Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.12.1986, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 Eittstærsta SKAFTAR- T HLAUP < í * NÓV.-DES. 1986 / KETILLim % Skaftárhlaup frá því mæl- ingar hófust SKAFTÁ er nú í rénun eftir jökulhlaup sem kom í ána um helgina. Ljóst er að þetta er eitt stærsta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. Fyrst var vart vatnavaxta snemma á laugardagsmorgun, en hlaupið náði hámarki um kl. 17.00 á sunnudag. Vakt var _ höfð við brúna yfir Eldvatn í Ásum fram á mánudags- morgun þegar ljóst var að hún væri ekki lengur í hættu. Heimafólk i Skaftárdal kemst enn ekki til byggða akandi, því áin rennur yfir veginn á tveimur stöðum við brýrnar vestan bæjarins. Vatn rann einnig yfir veginn fyrir neðan bæinn Hvamm en það hvarf þegar áin hörfaði í gær. y Að sögn Siguijóns Rists vatna- mælingamanns mældist há- punktur hlaupsins að þessu sinni um 1600 rúmmetrar á sekúndu, en það jafngildir fimmtánfoldu meðalrennsli Þjórsár. Áður en hlaupið byijaði var rennsli Skaft- ár um 50 rúmmetrar á sekúndu. Aætlað er að í þessu hlaupi muni að minnsta kosti 450 gígalítrar af vatni bijóta sér leið niður far- Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Snorri Sófóníasson og Davíð Guðnason, starfsmenn vatnamælingadeildar Orkustofnunar sjást hér mæla vatnshæð Skaftár við brúna yfir Eldvatn í Ásum um hádegisbilið á sunnudag. í Ijós kom að hækkað hafði i ánni um fimm sentimetra frá síðustu mælingu, einum og hálfum tíma áður. Hámarki náði Skaftárhlaupið tæpum fjórum tímum síðar. vegi árinnar. Það jafngildir teningi fullum af vatni sem er einn ferkílómetri að flatarmáli og 450 metra hár. Heildarvatns- magnið nú er nokkru meira en í síðasta hlaupi. Marín Böðvarsdóttir, húsfreyja í Skaftárdal III kippti sér lítið upp við það þótt Skaftáin hefði lokað veginum heim að bænum um stundar sakir. Tvíbýli er í Skaftárdal, og býr systir Marínar Ágústa með manni sínum í Skaft- árdal II. „Áin er í rénun, og líklega verður orðið fært á morg- un,“ sagði hún þegar blaðamaður hringdi austur í gær. „Við tókum ekki eftir því að Skaftá væri í vexti fyrr en þegar við vöknuðum á laugardagsmorgun. Um hádegi var svo flotið yfír veginn.“ Marín sagði að fólkið í Skaftárdal hefði engar áhyggjur af tímabundinni einangrun. „Við erum orðin vön Skaftá flaut yfir veginn á nokkrum stöðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vegurinn að bæjunum Skaftárdal II og III rofnaði á tveimur stöðum þegar vaxa tók í Skaftá á laugardag. Vatnið braut sér leið yfir varn- argarðinn vestan við brúna sem er til vinstri á þessari mynd, og rann yfir veginn á stórum kafla. Vatn rennur líka yfir veginu á kafla milli brúnna. í Skaftárdal III búa Marin Böðvarsdóttir og maður hennar Guðmundur Árnason, en í Skaftárdal II býr systir Marínar, Ágústa og maður hennar Eiríkur. Engin teljanleg röskun varð á daglegu lífi heimamanna að sögn Marínar, og telst nokkurra daga einangrun ekki til tíðinda á þeim bæ yfír háveturinn. því að vera lengi ein. Bærinn er það einangraður." Eina mannvirkið sem er í veru- legri hættu í Skaftárhlaupum er brúin yfir Eldvatn í Ásum, á þjóð- veginum vestur af Kirkjubæjar- klaustri. Hraunið, sem undirstöð- ur brúarinnar standa á, liggur ofan á moldarlagi sem áin gæti í miklum hleypingum hrifsað burt. Á sjöunda áratugnum hrundi brúin yfir Eldvatn í Skaft- árhlaupi. Oddsteinn Kristjánsson bóndi í Hvammi, og nágranni hans Brandur Guðjónsson vökt- uðu staðinn aðfararnótt sunnu- dagsins, og einnig á mánudag- snóttina. Þá þótti Ijóst að hún myndi ekki valda usla að þessu sinni. Menn telja að árfarvegur- inn sé breiðari og dýpri en áður, þannig að hann geti tekið við meira vatnsmagni. Oddsteinn sagði að sér sýndist vatnshæðin þó vera ein sú mesta sem hann hefði orðið vitni að. Byijað var að mæla rennsli Skaftár árið 1951. Fyrsta jökul- hlaupið sem mælt var kom árið 1955, og er þetta tuttugast hlaupið síðan þá. Upptök Skaft- árhlaupsins árið 1955 voru í sigkatli austur af megineldstöð- inni Hömrum, vestast í Vatna- jökli, sem hlaupið hefur ijórtán sinnum. Árið 1970 kom lítið hlaup úr öðrum sigkatli, vestar í jöklinum, og hefur hann hlaupið sex sinnum. Einnig hefur orði vart mun minni sigketils sem talinn er hafa átt þátt í hlaupinu árið 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.