Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Staðgreiðsla skatta Er allt sem sýnist? eftirJón Hálfdanarson í miklum flýti virðist eiga að semja og samþykkja gjörbreytingu á tekjuskatti og útsvari. Lausnar- orðið er staðgreiðsla skatta. Eins fjálglega og fjármálaráðherra hefur útlistað málið gætu menn haldið að paradís skattborgara rynni upp, þegar staðgreiðslukerfíð er komið á. En flas er ei til fagnaðar. Fyrir nokkrum árum voru færustu menn í skattavísindum lagðir undir feld og þeir sömdu nýtt tekjuskatts- frumvarp. Það átti að vera einfalt. Þó virðist ekki betur hafa tekist til en svo að ríkisskattstjóri sendir með framtalseyðublöðum, sem nú er verið að bera í hús, 23 síðna leið- beiningarbækling, sem almenning- ur þarf að lesa svo hann geti talið fram. Væri ekki hyggilegra fyrir þá, sem kallaðir eru til þessara verka, að byija á því að einfalda það kerfí, sem við búum við nú, í stað þess að smíða nýtt kerfí frá grunni? Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfír að fella ætti skatta af launum í áföngum og auka heldur óbeina skatta. Því kemur það ofurkapp, sem nú er lagt á að innleiða stað- greiðslu skatta, ákaflega spánskt fyrir sjónir. Öllum almenningi finnst óþarfí að staðgreiða það sem fellt verður niður. Því eru ýmsar grun- semdir famar að vakna. Ef til vill á að hækka tekjuskattinn en ekki lækka hann, hvað þá fella hann niður. Þegar menn gera skatt- framtal sitt þessa dagana, geta þeir auðveldlega reiknað út, hversu mjög 35% staðgreidd gjöld hækka greiðslur þeirra í opinbera sjóði. Fyrir flesta mun láta nærri að hækkunin verði um 20%. Að sjálf- sögðu verða gjöldin tekin alla mánuði ársins, svo ekki ná menn að rétta sig af eftir jólin í janúar í framtíðinni eða fara í sumarleyfí í skattlausum júlí. Með 35% álagn- ingu verður greiðslubyrði á mánuði svipuð og hún er nú, nema greitt er alla mánuði en ekki í tíu. Sú kynslóð, sem nú er við völd á íslandi, hefur verið ásökuð um að hafa stolið sparifé foreldra sinna í verðbólgubáli síðustu áratuga og lifað svo um efni fram að bömin þurfí að greiða skuldimar. Og ekki léttir skattastaðgreiðslan byrðina á bömunum. Hingað til hefíir ungt fólk, sem er að hefja störf í þjóð- félaginu, verið skattfrjálst í rúm- lega eitt ár. Þannig hafa t.d. námsmenn getað komið undir sig fótunum, áður en þeir fara að greiða til samneyslunnar. Þetta hverfur þegar staðgreiðslu opinberra gjalda verður komið á. Þess vegna verður skatti eins árs stolið frá ungu fólki. Hvemig verður framtíð náms- manna sem koma eignalausir frá námi í útlöndum eins og nú er í pottinn búið í húsnæðismálum. Við húsaleiguokrið bætist skattamylla strax frá fyrsta degi. Ætli það verði ekki fýsilegra fyrir þetta unga fólk að vera ekkert að koma heim þrátt fyrir heimþrá og þjóðemiskennd? Sama gildir um aðra íslendinga, sem hafa ætlað að starfa um tíma erlendis og eru þegar búnir að borga tvisvar skatt á sama ári. Fyrsta árið, sem þeir unnu í útlöndum, greiddu þeir bæði skatt á íslandi og í gistilandinu. Þegar staðgreiðsla verður tekin upp á íslandi, verður mönnum af sömu ástæðum auðveld- ara að flytjast af landinu, því ekki eiga þeir neitt óuppgert við land og þjóð. Mega Islendingar við slíkum atgervisflótta? EJHífflfl TRÉSMÍDAVÉLAR M mm _____. jBméíí; Eigum fyrirliggjandi hinar vinsælu sam- byggáuggjgnj trésmíðavélar með ýmsum fylgihlutum. Ennfremur: hjólsagir spónsugur rennibekkir Laugavegí 29. Símar 24320 — 24321 — 24322 Jón Hálfdanarson „í raun og veru er skattakerfið, sem við búum við, alls ekki svo slæmt, og engin ástæða til að björbreyta því. A því eru agnúar, sem vísir menn hafa marg oft bent á.“ Forystumenn atvinnurekenda virðast hrifnir af staðgreiðslukerfí. En þeir míga í skóinn sinn. Vel gerur verið, að fyrsta árið komi út á vinnumarkað ódýrt vinnuafl, sem nú situr heima eða í skólum. Eflaust verða menn fúsari að taka á sig yfírvinnu, þegar ekki verða lagðir skattar á launin. En eftir fyrsta árið kemur bakslagið. Staðgreiðsla er vinnuletjandi en ekki vinnuhvetj- andi. Þegar einn þriðji af launum hverfur jafnóðum taka menn ekki að sér yfírvinnu. Launamenn færu að taka sér frí frá störfum, því ekki rekur skattaskuldin á eftir þeim. Þá færu að renna tvær grímur á atvinnurekendur. Eftir eins árs gandreið tæki að hægja á hjólum atvinnulífsins. En hvernig snýr skatturinn sjálf- ur að hinum svokölluðu sjálfstæðu atvinnurekendum? Hagur þeirra verður ekki gerður upp fyrr en árið er liðið. Því munu þeir greiða sína skatta eftir á en launamenn jafnóð- um. Þá eykst enn munurinn á skattgreiðslu einstæðra mæðra og sjálfstæðra atvinnurekenda. í greinum hér í blaðinu hafa kunnugir menn lýst hvemig til tókst þegar Danir tóku upp staðgreiðslu- kerfi skatta. Skattstofan byggði sér stórhýsi og afgreiðslumönnum var fjölgað. Báknið bólgnaði. Hætt er við að það sama verði upp á ten- ingnum héma, því staðgreiðslukerfí er flóknara í meðförum en þegar dæmið er gert upp um leið og allar tölur liggja fyrir. í raun og vem er skattakerfíð, sem við búum við, alls ekki svo slæmt, og engin ástæða til að gjör- breyta því. A því em agnúar, sem vísir menn hafa marg oft bent á. Ef menn vilja taka upp eitt skatt- þrep í stað þriggja, eða flatan skatt eins og slíkt hefur verið nefnt, er ekkert auðveldara. Um leið hyrfí það óréttlæti, sem nú ríkir í skatt- lagningu heimila. Nú borgar bamaheimili, þar sem aðeins annað hjóna getur unnið úti, hærri skatta af sömu tekjum en barnlaus hjón sem bæði vinna úti. Við flatan skatt greiddu bæði heimilin það sama, og bamaheimilið nyti bamabót- anna. Sömuleiðis þarf vaxtafrá- dráttur vegna húsakaupa og -bygginga að hverfa. Það er órétt- læti að styrkur ríkisins til hús- byggjenda fari eftir því hvemig menn fjármagna framkvæmdir og hversu klókir þeir em að borga upp verðbætt lán með nýjum. Heilbrigð- ara er að afhenda slíka styrki í gegnum húsnæðislánakerfíð og hafa þá upphæð styrkjanna óháða tekjum eins og bamabætur em. Og auðvitað em vextir umfram verð- bólgfu tekjur, sem ber að skattleggja eins og launatekjur. Allt em þetta endurbætur sem auðvelt er að koma á. En það sem mest er um vert: Það þarf að auka eftirlit með því að farið sé eftir leik- reglum. Ef til vill ætti skattaeftirlit- ið að líta yfír listann yfir atvinnu- rekendur á ísafírði, sem birtur var hér í blaðinu fyrir nokkm. Slíka lista getur skattrannsóknarstjóri fengið í hvaða bæjarfélagi sem er á íslandi. Reglumar em ekki rang- ar. Það er bara ekki farið eftir þeim. Almenningur greiðir ánægður í sameiginlega sjóði. En hann vill að allir taki jafnt á og sumir skjóti sér ekki undan óátalið og lifí samt í veljystingum praktuglega. í stuttu máli: Staðgreiðsla skatta: a) mismunar ungu fólki sem er að koma til starfa b) eykur landflótta c) er vinnuletjandi d) leggst þyngra á launafólk e) eykur skriffinnsku í stjóm- kerfínu. Að lokum skora ég á fjármála- ráðherra að snúa sér að því sem skiptir máli: a) lækka skatta á launafólk b) sníða agnúa af núverandi kerfí c) láta skattstofur athuga þau tilfelli um hugsanleg skattaundan- skot, sem blasa við augum. Menn vilja réttlæti en ekki glund- roða. Höfundur er eðliafræðingur og vinnurhjá íslenakajámblendifé- laginu. IUÝR AUGL ÝSIfílGA TfMI MEÐ TVOFALDRI HLUSTUN Frá 5. febrúar verða rás-1 og rás-2 samtengdar fyrir lesnar auglýsingar kl. 10.00 og 1 6.00. Símar auglýsingadeilda eru 22274 og 687511. >/LS/Q ______ / /71 /A * / / i / / i JLL I Æ If PP/Ð UTVARP ALLRA /ANDSMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.