Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
Að þykjast vera til
eftir Elísabetu
Jökulsdóttur
Þessa mánuði stendur yfir kjara-
barátta fóstra. Þær hafa sagt upp
störfum sínum frá 1. febrúar, en
borgarstjóri notfærði sér lagaheim-
ild og framlengdi uppsagnarfrest-
inn um þrjá mánuði, eða til 1. maí.
Það er á allra vitorði, að kjör
fóstra og starfsfólks sem vinnur á
dagvistunarstofnum eru fyrir neðan
allar hellur. Bryjunarlaun eru innan
við 28. þúsund á mánuði. Þá á að
vera lokið þriggja ára námi við
Fósturskólann. Nú er málum svo
komið að illa gengur að fá menntað
fólk til starfa, því flótti úr stéttinni
er mikill. Af sömu ástæðu heyrir
til undantekninga ef karlmenn taka
þessi störf að sér.
Það er einkennandi fyrir sam-
félagsgerð okkar, að öll störf sem
tengjast inn á tilfinningasvið eru
afspyrnu illa launuð og eiginlega
furðulegt að nokkur treysti sér til
að vinna þau. Það verður sennilega
ekki fyrr en tilfinningar komast
rækilega í tísku, eða menn gera sér
átakanlega ljóst, að uppbygging til-
finningalífsins er jafn nauðsynlegur
þáttur í þroska persónuleikans og
vitsmunalífið og þar með samfé-
lagsins. En á meðan vélamenning
og peningahyggja (ég leyfi mér að
nota svo klisjukennd orð, þau
standa samt fyrir sínu) eru í háveg-
um hafðar og múgþjóðfélag við lýði,
þar sem dýrkun fárra einstaklinga
þykir nauðsyn, þá er vart að búast
við breytingu. Það er ekki enda-
láust hægt að vona það besta.
Kjarabarátta fóstra leiðir hugann
að dagvistun almennt. Löngum hef-
ur verið deilt um ágæti dagvistunar-
stofnana, sem margir hafa talið
neyðarúrræði og hálfgert hall-
ærisathvarf. Þær skoðanir eru í
samræmi við breytta tíma, hvort
tveggja breytingar á þjóðfélaginu
og breytingar á stöðu kvenna.
Hvað sem líður eðli þeirra breyt-
inga, er almenningsálit allt annað
í garð dagvistunarstofnana en áður
eftir Veturliða
Gunnarsson
Það var mér mikil gleði að lesa
stórfrétt Elínar Pálmadóttur í
Morgunblaðinu 25. janúar um ís-
lenska listamannaíbúð í París. Elín
hefur löngUm verið manna dugleg-
ust að kynna okkur franska
menningu.
En það er eitt dulítið skondið,
að fyrir langa löngu, eða 24. apríl
1958, birtist í Morgunblaðinu lítill
greinarstúfur um þessa þá fyrir-
huguðu framkvæmd. Og mér datt
svona ögn í hug að ungir myndlist-
armenn og listfræðingar hefðu í
senn gagn og gaman af að lesa
þessa litlu grein og bið þess vegna
Mbl. að birta hana aftur. Hún er
ekki lengri en brotabrot af miðlungs
minningargrein.
Listamannahús
í París
Eitt mesta vandamál listamanna
í París hefur löngum verið skortur-
inn á viðunandi húsnæði. Útlend-
ingar, sem þar vilja dvelja, neyðast
til að gista dýr hótel, að sjálfsögðu
án nauðsynlegra vinnuskilyrða. Nú
hefur að nokkru leyti rofað til í
öngþveiti þessu, þó að langt frá því
sé ráðin bót á húsnæðisskorti lista-
manna þar. Franska ríkið, ásamt
bæjarstjórn Parísar hafa ákveðið
að byggja listamannahverfi Cité
Internationale des Arts að fyrir-
mynd stúdentahverfisins Cité
Universitaire. Hverfi þessu hefur
verið valinn staður á hægri bökkum
Signu við Ovai de l’Hotel de Ville
var. En dagheimili og leikskólar
hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt.
Það eru aðallega fjögur atriði sem
gera dagvistun nauðsynlega:
1. Þjóðfélagsúppbygging okkar
krefst þess að báðir aðilar heim-
ilis vinni úti. Það eru afskaplega
fáir sem geta lifað af launum
annars maka. Svo er til fyrir-
brigði sem heitir einstætt for-
«_!dri (sem leiðir hugann að því
mikla álagi sem sumir búa við
til að afla sér lífsviðurværis,
meðan aðrir fá meira fyrir sína
vinnu en það sem talin eru
mannsæmandi laun).
2. Störf eru fleiri í þjóðfélaginu en
áður. Fólk verður að fá að velja
sér starf. Margir hafa einfald-
lega meiri áhuga á öðru en
barnauppeldi eingöngu.
3. Fóstrur hafa valið sér þetta
starf: Að hugsa um böm. Fóstr-
ur geta ekki frekar en aðrar
stéttir stöðugt unnið einsog um
sjálboðavinnu sé að ræða, unnin
af fómfysi og hugsjón einni sam-
an. Það segir næstum alla
söguna um viðhorf samfélagsins
til bama sinna, hvað uppeldis-
störf em illa launuð. Hins vegar
er alltaf verið að koma fyrir
homsteinum í undarlegustu
byggingum.
Bamauppeldi er mjög gef-
andi, en jafn krefjandi starf. Það
einangraða hlutverk sem bama-
uppeldi setti mæður oft í (og
getur vissulega gert enn í dag)
er leyst á bamaheimilum, því
þar vinnur margt fólk saman.
Það vantar jafnvel fleira fólk!
Það vantar einnig fleiri karl-
menn til starfa, því margt af
bömunum kynnist aldrei karl-
mönnum.
4. í síðasta lagi og ekki síst, er að
bömum finnst gaman á bama-
heimilum. Sem hlýtur einna
helst að kollvarpa hinni gömlu
neyðarúrræðisskoðun.
Dagheimili og leikskólar eru
sniðin eftir þörfum bamanna. Þar
eru lítil húsgögn og salemi. Þau
Veturliði Gunnarsson
á milli Rue des Nonnains d’Hugéres
og rue du Pont Louis Philippe. Fyr-
irhugað er að byggja 200 vinnustof-
ur ásamt íbúðum fyrir málara,
myndhöggvara, grafiklistamenn,
arkitekta, listiðnaðarmenn og tón-
listarmenn. Auk þess samkomusali,
matsali, setustofur, bókasafn, fyrir-
lestrarsali og sýningarsal. Bíla-
geymsla verður í kjallara. Verzlanir
verða með vörur viðkomandi list-
greina, innrömmunarverkstæði,
bókabúð og fl.
Stærð íbúða verður yfirleitt eitt
herbergi og eldhús, WC og bað, en
vinnustofur misstórar eftir list-
greinum. Af þessum 200 vinnustof-
um eru 50 ætlaðar frönskum
Elísabet Jökulsdóttir
„Það er einkennandi
fyrir samfélagsgerð
okkar, að öll störf sem
tengjast inn á tilfinn-
ingasvið eru afspyrnu
illa launuð og eiginlega
furðulegt að nokkur
treysti sér til að vinna
þau.“
geta leikið sér óhindrað án þess að
alltaf sé verið að banna þeim að
snerta heim fullorðna fólksins. Það-
an er farið í leikhús, gönguferðir,
á kaffihús, skoðuð söfn eins og
Árbæjarsafn og Þjóðminjasafn, far-
ið í skoðunarferðir út á flugvöll, þar
sem þau fá jafnvel að setjast upp
í flugvél, farið niðrá höfn og ef
hægt er að koma því við, fá þau
að skoða vinnustaði foreldra sinna.
Á bamaheimilum er lesið, teikn-
að og málað, sungið og spilað. Farið
í leiki og þykjustuleiki, en sam-
kvæmt kenningum í uppeldisfræði
eru þykjustuleikir bömum nauðsyn-
legir, svo þau fyllist ekki vanmætti
gagnvart heimi fullorðna fólksins.
Það er fylgst með mataræði, holda-
listamönnum en 150 standa útlend-
ingum til boða. Um 25 þjóðum,
borgum eða listamannasamtökum
mun verða gefinn kostur á kaupum
hlutabréfa. Hver þjóð fær keyptar
mest 6 vinnustofur. Hlutabréf sem
tryggja eignarrétt yfir 6 vinnustof-
um ásamt íbúðum kosta 6 milljónir
franka. Einnig er hægt að kaupa
hálfan hlut fyrir 3 millj. franka og
veitir hann eigendum umráðarétt
yftr 6 vinnustofum í 6 mánuði á
ári. Hlutaðeigandi þjóðir ákveða
sjálfar hvers konar vinnustofur þær
kaupa og hvaða mánuði þær hyggj-
ast nota þær.
Eigendur borga að sjálfsögðu
enga húsaleigu, aðeins ljós, hita,
ræstingu og hússtjóm. Til að fyrir-
byggja misnotkun húsnæðisins
munu væntanlegir íbúar þurfa sam-
þykki stjómar hverfísins. Dval-
artími listamanna er takmarkaður
við 2 ár en aldur þeirra skiptir ekki
máli. Erlendar þjóðir koma til með
að eiga 6 fulltrúa í stjóm hverfisins
og nú þegar starfa að undirbúningi
fulltrúar Svíþjóðar, Danmerkur og
Finnlands.
Óþarfí mun að ræða hversu
gífurlegur gjaldeyrisspamaður það
yrði að eiga húsnæði í þessu hverfí.
Allir unnendur franskrar listmenn-
ingar hljóta að óska þess að ísland
noti þetta einstaka tækifæri og
kaupi nokkrar vinnustofur og
tryggi þar með um alla framtíð
íslenzkum listamönnum hagkvæm
vinnuskilyrði og samastað í háborg
allra lista.
Tveggja ára ókeypis dvöl í París
þættu ekki óglæsileg listamanna-
laun.
Veturliði Gunnarsson,
Vífilsstöðum.
fari og heilsufari, og almennum
þroska. Bömin fá að fara út hvenær
sem veður leyfir.
Ég á tvíbura, sem eru að verða
þriggja ára, sem eru á Hagaborg.
Þar eiga þeir sinn sérstaka heim.
Móðurástin (eða foreldraástin)
getur varla beðið hnekki af því, þó
fóstrur með sérmenntun að baki,
eigi dijúgan þátt í uppeldi barna
okkar. Fósturskólinn er þriggja ára
strangt nám, þar sem reynt er að
koma inn á sem flest svið. Sálar-
fræði, uppeldisfræði, tónmennt,
leikræn tjáning og íslenska eru
meðal greina sem skipa sess.
Barnasálarfræði og uppeldis-
fræði hafa verið veigamiklir þættir
í allri sálarfræði hin síðari ár. Allir
frægari sálfræðingar hafa gert
málinu einhver skil og látið sem svo
að bemskan skipti máli.
Á dagvistunarheimilum læra
bömin að leika sér í hóp, sem hlýt-
ur að vera nauðsynlegt fyrir ein-
staklingsþroska bamsins, þó
einhverjum kunni að finnast það
hljóma mótsagnakennt. Heimilin
ættu svo að vera færari um að sinna
einveruþörf bamsins. Þó langur
vinnudagur geri það oft ókleift. Það
er líka viðtekið viðhorf að það sé
fínt að eiga böm, eins konar status
symbol. Öllu ófínna þykir að annast
þau, hvort sem það eru foreldrarnir
sjálfír eða starfsfólk á dagvistunar-
heimilum. Fyrir fólk sem er „að
meika það“ passar einfaldlega ekki
að eiga böm eða annast þau. Og
það er gott að fólk skuli vera að
meika það. Það sýnir að fólk trúir
á þjóðfélagið, vill vera með í leikn-
um. En það vill þannig til að hinn
mannlegi þáttur er nær einskis
metinn þegar til kastanna kemur.
Fólk kann ekki að fara með tilfínn-
ingar sínar og er hrætt við þær.
Samt er það það sem við erum
alltaf að sækjast eftir og þar sem
við erum veikust fyrir (kannski þess
vegna sem sjónvarpsþættir á borð
við Dallas og Dynasty njóta svo
mikilla vinsælda: Þar eru tilfinning-
ar og tilfínningaflækjur bomar á
borð fyrir okkur í „fallegum" um-
búðum. Sá mikli áhugi sem ofbeldis-
og klámmyndir fá, hlýtur að vera
runninn af sömu rót).
Böm eru ekki endilega fullkomn-
ar mannverur, en þau hafa annan
hugsunarhátt og annað verðmæta-
París
Mig minnir það hafi verið á út-
mánuðum 1953, er við Bragi
Ásgeirsson og Guðmundur Erró
skoðuðum galleríin í París, og eftir
langar, strangar göngur sögðum si
sona að gaman væri nú ef íslend-
ingar ættu eigið hús á Signubökk-
um. Og nú — loksins, loksins hefur
ævintýrið gerst, draumurinn ræst,
er íslenskir listamenn hafa eignast
íbúð á bökkum Sign'u.
Listamenn þakka ráðamönnum
þetta afreksverk, og ég vil leyfa
mér að óska væntanlegum dvalar-
gestum í Cité Intemational des
Arts fararheilla.
Bon voyage!
Höfundur er myndlistarmaður.
mat en fullorðið fólk. Hjá þeim
skiptir leikurinn mjög miklu máli
og leikurinn á í eðli sínu að vera
þroskandi: Til að geta síðar tekist
á við margvísleg verkefni (málið er
varla svo einfalt að einn góðan veð-
urdag eigum við að hætta að leika
okkur og þar með hætta að þrosk-
ast??).
Hjá börnum hefur heldur ekki
átt sér stað aðskilnaður ímyndunar-
afls og raunveruleikaskyns. Sá
aðskilnaður er náttúrulega nauð-
synlegur persónuleikaþroska hvers
manns, en um leið ákaflega hag-
kvæmur til að viðhalda valdastrúkt-
úr samfélagsins.
Báða þessa þætti hlýtur að vera
hægt að rækta betur, og hvað sem
því líður virðumst við einna helst
þurfa á breyttum hugsunarhætti
og verðmætamati að halda. Við
ættum að vera búin að læra það
fyrir löngu af mannkynssögunni að
öll heimsveldi hafa hrunið til
gmnna. Það á varla síður við um
heimsveldi vestrænnar menningar.
Það mætti halda að sá óljósi grunur
leyndist innra með menningarvit-
undinni, því okkar kynslóðir leyfa
sér þannig hegðun, að halda mætti
að við ættum jörðina. Og enginn
annar með okkur.
Við verðum að taka tillit til þess
að við erum hluti af stærri heild
og verðum að ganga vel um stað-
inn. Annars verður ekkert í arf fyrir
komandi kynslóðir. Þegar fólk er
farið að hugsa þannig, er það búið
að afneita „stóra baminu" í sér.
Og um leið sínum eigin bömum.
Hvað sem allri velferð líður, þá fer
minna fyrir hinni andlegu velferð.
Um það bera t.d. vitni allur sá
aragrúi auglýsinga, sem auglýsa
námskeið í mannlegum samskipt-
um.
Eitthvað sem fólk á að læra frá
harnæsku, læra að þekkja, leika sér
með og bera virðingu fyrir. Og lofa
að vaxa með sér. Hin námskeiðin
sem em auglýst em í tölvuum-
gengni. Oll þessi námskeið em
yfirfull.
Það kemur sér auðvitað vel fyrir
þjóðfélag nútímans eða öllu heldur
atvinnurekendur og yfírvöld að fólk
sé allavega bæklað og kmmpað.
Því betur er hægt að fá fólk til að
starfa í þágu píramídans.
Sjálfstraust og sjálfsvirðing
byggir á góðri tilfmningalegri und-
irstöðu. Ef fólk hefur sjálfsvirðing-
una í lagi, þá lætur það hvorki bjóða
sér lág laun né slæman aðbúnað.
Þess vegna em fóstmr að berjast
fyrir betri launum. Þessa viðleitni
er verið að reyna að bijóta niður
með því að taka ekki fullt tillit til
þeirra krafna sem fóstmr setja á
oddinn.
Þannig sígur vegasaltið ískyggi-
lega öðm megin og verður heldur
óskemmtilegur leikur. Það er ekki
fullnægjandi að koma fyrir hom-
steinum í steinsteypu og marmara.
Það verður líka að leggja homstein
að betra mannlífi. Það hljóta fóstmr
að gera með því að annast um böm-
in okkar og lofa þeim að vera til.
Þess vegna er það einfaldlega
gróf móðgun við menntun og störf
fóstra og starfsfólk á dagvistunar-
heimilum, og líka bömin okkar, að
laun fóstra skuli vera í þeim jámum
sem þau em.
Höfundur er við nám íKvenna-
skólanum.
Reykjavík:
Stofnkostnaður við út-
varp úr borgarstjórn
90 til 180 þús. krónur
en þar sér tæknimaður Ríkisút-
varpsins um útsendinguna á sendi
svæðisútvarps og Rásar 2 FM 90,1.
Gefnir em tveir valkostir þar sem
línukostnaður með stofngjaldi og
ársleigu er rúmlega 90 þúsund
krónur þegar sent er um Múlastöð-
ina en bent er á að fáar lausar línur
liggi frá Skúlatúni 2 að Múlastöð.
Fari sendingar um Miðbæjarstöðina
tvöfaldast kostnaðurinn og verður
um 185 þúsund krónur.
STOFNKOSTNAÐUR vegna út-
varps frá fundum í borgarstjóm
Reykjavíkur er áætlaður á bilinu
90 til 180 þúsund samkvæmt
kostnaðaráætlun Eyjólfs Valdi-
marssonar yfirverkfræðings
ríkisútvarpsins. Áætlunin hefur
verið lögð fyrir borgarráð.
Gert er ráð fyrir að tæknimaður
borgarstjómar sendi merki frá
fundinum um línu til Efstaleitis 1
Listamannaíbúð í