Morgunblaðið - 03.02.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 03.02.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 29 Sum börnin höfðu ekki komið á kaffihús áður og- fannst gaman að láta þjónana snúast dálítið í kringum sig SkólaferðaJag tíl Reylqavíkur: iim Endurnar tóku vel á móti gestum Reykjavíkur (JCA CMjÍ CjL ILfUl II U.I úr Snælandsskóla i Kópavogi. Snælandsskóla í vettvangsheimsókn ÞEGAR maður er smár er oft erfitt að sætta sig við að silja á skólabekk og Iáta troða í sig visku sem kemur manni ein- hverntíma að góðum notum, sérstaklega þegar veðrið minnir á vorið, dag eftir dag. Kennarar í Snælandsskóla í Kópavogi fóru á föstudaginn með 35 börn úr 6 ára bekk til Reykjavíkur í vettvangsferð. Börnin fóru með strætisvagni til Reykjavíkur, þar sem þau byijuðu á því að gefa öndum á Tjöminni brauð. Síðan var haldið á Austur- völl, þar sem Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni voru skoðuð. Ekki vom þau öll með það á hreinu hvað alþingismaður er, en meðan verið var að útskýra það gekk Sigríður Dúna yfir völl- inn og ræddi við þau og leiddi þau í sannleikann um starfið. Eftirá fannst börnunum ansi tilkomum- ikið að hafa hitt þingmann. Að lokum fóm börnin á Hressó, þar sem þau gæddu sér á súkkul- aði með rjóma og kringlum. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þau þar, öll ljómandi af ánægju, og sögðu þau að ferðin hefði ver- ið „ofsalega “ skemmtileg. Þau vom sammála um að mest hefði verið gaman að gefa öndunum. Mörgum fannst næstskemmtileg- ast að ferðast í strætisvagni, en það höfðu sum þeirra aldrei gert áður. Ferðin er liður í kennsluáætlun fyrir þennan árgang og eftir helgi verður byijað að vinna úr henni. Þá munu kennarar ræða ferðina og láta krakkana teikna myndir úr henni. Skýrsla Þjóðhagsstofnunar: Meðallaun hæst í fisk- veiðum árið 1985 Meöalárslaun í helstu atvinnugreinum 1985 Reiknaö á ársverk 1.1 þúsundum króna Meðallaun talin geta verið um 63 þúsund krónur á mánuði nú MEÐALLAUN námu rúmlega einni milljón króna í fiskveiðum á árinu 1985 og voru þetta lang- hæstu meðallaun í atvinnugrein- um, sem greidd voru í landinu, að því er kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun. Meðallaunin voru hins vegar lægst hjá bænd- um eða rúmar 300 þúsund krónur. Heildarlaunagreiðslur fyrirtækja námu rétt rúmlega 50 milljörðum króna árið 1985, samanborið við tæplega 34,5 milljarða króna á árinu 1984. Þessi hækkun nemur 45,4% á milli áranna. Meðallaun reiknuð á hvert árs- verk námu 488 þúsund krónum á árinu 1985 samanborið við 351 þúsund krónur árið áður. Hækkun á milli ára er um 39%, en kauptaxt- ar launþega hækkuðu um 32% á sama tíma. Mismuninn má meðal annars rekja til ýmiss konar flokka- tilfærslna samkvæmt kjarasamn- ingum og launaskriðs, segir í frétt Þjóðhagsstofnunar. Næsthæstu laun voru líkt og áður greidd í stóriðjuverunum tveimur, álverinu og járnblendi- verksmiðjunni, um 650 þúsund krónur fyrir hvert ársverk. Meðal- laun hjá hinu opinbera voru hins vegar heldur lægri en landsmeðal- talið eða um 470 þúsund krónur. Launahækkun milli áranna 1984 og 1985 var einnig mest í fiskveið- um, um 50% á hvert ársverk, og næstmest í fiskvinnslu um 44%. Ennfremur hækkuðu laun opin- berra starfsmanna nokkuð umfram meðaltal. Milli áranna 1984 og 1985 hækkaði verðlag um um rúmlega 32% og samkvæmt því jókst kaup- máttur launa að meðaltali um 5%. Þjóðartekjur hækkuðu minna í heild en tekjur launaþega á árinu 1985 eða um 3,5%. Því fór hlut- deild launa í þjóðartekjum vaxandi og eru þau áætluð um 64,5% sam- anborið við 60—61% tvö næstu ár á undan. Síðustu spár benda til að þetta hlutfall hafi enn hækkað á árinu 1986. Þá segir í frétt Þjóð- hagsstofnunar að gera megi ráð fyrir að laun í ársbyijun 1987 hafi hækkað um 55% frá ársmeðaltali 1985 og gætu því nú verið um 750 þúsund krónur miðað við heilt ár eða að meðaltali um 63 þúsund krónur á mánuði. Þarna er um að ræða meðalhækkun, en hækkunin kann að vera mismikil eftir atvinnu- greinum. ^946^lÍl986\ Brautarholti 20. Benidorm- ferðakvöld sunnudaginn 8. febrúar Húsið opnað kl. 19.00 J Matséðill Eldsteikt nautafíllé með koníaks-sósu. Sherry triffle. SKEMMTIATRIÐI Hinn frábæri Ómar Ragnarsson fer á kostum ásamt Hauki Heiðari. Bandaríski stórsöngvarinn og grínist- inn Tommy Hunt sýnir sínar allra bestu hliðar. Ásadans — Þau snjöllustu fá vinning Ferðakynning: Guðlaugur Tryggvi Karlsson leiðir ykkur í allan sannleikann um dýrð Spánar. Nýr ferðabæklingur kynntur. Ný mynd sýnd frá Beni- dorm. FERÐABINGO 3 glæsilegir ferðavinningar til Benidorm. DANS Santos-sextettinn ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur. BORÐAPANTANIR Mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00—18.00 og laugardaga eftir kl. 14.00 í símum 23333 og 23335. ALLIR VERÐA BRÚNIR Á BEIMIDORM ÍE=! FERÐA m MIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.