Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
29
Skákin og skemmtana-
iðnaðurinn í eina sæng
Hraðskákeinvígi Kasparovs og Shorts á
vinsælasta diskótekinu í London
London. AP.
SKÁKIN og skemmtanalífið tóku höndum saman sl. þriðjudag þegar
þeir Garri Kasparov, heimsmeistari í skák, og breski stórmeistarinn
Nigel Short hófu hraðskákeinvígi á einu allra vinsælasta diskótekinu
í Lundúnum.
Skákkappamir munu tefla sex
skákir á aðaldansgólfinu í Hippo-
drome, kunnum skemmtistað við
Leicester Square í miðborg Lund-
úna, og er vonast til, að keppnin
muni verða skákiðkaninni mikil
lyftistöng þegar henni verður sjón-
varpað um allt Bretland síðar í
mánuðinum.
Fyrsta skákin var alls ólík þeim
þungbúna virðuleik, sem oft er ein-
kennandi fyrir venjuleg skákmót.
Þeim Kasparov og Short og tafl-
borðinu einnig var komið fram á
gólfið með sérstökum búnaði og
íjörug danstónlist leikin undir en
áður en þeir tóku til við taflið svör-
uðu þeir spumingum fréttamanna
og annarra viðstaddra.
„Þetta mun líklega engu breyta
fyrir skákina sem listgrein en getur
hins vegar haft mikil áhrif á ímynd
hennar meðal almennings,“ sagði
Kasparov. „Við emm að byija nýtt
tímabil þar sem skákin verður ekki
síðri verlsunarvara en margt ann-
að.“
Aðstandendur keppninnar vildu
ekki segja hvað skákmönnunum
væri greitt fyrir en fróðir menn
giska á, að Short fái 5000 pund,
rúmlega 300.000 ísl. kr., í sinn hlut
og Kasparov líklega meira.
Sovétmenn hafa hingað til ekki
viljað ljá máls á neinni auglýsinga-
mennsku í kringum íþróttaleiki og
aðra slíka atburði en nú virðist það
Garri Kasparov
vera að breytast. Fréttir. em um,
að forsvarsmenn íþróttamála í Sov-
étríkjunum séu nú famir að bera
Nigel Short
víurnar í vestræn fyrirtæki og vílji
fá þau til að auglýsa á sama hátt
og gerist á Vesturlöndum.
Sovétríkin:
Eiturþræl-
ar myrða
lögreglu-
foringja
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKUR eiturlyfjaneytandi
lét lifið í skotbardaga við lög-
reglumenn eftir að hann og fimm
aðrir fíkniefnaþrælar höfðu
myrt lögregluforingja, að því er
Pravda, málgagn kommúnista-
flokksins sagði í gær.
Lögregluforinginn hafði leyst
rúmlega eitt hundrað glæpi tengda
fíkniefnum. Kvöld eitt síðastliðið
sumar sótti hann einn eiturlyfja-
neytandann í Orenburg skammt frá
Moskvu heim. Mennimir sex réðust
þá að honum og myrtu hann. Þeir
grófu líkið og losuðu sig við morð-
vopnin en lögreglan komst fljótt á
sporið. Voru fimm mannanna hand-
teknir en hinn sjötti lét lífið í
skotbardaga við lögreglumenn.
Að sögn Pravda voru mennimir
allir dæmdir fíkniefnaþrælar. Sov-
éskir fjölmiðlar hafa að undanförnu
birt fréttir af eiturlyfjaneyslu, sem
er ört vaxandi vandamál í Sovétríkj-
unum. Nýlega var skýrt frá því að
46.000 manns væru á skrá stjórn-
valda yfir eiturlyfjaneytendur.
reið á þjóðvegi fyrir sunnan
Belgrad, verði leyft að fara úr
landi, meðan rannsókn málsins
fer fram. í slysinu fórust 25
manns, þar af 16 börn, en 27
manns slösuðust.
Bílstjórinn er sakaður um að bera
ábyrgð á árekstrinum og er þetta
sagt mesta umferðarslys í Júgó-
slavíu frá lokum seinni heimsstyij-
aldar.
Langflutningabíllinn var á leið
til Grikklands með kjötfarm, þegar
áreksturinn varð á þjóðveginum við
bæinn Nis — um 300 km fyrir sunn-
an Belgrad. Bílstjórinn ók lang-
flutningabílnum yfir á ranga
akbraut og beint framan á áætlun-
arbifreiðina, sem kom á móti.
Ekki er að öðru leyti vitað um
tildrög slyssins, en flutningafyrir-
tækið, sem á bílinn, segir, að
bílstjórinn hafi gjörþekkt aðstæður
þama, enda ekið þessa leið mörg
hundruð sinnum áður.
Nýtt Super Apex fargjald verður í gildi
frá 14* mai tíl 14» sept. 1987
á eftirtalda staði.
Kaupmannahöfn ...........kr. 10.950
Gautaborg ...............kr. 10.950
Oslo.................... kr. 10.730
Bergen...................kr. 10.730
Stokkhólm ...............kr. 13.410
Luxemborg................kr. 10.950
Lágmarksdvöl er 8 dagar og hámarksdvöl 21 dagur.
Bókun og greiðsla farseðils er nauðsynleg
með minnst 14 daga fyrirvara.
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða,
umboðsmönnum og ferðaskrifstofum um land allt.
FLUGLEIDIR
Söluskrifstofur: Hótel Esju, Álfabakka og Lækjargötu.
Upplýsingasími 25100