Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 02.12.1986, Qupperneq 72
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Laimanefnd ákveð ur 4,59% hækkun HDagsbrún gekk út - Samningafundur fram eftir nóttu LAUNANEFND ASÍ og VSÍ úrskurðaði einróma í gærkveldi að laun skyldu hækka frá og með 1. desember um 4,59%. Það þýðir að hækkun framfærsluvísitölu 1. nóvember, umfram það sem ráð var fyrir gert í kjarasamningunum í febrúar, er launþegum að fullu bætt. Samningsbundin launahækkun er 2,5% og umframhækkun framfærsluvísitölu var 2,09%. Samningafundur ASÍ og VSÍ hófst klukkan níu í gærkveldi eftir matarhlé og stóð hann enn er Morgun- blaðið fór í prentun eftir miðnættið. Þá var óljóst hvort haldið yrði áfram fram eftir eða gert yrði hlé og haldið áfram í dag. „Meginatriði fyrir okkur þegar við gengumst inn á þessa frestun var að tryggja samkomulag ef unnt væri um úrskurð nefndarinnar, vegna þess að það kerfí, sem við höfum þama sett á fót, byggist á gagnkvæmu trausti og því þarf að -■rviðhalda, ef kerfið á að standast," sagði Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ þegar Morgunblaðið ræddi við hann um miðnættið. „Við sitjum hér í viðræðum ennþá og það er ekki mikið af þeim að DAGAR TIL JÓLA Langbesti árangur íslenskrar skáksveitar: Fá 1,2 milljón- ir í áheit ÍSLENSKA skáksveitin varð í fimmta sæti á Ólympíuskákmót- inu sem lauk í Dubai í gær. Er það besti árangur sem Islending- ar hafa náð frá upphafi og tryggir rétt til þátttöku í næsta heimsmeistaramóti, en íslend- ingar hafa ekki tekið þátt í heimsmeistaramóti áður. íslenska sveitin vann stórsigur á '■'Spánveijum í síðustu umferð og sigraði með 3 lh vinningi gegn 'h. Með þessum sigri hlaut sveitin 34 vinninga ásamt Búlgörum og Kínveijum og hlaut 5. sætið á stig- um. Þess má geta að útgerðarmenn og fiskverkendur á Grundarfirði höfðu heitið á sveitina og skilar þessi árangur Skáksambandinu 1,2 milljónum frá Grundfirðingum. Sjá skákþætti á bls. 5 og 40. segja. Sem stendur eru viðræður milli vinnuveitenda og landssam- bandanna um taxtakerfið í gangi, en framhaldið er óráðið," sagði Asmundur ennfremur. Stjóm verkamannafélagsins Dagsbrúnar ákvað í gærdag að hætta þátttöku í samningaviðræð- unum. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns félags- ins, eru ástæðumar fyrir þessari ákvörðun þær, að félagið er ósátt við stöðuna í samningaviðræðunum og telur hugmyndir ASÍ um upp- stokkun taxtakerfisins þokukenr.d- ar. Hann sagði að félagið myndi leggja fram kröfur sínar síðar f þessari viku. Þrír möguieikar á hækkun iægptu launa og uppstokkun taxta- kerfisins em ræddir í viðræðum ASÍ og VSÍ. Fyrsta hugmyndin gengur út á það að búa til launa- stiga til dæmis ofan á núverandi launastiga með 2,4% bili á milli þrepa. Bæði væri hægt að halda núgildandi starfsaldurshækkunum eða fella þær burt. Annar möguleik- inn felst í því að ákveða tiltekin lágmarkslaun fyrir tilgreindar starfsstéttir, svo sem verkafólk, afgreiðslufóík, skrifstofufólk og iðnaðarmenn. Þriðja leiðin, svo- nefnd taxtaleið, er millileið á milli hinna tveggja, þar sem lágmarks- kaup yrði ákveðið fyrir einstök störf, en jafnframt tekið mið af töxtum. Sjá ennfremur viðtöl á bls. 4 og 5. Morgunblaðið/Einar Falur Guðmundur J. Guðmundsson og Halldór Björnsson, formaður og varaformaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, yfirgefa húsnæði Vinnuveitendasambands íslands við Garðastræti eftir að hafa til- kynnt um að Dagsbrún sé hætt þáttöku í samniningaviðræðunum. íslandsmet í ijúpnaveiði: Skaut 193 tjúpur á ein- um og sama deginum NOKKRIR tugir rjúpna í einni og sömu veiðiferð þykir mjög góð veiði hvað þá að fá 193 ijúpur á nokkrum klukkustundum. Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í Snæfjallahreppi í Norður-ísa- fjrðarsýslu veiddi þann fjölda nýverið og segja fróðir menn að það sé án efa Islandsmet ef ekki heimsmet í ijúpnaveiði. Indriði sagði í samtali við Morgun- blaðið að sjálfur hefði hann aldrei trúað slíkri veiðisögu nema að upp- lifa hana sjálfur. „Það hefur verið óvenju mikið um ijúpu hér að und- anfömu og aðstæður til veiða mjög góðar. Daginn áður fékk ég 76 ijúp- ur á nokkrum klukkustundum eftir hádegi," sagði Indriði. „Þennan dag byijaði ég rúmlega tíu um morguninn og sfðan þurfti ég að bregða mér frá í um klukkustund í hádeginu. Um klukkan Qögur um daginn var ég orðinn skotfæralaus og þá lágu 193 í valnum. Ég hefði áreiðanlega farið vel yfir 200 ef ég hefði haft nægar skotfærabirgðir," sagði hann. Indriði kvaðst ekki fyrr muna eft- ir svo mikilli ijúpu á þessum slóðum og hefði orðið mikil breyting þar á frá síðustu árum. „Það er greinilegt að hún er í hámarki núna, sem reynd- ar kemur heim og saman við kenn- ingar mglafræðinga," sagði Indriði og bætli við að hann hefði þrívegis eftir þetta fengið yfir hundrað ijúpur í einni ferð. Mikið hlaup íSkaftá oggos undirjökli Morgunblaðið/Ámi Sæberg. EITT mesta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga er nú í rénun. Jarðfræðingar leiða að því getum að lítið eldgos hafi orðið í eystri sigkatlinum af tveimur í Vatnajökli þar sem hlaupið á upptök sín, en jarðhræringar hafa ekki mælst áður í tengslum við Skaftárhlaup. Myndin var tekin skammt sunnan við bæina í Skaftárdal um það bil sem hlaupið var að ná hámarki á sunnudag. A bls. 70 og 71 er að finna nánari frásögn af hlaupinu, myndir og kort. íslenska skáksveitin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.