Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 25 H'ópurinn sem stendur að sýningu Þjóðleikhússins, Rympu á ruslahaugnum Morgunblaðið/RAX Þjóðleikhúsið: Rympa á ruslahaugnum frumsýnt á laugardag RYMPA á ruslahaugnum heitir nýtt íslenskt barnaleikrit, eftir Herdísi Egilsdóttur, sem frum- sýnt verður i Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugardag. Leikritið flallar um ófyrirleitna kerlingu, Rympu, sem býr á rusla- haugnum með manni sínum sem er hauslaus tuskubrúða. Hún er persónugervingur óæskilegs fé- lagsskapar, sem hún snýr til skiptis að fólki eftir eigin þörfum. Krakkamir Bogga og Skúli lenda á haugnum hjá Rympu eftir að þau hafa flúið barnfjandsamlegt samfélag og ævintýrin fara að gerast. Gömul amma, sem hefur ráfað burt af elli heimilinu, lendir á haugunum, og fínnst heldur skítugt í kringum þá sem þar búa. Síðan kemur leitarmaðurinn sem er að reyna að fínna krakk- ana og ömmuna, en Rympu munar ekkert um að losa sig við hann. í hlutverki Rympu er Sigríður Þorvaldsdóttir. Krakkana Boggu og Skúla leika þau Sigrún Edda Bjömsdóttir og Gunnar Rafn Guð- mundsson, ömmuna leikur Margrét Guðmundsdóttir og Viðar Eggertsson er í hlutverki leitar- mannsins. Auk þeirra tekur stór hópur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins þátt í sýningunni, undir stjóm Láru Stefánsdóttur, dansahöfund- ar. Jóhann G Jóhannsson, stjómar hljómsveit á sviðinu, en hann hef- ur útsett öll lögin í sýningunni. Leikmynd og búningar eru í hönd- um Messíönu Tómasdóttur og leikstjóri er Kristbjörg Kjeld. Auk leikritsins hefur höfundurinn, Herdís Egilsdóttir, samið alla söngtexta og öll lög í sýningunni. Reyðarfjörður: Beðið eftir lög- reglu í tvo tíma - á meðan ölvaður ökumaður lék lausum hala í bænum Revðarfirði. TVITUGUR piltur var tekinn ölvaður við akstur hér á Reyðarfirði síðastliðinn laug- ardag. Erfiðlega gekk að ná sambandi við lögreglu á Eski- firði og liðu tvær klukku- stundir þar til hún kom á vettvang, en á meðan lék hinn ölvaði ökumaður lausum hala og stofnaði lífi sinu og ann- arra í hættu með akstri sínum. Pilturinn hafði tekið bifreið á leigu á Egilsstöðum. Um klukkan 14.00 á laugardag ók hann á kyrr- stæðan bíl og stórskemmdi hann. Sonur eiganda bifreiðarinnar hringdi strax til lögreglunnar á Eskifírði en þar gaf símsvari upp númer sem hringja átti í og ef ekki svaraði þar var bent á að hringja í loftskeytastöðina á Nes- kaupstað og biðja hana um að kalla upp lögreglu. Erfíðlega gekk að ná sambandi við lögregluna og liðu tæpir tveir tímar þar til það tókst. A þessum tíma hafði þessi óhamingjusami ungi ökumaður stofnað lífi sínu og annarra í hættu með akstri sínum. Ökuferð- in endaði með því að farið var á eftir piltinum suður fyrir §örð, þar sem hann missti stjóm á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún flaug um 12 til 14 metra utan vegar. Pilturinn slapp ómeiddur. Mikil óánægja er hér á Reyðar- fírði með fyrirkomulag löggæslu, en Reyðfírðingar hafa verið án lögreglu í þijú ár, eftir að ákveðið var að lögreglan sæti á Eskifírði. Þetta leiðindaatvik er ekki eina dæmið um að erfíðlega hefur gengið að ná sambandi við lög- reglu á Eskifírði þegar þörf hefur verið á aðstoð hennar hér á Reyð- arfírði. Gréta. Húsgagna- markaður FEFí Skeljanesi Félag einstæðra foreldra lieldur húsgagnamarkað í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laug- ardaginn 7.febrúar frá kl. 14-16 e.h. Þar verða seld hin glæsilegustu sófasett, hjóna- rúm, náttborð, stakir stólar og svefnbekkir, ýmsar gerðir af símaborðum, strauvél og margt fleira, að því er segir í frétt frá félaginu. Allur ágóði rennur til að standa straum af afborgunum á neyðar- og bráðabirgðahúsnæði félagsins. FEF getur nú hýst samtímis 21 íjölskyldu í tveimur húsum sínum, á Oldugötu og í Skeljanesi. í byijun desember opnaði FEF fastan flóamarkað, og er opið þar fímm daga vik- unnar kl 2-6 e.h. „Verzlunin" heitir Flóafriður og er að Lauga- vegi 32a. Vegna rúmleysis er ekki unnt að hafa neitt magn húsgagna þar og því er nú efnt til þessa húsgagnamarkaðar í Skeljanesi 6, eins og fyrr segir. Fiskmarkaðurinn í Hull: Fremur lagt verð á smáum þorski TVÖ islenzk fiskiskip seldu bolfisk í Bretlandi og Þýzka- landi á mánudag. Aflinn var Aðalfund- ur EMKO á íslandi SAMBAND norrænna raffanga- prófunarstofnana, EMKO, heldur nú i fyrsta skipti aðalfund sinn á íslandi og hefst hann í dag á Hótel Sögu í boði Rafmagnseft- irlits ríkisins. Fulltrúar frá prófunarstofnunum allra Norð- urlandanna sækja fundinn, auk fulltrúa frá raftækniiðnaðinum í Svíþjóð og Danmörku, aUs 30 manns. Þetta eru elstu samtök sinnar tegundar í heiminum, en laust eftir seinni heimsstyijöldina, eða árið 1945, komu fulltrúar frá Norður- löndunum saman og stofnuðu þessi samtök í Noregi. Þetta var fyrsta tilraun til að setja og samræma öryggisreglur og staðla prófunarað- ferðir á sviði rafmagns. Samtökin halda fundi tii skiptis á Norðurlöndunum. Þetta er fimmti fundurinn, sem ísland tekur þátt í. að mest smár þroskur og verð fremur lágt. Ýmir HF seldi 165 lestir af smáþroski í Hull. Heildarverð var 8,1 milljón króna, meðalverð 49,18. Ólafur Bekkur ÓF seldi 124,5 lestir, mest smáan þorsk í Bremerhaven. Heildarverð var 7 milljónir króna, meðalverð 56,72. Hærra verð fékkst því fyrir þorskinn í Þýzkalandi en Bretlandi, en það er yfirleitt á hinn veginn. Á miðvikudag seldi Viðey RE 235 lestir, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 13 millj- ónir króna, meðalverð 55,33. Guðmundur Kristinn SU seldi sama dag 80 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 4,6 milljónir króna, meðalverð 57,28. Aðeins eitt skip seldi bolfisk erlendis í síðustu viku. Það var Sveinborg SI og fékk hún að meðaltali 55,24 krónur fyrir hvert kíló. 101 lest af físki héðan var seld úr gámum í Bretlandi í síðustu viku. Heildarverð var 6,1 milljón króna, meðalverð 60,34. Megnið af þessu var þorskur á 59,17 krónur hvert kíló að meðaltali. Höfundar, sýnendur og starfsmenn „Allt vitlaust..." „Allt vitlaust...44 Ný rokkdagskrá frumsýnd í Broadway 20. febrúar FÖSTUDAGINN 20. febrúar nk. verður frumsýnd í Broadway ný skemmtidagskrá í tónum, tali og dansi, sem hlotið hefur heitið „Allt vitlaust...“. Það er Grínland, sem setur dag- skrána upp í samvinnu við Broad- way, en að Grínlandi standa Egill Eðvarðsson, Bjöm Bjömsson og Gunnar Þórðarson, sem allir eru kunnir fyrir störf sín við sjónvarp, kvikmyndir, auglýsingar og margar helstu skemmtidagskrár sem settar hafa verið upp á síðustu árum, að því er segir í frétt frá Broadway. „Allt vitlaust..." er sett saman úr tónlist og tíðaranda áranna 1956-1962 og um 30 manna hópur tekur þátt í sýningunni. Söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn bregða upp svipmyndum frá þessu tímabili. Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir ásamt sjö manna hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar og 17 dönsumm, sem kalla sig „Rokk í viðlögum", rifja upp 60 lög frá gullöld rokksins. Hljómsveitina skipa: Bjöm Thor- oddsen, Eyþór Gunnarsson, Rúnar Georgsson, Stefán S. Stefánsson, Haraldur Þorsteinsson, Gunnlaugur Briem og Gunnar Þórðarson, sem annast útsetningar og hljómsveitar- stjóm. Danshöfundur er Sóley Jóhanns- dóttir en henni til aðstoðar era Nanette Nelms og Ástrós Gunnars- dóttir. Sérstakir rokk-ráðgjafar era dansaramir Sæmundur Pálsson og Jónína Karlsdóttir. Kynningar ann- ast Jón Axel Ólafsson dagskrár- gerðarmaður Bylgjunnar.L eikmynd gera Eyþór Ámason og Tumi Magnússon, um búninga sjá Anna Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir, forðun annast Elín Sveinsdóttir, lýsingu Magnús Sig- urðsson og hljóðstjóm Sigurður Bjóla. Rúnar Júlíusson aðstoðaði við heimildaöflun og sýningarstjóri er Eyþór Ámason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.