Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
55
WJ'M i H F '* i v i
SVARAR í SÍMA
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Udíttlá^ ifli É-ll
Þessir hringdu
■'ÞETTR ER BRRR EITT
Biblían er hið lifandi orð Guðs
Svar við bréfí Jensínu Guð-
mundsdóttur þann 21.1.’87: Það
skiptir litlu máli hvort það stendur
kynvillingur eða geldingur. Hvorug-
ur þeirra stuðlar að fólksfjölgun,
og eru þeir því báðir „visið tré“.
Orðið „geldingur" er löngu orðið
úrelt, og er ekki lengur notað í
þessum skilningi nema kannski hjá
aröbum. En það sem skipti máli hjá
Guði er: „Kynvillingunum (gelding-
unum), sem halda hvíldardaga mína
og kjósa það, sem mér vel líkar,
og halda fast við sáttmála minn,
þeim vil ég gefa nafn í húsi mínu,“
o.s.frv., Jesaja 56:3—5.
En í Mósebók 20:13 stendur ekki
aðeins það sem Jensína vitnaði í,
heldur einnig: „Þeir skulu líflátnir
verða." Eigum við þá að drepa alla
kynvillinga? Hvað var það sem Jesú
kenndi? „Sá sem syndlaus er, kasti
fyrsta steininum." Einnig: „Mis-
kunnsemi þrái ég en ekki fóm.“
Og um kynvillinga: „Því að til eru
þeir kynvillingar (geldingar), sem
svo eru fæddir frá móðurkviði; en
aðrir urðu þannig af manna völdum;
og enn aðrir hafa afneitað kvenn-
legu holdi vegna himnaríkis. Sá
Rauðlitaðar
fréttir
yelvakandi góður.
Ég vil þakka „Fréttahauki" grein
hans í Morgunblaðinu laugardaginn
31. janúar sl., um hinar rauðlituðu
fréttir ríkisfjölmiðlanna.
Greinin birtist á nákvæmlega
réttum tíma, því kvöldið áður höfðu
fréttamenn sjónvarps og útvarps
flutt langhunda um radarstöð
Bandaríkjamanna á Grænlandi.
Fréttamaður útvarpsins var ekkert
að liggja á því, að umræðan í Dan-
mörku ætti rætur að rekja til
harðorðra greina í Prövdu í Moskvu
austur, en mig minnir, að þótt
fréttamaður sjónvarpsins nefndi að
sjálfsögðu Rússa, hafi hann ekki
minnst á Prövdu, hafandi vafalaust
í huga, að íslendingar hafa vægast
sagt litla trú á því málgagni, pg
telja að lítt takandi mark á því
málgagni kommanna. En allt kom
orðavalið vinstra megin frá.
Og vitið þér enn? Næsta dag birt-
ist í leiðara Þjóðviljans eins konar
endursögn af Prövdu-greininni(?).
Þakka birtingu,
Sigríður Jónsdóttir
höndli þetta, er höndlað getur,“
Matteus 19:12.
Enginn sem lesið hefur Biblfuna
og trúir að hún sé skrifuð af æðri
mætti efast um að þetta sé bók
spádóma, vizku og sannleika, og
er því jafn lifandi nú og þegar hún
var skrifuð. En maður verður að
gera sér grein fyrir því, að þessi
bók var skrifuð þegar ekki voru til
flugvélar, örbylgjuofnar, stereo-
græjur, eldflaugar, kjamorku-
sprengjur, afruglarar né sjónvarp.
En um flesta þessa hluti er einmitt
skrifað í Biblíunni og margt fleira,
eins og t.d. fljúgandi furðuhluti. Já,
Biblían er ennþá í gildi í dag, á
gervihnattaöld. Um það má m.a.
lesa í Matteus 24 og í Opinberunar-
bÓkÍnnL S.R. Haralds.
V esturbæingur.sem segist
fylgjast vel með mælingum á hita-
stigi í Reykjavík, hringdi til Velvak-
anda og sagði að hitastig hjá sér í
vesturbænum og það sem Veður-
stofan gefur upp hafi ætíð verið
það sama áður en starfsemi Veður-
stofunnar var flutt í „Öskjuhlíðar-
hálendi", en nú bæri oftast nokkuð
á milli. Hann vill spytja hlutaðeig-
andi aðila hvort meðalhiti á nýja
staðnum sé hinn sami og var á
gamla staðnum í Landsímahúsinu
í miðbæ Reykjavíkur.
Steyptan
vegg við
Kúagerði
Kæri Velvakandi.
Mig langar að biðja þig um að birta
nokkrar línur fyrir mig í sambandi
við hin mörgu og tíðu slys sem
verða á Reykjanesbraut við Kúa-
gerði, vegna ísingar og hálku.
Tillaga mín er sú, að akgreinamar
verði aðgreindar með lágum steypt-
um vegg eða stálslá og gengið vel
frá endunum, þeir vel merktir og
þannig frá gengið að þeir verði
ekki hættulegir. Aðvörunarskilti
þyrftu einnig að vera í hæfilegri
fjarlægð frá þeim stað, þar sem
aðgreining akgreinanna hæfist.
Með þessari aðgerð ætti ekki að
vera hætta á því að bflar skyllu
saman, sem kæmu úr gagnstæðri
átt, þegar það skeður verða verstu
og hættulegustu slysin. Slíkur
veggur myndi ekki koma í veg fyr-
ir öll óhöpp og slys, en hann myndi
örugglega vera til stórbóta. Eg fæ
ekki séð að þetta myndi trufla
umferð á neinn hátt að öðmm leyti
en því, að „ökuglópar" þyrftu að
neita sér um þann munað að aka
fram úr öðrum á þessum vegar-
kafla.
Það væri sjálfsagt til bóta að
hafa uppfyllinguna meðfram vegin-
um mun breiðari heldur en hún er
nú og í sömu hæð og vegurinn sjálf-
ur. Það verða víða óhöpp og slys,
en það réttlætir ekki að ekkert sé
gert til úrbóta á þessum stað. Ef
Vegagerð ríkisins teldi sér ekki
fært að sinna þessu máli einhverra
hluta vegna, en teldi þessa aðgerð
ekki slæma eða hættulega umferð-
inni, þá findist mér að tryggingarfé-
lögin ættu að athuga málið og ef
þau kæmust að þeirri niðurstöðu
að þessi framkvæmd yrði til bóta^ —
þá ættu þau sjálf að vinna þetta,
því þau myndu fljótlega fá kostnað-
inn til baka í formi fækkandi og
lækkandi tjónagreiðslna bæði á
fólki og bílum. Eg veit ekki hvað
slíkur veggur þyrfti að vera langur,
e.t.v. 1.000 til 2.000 metrar.
Bíðið ekki eftir fleiri stórslysum,
það er komið meira en nóg af þeim.
Það veit enginn hver verður næst-
ur. Ég þakka birtinguna.
Gamall Hafnfirðingur
Hefur einhver c
fundið
seðlaveski?
Tvær stúlkur er tapað hafa seðla-
veskum biðja lesendur um að hafa
samband við sig ef þeir hafa fundið
veskin.
Dagný Bjarnadóttir tapaði svörtu
seðlaveski í Árbæjarhverfi laugar-
dagskvöldið 24. janúar. Hún býr í
Þykkvabæ 19, sími 84792.
Ingibjörg Karlsdóttir tapaði gráu
seðlaveski föstudagskvöldið 23. jan-
úar í Læjargötu í Reykjavík. Sími
hjá henni er 71634. Báðar sakna
skilríkja sinna og heita fundarlaun-
.ÍMARIT HASKÓLA ÍSLANDS
5ÉRSTAÐA ÞESS ER ÓTVÍRÆD
01 er komiö 1. tbl. Tímarits Háskóla íslands og markar
afmœlisár Háskólans 1986 upphaf útgáfu tímaritsins.
Ritiö mun koma út tvisvar á ári og flytur greinar um
vísindi og fróðleik er lúta ströngustu kröfum um
vísindalega medferð og framsetningu efnis.
Meðal efnis 7. tölublaðs eru greinar um jarðfræði,
fiskeldi, lyfjafrœði, tannlœkningar, heimspeki,
—
mannfrœði, guðfrœði, Listasafn Háskóla íslands o.m.fl.
Greinahöfundar eru allir starfandi vísindamenn á
vegum Háskólans.
Ritið er fáanlcgt í öllum helstu bókaverslunum.
Áskriftarsími: 91-25088.