Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 19 Smokkar eða siðgæði? eftirAsgeir R. Helgason í allri umræðunni um smokka- herferð landlæknisembættisins gegn eyðni hefur að mínum dómi gætt nokkurs misskilnings hjá fá- einum aðilum varðandi forsendur og inntak baráttunnar. Þó ég starfi ekki hjá landlækni hef ég fylgst með þessum málum nokkuð vel frá upphafí og er ein- dreginn stuðningsmaður embættis- ins í þessu máli. Sumir virðast standa í þeirri trú að smokkaáróður- inn hljóti nauðsynlega að vera fjandsamlegur siðgæði. Þetta er að sjálfsögðu af og frá. Staðreyndin er einfaldlega sú að það tekur mörg ár ef ekki áratugi að breyta siðgæðishugmyndum og kynlífshegðun í landinu og það er algjört glapræði að ætla sér að róa á þau mið eingöngu, til þess er einfaldlega ekki tími. Eyðni- veiruna þarf að stöðva hér og nú og eina færa leiðin til þess er aukin notkun smokka í „lauslátu" kynlífí. Það er hinsvegar mnín skoðun (en allt annað mál) að full þörf sé á aukinni umræðu um almennt sið- gæði en slíka umræðu þarf að undirbúa mjög vel svo hún verði ekki fáránleg og fráhrindandi í aug- um unglinga. Það er nefnilega oft svo að þeir sem mest tala um sið- gæði við böm og unglinga ættu kannski síst að koma nálægt slíkri fræðslu því siðapredikanir geta ver- ið jafn skaðlegar fyrir málstaðinn eins og vel framsett og meðvituð umræða getur verið gagnleg. En höfum það hugfast að þetta tekur langan tíma og verður ekki gert með átaki í neinni mynd. Það má þó ekki gleymast í öllum hamagangihum að siðgæðið er að sjálfsögðu þegar allt kemur til alls besta vörnin gegn eyðni. Enda er mér kunnugt um það að þeir sem sjá um framkvæmd áróðursherferðarinnar hjá land- læknisembættinu hafa fullan hug á að róa á þau mið líka. Ég hef einnig vitneskju um það að sumir þeir aðilar sem taka þátt í herferð landlæknis settu það sem skilyrði að þeirra nafn yrði ekki notað nema í samhengi við siðgæð- ,Það má þó ekki gleym- ast í öllum hamagang- inum að siðgæðið er að sjálfsögðu þegar allt kemur tii alls besta vörnin gegn eyðni.“ isáróður í einhverri mynd og var það að sjálfsögðu auðsótt af hálfu landlæknisembættisins. Aðgát skal höfð .. .v Ég vil að lokum leggja nokkur orð í belg varðandi framsetningu eyðnifræðslu í grunnskólum enda er starf mitt að stórum hluta fólgið í fræðslu á því skólastigi. Athugan- ir sem ég hef gert á kynlífshegðun nemenda í 7.-9. bekk grunnskóla í tengslum við útvarpsþætti, sem ég hafði umsjón með fyrr í vetur og fjölluðu um málefni unglinga, sýna að beinar samfarir eru sjald- gæfar á þessum aldri. Þetta á jafnt við um alla aldurshópana þó nokkur hreyfíng sé farin að koma á þessi mál í 9. bekk. Það er því afar mikilvægt að fræðsia t.d. um notkun smokka sé á þessu aldurs- stigi sett fram með þeim for- merkjum að unglingarnir upplifi sig ekki á einhvern máta af- brigðileg ef þau eru ekki farin að nota þetta margumtalaða tæki. Ásgeir R. Helgason Þetta verður best gert með því að koma inn í fræðsluna umræðu og upplýsingum um það hvað sé vanalegt og eðlilegt atferli á þessum árum. Hinsvegar veit ég ekki til þess að gerð hafí verið víðtæk rannsókn á kynlífshegðun unglinga frekar en annarra íslendinga, því ekki vil ég kalla athugun mína rannsókn þó vissulega gefi hún athyglisverðar vísbendingar og þarf hér að bæta um betur. Niðurstaða mín er því sú að rétt sé á málum haldið af hálfu land- læknisembættisins en varlega verði að feta slóðina því hún geti verið viðsjárverð á köflum. Höfundur hefur lagt stund á nám í sálarfræði og heimspeki við Há- skóla íslands ogstarfarsem fræðslufulltrúi Krabbameinsfé- Iags Reykjavíkur. ÞEGAR HUN MARGRET BORGARSDOTTIR LEHAÐI TIL OKKAR FYRST, ÁRIÐ 1976, ÁTTI HÚN NÁKVÆMLEGA 26.090 KRÓNUR. í DAG HAFA KRÓNURNAR 96 FALDAST FULLKOMEN VÉL A FRÁBÆRU VERÐI Heitt og kalt vatn, 400/800 snúningar, íslenskar merkingar á stjórnborði, 18 þvottakerfi, sjálfstætt hitaval. kr.27.997,- Vörumarkaöurinn hf. NÝJABÆ-EIÐISTORGI SlMI 622-200 Haraldur frændi hennar sagðist vera viss um að hún Margrét væri rugluð. Sannleikurinn er hins vegar sá að Margrét var óvenjulega heilbrigð kona. Hún gerði sér grein fyrir því að ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins voru menn, sem hún gæti treyst. Sjálf sagðist hún ekki vera fjármálaspekingur. Sérfræðingar Fjárfestingar- félagsins ráðlögðu Margréti ávallt að kaupa verðbréf sem gáfu góðan arð. Að sjálfsögðu ráðlögðu þeir henni að kaupa KJARA- BRÉFIN þegar þau voru gefin út. Það væri lang einfaldast. „Þá þarft þú engar áhyggjur að hafa af peningunum þín- um, Margrét mín. Kjarabréfin eru örugg og við sjáum til þess að alltaf standi á bak við þau sérfræðilegt val á traustum verðbréfum,11 sögðu þeir. Eins og svo oft áður höfðu sérfræðingar Fjárfesting- arfélagsins rétt fyrir sér. Um síðastliðin áramót átti Margrét 65 ára afmæli. Þá átti hún 2.500.000 krónur í TEKJUBRÉFUM. Af þeim fær hún ríkuleg mánaðarlaun heimsend ársfjórðungslega. g hver skyldi hafa ráðlagt henni Margréti að skipta Kjarabréfunum sínum yfir í Tekjubréf? Ekki var það Haraldur frændi. Ne-e-ei. Hann situr enn við sinn keip. Auðvitað var það sérfræðingur hennar hjá Fjárfestingarfélaginu, nú sem fyrr, sem ráðlagði henni það. TIL UMHUGSUNARi 1. Af hverju sögðu sérfræð- ingamir að Kjarabréfin væru örugg? 2. Hvers vegna skipti Margrét yfir f Tekjubréf, þegar hún var komin á eftirlaunaaldur? 3. Hvemig getur venjuiegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspekinga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? Sendið rétt svör til Fjárfestingarfélagsins, Hafnarstræti 7, Reykjavík, merkt Haraldur frændi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð, fær eintak af bókinni góðu, FJÁRMÁLIN ÞÍN, í verðlaun. FJARFESTINGARFEIÆJÐ Hafnarstræti 7-101 Rvík. S 28566. Gunnar Óskarsson einn af ráðgjöfum Fjárfestingarfélagsins VJS/VSQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.