Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.1987, Blaðsíða 31
b MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 31 und iner“ því Stars & Stripes væri ósam- keppnisfær við aðrar skútur. Gekk honum og ekki alltof vel í fyrstu umferðunum en með endurbótum, t.d. með því að skipta um kjöl, mastur o.fl., fór skútunni fram og Conner varð ósigrandi. „Stars & Stripes var hraðskreiðari. Við bið- um ósigur fyrir betri bát og stór- kostlegri áhöfn. Við sættum okkur við það. Auðvitað erum við von- sviknir en samt glaðir að hafa komist í úrslit," sagði Murray í gær. Parry reynir aftur Tæpast hafði Kookaburra tapað siglingakeppninni er Kevin Parry, sem fjármagnaði smíði og þátttöku skútunnar, sagðist ætla að veija 30 milljónum dollara, eða 1,2 millj- arði ísl. króna, til þess að reyna vinna bikarinn af Bandaríkjamönn- um árið 1990. Oljóst er hvar keppnin um Ameríkubikarinn 1990 verður hald- in. Líklegast er að hún verði haldin í San Diego, en ýmsar borgir hafa þegar boðizt til að halda hana. Hún var haldin við Newport í ríkinu Rhode Island á austurströnd Bandaríkjanna á árunum 1930 til 1983. Ríkisstjórinn í Rhode Island og borgarstjórinn í Newport hafa boðizt til að halda keppnina og reyndar nú þegar ákveðið fjárveit- ingar til keppnishaldsins í þeirri von að hljóta hnossið. Dennis Conner sagði að skipuð yrði nefnd til að ákveða hvar keppnin færi fram, en það er skútufélag hans, Sail Amer- iea, og siglingaklúbbur San Diego, sem hafa rétt til þess að ákveða keppnisstað. Dennis Conner gefur sigurmerki í markinu. Reuter Lokasiglingin í Ameríkubikarnum. Stars & Stripes er nokkrum bátslengdum á undan Kookaburra III á lensinu á öðrum áfanga siglingarinnar. Keppir Conner aftur? „Þetta hefur verið stórkostlegur tími og leitt að keppninni skuli lok- ið. Murray á hrós skilið og samúð mína hefur hann óskoraða, ég veit vel hvemig það er að standa í þeim sporum, sem hann er nú,“ sagði ■ Conner í gær. Fróðir menn telja mjög líklegt að Conner, sem er tveggja dætra faðir, hætti ekki keppni þótt hann standi nú á há- tindi frægðar sinnar. Hann er sagður bólginn af áhuga og þótt hann vilji bíða með yfírlýsingar er því spáð að hann verði meðal kepp- enda a.m.k. einu sinni enn. Kortið sýnir staðsetningu fyrirhugaðrar flugbrautar. Svo sem sjá má liggur hún að veginum að Lagar- fljótsbrú. Uppi eru hugmyndir um að veita Eyvindará í gamlan farveg, framhjá flugbrautinni, eða grafa til þess þar til gerðan skurð. í sumar stöðina, miðað við gömlu brautina og þarf því að gera gagngerar breytingar á flug- stöðinni. Umferð að flugstöðinni mun verða þar sem flugvélarnar eru nú afgreiddar. Eins og kortið sýnir nær stað- setning nýju flugbrautarinnar yfir svæði þar sem Eývindará rennur til Lagarfljóts. Fyrir- hugað er að færa ána, og hafa komið fram mismunandi hug- myndir um hvernig að því verði staðið. Rætt hefur verið um að grafa nýjan árfarveg fyrir hom flugbrautarinnar eða að veita ánni í gamlan farveg sem liggur öllu ofar, nær Finnsstöðum. Engar viðræður hafa farið fram við landeigendur enn sem komið er. Sagði Pétur það ekki tímabært á meðan að beðið væri eftir endanlegri afgreiðslu máls- ins í Alþingi. Málið hefur þegar verið afgreitt í ríkisstjórn- inni og þingflokkunum. Var þar tekin sú ákvörðun að samgöngu- málaráðherra bæri fram tillögu þess efnis á Alþingi að heimiluð yrði sérstök lántaka, samtals 60 milljónir, til að hefja fram- kvæmdir. Nær sú fjárve'ring- ekki til framkvæmda við flug- stöðina, þar sem sú fjárveiting hafði þegar fengist. EIIi- og örorkulífeyrisþegar; Fasteigna- skattar lækka í Reykjavík SAMÞYKKT hefur verið í borgar- ráði viðmiðunarmark fyrir lækkun fasteignagjalda elli- og örorkiilif- eyrisþega búsetta í Reykjavík. Að sögn Gunnars Eydal skrifstofu- stjóra borgarstjórnar verður farið yfir öll framtöl áður en tilkynning um lækkun gjalda er send til gjaldenda í mars - apríl. Gert er ráð fyrir að felld- ur verði niður fasteignaskattur hjá elli- og örorkulífeyrisþegum, sem ein- ungis hafa tekjur sínar frá Trygginga- stofnun ríkisins. Þ.e. elli- og örorkulíf- eyri, tekjutryggingu og heimililsupp- bót. Einstakíingar með kr. 230 þús. í árstekjur og hjón með kr. 360 þús., fá 80% lækkun á fasteignasköttum. Einstaklinga með tekjur frá 230 þús. til kr. 270 þús. og hjón með tekjur frá kr. 360 þús. til kr. 420 þús. fá 50% lækkun á fasteignasköttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.