Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 25

Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 25 H'ópurinn sem stendur að sýningu Þjóðleikhússins, Rympu á ruslahaugnum Morgunblaðið/RAX Þjóðleikhúsið: Rympa á ruslahaugnum frumsýnt á laugardag RYMPA á ruslahaugnum heitir nýtt íslenskt barnaleikrit, eftir Herdísi Egilsdóttur, sem frum- sýnt verður i Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugardag. Leikritið flallar um ófyrirleitna kerlingu, Rympu, sem býr á rusla- haugnum með manni sínum sem er hauslaus tuskubrúða. Hún er persónugervingur óæskilegs fé- lagsskapar, sem hún snýr til skiptis að fólki eftir eigin þörfum. Krakkamir Bogga og Skúli lenda á haugnum hjá Rympu eftir að þau hafa flúið barnfjandsamlegt samfélag og ævintýrin fara að gerast. Gömul amma, sem hefur ráfað burt af elli heimilinu, lendir á haugunum, og fínnst heldur skítugt í kringum þá sem þar búa. Síðan kemur leitarmaðurinn sem er að reyna að fínna krakk- ana og ömmuna, en Rympu munar ekkert um að losa sig við hann. í hlutverki Rympu er Sigríður Þorvaldsdóttir. Krakkana Boggu og Skúla leika þau Sigrún Edda Bjömsdóttir og Gunnar Rafn Guð- mundsson, ömmuna leikur Margrét Guðmundsdóttir og Viðar Eggertsson er í hlutverki leitar- mannsins. Auk þeirra tekur stór hópur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins þátt í sýningunni, undir stjóm Láru Stefánsdóttur, dansahöfund- ar. Jóhann G Jóhannsson, stjómar hljómsveit á sviðinu, en hann hef- ur útsett öll lögin í sýningunni. Leikmynd og búningar eru í hönd- um Messíönu Tómasdóttur og leikstjóri er Kristbjörg Kjeld. Auk leikritsins hefur höfundurinn, Herdís Egilsdóttir, samið alla söngtexta og öll lög í sýningunni. Reyðarfjörður: Beðið eftir lög- reglu í tvo tíma - á meðan ölvaður ökumaður lék lausum hala í bænum Revðarfirði. TVITUGUR piltur var tekinn ölvaður við akstur hér á Reyðarfirði síðastliðinn laug- ardag. Erfiðlega gekk að ná sambandi við lögreglu á Eski- firði og liðu tvær klukku- stundir þar til hún kom á vettvang, en á meðan lék hinn ölvaði ökumaður lausum hala og stofnaði lífi sinu og ann- arra í hættu með akstri sínum. Pilturinn hafði tekið bifreið á leigu á Egilsstöðum. Um klukkan 14.00 á laugardag ók hann á kyrr- stæðan bíl og stórskemmdi hann. Sonur eiganda bifreiðarinnar hringdi strax til lögreglunnar á Eskifírði en þar gaf símsvari upp númer sem hringja átti í og ef ekki svaraði þar var bent á að hringja í loftskeytastöðina á Nes- kaupstað og biðja hana um að kalla upp lögreglu. Erfíðlega gekk að ná sambandi við lögregluna og liðu tæpir tveir tímar þar til það tókst. A þessum tíma hafði þessi óhamingjusami ungi ökumaður stofnað lífi sínu og annarra í hættu með akstri sínum. Ökuferð- in endaði með því að farið var á eftir piltinum suður fyrir §örð, þar sem hann missti stjóm á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún flaug um 12 til 14 metra utan vegar. Pilturinn slapp ómeiddur. Mikil óánægja er hér á Reyðar- fírði með fyrirkomulag löggæslu, en Reyðfírðingar hafa verið án lögreglu í þijú ár, eftir að ákveðið var að lögreglan sæti á Eskifírði. Þetta leiðindaatvik er ekki eina dæmið um að erfíðlega hefur gengið að ná sambandi við lög- reglu á Eskifírði þegar þörf hefur verið á aðstoð hennar hér á Reyð- arfírði. Gréta. Húsgagna- markaður FEFí Skeljanesi Félag einstæðra foreldra lieldur húsgagnamarkað í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laug- ardaginn 7.febrúar frá kl. 14-16 e.h. Þar verða seld hin glæsilegustu sófasett, hjóna- rúm, náttborð, stakir stólar og svefnbekkir, ýmsar gerðir af símaborðum, strauvél og margt fleira, að því er segir í frétt frá félaginu. Allur ágóði rennur til að standa straum af afborgunum á neyðar- og bráðabirgðahúsnæði félagsins. FEF getur nú hýst samtímis 21 íjölskyldu í tveimur húsum sínum, á Oldugötu og í Skeljanesi. í byijun desember opnaði FEF fastan flóamarkað, og er opið þar fímm daga vik- unnar kl 2-6 e.h. „Verzlunin" heitir Flóafriður og er að Lauga- vegi 32a. Vegna rúmleysis er ekki unnt að hafa neitt magn húsgagna þar og því er nú efnt til þessa húsgagnamarkaðar í Skeljanesi 6, eins og fyrr segir. Fiskmarkaðurinn í Hull: Fremur lagt verð á smáum þorski TVÖ islenzk fiskiskip seldu bolfisk í Bretlandi og Þýzka- landi á mánudag. Aflinn var Aðalfund- ur EMKO á íslandi SAMBAND norrænna raffanga- prófunarstofnana, EMKO, heldur nú i fyrsta skipti aðalfund sinn á íslandi og hefst hann í dag á Hótel Sögu í boði Rafmagnseft- irlits ríkisins. Fulltrúar frá prófunarstofnunum allra Norð- urlandanna sækja fundinn, auk fulltrúa frá raftækniiðnaðinum í Svíþjóð og Danmörku, aUs 30 manns. Þetta eru elstu samtök sinnar tegundar í heiminum, en laust eftir seinni heimsstyijöldina, eða árið 1945, komu fulltrúar frá Norður- löndunum saman og stofnuðu þessi samtök í Noregi. Þetta var fyrsta tilraun til að setja og samræma öryggisreglur og staðla prófunarað- ferðir á sviði rafmagns. Samtökin halda fundi tii skiptis á Norðurlöndunum. Þetta er fimmti fundurinn, sem ísland tekur þátt í. að mest smár þroskur og verð fremur lágt. Ýmir HF seldi 165 lestir af smáþroski í Hull. Heildarverð var 8,1 milljón króna, meðalverð 49,18. Ólafur Bekkur ÓF seldi 124,5 lestir, mest smáan þorsk í Bremerhaven. Heildarverð var 7 milljónir króna, meðalverð 56,72. Hærra verð fékkst því fyrir þorskinn í Þýzkalandi en Bretlandi, en það er yfirleitt á hinn veginn. Á miðvikudag seldi Viðey RE 235 lestir, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 13 millj- ónir króna, meðalverð 55,33. Guðmundur Kristinn SU seldi sama dag 80 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heildarverð var 4,6 milljónir króna, meðalverð 57,28. Aðeins eitt skip seldi bolfisk erlendis í síðustu viku. Það var Sveinborg SI og fékk hún að meðaltali 55,24 krónur fyrir hvert kíló. 101 lest af físki héðan var seld úr gámum í Bretlandi í síðustu viku. Heildarverð var 6,1 milljón króna, meðalverð 60,34. Megnið af þessu var þorskur á 59,17 krónur hvert kíló að meðaltali. Höfundar, sýnendur og starfsmenn „Allt vitlaust..." „Allt vitlaust...44 Ný rokkdagskrá frumsýnd í Broadway 20. febrúar FÖSTUDAGINN 20. febrúar nk. verður frumsýnd í Broadway ný skemmtidagskrá í tónum, tali og dansi, sem hlotið hefur heitið „Allt vitlaust...“. Það er Grínland, sem setur dag- skrána upp í samvinnu við Broad- way, en að Grínlandi standa Egill Eðvarðsson, Bjöm Bjömsson og Gunnar Þórðarson, sem allir eru kunnir fyrir störf sín við sjónvarp, kvikmyndir, auglýsingar og margar helstu skemmtidagskrár sem settar hafa verið upp á síðustu árum, að því er segir í frétt frá Broadway. „Allt vitlaust..." er sett saman úr tónlist og tíðaranda áranna 1956-1962 og um 30 manna hópur tekur þátt í sýningunni. Söngvarar, dansarar og hljómlistarmenn bregða upp svipmyndum frá þessu tímabili. Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir ásamt sjö manna hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar og 17 dönsumm, sem kalla sig „Rokk í viðlögum", rifja upp 60 lög frá gullöld rokksins. Hljómsveitina skipa: Bjöm Thor- oddsen, Eyþór Gunnarsson, Rúnar Georgsson, Stefán S. Stefánsson, Haraldur Þorsteinsson, Gunnlaugur Briem og Gunnar Þórðarson, sem annast útsetningar og hljómsveitar- stjóm. Danshöfundur er Sóley Jóhanns- dóttir en henni til aðstoðar era Nanette Nelms og Ástrós Gunnars- dóttir. Sérstakir rokk-ráðgjafar era dansaramir Sæmundur Pálsson og Jónína Karlsdóttir. Kynningar ann- ast Jón Axel Ólafsson dagskrár- gerðarmaður Bylgjunnar.L eikmynd gera Eyþór Ámason og Tumi Magnússon, um búninga sjá Anna Ásgeirsdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir, forðun annast Elín Sveinsdóttir, lýsingu Magnús Sig- urðsson og hljóðstjóm Sigurður Bjóla. Rúnar Júlíusson aðstoðaði við heimildaöflun og sýningarstjóri er Eyþór Ámason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.