Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 57

Morgunblaðið - 05.02.1987, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 57 aðrir sitja eftir um hríð — þar til röðin kemur að þeim. Sigríður Tómasdóttir frá Auðs- holti í Biskupstungum, lengst af húsfreyja á Vitastíg 20 í Reykjavík, hefur endað sitt æviskeið. Hún átti hér marga og farsæla daga og er nú kvödd með vináttu og þakklæti af sínum samferðamönnum. Vilborg, dóttir Sigríðar og eigin- manns hennar, ísleifs Ólafssonar, er vinkona mín og vegna þeirrar vináttu kom ég oft á heimilið á Vitastíg 20. Það var alltaf gaman að koma á Vitastíginn. Sigga, mamma Vil- borgar, var kát og glöð kona og með afbrigðum gestrisin. Hún hafði líka lifandi áhuga á fólkinu í kring- um sig og lét sig varða hvemig því famaðist. Hennar eðli var að gleðja og gefa, telja kjark í menn. Þannig var hún í skiptum sínum við fólk. Það var því ekki að kynja þó gestkvæmt væri hjá henni. Það vildu margir njóta hlýlegs viðmóts heimilismanna á Vitastígnum og þeirra góðu veitinga sem þar vom jafnan á borðum. Eftir að Vilborg vinkona mín gifti sig Kristjáni Bickel og flutti til Þýskalands kom ég af og til á Vita- stíginn til Siggu og ísleifs. Ævin- lega tóku þau mér og bömum mínum með kostum og kynjum. Þau vom bæði sérdeilis bamgóð. Það var þeim þvf mikil gleðiuppspretta að umgangast bamaböm sín flög- ur, syni Vilborgar, Tómas og Höskuld og sonardætur sínar, Sigríði og Sunnevu, dætur Tómasar og Elísabetar, konu hans, en þau hafa undanfarin ár búið á neðri hæðinni á Vitastíg 20. Þó Sigríður væri jafnan kát heim að sækja örlaði stundum á sámm undirtóni, þegar spjallað var um lífið og tilvemna. Fyrsta bam þeirra hjóna fæddist þroskaheft, sonurinn Olafur, og var það þung raun ung- um foreldrum. Á þeim ámm var erfiðara að fást við slík mál en nú er. En með samheldni og dugnaði tókst §öl- skyldunni á Vitastígnum að yfirstíga þá erfiðleika sem á vegi hennar urðu. Að leiðarlokum kveð ég Sigríði Tómasdóttur með virktum og er þakklát fyrir þær góðu stundir sem ég hef átt á heimili hennar. Eftirlif- andi eiginmanni, bömum, tengda- bömum og bamabömum óska ég velfamaðar alla tíma. Guðrún Guðlaugsdóttir „Sjá laufið hiynur, en lífið er eilíft." Sigríður Tómasdóttir, frænka mín, andaðist 27. janúar sl. Þegar ég lít um öxl til liðinna kynna okk- ar, þá minna samskiptin á ljóðræna töfra, þar sem var hreint og bjart yfir hveiju stefi. Sigríður var hús- móðirin, sem bauð alla gesti vel- komna, veitti mjmdarlega og sá um að öllum liði sem best. Það gengu allir glaðir af hennar fundi. Nú er stundaglasið tæmt og við þökkum fyrir allar ánægjustundir á heimili þeirra hjóna, Sigríðar og ísleifs. Við vottum bömum þeirra og bamabömum samúð okkar og þökkum góð kynni. Sigríður var trúuð kona og ræddi oft eilífðarmál- in. Hún var örugg í sinni vissu og kveið engu. Ég sé hana fyrir mér bjarta á svip bjóða okkur velkomin á eilífðarströndinni. „Býst ég nú brátt til ferðar brestur þó veganesti. Þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti." Magnea og Friðrik Kveðjuorð: Njáll Guðmundsson Fæddur 28. október 1916 Dáinn 25. janúar 1987 Njáll fæddist á Litla-Sandi á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hans vora Guðbjörg Jónsdóttir, söðla- smiðs og bónda í Brennu, Lundar- reykjadal í Borgarfirði og Guðmundur Brynjólfsson bóndi á Sóleyjarbakka í Hranamanna- hreppi, Amessýslu. Foreldrar Njáls bjuggu fyrst í Reykjavík og stundaði Guðmundur smíðar, enda hagleiksmaður og góður smiður. Þau hófu búskap á Melum á Kjalamesi 1908 og bjuggu þar í 3 ár. Á Litla-Sandi í Hvalfirði bjuggu þau í 10 ár og þar fæddist Njáll. Þaðan fluttu þau að Miðdal í Kjós 1921 og bjuggu þar í 21 ár og dvöldu þar síðan til dauðadags í skjóli sonar síns Davíðs og með Njáli. Njáll nam við íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal í Biskupstungum veturinn 1936—37 enda var hann vel íþróttum búinn og glímumaður ágætur. Hann sett- ist í Kennaraskóla íslands haustið 1937 og lauk þaðan burtfararprófi 1940. Njáll gerðist farkennari f Kjósarhreppi haustið 1940 og fór svo fram til ársins 1949 er hann varð skólastjóri í nýreistu skólahúsi sveitarinnar, sem byggt var sem heimavistarskóli fýrir bömin í Kjós- inni og heitir Ásgarður. Njáll var farsæll kennari og tók auk þess virkan þátt í öllu félagsstarfí sveit- arinnar. Hann var formaður umf. Drengs um 5 ára skeið, og féhirðir í 4 ár. Hann var í stjóm taflfélags- ins og vel liðtækur á því sviði, þátttakandi í spilakvöldum og keppnum. Njáll söng með Karlakór Kjós- veija og var í stjóm hans. Hann hafði góða kórrödd og hjálpaði gjaman til við raddæfingar enda fékk hann tilsögn á harmonium hjá sr. Halldóri Jónssyni á Reynivöllum. Njáll söng einnig í kirkjukór Reyni- vallakirkju á meðan hann átti heima í Kjósinni og æ síðan við ýmis tæki- færi. Njáll var hestfær í besta lagi og átti góða hesta. Árið 1962 gerðist Njáll kennari við Breiðagerðisskóla í Reykjavík og kenndi hann bömum þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Njáll var prýðilega lagtækur maður, eiginlega smiður góður þótt eigi hafi hann lært til þeirra hluta, en hann lærði bókband. Jafnframt því að vera vel búinn líkamlegu atgervi, þá var andlegur styrkur hans ótvfræður. Njáll var ágætur fræðari sem umgekkst sam- ferðamennina með hógværð og lipurð og eignaðist, eftir því sem ég best veit, óvini fáa en þess fleiri kunningja og vini. Njáll kvæntist ekki. Nú býr sár söknuður með hans nánustu, og öll þökkum við honum samfylgdina og óskum honum góðr- ar heimkomu á guðs síns fund. Ég og Qölskylda mfn vottum aðstand- endum dýpstu samúð. Gísli Andrésson Walter Sigurjóns- son — Kveðjuorð Fæddur 13. maí 1952 Dáinn 1. febrúar 1987 Sunnudagurinn 1. febrúar rennur upp. Ég fæ þá hörmulegu frétt að vinur minn Wolli sé dáinn. Wolli, maður í blóma lífsins. Af hveiju, spyr ég mig. En í mfnum huga mun hann alltaf lifa. Ég kynntist Wolla fyrir 10 áram og hélst kunningsskapur okkar þar til dauðann bar að. Wolli var góður vinur og vildi allt fyrir alla gera og meira til. Hann var vinur vina sinna. Við áttum margar ánægju- legar stundir saman sem seint munu gleymast. Ég minnist Wolla sem glaðværs og hress vinar. Wolli átti yndislega fjölskyldu, konu sína Hrönn og bömin Guðrúnu og Sigur- jón. Með þessum stuttu orðum bið ég Guð að styrkja þig elsku Hrönn og bömin ykkar og alla aðstandendur í ykkar miklu sorg. Guð blessi ykkur. Henning Haraldsson Hvert kvöld er við göngum til hvílu geram við það f þeirri vissu að allir sem okkur era kærir verði með okkur að morgni. Að kveðja mág minn og vin, án þeirrar vissu, er erfitt. Sársaukinn og tómið sem umlykur okkur öll nú er við stöndum máttvana gagnvart dauðans þungu hönd, er ekki auðvelt að hrekja á brott. Að kveðja vin minn hinstu kveðju með örfáum orðum er eitt- hvað sem mig óraði aldrei fyrir að þurfa að gera. Á slíkri stundu leita minningar liðinna ára á hugann, minningar tengdar bæði bestu og oft erfíðustu stundum í lífí okkar beggja. Efst í huga mér er minning um góðan dreng. Ég minnist þess aldrei að nokkum tíma hafí Wolli synjað neinni þeirri bón sem ég leit- aði til hans með. Kom þar ef til vill í ljós sá eiginleiki sem ávallt fylgdi honum, að vilja leysa hvers manns vanda. Hans já var í einlægni gefið og án nokkurra kvaða. Ég minnist þess nú að litli sonur minn sem hændist að Wolla frá fyrstu tíð, sagði eitt sinn er ég var að kvarta vegna einhvers sem ég taldi mér um megn að gera: „Pabbi, af hveiju biður þú bara ekki Wolla að gera það.“ Þessi orð segja meira um Wolla en fátækleg kveðja mín. í hvert sinn er ég vildi endurgjalda honum allt það sem hann hefur glatt mig með í gegnum árin, var viðkvæðið alltaf: „Fyrir þig, Maggi minn, geri ég hvað sem er.“ Ég veit ekki af hveiju þessi tengsl vin- áttu og skilnings mynduðust milli okkar Wolla, en það veit ég að þau fær dauðinn ekki rofið. Sá kærleik- ur sem ég ber til Wolla er þáttur í lífí mínu sem með mér verður til hinsta dags. Með hlýju og ástúð kveð ég hann og jafnframt í þeirri trú að við megum um síðir sjást hinum megin. Missir okkar allra, og þá sérstak- lega Hrannar systur minnar, barna þeirra, Siguijóns og Guðrúnar, for- eldra og systkina er mikill. í hljóðri bæn bið ég þess að guð gefi þeim styrk til þess að komast yfír þá sorg sem í huga þeirra býr nú. Maggi í dag kveðjum við ástkæran vin okkar og mág, Walther Siguijóns- son, eða Wolla, eins og hann var ævinlega kallaður. Hann fæddist 13. dag maímánaðar 1942 á Stokkseyri og þar ólst hann upp fyrstu árin á æskustöðvum föður síns, en fjölskyldan fluttist síðar til Reylq'avíkur. Foreldrar hans era þau Helga Sigríður Helgadóttir og Siguijón Jónsson, en Wolli var næstyngstur í hópi íjögurra systk- ina, hin era Höriður, Halldóra og Þuríður. Fyrstu kynni okkar af Wolla vora þegar Hrönn systir kynnti hann sem kærasta og verðandi eiginmann. Hrönn og Wolli gengu í hjónaband 6. október 1973 en böm þeirra era Guðrún Sylvía fædd 19. maí 1975 og Siguijón Brano fæddur 26. jan- úar 1977. Fyrstu hjúskaparár þeirra vora eins og gengur og ger- ist hjá ungu fólki, vinna og íbúðar- kaup. Wolli stundaði ýmsa vinnu, bæði til sjós og lands, en bílar og vélar áttu þó alltaf hug hans allan. Hann vann við bílaviðgerðir á verk- stæði Sláturfélags Suðurlands í Reykjavík. Undir handatjaðri ást- kærs föður síns hóf hann þar nám í bifvélavirkjun og lauk sveinsprófí 1983. Hann varð meistari í iðn sinni í maí 1984. Við sem til hans þekkt- um vissum að þessi samstarfstími þeirra feðga var honum bæði ljúfur ogfarsæll. í þessum fáu kveðjuorðum era okkur efst í huga þær minningar sem við eigum um hann á gleði- stundum, bæði þeim stundum sem tengjast ánægjulegum viðburðum í fjölskyldum okkar en ekki síst þeim stundum sem við áttum saman á heimili hans yfir kaffibolla. Það var alltaf stutt í brosið hans Wolla, sér- staklega þegar komið var að áhugamálum hans sem flest tengd- ust með einum eða öðram hætti ferðalögum á jeppum og vélsleðum. Það þurfti ekki mikið til þess að fá hann af stað þó veðurútlit væri ekki sem best. Hugurinn bar hann alltaf hálfa leið og því meiri tvísýna því meiri spenna. Ég minnist haustsins 1977 en þá fóram við vestur á Barðaströnd. Ofsaveður gerði á leiðinni en allt gekk vel og við komumst á áfangastað seint og um síðir, en ofsaveðrið hélst alla nóttina. Um morguninn var nátt- úrabamið Wolli kominn fyrstur á fætur og sestur út til að njóta blíðunnar sem náttúran sýnir svo oft eftir hin verstu veður. Þegar við hin komum á fætur var hann búinn að taka fram grillið og farinn að elda. Á svona stundum var hann fullur bamslegrar gleði yfír því að vera til. En allt í einu er Wolli, elsku vin- urinn, ekki lengur á meðal okkar. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd, að hann skuli í blóma lífsins kallaður yfir móðuna miklu og við munum aldrei framar heyra stigann tekinn í fáum löngum skref- um og sjá Wolla snarast inn með bros á vör. En þannig var hann, fljótur til að hjálpa og aðstoða og þegar maður hafði áhyggjur af því að erfitt gæti reynst að launa hon- um greiðann þá skipti það hreint engu máli, það myndi jafiia sig fyrr en seinna. Þetta er sá Wolli sem við kveðjum í dag, góður drengur sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa öðram og þannig munum við ævinlega minnast hans. Við biðjum algóðan Guð að styrkja þig, elsku Hrönn, blessuð bömin ykkar, for-5~" eldra hans og systkini. Svala og Hreggi ESAB Rafsuóutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuðu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2. SIMI24260 ESAB (. ~ ■ ■ ■ i * • i íi ! ■ < ' ■ í '« « B 1« .!■< Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 7. febrúar verða til viðtals Árni Sigfússon formaður félags- málaráðs og í stjórn heilbrigðisráðs og Ingólfur Sveinsson í stjóm heilbrigðisráðs og Sjúkrasamlags Reykjavíkur. I;V 'áL.-r a a a « B a ■; ■ ■ ■ ■ ■ a a a. ■ a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.