stjóra Helgarpóstsins neyðarleg- an í augum þjóðarinnar. Þegar önnur grein Ragnars Kjartanssonar birtist föstudaginn 28. nóvember sl. undir fyrirsögn- inni „Af starfsheiðri ritstjóra Helgarpóstsins" fór hins vegar gamanið að káma. Þar sakar hann mig um „ógeðfellda tvö- feldni" og að ég hafí fengið niðurfellingu á flutningsgjöldum að upphæð allt að kr. 100 þúsund á núvirði. Ég fór því alvariega í saumana á heimilisbókhaldi mínu til að komast að hinu sanna um þetta þriggja ára gamla „hneykslis- HAFSKIP HF. POSTMÖLF/P.O BOX W4 - 121 REYKJAVÍK SIMI'TEL 91-21160 - TEIEX 20J4 NAFNNÚMER 3604-0528 r 1n3C-FuR MFíFGEIPSSON LAXA FREDRIKSTrtO REYKJAk'IK 19.08.83 0 1330 Reiknlngurlmroic* -u«° 120078 MTILMVW. 07.08.83 FMÉÉMAAmm^L 004 82000 10000 Afrit af greiddum reikningi fyrir flutningsgjöld, eftirkröfu, upp- skipun og vörugjald vegna flutninga Hafskips á búslóð Ingólfs Margeirssonar þ. 7. ágúst 1983. Alls kr. 32.966,- Afrit af greiddum reikningi vegna víxilvaxta til þriggja mánaða. Alls kr. 4.731,- HAFSKIP HF. zz Roiknlngur lnvolca SlMI/TEL 91-21160 - TELEX 2034 r INGCLFUR MARGEIRSSCN -J LAXA FREDRI KSTAD MTIU4V1K. 120078 07.08.83 L,0‘ REYKJAUIK _J 08.08.83 0 1330 82000 10000 ■4AOM OTV TAXTv iw_ ueeHMo RATi CURRENCV OCNOI VALUE FLUTN.-GJ. 12.000 M3 540.00 6,480.00 NOK 3.8090 24,632 EFTIRNRAFA 1,648.00 NCK 3.8090 6,277 UPPáKIPUN 12.000 M3 150.95 1.911 OOPUGJALD 1.500 TN AA 1= FR 130.50 101 l*s ‘A' »uu>».V'iaAO«i 1 VOMJMUS SAMTAL& TOTAL Afrit af samþykkt Hafskips hf. fyrir vixilgreiðslu Ingólfs Mar- geirssonar vegna búslóðarflutninga þ. 7. ágúst 1983. Undirritað fyrir hönd Hafskips hf. MÁM (Magnús Ágúst Magnússon, fyrrum yfirmaður markaðsdeildar Hafskips hf.) mál“. Og hvað fann ég? Jú, Ingólfur Margeirsson greiddi að fullu öll gjöld af flutningi á búslóð sinni frá Fredrikstad til Reykjavíkur með ms. Laxá þ. 7.8. 1983. Gjöld voru sem hér segir: Flutningsgjald kr. 24.682 Eftirkrafa kr. 6.277 Uppskipun kr. 1.811 Vömgjald kr. 196 Samtals kr. 32.966 Ingólfur Margeirsson * „Eg fór því alvarlega í saumana á heimilisbók- haldi mínu til að komast að hinu sanna um þetta þriggja ára gamla „hneykslismál“. Og hvað fann ég? Jú, Ing- ólfur Margeirsson greiddi að fullu öll gjöld af f lutningi á bú- slóð sinni frá Fredrik- stad til Reykjavíkur með ms. Laxá þ. 7.8. 1983.“ Orð Ragnars Kjartanssonar um „ógeðfellda tvöfeldni" og nið- urfellingu af flutningsgjöldum em hér með dauð og ómerk. Um annað skítkast hans hirði ég ekki að svara. Hvað varðar flutning af bifreið minni í júnímánuði 1984 til Fredrikstad og aftur til íslands mánuði síðar er þetta að segja: Samkvæmt farmskýrslu í mínum fómm em farmgjöldin af bifreiðinni greidd. Það er umhugsunarefni fyrir lesendur og lýsir best hugarfari og starfsaðferðum forráðamanna Hafskips, þegar fyrmm stjómar- formaður skipafélagsins öslar fram á ritvöllinn með lygar og órökstuddar fullyrðingar í veikri von um að klína eigin sóðaskap á saklaust fólk. En ráðþrota hefndarþorsti fær oft á sig undar- legustu myndir. Lögfræðingar sem ég hef verið í sambandi við, tjá mér að ég hafí borðleggjandi mál í höndun- um ef ég vilji stefna Ragnari Kjartanssyni fyrir upploginn áburð og æmmeiðingar. Það má vel vera. En ég ætla að háðung sú og sneypa sem Ragnar Kjart- ansson hlýtur vegna þessa púðurskots sé nægur dómur fyrir fyrrverandi stjómarformann Hafskips og ætti að nægja til að sýna þennan mann í réttu ljósi. Höfundur er ritsijóri Helgar- póstsins. Afrit af víxli að upphæð 37.697 sem Ingólfur Margeirsson sam- þykkti vegna búslóðarflutninga á vegum Hafskips. Utgefandi pr. Hafskip/Tryggvi Viggósson. Víxillinn greiddur á gjalddaga og stimplaður af banka. Greiðslunóta Útvegsbankans greidd og stimpluð af banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.