Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 31
b
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
31
und
iner“
því Stars & Stripes væri ósam-
keppnisfær við aðrar skútur. Gekk
honum og ekki alltof vel í fyrstu
umferðunum en með endurbótum,
t.d. með því að skipta um kjöl,
mastur o.fl., fór skútunni fram og
Conner varð ósigrandi. „Stars &
Stripes var hraðskreiðari. Við bið-
um ósigur fyrir betri bát og stór-
kostlegri áhöfn. Við sættum okkur
við það. Auðvitað erum við von-
sviknir en samt glaðir að hafa
komist í úrslit," sagði Murray í gær.
Parry reynir aftur
Tæpast hafði Kookaburra tapað
siglingakeppninni er Kevin Parry,
sem fjármagnaði smíði og þátttöku
skútunnar, sagðist ætla að veija
30 milljónum dollara, eða 1,2 millj-
arði ísl. króna, til þess að reyna
vinna bikarinn af Bandaríkjamönn-
um árið 1990.
Oljóst er hvar keppnin um
Ameríkubikarinn 1990 verður hald-
in. Líklegast er að hún verði haldin
í San Diego, en ýmsar borgir hafa
þegar boðizt til að halda hana. Hún
var haldin við Newport í ríkinu
Rhode Island á austurströnd
Bandaríkjanna á árunum 1930 til
1983. Ríkisstjórinn í Rhode Island
og borgarstjórinn í Newport hafa
boðizt til að halda keppnina og
reyndar nú þegar ákveðið fjárveit-
ingar til keppnishaldsins í þeirri von
að hljóta hnossið. Dennis Conner
sagði að skipuð yrði nefnd til að
ákveða hvar keppnin færi fram, en
það er skútufélag hans, Sail Amer-
iea, og siglingaklúbbur San Diego,
sem hafa rétt til þess að ákveða
keppnisstað.
Dennis Conner gefur sigurmerki í markinu.
Reuter
Lokasiglingin í Ameríkubikarnum. Stars & Stripes er nokkrum bátslengdum á undan Kookaburra III
á lensinu á öðrum áfanga siglingarinnar.
Keppir Conner aftur?
„Þetta hefur verið stórkostlegur
tími og leitt að keppninni skuli lok-
ið. Murray á hrós skilið og samúð
mína hefur hann óskoraða, ég veit
vel hvemig það er að standa í þeim
sporum, sem hann er nú,“ sagði
■ Conner í gær. Fróðir menn telja
mjög líklegt að Conner, sem er
tveggja dætra faðir, hætti ekki
keppni þótt hann standi nú á há-
tindi frægðar sinnar. Hann er
sagður bólginn af áhuga og þótt
hann vilji bíða með yfírlýsingar er
því spáð að hann verði meðal kepp-
enda a.m.k. einu sinni enn.
Kortið sýnir staðsetningu fyrirhugaðrar flugbrautar. Svo sem sjá má liggur hún að veginum að Lagar-
fljótsbrú. Uppi eru hugmyndir um að veita Eyvindará í gamlan farveg, framhjá flugbrautinni, eða grafa
til þess þar til gerðan skurð.
í sumar
stöðina, miðað við gömlu
brautina og þarf því að gera
gagngerar breytingar á flug-
stöðinni. Umferð að flugstöðinni
mun verða þar sem flugvélarnar
eru nú afgreiddar.
Eins og kortið sýnir nær stað-
setning nýju flugbrautarinnar
yfir svæði þar sem Eývindará
rennur til Lagarfljóts. Fyrir-
hugað er að færa ána, og hafa
komið fram mismunandi hug-
myndir um hvernig að því verði
staðið. Rætt hefur verið um að
grafa nýjan árfarveg fyrir hom
flugbrautarinnar eða að veita
ánni í gamlan farveg sem liggur
öllu ofar, nær Finnsstöðum.
Engar viðræður hafa farið
fram við landeigendur enn sem
komið er. Sagði Pétur það ekki
tímabært á meðan að beðið væri
eftir endanlegri afgreiðslu máls-
ins í Alþingi. Málið hefur
þegar verið afgreitt í ríkisstjórn-
inni og þingflokkunum. Var þar
tekin sú ákvörðun að samgöngu-
málaráðherra bæri fram tillögu
þess efnis á Alþingi að heimiluð
yrði sérstök lántaka, samtals 60
milljónir, til að hefja fram-
kvæmdir. Nær sú fjárve'ring-
ekki til framkvæmda við flug-
stöðina, þar sem sú fjárveiting
hafði þegar fengist.
EIIi- og örorkulífeyrisþegar;
Fasteigna-
skattar lækka
í Reykjavík
SAMÞYKKT hefur verið í borgar-
ráði viðmiðunarmark fyrir lækkun
fasteignagjalda elli- og örorkiilif-
eyrisþega búsetta í Reykjavík.
Að sögn Gunnars Eydal skrifstofu-
stjóra borgarstjórnar verður farið yfir
öll framtöl áður en tilkynning um
lækkun gjalda er send til gjaldenda í
mars - apríl. Gert er ráð fyrir að felld-
ur verði niður fasteignaskattur hjá
elli- og örorkulífeyrisþegum, sem ein-
ungis hafa tekjur sínar frá Trygginga-
stofnun ríkisins. Þ.e. elli- og örorkulíf-
eyri, tekjutryggingu og heimililsupp-
bót. Einstakíingar með kr. 230 þús. í
árstekjur og hjón með kr. 360 þús.,
fá 80% lækkun á fasteignasköttum.
Einstaklinga með tekjur frá 230 þús.
til kr. 270 þús. og hjón með tekjur frá
kr. 360 þús. til kr. 420 þús. fá 50%
lækkun á fasteignasköttum.