Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Vestmannaeyjar: Líf að færast í vertíðina Vestmannaeyjum: ÞOKKALEGUR afli hefur verið Morgunbtaðið/Sigurgeir hjá Eyjabátum sfðustu daga og togaramir hafa verið að landa góðum afla. Það er því smásam- an að færast aukinn kraftur S VANSKIL útgerðar við Fisk- veiðasjóð voru um sfðustu áramót 100 milljónir króna, sem er 1,2% af heildarlánum útgerð- arinnar hjá sjóðnum. Heildarlán voru þá um 8,3 milljarðar króna. Vanskil útgerðar um áramótin 1985-1986 voru 1,4% af heildar- lánum og 4% áramótin þar á undan, vertfðina. Þá hýrnaði heldur bet- ur yfir sjómönnum um helgina þegar fréttir bárust af því, að fyrsta gámaskipið á árinu væri væntanlegt, þýskt leiguskip á en þá töldust til vanskila ián, sem hvfldu á þeim skipum, sem sjóður- inn eignaðist á uppboðum. Eftir skuldbreytingu á lánum útgerðar- innar hjá Fiskveiðasjóði árið 1984 hafa vanskil minnkað verulega, en bætt rekstrarstaða skipanna hefur einnig mikið að segja. Hún hefur ekki verið jafngóð og nú mörg und- anfarin ár. vegum Eimskips. Netabátamir hafa fengið misjafnan afla, mest 14 tonn í lönd- un í síðustu viku, en líka farið niður í ekki neitt, eins og Torfí Haralds- son, vigtarmaður hjá Vinnslustöð- inni, komst að orði í samtali við Morgunblaðið. Sjómenn á netabát- unum eru orðnir langeygir eftir þorskinum, hjá þeim hefur það ver- ið lítið annað en ufsi sem hefur flækst í netamöskvunum. Afli trollbáta hefur verið ágætur upp á síðkastið og nokkrir gert góða róðra. Smáey landaði t.d. 36 tonnum, Helga Jóh. 30 tonnum, Bjamarey 27 tonnum og Stefnir 21 tonni. Tveir bátar hafa veitt með dragnót og fengið góðan afla. Þór- unn Sveinsdóttir landaði fyrir heigina 29 tonnum og hún var aft- ur í landi á mánudaginn með 36 tonn. Gandi landaði fyrir helgina 25 tonnum en þeir tóku sér helg- arfrí. Það er úrvalsgóð langlúra sem dragnótabátamir hafa komið með að landi. Hún er heilfryst óslægð Landað úr Breka VE og fyrir hana er góður markaður í Japan. Fjórir togarar lönduðu í síðustu viku, mest þorski og ýsu, Bergey 130 tonnum, Sindri 136 tonnum, Klakkur 150 tonnum og Gideon 93 tonnum. Á mánudag kom svo Breki inn til löndunar með 220 tonn, úppi- staðan var þorskur og ýsa, eftir 9 daga að veiðum. Talsverðu af loðnu hefur verið landað hér síðustu dagana, þó eng- inn landburður ennþá. Loðnan færist þó nær og nær og nú styttist í að hún verði frystingarhæf og þegar lengra líður á mánuðinn verð- ur hún svo hrognatæk. Hér em tvær bræðslur með mikið þróar- rými, afkastamikil frystihús og fullkominn búnaður til hrognatöku. Hér er allt tilbúið til átakana þegar kemur að hápunkti loðnuvertíðar- innar. - hkj. Fiskveiðasj óður: Vanskil útgerðar 100 milljónir króna 1,2% heildarlána í vanskilum Frumvarp til vaxtalaga: Endanlegir dómar í okurmálum Einfaldari vaxtareglur í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til vaxtalaga. Samkvæmt frumvarpinu verða vextir af fjárkröfu, þar sem vext- ir eru ekki tilgreindir í samningi, Jafnháir vegnu meðaltali vaxta af almennum óbundnum spari- sjóðsreikningum'*. Sé samið nm breytilega vexti i samræmi við hæstu vexti á markaði skal miða við hæstu gildandi vexti af hlið- stæðum lánum í viðskiptabönk- um. Dráttarvextir skulu ákveðnir af Seðlabanka íslands og birtir mánaðarlega í Lögbirtingar- blaði. í athugasemdum segir að frum- varpið taki mið af þeim forsendum að viðhalda takmörkuðu vaxta- frelsi, treysta og samræma laga- heimildir um ákvörðun vaxta, refsiábyrgð og viðurlög við okri, tryggja upplýsingar um almenn vaxtakjör og birtingu þeirra, gera vaxtareglur einfaldari og meðfæri- legri (m.a. hjá dómstólum) og að tryggja efnisleg málalok í þeim okurmálum, sem enn eru til með- ferðar fyrir dómstólum. Sjá nánar á þingsíðu Morgun- blaðsins í dag, bls. 33. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hódegi í gær: Á sunnanverðu Grænlandshafi er hæg- fara 975 millibara djúp lægö. SPÁ: Fremur hæg austan- og noröaustanátt um mest allt land. Á sunnanverðu landinu verður dálítil rigning eða slydda og hiti á bil- inu 1 til 4 stig. Um landiö norðanvert verður lítilsháttar snjókoma eða slydda á víð og dreif og hiti nálægt frostmarki. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSDTUDAGUR: Fremur hæg austlæg átt, skýjað víða um land en úrkomulítið. Víðast frost inn til landsins en frostlaust við strönd- ina. LAUGARDAGUR: Vaxandi suöaustanátt og hlýnandi veður. Fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið og þykknar upp norðaustan- lands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir — Þoka = Þokumóða * / * / * / * Slydda / * / ■* * * * * * * Snjókoma * * * ’, ’ Suld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma Akureyrl hlti -2 veður alskýjað Reykjavlk 3 alskýjað Bergen 4 rignlng Helsinki -1 þokumóða Jan Mayen -6 léttskýjað Kaupmannah. 0 þoka Narssarssuaq -13 láttskýjað Nuuk -16 snjðkoma Osló -4 þokumóða Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshðfn 8 rignlng Algarve 17 halðtkfrt Amsterdam 3 þoka Aþena 12 skýjað Barcelona 13 þokumóða Berlfn -2 þokumóða Chlcago -6 léttskýjað Glasgow 6 akýjað Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt 1 mlatur Hamborg 1 þoka LasPalmaa 19 skýjað London 9 þokumóða Los Angeles 11 mistur Lúxemborg 2 þoka Madrfd 10 alskýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 13 rignlng Mlaml 19 skýjað Montreal -7 akýjað NewYork 3 léttakýjað Parls 2 þokumóða Róm 15 þokumóða Vin —8 þoka Washington 3 hétfskýjað Wlnnipag -13 alskýjað Skattafrumvörpin í lokavinnslu: Álagningarprósentan ekki enn verið ákveðin VINNSLA við skattafrumvörp þau sem Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra hyggst leggja fram á þingi nú á næstunni er á lokastigi, samkvæmt upplýs- ingum Þorsteins. Hann segir að enn þurfi að reikna talsvert út, áður en hægt verður að ákveða hver skattaprósentan verður, samkvæmt staðgreiðslukerfinu, en rætt hefur verið um að hún verði einhvers staðar á bilinu 31% til 37%. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um fjög- ur frumvörp að ræða: stað- greiðsiufrumvarpið, gildistöku- frumvarpið, frumvarp um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt og frumvarp um breyt- ingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Þorsteinn sagði að verið væri JNNLEN'T að leggja síðustu hendur á tvö síðastnefndu frumvörðin og lítils- háttar breytingar og útreikningar væru eftir, en þegar þeim væri lokið myndi hann leggja þau öll fram um leið, þar sem þau væru svo tengd. Miðfjörður: Kona þungt haldin eftir fall ístiga Staðarbakka, Miðfirði. ÞAÐ SLYS vildi til fyrir nokkr- um dögum að kona á besta aldri, sem búsett er á Laugar- bakka, datt í stiga og fékk höfuðhögg. Hún var strax flutt með flugvél i sjúkrahús i Reykjavík þar sem hún liggur enn þungt haldin. Benedikt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.