Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
Hveqir eru
þeir?
V
Hvað vilia
þeir?
MYNDAFLOKKURINN V SVARAR ÞESSUM BRENN-
ANDI SPURNINGUM OG MÖRGUM FLEIRI
VMYNDAFLOKKUR SEM KEMUR SVO
SANNARLEGA Á ÓVART.
Spyrjið eftir
á næstu myndabandaleigu strax í dag.
WVRNER HOME VDEO
A KENNE'I'H JOÍINSON.PRODUCTION IN Assocíation With
WARNER BROS. TEEEVISIÓN^I A WARNER COMMUNICA'HONS COMPÁNY
VStórgóður 5 spólu myndaflohkur
byggður á frábærlega hugmynda-
ríkri og skemmtilegri vísindaskáld-
sögu sem gerist í nánustu framtíð.
ÍSLENSKUR TEXTI
Execiitive Producer: Kenneth Johnson. Produccr: Chuck Bowman
Writtcn and dircctcd by Kcnncth Johnson
Vhefurfarið sannkallaða sigurför
um heiminn. — Missið ekki afþess-
ari frábæru skemmtun.
í TEFLI 1
VIDEO
Leikid rétta leikinn
Takið mynd frá Tefli
TEFU HF., ÁRMÚLA 36, 108 REYKJAVÍK. SÍMI 686250.
Góð loðnuveiði
Um 300.000 lestir eftir af kvótanum
MIKIL loðnuveiði var um helgina. Á föstudag varð aflinn 19.580
lestir, 16.950 á laugardag og á sunnudag 10.900 lestir, Á mánudag
varð aflinn 7.520 lestir. Bræla var komin á þriðjudag og afli þá
lítill, en aðfaranótt miðvikudags var aftur góð veiði, bæði fyrir norð-
an og austan. Frá upphafi vertíðar hafa veiðzt um 730.000 lestir
og eru því tæplega 300.000 lestir eftir af kvótanum.
Á mánudag hafði dregið verulega
úr veiði þess hluta loðnustofnsins,
sem fannst austur af Kolbeinsey
og voru skipin að hætta þar. Um
helgina á meðan veiðin þar var sem
mest lækkuðu Síldarverksmiðjur
ríkisins í Siglufirði verð á hverri
lest úr 2.100 krónum í 1.800 vegna
þess hve stutt var á miðin, en hækk-
aði verðið að nýju á mánudag í
2.000 krónur. Verð SR á Raufar-
höfn tók svipuðum breytingum, en
víðast hvar annars staðar hefur
verðið verið óbreytt um tíma. Veið-
in er aftur orðin góð fyrir norðan
og loðan komin upp á Sléttugrunn.
Fyrir austan er hún komin upp á
Breiðdalsgrunn og Papagrunn.
Skipin eru því að skipta yfir á
grunnnætur, en á mörgum þeirra
verður frí um helgina.
Auk þeirra skipa, sem áður hefur
verið getið í Morgunblaðinu, til-
kynntu eftirtalin um afla á föstu-
dag: Þórður Jónasson EA 710,
Hákon ÞH 800, Beitir NK 1.400,
Sigurður RE 1.320 og Guðrún Þor-
kelsdóttir SU 700 lestir.
Eftirtalin skip tilkynntu um afla
á laugardag: Súlan EA 800, Rauð-
sey AK 620, Bjarni Ólafsson AK
1.000, Höfrungur AK 930, Hrafn
GK 660, Guðmundur VE 850,
Húnaröst ÁR 620, Víkurberg GK
560, Gullberg VE 620, Harpa RE
620, Keflvíkingur KE 540, Ljósfari
RE 570 og er búinn með kvóta sinn
og hættur loðnuveiðum, Om KE
580, Börkur NK 1.300, Magnús
NK 540 og fór til Færeyja, Hilmir
II SU 530, Helga II RE 470, Berg-
ur VE 530, ísleifur VE 740,
Eldborg HF 1.430, Eskfirðingur SU
610, Dagfari ÞH 530, Júpíter RE
644 og Erling KE 740.
Á sunnudag voru þessi skip með
afla: Albert GK 580, Þórshamar
GK 600, Svanur RE 750, Fífill GK
650 og fór til Færeyja, Víkurberg
GK 530, Grindvíkingur GK 970,
Rauðsey AK 620, F*étur Jónsson
RE 750, Húnaröst ÁR 620, Harpa
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
Sérhæfó þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
RADIAL
stimpildælur
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
RE 620, Skarðsvík SH 640 og fór
til Færeyja, Keflvíkingur KE 540,
Sighvatur Bjamason VE 700, Sig-
urður RE 970, Hrafn GK 650,
Huginn VE 400, Hákon ÞH 800,
Gígja VE 760, Gullberg VE 560
og Guðmundur VE 150. Bæði Guð-
mundur og Sigurður rifu nætumar
og urðu að fara í land.
Á mánudag vom þessi skip með
afla: Hilmir II SU 590, Albert GK
600, Þórður Jónasson EA 680,
Guðmundur Ólafur ÓF 570, Öm
KE 580, Bergur VE 500, Dagfari
ÞH 500, Hilmir SU 600, Beitir NK
1.330, Víkingur AK 900 og Höfr-
ungur AK 760 lestir.
Á þriðjudag voru eftirtalin skip
með afla: Þórshamar GK 300,
Rauðsey AK 420, Súlan EA 700,
Guðrún Þorkelsdóttir SU 100,
Víkurberg GK 200, Pétur Jónsson
RE 600 og Bjami Ólafsson 1.000
lestir.
Um hádegi á miðvikudag höfðu
eftirtalin skip tilkynnt um afla: Öm
KE 580, Pétur Jónsson RE 650,
Albert GK 600, Húnaröst ÁR 600,
Keflvíkingur KE 540, Börkur NK
1.350, Harpa RE 620, Dagfari ÞH
530, Bergur VE 530, Rauðsey AK
620, Höfmngur AK 920, Grindvík-
ingur GK 1.000, Fífill GK 650,
ísleifur VE 700 og Þórshamar GK
500.
Nýr korta-
sjálfsali fyr-
ir almenn-
ing’ssíma
PÓST- og símamálastof nunin
býður viðskiptavinum sínum upp
á kortasjálfsala og eru þeir nýj-
ung hjá stofnuninni.
Fyrstu kortasjálfsalamir vora
notaðir á leiðtogafundinum í
Reykjavík á sl. ári og mæltust þá
mjög vel fyrir. Viðskiptavinir geta
fengið keypt kort á póst- og
símstöðvum og á þeim stöðum þar
sem kortasjálfsalamir em. Kortinu
er stungið í símasjálfsalann og em
100 skref á hveiju korti. Bæði sjálf-
salinn og kortið sýna jafnan hve
mörg skref em ónotuð. Kortið kost-
ar 330 krónur.
Kortasjálfsölum hefur verið kom-
ið upp á ýmsum stöðum og má
nefna í því sambandi Umferðarmið-
stöð, SVR, Lækjartorgi og við
Hlemm svo og marga skóla og
sjúkrahús.
(Fréttatilk. frá Póst- og glmamálantofnun)