Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
29. tbl. 75. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kúbönsk nýlenda
í Sovétríkjunum
Hflvnno Rnntar ■’
Havana, Reuter.
ÞÚSUNDIR Kúbumanna halda
senn frá hlýju ættlandi sínu til
hinnar frostbitnu Síberíu. Þar
eiga þeir að höggva tré og vinna
við sögunarmyllur. Er þetta gert
samkvæmt nýlegum samningi
milli Kúbu og Sovétríkjanna.
Það var Fidel Castro Kúbuleið-
togi, sem upphaflega kom fram
með þessa hugmynd fyrir tveimur
árum, en þá stóðu Sovétmenn ekki
við gerða samninga um timbur
handa Kúbumönnum. Samkvæmt
hinum nýgerða samningi eiga
Kúbumennimir að búa og starfa í
Khavarosk austast í Síberíu. Þar
er frostið 20 stig að meðaltali á
Celsius yfír vetrartímann. Um 8
klukkustunda flug er þangað frá
Moskvu eða 7 daga ferðalag með
járnbrautarlest.
Aformað er að koma þar upp
verksmiðju með íbúðarhverfí fyrir
Kúbumennina, sem á að verða sér-
stakt bæjarfélag með eigin verzlun-
um og stjómarskrifstofum. Alls
eiga sögunarmyllumar þar að verða
þrjár, en auk þess verður reist tijá-
verksmiðja. Þar munu Kúbumenn-
Liberace
látinn
Palm Springs, Reuter.
Píanóleikarinn frægi, Lib-
erace, lézt í gær í Palm
Springs í Kaliforníu. Hann
var 67 ára að aldri. Banamein
hans var hjartabilun. Hann
hafði legið mjög sjúkur að
undanförnu og ekki verið
hugað líf.
Mikill fjöldi aðdáenda lista-
mannsins beið þess sem verða
vildi fyrir utan hús hans og
hélt á logandi kertum. „Hann
var einstakur", var haft eftir
einum þeirra.
imir framleiða trjávörur, sem síðan
verða ýmist fluttar til Kúbu eða
notaðar innan Sovétríkjanna.
Til þessa hafa tugir þúsunda
Kúbumanna farið tii skemmri eða
lengri námsdvalar í Sovétríkjunum.
Þessi nýju áform em þó miklu
stærri í sniðum. Er haft eftir kúb-
önskum embættismönnum, að um
7500 Kúbumenn verði komnir til
þessara nýju starfa í Sovétríkjunum
á næsta áratug. Þegar á þessu ári
munu 800 Kúbumenn, þar af 500
byggingarverkamenn, fara til
Khavarosk og hefjast handa um að
reisa þessa nýlendu Kúbumanna í
Sovétríkjunum. í fyrsta hópnum
verða 230 karlmenn og 41 kona.
Gert er ráð fyrir, að hver þátttak-
andi dveljist þama að jafnaði 2 ár,
en haft er eftir embættismönnum,
að margir þátttakendanna eigi
sennilega eftir að „skrá sig aftur“
í lok tveggja ára tímabilsins.
Svæðið, sem Kúbumenn fá fyrir
starfsemi sína, verður um 20.000
km2 eða um V6 hlutinn af flatar-
máli Kúbu. Sagt er, að á Kúbu séu
menn þegar teknir að gera að gamni
sínu varðandi þessa nýlendu.
„ímyndið ykkur bara. Kúbanskt
sjálfstjómarsvæði í Sovétríkjun-
um,“ er haft eftir einum Kúbu-
manninum.
Þjakandi loftmengun víðaíEvrópu
Loftmengun hefur verið þjakandi víða í Evrópu undanfarna daga.
í gær neyddust dönsk flugmálayfirvöld til að loka Kastrup-flug-
velli og beina flugumferð annað. Skyggni fór sums staðar niður
fyrir 10 metra í Hollandi og Belgiu, og olli það erfiðleikum í
umferðinni. Þegar móðuna lagði lengra í austurátt ráðlögðu borg-
aryfirvöld í Stokkhólmi fólki með öndunarerfiðleika að halda sig
innandyra og hafa votan klút fyrir vitunum. í Hamborg og Vest-
ur-Berlín, þar sem þessi mynd var tekin í gær, var ástandið mjög
slæmt. Þar var umferð einkabila bönnuð og fólk beðið að stilla
kyndingu í hóf í húsum sínum, auk þess sem iðnfyrirtækjum var
fyrirskipað að hægja á framleiðslu.
Dollarínn
hækkar
London, Reuter.
GENGI Bandaríkjadollara
hækkaði verulega á gjaldeyris-
mörkuðum í V-Evrópu í gær í
kjölfar frétta af umtalsverðum
efnahagsbata f Bandarikjunum
i desember samkvæmt nýjum
hagtölum þar í landi um ýmis
mikilvæg svið atvinnulifsins.
Nam þessi hækkun 2,1% í mán-
uðinum og er hin mesta í 4 ár.
Komst dollarinn í 1,8155 vest-
ur-þýzk mörk í gær, en var
1.7975 mörk í fyrradag.
Aðrir þættir, sem styrkt hafa
gengi dollarans, eru fréttir síðustu
viku um, að viðskiptajöfnuður
Bandaríkjanna hafí ekki verið jafn
óhagstæður og gert var ráð fyrir
og ótti gjaldeyriskaupmanna við
að seðlabankar muni kaupa doll-
ara til að draga úr álagi á
evrópska peningakerfíð (EMS),
sem fall dollarans hefur valdið.
Engu að síður fara gjaldeyris-
kaupmenn varlega í sakimar,
hvað varðar hækkunina í gær og
segja, að á markaðinum ríki efa-
semdir um, að vænta megi frekari
hækkana á gengi dollarans.
Sjá ennfremur: Bandaríkin á
batavegi? B2
Morðið á Olof Palme:
Yfirsljórn rannsóknarinnar
fengin í hendur nýjum mönnum
Enginn árangur enn af leitinni að morðingjanum
Stokkhólmi, AP., Reuter.
NÝIR menn verða nú skipaðir til
að stjórna rannsókninni á morði
Olofs Palme, forsætisráðherra
Ólga á meðal franskra kennara
Kennarar i Frakklandi fóru í gær í mikla göngu um götur Parfs-
ar til að mótmæla fyrirmælum frönsku stjómarinnar um aukið
agavald skólastjóra f skólum landsins. Eins og myndin sýnir, var
gangan geysifjölmenn. Henni átti að ljúka með miklum útifundi
við skrifstofu Jacques Chirac forsætisráðherra.
Svíþjóðar. Skýrði sænska sjón-
varpið frá þessu í gærkvöldi. Til
þessa hefur leitin að morðingjan-
um reynzt með öllu árangurslaus
og hefur það valdið megnri
óánægju jafnt hjá stjórnvöldum
sem almenningi í Svíþjóð. Tæpt
ár er nú liðið, síðan Palme var
skotinn til bana að kvöldlagi í
miðri Stokkhólmsborg.
Sænska sjónvarpið sagði, að
ákvörðunin um að taka yfírstjóm
rannsóknarinnar úr höndum Hans
Holmer, lögreglustjóra í Stokk-
hólmi, hefði verið tekin á fundi
sænsku stjómarinnar síðdegis í
gær. Var þessi ákvörðun tekin eftir
miklar deilur undanfama daga milli
lögreglunnar og ákæmvaldsins,
með hvaða hætti leitinni að morð-
ingjanum skuli haldið áfram.
Á þriðjudag gaf eftirmaður
Palmes, Ingvar Carlsson forsætis-
ráðherra, þessum aðilum sólar-
hringsfrest til þess að binda enda
á deilumar og hefja síðan rannsókn
málsins á ný. Stóðu viðræður yfír
í þessu skyni allan þriðjudaginn og
fram eftir degi í gær, án þess að
endanlegt samkomulag næðist.
Samkvæmt frásögn sænska sjón-
varpsins verða þeir Holger Romand-
er, yfirmaður sænsku lögreglunnar,
og Axel Morath, saksóknari ríkis-
ins, nú látnir taka við af þeim
Holmer og Claes Zeime, yfirsak-
sóknara í Stokkhólmi, til að stjóma
rannsókn málsins.
Þeir tveir síðastnefndu hafa deilt
ákaft hvor á annan að undanfömu.
Zeime vill, að rannsókn málsins
verði tekin upp á ný alveg frá byij-
un og þau vitni yfírheyrð aftur, sem
nærri vom morðstaðnum, er Palme
var myrtur. Jafnframt verði lögð
áherzla á rannsókn ýmissa atriða,
sem Zeime og aðstoðarmenn hans
telja, að ekki hafí verið fylgt nægi-
lega fast eftir.
Carlsson forsætisráðherra sagði
hins vegar á þriðjudag, að ríkis-
stjómin teldi, að rannsaka bæri
„öll þau atriði," sem þættu skipta
einhveiju máli. Hafa ummæli hans
verið túlkuð á þann veg, að ekki
mætta kasta alfarið fyrir róða þeirri
skoðun Holmers, að öfgamenn úr
röðum Kúrda kunni að standa í
tengslum við morðið.
Conner endurheimti
Ameríkubikarinn
Fremantle,^ AP.
BANDARÍSKI skútustjórinn
Dennis Conner endurheimti
Ameríkubikarinn, siglingaverð-
launin eftirsóttu, í gær og meðal
þeirra sem fögnuðu sigri hans í
úrslitakeppninni var Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseti.
Conner vann fjórðu kappsigling-
una í röð á skútu sinni Stars &
Stripes og kom í veg fyrir að Ástral-
ir héldu lengur bikamum, sem þeir
unnu 1983. Fyrir Ástralíu varði
skúta með nafninu Kookaburra III
bikarinn. Hún var talin tæknilega
betri bátur en Stars & Stripes en
kunnugir sögðu að hæfileikar Conn-
ers og sjómennska hefðu vegið þar
upp á móti og rúmlega það.
Búist er við að keppnin verði
haldin næst sumarið 1990 og þá
líklegast fyrir utan San Diego,
heimaborg Dennis Conner. Ýmsar
borgir aðrar hafa þó boðizt til að
halda keppnina.
Sjá ennfremur „Þetta er stór
stund fyrir Dennis Conner“ á
bls. 30 og 31.