Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 29 Skákin og skemmtana- iðnaðurinn í eina sæng Hraðskákeinvígi Kasparovs og Shorts á vinsælasta diskótekinu í London London. AP. SKÁKIN og skemmtanalífið tóku höndum saman sl. þriðjudag þegar þeir Garri Kasparov, heimsmeistari í skák, og breski stórmeistarinn Nigel Short hófu hraðskákeinvígi á einu allra vinsælasta diskótekinu í Lundúnum. Skákkappamir munu tefla sex skákir á aðaldansgólfinu í Hippo- drome, kunnum skemmtistað við Leicester Square í miðborg Lund- úna, og er vonast til, að keppnin muni verða skákiðkaninni mikil lyftistöng þegar henni verður sjón- varpað um allt Bretland síðar í mánuðinum. Fyrsta skákin var alls ólík þeim þungbúna virðuleik, sem oft er ein- kennandi fyrir venjuleg skákmót. Þeim Kasparov og Short og tafl- borðinu einnig var komið fram á gólfið með sérstökum búnaði og íjörug danstónlist leikin undir en áður en þeir tóku til við taflið svör- uðu þeir spumingum fréttamanna og annarra viðstaddra. „Þetta mun líklega engu breyta fyrir skákina sem listgrein en getur hins vegar haft mikil áhrif á ímynd hennar meðal almennings,“ sagði Kasparov. „Við emm að byija nýtt tímabil þar sem skákin verður ekki síðri verlsunarvara en margt ann- að.“ Aðstandendur keppninnar vildu ekki segja hvað skákmönnunum væri greitt fyrir en fróðir menn giska á, að Short fái 5000 pund, rúmlega 300.000 ísl. kr., í sinn hlut og Kasparov líklega meira. Sovétmenn hafa hingað til ekki viljað ljá máls á neinni auglýsinga- mennsku í kringum íþróttaleiki og aðra slíka atburði en nú virðist það Garri Kasparov vera að breytast. Fréttir. em um, að forsvarsmenn íþróttamála í Sov- étríkjunum séu nú famir að bera Nigel Short víurnar í vestræn fyrirtæki og vílji fá þau til að auglýsa á sama hátt og gerist á Vesturlöndum. Sovétríkin: Eiturþræl- ar myrða lögreglu- foringja Moskvu, Reuter. SOVÉSKUR eiturlyfjaneytandi lét lifið í skotbardaga við lög- reglumenn eftir að hann og fimm aðrir fíkniefnaþrælar höfðu myrt lögregluforingja, að því er Pravda, málgagn kommúnista- flokksins sagði í gær. Lögregluforinginn hafði leyst rúmlega eitt hundrað glæpi tengda fíkniefnum. Kvöld eitt síðastliðið sumar sótti hann einn eiturlyfja- neytandann í Orenburg skammt frá Moskvu heim. Mennimir sex réðust þá að honum og myrtu hann. Þeir grófu líkið og losuðu sig við morð- vopnin en lögreglan komst fljótt á sporið. Voru fimm mannanna hand- teknir en hinn sjötti lét lífið í skotbardaga við lögreglumenn. Að sögn Pravda voru mennimir allir dæmdir fíkniefnaþrælar. Sov- éskir fjölmiðlar hafa að undanförnu birt fréttir af eiturlyfjaneyslu, sem er ört vaxandi vandamál í Sovétríkj- unum. Nýlega var skýrt frá því að 46.000 manns væru á skrá stjórn- valda yfir eiturlyfjaneytendur. reið á þjóðvegi fyrir sunnan Belgrad, verði leyft að fara úr landi, meðan rannsókn málsins fer fram. í slysinu fórust 25 manns, þar af 16 börn, en 27 manns slösuðust. Bílstjórinn er sakaður um að bera ábyrgð á árekstrinum og er þetta sagt mesta umferðarslys í Júgó- slavíu frá lokum seinni heimsstyij- aldar. Langflutningabíllinn var á leið til Grikklands með kjötfarm, þegar áreksturinn varð á þjóðveginum við bæinn Nis — um 300 km fyrir sunn- an Belgrad. Bílstjórinn ók lang- flutningabílnum yfir á ranga akbraut og beint framan á áætlun- arbifreiðina, sem kom á móti. Ekki er að öðru leyti vitað um tildrög slyssins, en flutningafyrir- tækið, sem á bílinn, segir, að bílstjórinn hafi gjörþekkt aðstæður þama, enda ekið þessa leið mörg hundruð sinnum áður. Nýtt Super Apex fargjald verður í gildi frá 14* mai tíl 14» sept. 1987 á eftirtalda staði. Kaupmannahöfn ...........kr. 10.950 Gautaborg ...............kr. 10.950 Oslo.................... kr. 10.730 Bergen...................kr. 10.730 Stokkhólm ...............kr. 13.410 Luxemborg................kr. 10.950 Lágmarksdvöl er 8 dagar og hámarksdvöl 21 dagur. Bókun og greiðsla farseðils er nauðsynleg með minnst 14 daga fyrirvara. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum um land allt. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur: Hótel Esju, Álfabakka og Lækjargötu. Upplýsingasími 25100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.