Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 23 Helgi Hálfdanarson: Stig af stigi Að undanfömu hefur orðið stig stundum lent í nokkuð skuggaleg- um ævintýmm og hvað eftir annað fallið í hendur raufurum. Ekki hef ég verið einn um það að hneykslast á notkun samsetn- ingarinnar hitastig, sem að eðli- legum hætti merkir mælieiningu á hitahæð (hundraðasta hluta mismunarins á suðumarki og frostmarki vatns), en er einlægt haft líka um hitahæðina sjálfa (t.d.: hitastigið er tíu stig!) Ætla mætti, að engum dyldist hversu hláleg þessi orðbeiting er, ekki sízt þar sem beint liggur við að kalla hitahæðina blátt áfram hita- hæð, ef ekki bara hita. En að stinga upp á því, sem beint liggur við, er eins og að bjóða hundi heila köku, og hér verður áreiðan- lega engu um þokað. Ég býst við að fá nýyrði hafí farið á flot öllu vitlausari en pró- sentustig. Orðliðurinn stig er þar merkingarlaus, nema hann merki það sama og prósent, svo þama er komið sérdeilis ánalegt stagl- yrði. Ætla mætti, að orð, sem einna helzt virðist merkja prósent af prósentu, væri þá einmitt haft um prósent af prósentu, væri t.d. haft um prósent af vaxtaupphæð (sem reiknuð er í prósentum af höfuðstól). En viti menn! pró- sentustig er haft um prósent af höfuðstól, til greiningar frá pró- sentum af vöxtum, svo notkun orðsins er jafn-vitlaus og orðið sjálft. Og við þessu verður áreið- anlega ekki hróflað fremur en hitastiginu sæla, því ekki er það laust sem fjandinn heldur. Enn má geta þess, að ekki alls fyrir löngu var rætt í útvarpi um tiltekna grein iðnaðar, og bar þá á góma of hátt sýrustig í vökva. Af umræðunni var ljóst, að með of háu sýrustigi var átt við of súran vökva, þ.e.a.s. of lágt sýru- stig. Þetta var ekkert eins dæmi um rugling af þessu tagi, þegar rætt er um sýrustig. Og raunar er það engin furða, fyrst orðið sýrustig er notað um pH-stigann, sem er þannig í laginu, að því súrari sem vökvinn er, þeim mun lægra telst sýrustigið. Ékki er nema von, að það geti valdið misskilningi, að svo virðist sem fjöldi mæiieininga gangi í öfuga átt við magn þess sem mælt er, og eðlilegt að slík orðbeiting hneyksli málkennd manna. Orðið sýrustig á sér erlenda samsvörun, og staða þess er sterkari en svo, að við því verði hróflað. Hins vegar mætti einnig hafa hér annan hátt á, þegar svo ber undir, svo að einhvetju öðru orði yrði við komið, og þá notuð mælitala, sem fengist af réttu hlutfalli mælieininga og magns. Auðvitað yrði sú mælitala að vera í samræmi við pH-stigann og fást hveiju sinni án reiknings að heitið gæti. Lægi þá beint við að leggja neikvæðá lógrímann af mólstyrk hítroxíl-jóna til grundvallar. Ekki mætti það þó vera nema óbeinlín- is, og nota þyrfti aðra stærðar- gráðu en tölur pH-stigans, til þess að ekki yrði þar ruglingur á. (Næsta stærðargráða fyrir ofan yrði hæfíleg.) Einföld og þægilega glögg lausn væri, að mælitalan fylgdi pH-stiganum öfugum á þann hátt, að pH=7 samsvaraði tölunni 100. Sé pH-gildi lægra en 7 (í súrum vökva), samsvaraði það hærri tölu en 100; en pH-gildi hærra en' 7 (í bösuðum vökva) samsvaraði lægri tölu en 100. Sé tala þessi kölluð t.d. „súrtala" (St), yrði hún hveiju sinni: St = (-log [OH ]+3)xlO en það jafngildir: St = (17-pH)xlO Með þeim hætti fengi hlutlaus vökvi St=100; vökvi með pH=5 fengi St = (17-5)xl0 = 120; og vökvi með pH=9,3 fengi á sama hátt St=77. Eða, svo dæmi séu tekin: hreint vatn hefði St=100; en 0,1 M saltsýra hefði St=160. Þannig yrði súrinn í hvaða vökva, sem væri, tilgreindur svo sem venja er til um mælingar, að mælitalan verður þeim mun hærri sem meira er af því sem mælt er, en ekki öfugt. Eflaust mætti afgreiða þetta atriði með öðru móti en hér var fitjað upp á. Það sem máli skipt- ir, er að geta rætt um hluti sem þessa á þann hátt, sem almenn- ingi getur þótt eðlilegur, án þess brotið sé gegn því sem tíðkast í fræðunum. Þess gerist æ ríkari þörf í þjóðfélagi sívaxandi iðn- væðingar, enda þótt fræðimenn vorir geti fyrir sitt leyti eftir sem áður notazt við það eitt sem fyrir er. Vestmannaeyjar: Skólafólk sækir í að komast á vertíð Vestmannaevjum. FRY STIHU SUNUM í Vest- mannaeyjum tekst ekki að manna húsin í vetur með heima- fólki og hafa þau flest auglýst í Morgunblaðinu eftir fólki til starfa. Samkvæmt upplýsingum, sem fréttaritari aflaði sér hjá verkstjórum, hefur gengið mjög vel að ráða vertíðarfólk, betur en oftast áður. Fólk á öllum aldri, en einkum þó skólafólk, virðist stefna á að næla sér í góða vertíðarhýru á skattfría árinu. Sérstaklega hefur gengið vel að fá karlmenn til starfa en enn vant- ar 15—18 konur í hvert frystihús. Þeir verkstjórar, sem rætt var við, voru sammála um það, að áberandi væri hvað ungt fólk á skólaaldri sækti eftir vinnu og sagði Páll Sveinsson, yfírverkstjóri í Fiskiðj- unni, að um 60% af þeim sem svöruðu auglýsingu fyrirtækisins væri fólk um og undir tvítugsaldrin- um. Það kom og fram hjá verkstjór- unum að margir hefðu sagt upp störfum sínum á höfuðborgarsvæð- inu og ætluðu í uppgripavinnu skamman tíma á vertíð. Þá var það álit verkstjóranna, með gríni blandinni alvöru, að kvik- myndin Nýtt líf, sem sýnd var í sjónvarpinu tvo síðustu laugardaga, en hún gerist einmitt á vertíð í Eyjum, hefði virkað sem góð við- bótarauglýsing fyrir frystihúsin. Sagði Páll Sveinsson, að áberandi mikið hefði verið hringt í sig síðast- liðinn sunnudag, daginn eftir að síðari hluti myndarinnar hefði verið sýndur. „Þessi mynd kom á besta tíma fyrir okkur, en ég vona þó að við fáum til starfa duglegra starfsfólk, en þeir kumpánar Þór og Danni reyndust," sagði Páll Sveinsson. Það stefnir því í líflega vertíð í Eyjum, þó vafalítið jafnist hún ekk- ert á við það, sem var áður fyrr á árum þegar vertíðarfólkið skipti mörgum hundruðum. -hkj. Tengivagnar Staö í Hútafirði. NÚ SJÁST hér oft í viku stórir tankbílar með tengivagna hlaðna bensíni á leið frá Reykjavík til Norðurlands. Miklu munar hið einmuna góðar veðurfar sem hér ríkir og hefur gert allan þennan nýliðna janúar-mánuð. Hvergi er snjór á vegum og meðal annarra sem eru hér á ferð þessa dagana eru flutningabifreiðastjórar frá Austfjörðum. - m.g. D-basc II Byrjendanámskeið í notkun hins öfluga gagnasafnskerfls D-base III. Dagskrá: * Grundvallaratriði við notkun PC-tölva. * Uppbygginggagnasafnskerfa. * GagnasafnskerfiðD-baselII. * Helstu aðgerðir í D-base III, æfingar. * Forritun í D-base III. * Límmiðaútprentanir. * Umræðurogfyrirspurnir. Tími: 9.—12. febrúarkl. 17—20. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. GÓÐA VEISLU GJÖRA skal VEISLU- OG RÁÐSTEFIMUSALUR í Þórshöll, Brautarholti 20, símar: 29099, 23333 og 23335. Góð aðstaða til allra veislu- og ráðstefnu- halda oggreið aðkoma fyrir fatlaða. Höfum til útleigu einn glæsilegasta veislu- og ráðstefnusal borgarinnar. Ut- análiggjandi glerlyfta flytur gesti upp í Norðurljósin. Salurinn hentarfyrir hvers konar veislur og mannfagnaði, svo sem árshátíðir, þorrablót, erfidrykkjur, hádeg- isverði, ráðstefnur, brúðkaups-og fermingarveislur, auk annarra mann- fagnaða eða funda. Útbúum allan mat og aðrarveitingar, allt eftir óskum hvers og eins. Sjón ersögu rikari Veitingastjóri Norðurljós- anna gefur allar nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.